Mest lesið

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
1

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
2

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum
3

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur
4

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Pillan og neikvæð áhrif hennar
5

Pillan og neikvæð áhrif hennar

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti
6

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti

Stundin #110
Janúar 2020
#110 - Janúar 2020
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 7. febrúar.
Þessi grein er rúmlega 11 mánaða gömul.

Tilkynning um hermannaveiki í blokk fyrir eldri borgara vekur ugg

Íbúum á Grandavegi 47 barst nýlega orðsending frá sóttvarnarlækni og Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur þess efnis að mikið magn hermannaveikisbakteríunnar hefði fundist í einni íbúð blokkarinnar. Dóttir níræðrar konu í blokkinni hefur verulegar áhyggjur af móður sinni en hermannaveiki er bráðdrepandi fyrir fólk sem er veikt fyrir.

Tilkynning um hermannaveiki í blokk fyrir eldri borgara vekur ugg
jonbjarki@stundin.is

Í síðustu viku sendu sóttvarnalæknir og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur íbúum í fjölbýlishúsi eldri borgara á Grandavegi 47 orðsendingu þar sem íbúarnir voru varaðir við því að töluvert magn af umhverfisbakteríunni Legionella hefði fundist í vatnssýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók úr sturtuhaus í einni af íbúðum hússins. Umrædd baktería er þekkt undir heitinu hermannaveiki og getur verið bráðdrepandi, sérstaklega fyrir þá sem eru veikir fyrir eða komnir á háan aldur. Sólveig Bjarnadóttir, dóttir níræðrar konu sem býr á Grandavegi 47, furðar sig á orðsendingunni sem hafi skilið eftir sig mun fleiri spurningar en svör á meðal íbúa. Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir ekkert athugavert við vinnubrögðin.

Kanna útbreiðslu bakteríunnar

„Sóttvarnalæknir vill vekja athygli á að nýlega greindist töluvert magn af umhverfisbakteríunni Legionella í vatnssýni sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tók úr sturtuhaus í einni af íbúðum í Grandavegi 47. Þessi baktería er stundum kölluð hermannaveikisbaktería eftir að hafa valdið hópsýkingu meðal hermanna á ráðstefnu í Bandaríkjunum 1976,“ segir meðal annars í  orðsendingu sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitsins sem er dagsett þann 28. febrúar síðastliðinn og var sett í alla póstkassa hússins og hengd upp á veggi þess.

OrðsendinginHér gefur að líta orðsendingu þá sem sóttvarnarlæknir og heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sendi íbúum Grandavegi 47 í síðustu viku.

Þá kemur fram að fullfrískir einstaklingar geti fengið bakteríuna í öndunarveg án þess að veikjast en aðra sögu megi segja um þá sem eru veikir fyrir. „Alvarleg veikindi, lungnabólga, verða einna helst hjá einstaklingum með undirliggjandi áhættuþætti en þeir eru helstir hár aldur, reykingar, langvinnir lungnasjúkdómar, ónæmisskerðing, áfengissýki og nýrnabilun.“ Íbúum er jafnframt greint frá því að Legionella sé baktería sem lifi í vatni og algeng um allan heim. „Hún þolir hitastig frá 0–63°C en lifir best í 30–40°C,“ segir í tilkynningunni, en þar eru íbúar meðal annars hvattir til þess að láta vatnið í sturtum sínum renna af fullum krafti í 2–3 mínútur áður en þeir fari í sturtu, til þess að koma í veg fyrir mögulegt smit.

„Til að gæta fyllsta öryggis þar til niðurstöður frekari rannsókna liggja fyrir er íbúum ráðlagt að skrúfa frá vatninu í sturtunni af fullum krafti og láta renna í 2–3 mínútur áður en þeir fara undir sturtuna. Ef bakterían er til staðar minnkar rennslið magn hennar í vatnspípum og sturtuhausum og dregur þar með úr líkum á að smit eigi sér stað. Þetta á sérstaklega við ef sturtan er sjaldan notuð,“ segir jafnframt í tilkynningunni, en þar eru þessar leiðbeiningar sagðar eiga við á meðan verið sé að kanna mögulega útbreiðslu „bakteríunnar í pípunum og hvað er helst til ráða til að losna við hana úr vatnspípunum“.

Furðar sig á vinnubrögðunum

„Ég er alveg gapandi yfir þessu vegna þess að þetta er alveg hræðilegur sjúkdómur,“ segir Sólveig, sem gagnrýnir meðal annars að í orðsendingunni komi ekkert fram um það hvenær búið verði að kanna mögulega útbreiðslu. „Það er engin nánari skýring, sem mér finnst fyrir neðan allar hellur, ekkert símanúmer og enginn tölvupóstur.“ Þá tekur hún fram að móðir hennar sé mjög óörugg vegna þessa en Sólveig, sem er búsett erlendis og á leiðinni aftur út í bráð, hefur sjálf áhyggjur af því að skilja aldraða móður sína eftir í þessari aðstöðu. „Svo er þeim bara sagt að láta vatnið renna og ekkert meira en það. Er þetta bara eitthvað sem er almennt gert?“ spyr Sólveig sem furðar sig á vinnubrögðunum. 

