Mest lesið

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
1

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?
2

Móðir og forsjárforeldri

Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?

·
Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“
3

Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“

·
Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook
4

Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook

·
Segja skrif Morgunblaðsins högg í andlit hinsegin samfélagsins
5

Segja skrif Morgunblaðsins högg í andlit hinsegin samfélagsins

·
Fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf seld á hópspjallþráðum á Facebook
6

Fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf seld á hópspjallþráðum á Facebook

·
Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“
7

Jón Bjarki Magnússon

Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“

·
Leiðsögumaður - tímabær lögverndun starfsheitis
8

Indriði Þorláksson

Leiðsögumaður - tímabær lögverndun starfsheitis

·

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Skrýtluvitið sem skálkaskjól Trumps

Bandaríkjaforseti, Donald Trump, notaði árlega ræðu sína, The State of the Union Address, að mestu til að segja lífsreynslusögur af fólki. Ingi F. Vilhjálmsson veltir fyrir sér af hverju hann gerði þetta.

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Bandaríkjaforseti, Donald Trump, notaði árlega ræðu sína, The State of the Union Address, að mestu til að segja lífsreynslusögur af fólki. Ingi F. Vilhjálmsson veltir fyrir sér af hverju hann gerði þetta.

Skrýtluvit Eitt af hugtökunum sem Þórbergur Þórðarson smíðaði um ævina var „skrýtluvit“ en það má meðal annars nota til að greina og skýra skallana í málflutningi Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna.   Mynd: Shutterstock

Donald Trump hélt árlega ræðu, The State of the Union Address, á bandaríska þinginu í lok janúar þar sem hann fór yfir stöðuna í Bandaríkjunum. Hugmyndin með ræðunni er að Bandaríkjaforseti segi frá stefnu sinni, tali um stöðuna í landinu, stöðu efnahagsmála og gefi einhvers konar útlínur um hvert Bandaríkin stefna undir hans stjórn. 

Donald Trump fór hins vegar nokkuð óhefðbundna leið – eins og við var að búast – í þessari fyrstu ræðu sinni af þessari gerð. Bandaríkjaforseti sagði eiginlega bara sögur af reynslu einstaklinga, fólks sem áttu að undirstrika þá heimsmynd sem Trump aðhyllist; heimsmynd bandarísks þjóðernissinna til einföldunar.

Hann sagði sögu af tólf ára dreng sem tók sig til og safnaði fé til að merkja grafir 40 þúsund óbreyttra bandarískra hermanna með bandarískum fánum; sagði söguna af hjónum frá Ohio-ríki, atvinnurekendum í verksmiðjurekstri, sem voru að upplifa sitt besta rekstrarár út af skattabreytingum Donalds Trump; beindi orðum sínum til foreldra Bandaríkjamanns sem yfirvöld í Norður-Kóreu myrtu; sagði söguna af vinkonum frá New York sem voru myrtar af gengi innflytjenda frá El Salvador, MS-13 auk fleiri slíkra frásagna. Tólf ára drengurinn var á áhorfendapöllunum, líka hjónin frá Ohio og foreldrar stúlknanna sem voru myrtar. Blaðamaður New Yorker vísaði til þessa fólks sem „leikmuna“ Donalds Trump og að ræða hans hafi virkað frekar eins og „raunveruleikasjónvarp“ en pólitísk ræða.  

„Sögur veita mönnum tækifæri til að segja frá einhverju með grípandi og áhugaverðum hætti án þess að þurfa að fara út í smáatriði í stefnu eða stefnumörkun“

Blaðamenn í Bandaríkjunum sem fjölluðu um ræðu Trumps bentu sumir hverjir á þetta anekdótueinkenni á ræðu Trumps.

