Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Katrín vísar til vandræðamála vinstristjórnarinnar í vörn sinni fyrir Sigríði: „Þau leiddu ekki til afsagnar ráðherra“

For­sæt­is­ráð­herra benti á að ráð­herra hefði feng­ið á sig dóma vegna brota á skipu­lagslög­um án þess að segja af sér og tal­aði jafn­framt um „dóma vegna brota á jafn­rétt­is­lög­um“. Sagð­ist Katrín ekki hafa kall­að sér­stak­lega eft­ir af­sögn­um ráð­herra þá, né ætla að gera það í máli Sig­ríð­ar And­er­sen.

Katrín vísar til vandræðamála vinstristjórnarinnar í vörn sinni fyrir Sigríði: „Þau leiddu ekki til afsagnar ráðherra“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vísar til mála sem komu upp á kjörtímabili vinstristjórnarinnar en leiddu ekki til afsagnar ráðherra til að réttlæta áframhaldandi setu Sigríðar Andersen á ráðherrastóli. 

Í almennum stjórnmálaumræðum á Alþingi í gær var Katrín innt eftir afstöðu sinni til stöðu dómsmálaráðherra. Var þá sérstaklega vísað til nýrra upplýsinga sem Stundin birti í gær og sýndu hvernig ráðherra hunsaði lögfræðiráðgjöf sérfræðinga við undirbúning tillögu sinnar um skipun Landsréttardómara til Alþingis. 

„Það er alveg rétt að við höfum séð ráðherra fá á sig dóma. Hæstvirtan dómsmálaráðherra núna. Við höfum séð ráðherra fá á sig dóma vegna brota á jafnréttislögum, við höfum séð ráðherra fá á sig dóma vegna brota á skipulagslögum og svo mætti áfram telja,“ sagði Katrín.

„Hvernig axla ráðherrar ábyrgð? Jah, þau dæmi sem ég nefndi hér áðan þau leiddu ekki til afsagnar ráðherrar og ég hef sjálf, hvorki sem stjórnarandstöðuþingmaður né sem ráðherra í ríkisstjórn, kallað sérstaklega eftir afsögnum ráðherra af þessum tilefnum. Hins vegar kalla ég eftir því að slíkir dómar séu teknir alvarlega og við förum yfir það á vettvangi þingsins og framkvæmdarvaldsins.“

Af ummælum Katrínar má ráða að henni finnist framganga og verklag Sigríðar Andersen í Landsréttarmálinu með einhverjum hætti sambærilegt við vandræðamál sem komu upp í tíð vinstristjórnarinnar. 

Hún nefnir mál er vörðuðu brot ráðherra á skipulagslögum og jafnréttislögum, segist ekki hafa kallað eftir afsögnum ráðherra af þeim tilefnum og notar þetta sem réttlætingu fyrir því að nú kalli hún ekki eftir afsögn Sigríðar Andersen í kjölfar lögbrota hennar við skipun Landsréttardómara síðasta sumar. 

Dómstólar ógiltu ákvörðun Svandísar

Með orðum sínum um „dóma vegna brota á skipulagslögum“ má ætla að Katrín hafi verið að vísa til máls sem kom upp í umhverfisráðherratíð flokkssystur hennar, Svandísar Svavarsdóttur sem nú er heilbrigðisráðherra. Þá komust dómstólar að þeirri niðurstöðu að með því að synja staðfestingu þess hluta aðalskipulags Flóahrepps sem varðaði Urriðafossvirkjun hefði Svandís ekki farið að lögum. 

Svandís Svavarsdóttirnúverandi heilbrigðisráðherra og fyrrverandi umhverfisráðherra

Forsaga málsins er sú að Flóa­hreppur og Landsvirkjun höfðu árið 2007 gert með sér samkomulag sem fól meðal annars í sér að Landsvirkjun skyldi kosta skipulagsgerð vegna fyrirhugaðrar virkjunar. „Ég taldi aðkomu Landsvirkjunar að skipulagi Flóahrepps ekki standast lög enda enga orðaða heimild að finna í lögunum,“ skrifaði Svandís í pistli þann 19. febrúar 2011 og benti á að áður hefði samgönguráðherra úrskurðað að tiltekin grein samnings um greiðslu fyrir skipulag væri ólögmæt.

„Þegar ég og ráðuneyti mitt stóðum frammi fyrir því að staðfesta skipulag Flóahrepps var byggt á sömu sjónarmiðum og umboðsmaður hafði nefnt enda einungis heimild í þágildandi lögum fyrir greiðslu framkvæmdaaðila við gerð deiliskipulags. Í ljósi þessarar forsögu átti niðurstaða mín ekki að koma neinum á óvart.“ 

Síðar staðfestu bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Hæstiréttur að fyrirkomulagið um greiðslu Landsvirkjunar fyrir aðalskipulag Flóahrepps hefði staðist lög og því yrði synjun ráðherra ógilt. 

