Ökuglaðasti þingmaður Íslands fær nífalt meira í vasann en sá sænski

Stundin fékk upplýsingar um endurgreiðslur til þingmanna í Svíþjóð sem var synjað um á Íslandi. Sá sænski þingmaður sem keyrir mest á eigin bíl er rétt rúmlega hálfdrættingur ökuhæsta íslenska þingmannsins. Íslenskur þingmaður fær þrisvar sinnum hærri greiðslur en sænskur þingmaður fyrir hvern ekinn kílómetra.

Keyrir tvöfalt meira en ökuhæsti sænski þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson var ökuglaðasti þingmaður landsins 2017. Svíþjóð er rösklega fjórum sinnum stærra en Ísland en íslenskir þingmenn fá þrefalt meira í aksturgjald en sænskir. 
ingi@stundin.is

Sá þingmaður á sænska þinginu, Mikael Svensson, sem keyrt hefur mest á eigin bíl kjörtímabilið 2014 til 2018, og hlotið hæstu endurgreiðslurnar frá ríkinu í Svíþjóð, hefur  keyrt rúmlega 100 þúsund kílómetrum minna en ökuhæsti þingmaðurinn á Íslandi hefur gert á árunum 2013 til 2017. 

Svensson hefur keyrt tæplega 139 þúsund kílómetra á meðan ökuhæsti íslenski þingmaðurinn hefur keyrt rúmlega 245 þúsund kílómetra. Skattfrjálsar endurgreiðslur til Mikael Svensson á tímabilinu nema rúmlega 3,1 milljón króna á meðan skattfrjálsar endurgreiðslur til ökuhæsta íslenska þingmannsins nema rúmlega 24 milljónum króna.

Skattfrjálsar endurgreiðslur til íslenska þingmannsins nema því nærri tífaldri þeirri upphæð sem Mikael Svensson hefur fengið í vasann fyrir að nota eigin bifreið í vinnunni.

Þetta kemur fram þegar upplýsingar um endurgreiddan aksturskostnað 328 sænskra þingmanna á árunum 2014 til 2018 eru bornar saman við þær takmörkuðu upplýsingar um endurgreiddan aksturskostnað þeirra tíu ónafngreindu þingmanna á Alþingi sem mest keyrðu árið ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.490 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt á Stundinni

Samfylkingin bætir við sig fylgi

Samfylkingin bætir við sig fylgi

·
N-ið: Drífa Snædal

Guðmundur Hörður

N-ið: Drífa Snædal

·
Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi

Lýsir streitu og floppi við að fá nýja tönn í Póllandi

·
Í textunum leynist fullt af slúðri

Í textunum leynist fullt af slúðri

·
Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki

Vinstri græn þáðu styrki frá stórútgerðinni og laxeldisfyrirtæki

·
Dýrasti þingmaðurinn

Listflakkarinn

Dýrasti þingmaðurinn

·
Alþingi greiddi 22 milljónir fyrir að lýsa upp hátíðarfundinn

Alþingi greiddi 22 milljónir fyrir að lýsa upp hátíðarfundinn

·
„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu

„Persónulegar ástæður“ sagðar vera fyrir brotthvarfi framkvæmdastjórans fjórum dögum eftir ráðningu

·
Aftur skipt um framkvæmdastjóra hjá Orku náttúrunnar

Aftur skipt um framkvæmdastjóra hjá Orku náttúrunnar

·
„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“

„Hann sakaði undirmann minn um að vera ekki nógu graða“

·
Misheppnaðar fjárfestingar í samkeppnisrekstri skýri vanda Íslandspósts

Misheppnaðar fjárfestingar í samkeppnisrekstri skýri vanda Íslandspósts

·
Stofna félög vegna umskipunarhafnar í Finnafirði

Stofna félög vegna umskipunarhafnar í Finnafirði

·