Einn þeirra, fréttaritari The New York Times í Hvíta húsinu, sem heitir Mark Landler, sagði meðal annars þetta, aðspurður um allar sögurnar sem Trump sagði, í podcasti frá blaðinu sem heitir The Daily: „Ég held að það séu tvær ástæður. Í þessari ræðu var mjög lítið um stefnu, það voru mjög fáar uppástungur eða umræða um stefnumörkun. Og sögur veita mönnum tækifæri til að segja frá einhverju með grípandi og áhugaverðum hætti án þess að þurfa að fara út í smáatriði í stefnu eða stefnumörkun. Fyrir hann er þetta líka aðferð sem hann notar til að koma skilaboðum áleiðis til stuðningsmanna sinna um ákveðin mál. Sumar þessar sögur eru upplífgandi, aðrar eru niðurdrepandi. Ég held að hann sé að reyna að koma erfiðum skilaboðum til fylgjenda sinna um eiturlyfjamisnotkun, um innflytjendur og um hryðjuverk öfgafullra íslamista á sama tíma og hann nær að gera ræðuna auðmeltanlegri og minna óumdeilda í hugum þeirra sem eru ósammála honum.“ Mark Ladler orðaði það líka sem svo að ræðusmiður Trumps hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að taka Donald Trump sjálfan út úr ræðunni, láta hana ekki fjalla um hann, heldur um annað fólk.  

Anekdótur um fólkDonald Trump sagði margar sögur af fólki í ræðunni.

Þessi ræða Trumps var á margan hátt mildari og minna truflandi en margt sem hefur komið frá honum, meðal annars af því hann sagði mestmegnis bara sögur af einstaklingum  sem sumar hverjar eru harmrænar og eru birtingarmynd á einhverju sem er vitað, til dæmis harðræði einræðisstjórnarinnar í Norður-Kóreu.

Þegar ég hlustaði á þessa umfjöllun um ræðu Trumps tengdi ég þessa frásagnaraðferð Bandaríkjaforseta – að tala nánast bara í anekdótum og dæmisögum – við það sem Þórbergur Þórðarson kallaði „skrýtluvit“ og skilgreindi svona í þekktri grein, Einum kennt - öðrum bent:. „Það er skrýtluvitið, sem ég hef kallað svo, gáfnastig sem getur sagt frá og finnur nautn í skringilegum historíum, en hefur ekki náð hinni dýpri hugsun í þjónustu andans.“ Þórbergur var þarna að lýsa bók bók um Hornstrandir sem gefin var út um miðja síðustu öld og vildi hann meina að höfundurinn væri með slíkt skrýtluvit og að hann væri: „Meiri frásegjari en hugsuður.“  Á sama tíma hældi Þórbergur bókinni líka umtalsvert, sem og höfundi hennar Þórleifi Bjarnasyni. 

SkrýtluvitiðÞó Þórbergur Þórðarson væri að mörgu leyti hrifinn af Hornstrendingabók og hældi henni talsvert þá fann hann einnig ýmist til foráttu og lagðist í eins konar sálgreiningu á höfundinum og sagði hann hafa „skrýtluvit“.

 

Í staðinn fyrir að leggja stefnu sína og pólitíska heimspeki á borð Bandaríkjamanna í ræðunni, líkt og forseti Bandaríkjanna gerir yfirleitt við þetta tilefni, einbeitti Trump sér með öðrum orðum að því að segja sögur – „historíum“ – af öðru fólki sem kröfðust þess ekki af honum að hann legði neitt sjálfur til málanna umfram þetta. Þannig getur Trump forðast það sem hann vill í lengstu lög komast hjá: Að lýsa sínum eigin hugsunum og pólitískri stefnu, því slík opinberun hefði líklega gefið blaðamönnum og pólitískum andstæðingum Trumps betra færi á að tæta málflutning forsetans í sig en þegar hann segir lífsreynslusögur af fólki sem eiga að hjálpa til við að bakka upp heimsmynd hans. Þannig notar Trump „skrýtluvitið“, sem Þórbergur kallaði svo, sem skálkaskjól sitt, hann felur sig og stefnuleysi sitt og vankunnáttu á bak við persónusögur, og kaupir sér um leið gálgafrest frá því að leggja fram úthugsaða stefnu sína og pólitíska sýn.  

Ræðan undirstrikar enn frekar að Trump er meiri frásegjari en hugsuður en þetta eru sjálfsagt ekki mikil tíðindi. 