Í máli Svandísar var ekki sýnt fram á að hún hefði hunsað lögfræðiráðgjöf í ráðuneyti sínu, né voru höfðuð skaðamál eða ríkið dæmt miskabótaskylt vegna vinnubragða ráðherrans. Hins vegar héldu Landsvirkjun og fulltrúar Flóahrepps því fram að með ákvörðun sinni hefði Svandís tafið atvinnuuppbyggingu á svæðinu og þannig óbeint valdið tjóni.  

Dómar fyrir brot á jafnréttislögum?

Katrín Jakobsdóttir vísaði einnig til þess í þingræðu sinni í gær að ráðherrar hefðu fengið á sig „dóma vegna brota á jafnréttislögum“. Óljóst er til hvaða mála hún er þar að vísa. 

Ögmundur Jónasson fyrrverandi innanríkisráðherra var staðinn að því að hafa brotið jafnréttislög samkvæmt útskurði kærunefndar jafnréttismála árið 2012 og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra árið 2017. Þeir voru hins vegar aldrei dæmdir fyrir brot á jafnréttislögum.

Það sama á til dæmis við um mál Björns Bjarnasonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra, þegar hann braut jafnréttislög að mati kærunefndar jafnréttismála með því að skipa ekki Hjördísi Hákonardóttur sem hæstaréttardómara árið 2003. Málið var leyst með samkomulagi við Hjördísi en ekki fyrir dómstólum. 

Því hefur oft verið haldið fram að Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra hafi verið „dæmd fyrir brot á jafnréttislögum“ þegar Önnu Kristínu Ólafsdóttur voru dæmdar miskabætur í máli gegn forsætisráðuneytinu árið 2012 sem hún höfðaði eftir að kærunefnd jafnréttismála hafði komist að þeirri niðurstöðu að ráðherra hefði brotið jafnréttislög. 

Jóhanna Sigurðardóttir var aldrei dæmd fyrir brot á jafnréttislögum, ólíkt því sem oft er haldið fram.

Í dómi héraðsdóms, sem ekki var áfrýjað til Hæstaréttar, var byggt á því að þar sem íslenska ríkið hefði ekki höfðað mál til að hnekkja úrskurði kærunefndarinnar yrði að leggja niðurstöðu nefndarinnar til grundvallar í málinu, enda væru úrskurðir kærunefndarinnar „bindandi gagnvart málsaðilum“. Dómurinn lagði hins vegar ekkert efnislegt mat á hvort jafnréttislög hefðu verið brotin við skipun í embættið. 

Skaðabótakröfu Önnu Kristínar var hafnað en ríkinu gert að greiða henni 500 þúsund króna miskabætur vegna fréttatilkynningar forsætisráðuneytisins um málið þar sem farið hafði verið yfir matsferli ráðuneytisins og tekið fram að hún hefði lent í fimmta sæti yfir hæfustu umsækjendur.

Síðar komst umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að mat og aðferð kærunefndar jafnréttismála, sem lögð var til grundvallar niðurstöðu hennar í málinu, hefði ekki verið í samræmi við lögbundið hlutverk hennar samkvæmt jafnréttislögum. Jóhanna fékk aldrei á sig dóm fyrir brot á jafnréttislögum þótt því hafi ítrekað verið haldið fram af hálfu stjórnmálamanna og í fyrirsögnum fjölmiðla. 

Eftir því sem Stundin kemst næst eru engin dæmi um að ráðherrar hafi verið dæmdir sekir um brot á jafnréttislögum frá því að lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 öðluðust gildi né á þeim tíma sem Katrín Jakobsdóttir hefur átt sæti á Alþingi frá 2007, hvorki í tíð vinstristjórarinnar né hægristjórna. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.
Nýja ríkisstjórnin: Umhverfismálin færast frá Vinstri grænum til Sjálfstæðisflokks
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Nýja rík­is­stjórn­in: Um­hverf­is­mál­in fær­ast frá Vinstri græn­um til Sjálf­stæð­is­flokks

Menn­ing­ar­mál og við­skipti fara í sama ráðu­neyti, og mennta­mál­in klofna í tvö ráðu­neyti. Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son úr Sjálf­stæð­is­flokki verð­ur um­hverf­is­ráð­herra í stað Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar úr Vinstri græn­um. Orku­mál­in verða færð und­ir um­hverf­is­ráð­herra.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
8
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár