Helgi Bernódusson
Aðili
Framferði gestsins „með öllu ósæmilegt“

Framferði gestsins „með öllu ósæmilegt“

·

Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis segir að hingað til hafi ekki þótt ástæða til að veita þeim sem koma á fund þingnefnda sérstaka vernd. Atvikið í dag sé óvenjulegt og ósæmilegt.

Akstursgreiðslumál „ekki sambærileg“ Klaustursmáli og engin álitaefni um hæfi

Akstursgreiðslumál „ekki sambærileg“ Klaustursmáli og engin álitaefni um hæfi

·

Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að ekki hafi verið talið tilefni til að beina því til nefndarmanna forsætisnefndar að meta hæfi sitt með hliðsjón af reglum stjórnsýsluréttarins þegar erindi Björns Levís Gunnarssonar um aksturskostnað þingmanna voru afgreidd. Erindi Björns hafi ekki fengið „stöðu siðareglumáls“.

Brutu þingskapalög með drykkju á vinnutíma

Brutu þingskapalög með drykkju á vinnutíma

·

Fjórir þingmenn Miðflokksins brutu þingskapalög með því að víkja af þingfundi til að fara á barinn. Þingmenn þurfa að velja og hafna viðveru, segir skrifstofustjóri Alþingis.

Skrifstofustjóri Alþingis: „Alveg fráleitt“ að halda því fram að þingmenn hafi brotið siðareglur

Skrifstofustjóri Alþingis: „Alveg fráleitt“ að halda því fram að þingmenn hafi brotið siðareglur

·

„Allir reikningar voru greiddir, skv. ákvörðun skrifstofunnar og eftir yfirferð hennar, meðan hið nýja fyrirkomulag var að komast á. Í því fólust engin brot á siðareglum,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, í svari við fyrirspurn Stundarinnar.

Alþingi leyfði forsætisráðherra að auglýsa MS mjólk í þinghúsinu

Alþingi leyfði forsætisráðherra að auglýsa MS mjólk í þinghúsinu

·

Skrifstofustjóri Alþingis segir að Katrín Jakobsdóttir hafi ekki brotið reglur þegar fulltrúar MS afhentu henni nýjar mjólkurfernur í anddyri þinghússins. Ekki hafi verið um vöruauglýsingu að ræða, heldur atburð í tengslum við fullveldisafmæli Íslands.

Kannast ekki við að þingmenn hafi fengið óhóflegar akstursgreiðslur

Kannast ekki við að þingmenn hafi fengið óhóflegar akstursgreiðslur

·

Helgi Bernódusson skrifstofustjóri Alþingis kannast ekki við að þingmenn hafi fengið ferðakostnað endurgreiddan umfram það sem leyfilegt var.

Ásmundur fékk nærri fjórum sinnum meira í akstursgjöld en ökuglaðasti norski þingmaðurinn

Ásmundur fékk nærri fjórum sinnum meira í akstursgjöld en ökuglaðasti norski þingmaðurinn

·

Noregur og Svíþjóð veittu Stundinni ítarlegt yfirlit yfir akstursgjöld þingmanna sinna. Danmörk, eins og Ísland, veitir ekki þessar upplýsingar en þar eru greiðslur lægri og reglur skýrari. Ásmundur Friðriksson er að öllum líkindum Norðurlandameistari í akstri á eigin bifreið í vinnunni. Endurgreiðslur til íslenskra þingmanna á hvern keyrðan kílómetra eru miklu hærri á Íslandi en í Svíþjóð og Noregi.

Ökuglaðasti þingmaður Íslands fær nífalt meira í vasann en sá sænski

Ökuglaðasti þingmaður Íslands fær nífalt meira í vasann en sá sænski

·

Stundin fékk upplýsingar um endurgreiðslur til þingmanna í Svíþjóð sem var synjað um á Íslandi. Sá sænski þingmaður sem keyrir mest á eigin bíl er rétt rúmlega hálfdrættingur ökuhæsta íslenska þingmannsins. Íslenskur þingmaður fær þrisvar sinnum hærri greiðslur en sænskur þingmaður fyrir hvern ekinn kílómetra.

Þingmönnum í sjálfsvald sett hvort ríkið greiði aksturskostnað þeirra vegna prófkjara

Þingmönnum í sjálfsvald sett hvort ríkið greiði aksturskostnað þeirra vegna prófkjara

·

„Mat á því hvað er eðlilegt í þeim efnum er hjá þingmanninum,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið.

Einhliða, persónuleg ákvörðun Steingríms að birta tölur um hæstu akstursgjöld þingmanna

Einhliða, persónuleg ákvörðun Steingríms að birta tölur um hæstu akstursgjöld þingmanna

·

Steingrími J. Sigfússyni fannst rétt að veita upplýsingar um hæstu akstursgjöld þingmanna án þess að nöfn þeirra kæmu fram. Fyrir rúmum mánuði síðan var skrifstofustjóri Alþingis, Helgi Bernódusson, á annarri skoðun og vildi ekki veita Stundinni þessar upplýsingar. Málið sýnir hversu einkennilegt það er að upplýsingagjöf þjóðþings sé háð duttlungum og persónulegu mati einstakra starfsmanna þess.

Leynd yfir 171 milljónar greiðslum til þingmanna

Leynd yfir 171 milljónar greiðslum til þingmanna

·

Einungis 16 þingmenn af 63 svöruðu spurningum um innheimt akstursgjöld sín. Þingmenn geta keyrt á eigin bifreiðum í kjördæmum sínum og innheimt kostnað frá Alþingi fyrir vikið. Kostnaður við þetta kerfi er meiri en að leigja bílaleigubíla fyrir þingmenn. Upplýsingarnar eru sagðar „einkahagir“.

Alþingi þverneitar að veita ópersónugreinanlegar upplýsingar

Alþingi þverneitar að veita ópersónugreinanlegar upplýsingar

·

Skrifstofa Alþingis vill ekki segja frá hæstu einstöku endurgreiðslum vegna aksturs þingmanna á einkabílum. Stundin kærir synjunina til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.