 

Pistill sem birtist í Stundinni þann 9. febrúar 2018

 

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
1

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?
2

Móðir og forsjárforeldri

Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?

·
Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“
3

Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“

·
Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook
4

Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook

·
Segja skrif Morgunblaðsins högg í andlit hinsegin samfélagsins
5

Segja skrif Morgunblaðsins högg í andlit hinsegin samfélagsins

·
Fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf seld á hópspjallþráðum á Facebook
6

Fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf seld á hópspjallþráðum á Facebook

·

Mest deilt

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
1

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“
2

Jón Bjarki Magnússon

Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“

·
Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?
3

Móðir og forsjárforeldri

Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?

·
Segja skrif Morgunblaðsins högg í andlit hinsegin samfélagsins
4

Segja skrif Morgunblaðsins högg í andlit hinsegin samfélagsins

·
Leiðsögumaður - tímabær lögverndun starfsheitis
5

Indriði Þorláksson

Leiðsögumaður - tímabær lögverndun starfsheitis

·
Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook
6

Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook

·

Mest deilt

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
1

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“
2

Jón Bjarki Magnússon

Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“

·
Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?
3

Móðir og forsjárforeldri

Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?

·
Segja skrif Morgunblaðsins högg í andlit hinsegin samfélagsins
4

Segja skrif Morgunblaðsins högg í andlit hinsegin samfélagsins

·
Leiðsögumaður - tímabær lögverndun starfsheitis
5

Indriði Þorláksson

Leiðsögumaður - tímabær lögverndun starfsheitis

·
Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook
6

Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook

·

Mest lesið í vikunni

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg
1

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg

·
Komst að því tíu mánuðum síðar að hún væri ekki lögskilin
2

Komst að því tíu mánuðum síðar að hún væri ekki lögskilin

·
Segir góða fólkið þurfa að óttast um líf sitt
3

Segir góða fólkið þurfa að óttast um líf sitt

·
Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
4

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?
5

Móðir og forsjárforeldri

Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?

·
Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“
6

Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“

·

Mest lesið í vikunni

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg
1

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg

·
Komst að því tíu mánuðum síðar að hún væri ekki lögskilin
2

Komst að því tíu mánuðum síðar að hún væri ekki lögskilin

·
Segir góða fólkið þurfa að óttast um líf sitt
3

Segir góða fólkið þurfa að óttast um líf sitt

·
Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum
4

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?
5

Móðir og forsjárforeldri

Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?

·
Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“
6

Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“

·

Nýtt á Stundinni

Miðflokkurinn tapaði 16 milljónum í fyrra

Miðflokkurinn tapaði 16 milljónum í fyrra

·
Segir upphlaup Sjálfstæðismanna vanhugsað og vandræðalegt

Segir upphlaup Sjálfstæðismanna vanhugsað og vandræðalegt

·
Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook

Lýsti sig formlega múslimahatara á Facebook

·
Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“

Jón Bjarki Magnússon

Afi hundrað ára: „Ég elska lífið og skemmti mér“

·
Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

Dóttir eldri manns segir ástand hans tvísýnt eftir röð mistaka á spítalanum

·
Leiðsögumaður - tímabær lögverndun starfsheitis

Indriði Þorláksson

Leiðsögumaður - tímabær lögverndun starfsheitis

·
Fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf seld á hópspjallþráðum á Facebook

Fíkniefni og lyfseðilsskyld lyf seld á hópspjallþráðum á Facebook

·
Segja skrif Morgunblaðsins högg í andlit hinsegin samfélagsins

Segja skrif Morgunblaðsins högg í andlit hinsegin samfélagsins

·
Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?

Móðir og forsjárforeldri

Ekki segja frá – eru það skilaboðin sem dómsmálaráðuneytið vill senda börnum?

·
Mikill stuðningur við #MeToo umræðuna á Íslandi

Mikill stuðningur við #MeToo umræðuna á Íslandi

·
Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“

Nýtur trausts til að „leiða félagið í þeim verkefnum sem fram undan eru“

·
Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg

·