Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forstjóri Landspítalans hafnar hugmyndum þingmanns Sjálfstæðisflokksins: „Aldrei til umræðu“

Pál Matth­ías­son, for­stjóri Land­spít­ala, gagn­rýn­ir hug­mynd­ir sem Óli Björn Kára­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, setti fram fyrr í vik­unni. „Það sem Óli Björn virð­ist sjá sem tæki­færi í þess­um samn­ingi Land­spít­ala og Sjúkra­trygg­inga er að færa fé frá Land­spít­ala yf­ir til einka­að­ila.“

Forstjóri Landspítalans hafnar hugmyndum þingmanns Sjálfstæðisflokksins: „Aldrei til umræðu“
Hafnar einkavæðingu Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala Íslands, segir að aldrei hafi staðið til að lögbundin þjónusta spítalans yrði færð í hendur einkaaðila þegar gerður var samningur við Sjúkratryggingar Íslands. Hann hafnar hugmyndum Óla Bjarnar Kárasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, þar um og því að spítalinn verði tekinn út af fjárlögum. Mynd: Kristinn Magnússon

Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, hafnar algjörlega öllum hugmyndum um að spítalinn verði tekinn út af reglulegum fjárlögum. Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, flaggaði slíkum hugmyndum í blaðagrein í vikunni og vísaði til skýrslu Ríkisendurskoðunar um Sjúkratryggingar Íslands, þar sem meðal annars er fjallað um samninga við Landspítalann um framleiðslutengda fjármögnun. Páll segist í svari til Stundarinnar fullkomlega ósammála því. „Það sem nú hefur komið fram í grein Óla Bjarnar Kárasonar er að að minnsta kosti sumir þingmenn sjá í þessum samningi tækifæri til einkavæðingar með því að færa lögbundna þjónustu spítalans í hendur einkaaðila. Það stóð aldrei til og var aldrei til umræðu, eins og fram kemur í samningi um framleiðslutengda fjármögnun, eða ásetningur Landspítala enda er starfsemi sjúkrahússins bundin í lögum og verður ekki breytt nema þá með lagabreytingu.“

Óli Björn vill frekari einkarekstur

Í umræddri blaðagrein lýsti Óli Björn því að hann teldi rétt að Landspítalinn yrði tekinn út af reglulegum fjárlögum og fjármögnun klínískrar þjónustu hans yrði „framleiðslutengd“. Jafnframt lýsti Óli Björn því að nýta ætti einkarekstur í mun meira mæli í heilbrigðisþjónustunni.

Gerður var samningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Landspítala um framleiðslutengda fjármögnun, fyrst árið 2016 og svo aftur árið 2017. Með fyrri samningnum átti að leiða í ljós þau áhrif sem breytt fjármögnunaraðferð myndi hafa. Breytt fjármögnun átti að auka gagnsæi þar sem þjónustan yrði kostnaðargreind. Seinni samningurinn, sem gildir út árið 2019, byggir á sömu forsendum og er markmið hans að tengja saman fjármögnun spítalans og umfang þjónustu til að tryggja árangursríka heilbrigðisþjónustu og hagkvæma nýtingu fjármuna. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að hafa beri í huga að samningurinn hafi ekki áhrif á umfang fjármögnunarinnar, heldur einungis form og fjármagn sé ákvarðað á fjárlögum hvers árs.

„Afstaða Óla Bjarnar er ekki síður einkennileg í ljósi þess að í umræddri skýrslu Ríkisendurskoðunar er sérstaklega ítrekað að samningar Sjúkratrygginga Íslands við einkaaðila hafi hvorki leitt til hagræðingar né annars ávinnings“ 

Stundin setti sig í samband við Pál Matthíasson vegna skrifa Óla Bjarnar. Í svörum Páls kemur fram að Landspítalinn hafi lengi bent á að aðlaga þurfi fjárveitingar til spítalans að þeirri eftirspurn sem sé eftir þjónustu hans, hvort sem um er að ræða klíníska þjónustu, vísindastörf eða menntun.  „Það sem aðrar þjóðir hafa gert er að nota þessar raunmælingar á framleiðslu til að ákvarða fjárframlög til einstakra sjúkrahúsa. Við höfum ítrekað kallað eftir því að hið sama væri gert hér hvað varðar Landspítala, að fjárframlög taki mið af eftirspurn. Eftirspurn eftir þjónustu hefur aukist geysilega síðustu ár, vegna mannfjölgunar og öldrunar þjóðarinnar en líka vegna aukinnar byrði langvinnra sjúkdóma og annarra þátta. Þetta hefur alls ekki endurspeglast í fjárlögum og það er auðvitað óásættanlegt fyrir sjúklinga og leiðir til þess að ekki er alltaf hægt að mæta eftirspurn.“  