Árný Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, segir að þeim finnist miður ef íbúar upplifi það þannig að þeir séu illa upplýstir. Hins vegar komi skýrt fram í orðsendingunni hvaða embætti komi að málinu og hvert eigi að leita. Þá séu símanúmer til dæmis aðgengileg á ja.is og víðar ef þörf sé á því. „Heilbrigðiseftirlitið var kallað til af sóttvarnalækni varðandi sýnatökuhlutann og til samráðs sem og að kortleggja útbreiðslu,“ segir Árný í skriflegu svari við spurningum Stundarinnar, en hún segir eftirlitið ekki geta svarað fyrir þann hluta sem snýr að sóttvörnum, eða mögulega hættu fyrir íbúana, og vísar á lækna og heilsugæslu líkt og gert er í orðsendingunni.

Árný segir jafnframt að verið sé að skoða lagnakerfi hússins í samráði við húsvörð og hvar mögulega þurfi að grípa til aðgerða af hálfu húseigenda. Þá sé heilbrigðiseftirlitið í þéttu samstarfi við sóttvarnalækni varðandi málið. „Það er svo sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitsins að meta hvort einhverra frekari viðvarana sé þörf eða upplýsinga til íbúa en þegar hafa komið fram, og eins ef nýjar upplýsingar koma fram,“ segir Árný sem tekur fram að íbúar skuli áfram fylgja þeim leiðbeiningum sem fram komi í orðsendingunni.

Ekki náðist í sóttvarnalækni við vinnslu þessarar fréttar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
1

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista
2

Niðurbrotnar í kjölfar framkomu þerapista

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum
3

Gróðureldarnir í Ástralíu aðeins upphafið að vandanum

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur
4

Sóley og Hildur halda vinnuhelgi fyrir róttækar konur

Pillan og neikvæð áhrif hennar
5

Pillan og neikvæð áhrif hennar

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti
6

Ísland tengt við mútugreiðslur og peningaþvætti

Mest lesið í vikunni

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
1

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
2

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
4

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
5

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
6

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Mest lesið í vikunni

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið
1

Ég er bara ruglaður af því ég trúi á ævintýrið

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra
2

Fyllti upp í tómið með fullvissunni um eitthvað æðra

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu
3

Stór lögregluaðgerð við byggingu hótels: Starfsmenn fluttir burt með lögreglu

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað
4

Átta handteknir við Héðinshúsið og níu leiddir af vinnustað

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu
5

Skýringar Samherja stangast á við orð ríkissaksóknara Namibíu

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar
6

Feilskot að aðstoðarmaður ráðherra kalli „vini sína til leiks“ í máli bráðamóttökunnar

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Mest lesið í mánuðinum

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði
1

Snjóflóð falla á Flateyri: Flóðbylgja fór yfir höfnina og stúlku bjargað úr snjóflóði

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“
2

Björgunarsveitarmaður lýsir léttinum þegar stúlkan fannst: „Tíu fullorðnir karlmenn grétu á sama tíma“

Efnishyggjan gengur aftur
3

Jón Trausti Reynisson

Efnishyggjan gengur aftur

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum
4

Lásu á netinu að Íslendingar beri virðingu fyrir konum og börnum

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin
5

Svona er umhorfs á Flateyri eftir flóðin

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“
6

Vigdís sinnti fjölskyldu stúlkunnar sem grafin var úr flóðinu: „Sterkari konu hef ég aldrei séð“

Nýtt á Stundinni

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Vilhjálmur Birgisson sakar Heimavelli um siðlaus vinnubrögð á Akranesi

Frönsk verðlaunamynd hunsuð af Akademíunni

Frönsk verðlaunamynd hunsuð af Akademíunni

Foreldrar leikskólabarna settir í óþægilega stöðu

Foreldrar leikskólabarna settir í óþægilega stöðu

Jón Steinar segir mannfyrirlitningu virðast ráðandi í heimalöndum múslima

Jón Steinar segir mannfyrirlitningu virðast ráðandi í heimalöndum múslima

Gildi ólíkra reynsluheima, þungarokk og þúsaldarpopp

Gildi ólíkra reynsluheima, þungarokk og þúsaldarpopp

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt

Forsvarsmaður undirverktaka við Héðinshúsið segist ekki hafa grunað neitt

Popúlistaflokkur segist óttast popúlisma

Popúlistaflokkur segist óttast popúlisma

Fjallið, snjórinn og við

Jón Trausti Reynisson

Fjallið, snjórinn og við

Stytta ætti vinnutíma foreldra áður en leikskólinn er styttur

Stytta ætti vinnutíma foreldra áður en leikskólinn er styttur

Kristján Þór vill ekki skilgreina samband sitt við Þorstein Má

Kristján Þór vill ekki skilgreina samband sitt við Þorstein Má

Til hvers eru leikskólar?

Halldór Auðar Svansson

Til hvers eru leikskólar?

Pillan og neikvæð áhrif hennar

Pillan og neikvæð áhrif hennar