„Nei, alls ekki“

Páll segist hins vegar alls ekki telja að taka beri Landspítala út af reglulegum fjárlögum, hvorki varðandi klíníska þáttinn né aðra þætti. „Nei, alls ekki. Það sem við þurfum að hafa í huga er að samkvæmt lögum ber ríkinu að sjá til þess að almenningur eigi rétt á bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni. Landspítali er opinber stofnun og starfsemi hans er skilgreind í lögum. Það er því eðlilegt að fjármögnun hans sé sömuleiðis ákvörðuð með lögum og það  kemur beinlínis fram í samningnum, að ákvörðun fjárframlaga til spítalans kemur fram á fjárlögum. Það er hins vegar bæði nauðsynlegt og æskilegt að geta stuðst við raunmælingar á framleiðslu þegar fjárframlög eru ákveðin. Það er hægt að gera með samningum, eða það sem einfaldara væri, að reikna fjárframlögin út frá slíkum raunmælingum þegar fjárlög eru smíðuð“. 

Samningar við einkaaðila hafi einkaaðila hafi „hvorki leitt til hagræðingar né annars ávinnings“ 

Páll segir jafnframt að Landspítalinn hafi undirritað umræddan samning við Sjúkratryggingar í þeirri trú að aðilar hafi verið sammála um að með honum gæfist tækifæri til að tengja betur saman fjárveitingar og framleiðslu, sjúklingum til hagsbóta. Hins vegar hafi aldrei staðið til að færa lögbundna þjónustu í hendur einkaaðila. „Það sem nú hefur komið fram í grein Óla Bjarnar er að að minnta kosti sumir þingmenn sjá í þessum samningi tækifæri til einkavæðingar með því að færa lögbundna þjónustu spítalans í hendur einkaaðila. Það stóð aldrei til og var aldrei til umræðu. Það sem Óli Björn virðist sjá sem tækifæri í þessum samningi Landspítala og Sjúkratrygginga er að færa fé frá Landspítala yfir til einkaaðila og að með því fáist fram einhver hagræðing sem er þvert á ráðleggingar Ríkisendurskoðunar. Afstaða Óla Bjarnar er ekki síður einkennileg í ljósi þess að í umræddri skýrslu ríkisendurskoðunar er sérstaklega ítrekað að samningar Sjúkratrygginga Íslands við einkaaðila hafi hvorki leitt til hagræðingar né annars ávinnings.“ 






 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heilbrigðismál

Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.
Svandís leggur niður læknaráð: „Hún þarf ekki að óttast að vera skömmuð af læknaráði í framtíðinni“
FréttirHeilbrigðismál

Svandís legg­ur nið­ur lækna­ráð: „Hún þarf ekki að ótt­ast að vera skömm­uð af lækna­ráði í fram­tíð­inni“

Lækna­ráð og hjúkr­un­ar­ráð hafa ver­ið lögð nið­ur með lög­um. Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra hafði beð­ið lækna­ráð um stuðn­ing. Formað­ur lækna­ráðs seg­ir að­hald minnka með breyt­ing­unni og að for­stjóri Land­spít­al­ans verði „býsna ein­ráð­ur“.
Tilkynning um hermannaveiki í blokk fyrir eldri borgara vekur ugg
FréttirHeilbrigðismál

Til­kynn­ing um her­manna­veiki í blokk fyr­ir eldri borg­ara vek­ur ugg

Íbú­um á Granda­vegi 47 barst ný­lega orð­send­ing frá sótt­varn­ar­lækni og Heil­brigðis­eft­ir­liti Reykja­vík­ur þess efn­is að mik­ið magn her­manna­veikis­bakt­erí­unn­ar hefði fund­ist í einni íbúð blokk­ar­inn­ar. Dótt­ir ní­ræðr­ar konu í blokk­inni hef­ur veru­leg­ar áhyggj­ur af móð­ur sinni en her­manna­veiki er bráð­drep­andi fyr­ir fólk sem er veikt fyr­ir.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Askur Hrafn Hannesson
10
Aðsent

Askur Hrafn Hannesson

„Bant­ust­an er ekki Palestína”

Bar­áttu­mað­ur fyr­ir mann­rétt­ind­um vitn­ar í rapptexta Erps Ey­vind­ar­son­ar þar sem hann fjall­ar um „að­skiln­að­ar­stefnu að­flutta hvíta manns­ins” í Suð­ur-Afr­íku og bend­ir á að mann­rétt­inda­sam­tök á borð við Am­nesty In­ternati­onal hafi einnig kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu, í kjöl­far­ið á ára­langri rann­sókn­ar­vinnu, að Ísra­el sé að­skiln­að­ar­ríki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu