Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Sigríður Andersen fór með rangt mál í sjónvarpsviðtali

Sig­ríð­ur Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra setti fram ým­ist rang­ar eða vill­andi full­yrð­ing­ar í við­tali við frétta­stofu RÚV í gær­kvöldi þeg­ar hún var kraf­in svara vegna um­fjöll­un­ar Stund­ar­inn­ar.

Sigríður Andersen fór með rangt mál í sjónvarpsviðtali

Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði ranglega í viðtali við fréttastofu RÚV í gærkvöldi að í dómi Hæstaréttar um Landsréttarmálið væri ekki útskýrt „að hvaða leyti [ráðherra] hefði þurft að rannsaka málið frekar“ þegar gerð var tillaga til Alþingis um skipun Landsréttardómara í maí 2017. 

Hið rétta er að Hæstiréttur tekur skýrt fram í dómi sínum hvaða lágmarkskröfur hvíldu á ráðherra með tilliti til rannsóknarreglu stjórnsýslulaga og þeirrar grundvallarreglu að stjórnvaldi beri að skipa hæfustu umsækjendur í embætti hverju sinni. Athugasemdir Hæstaréttar um þetta eru í fullu samræmi við dómafordæmi frá 2011, lögfræðiráðgjöf sem Sigríður Andersen fékk við undirbúning tillögunnar í ráðuneyti sínu og þær ábendingar sem fram komu við meðferð málsins á Alþingi síðasta sumar. 

„Hæstaréttardómurinn kveður upp úr um það að það hafi þurft að rannsaka málið frekar. Hann kveður ekkert nánar um það að hvaða leyti hefði átt að rannsaka málið frekar,“ sagði Sigríður í viðtalinu við fréttastofu RÚV í gær.

Svo bætti hún við: „Og við erum kannski ennþá í nokkru myrkri hvað það varðar, fyrir utan það að dómurinn nefnir að það hefði þurft að bera betur saman einstaklingana, það hefði þurft með einhverjum hætti að gera það. Nú, hæfnisnefndin sjálf gerir það ekki í sínum störfum, og við þurfum þá að skoða það hvort það sé nægilega undirbúið í hendur ráðherra sú vinna sem hæfnisnefndin sjálf innir af hendi.“

Hæstiréttur útskýrir hvaða lágmarkskröfur hvíla á ráðherra 

Í dómum Hæstaréttar í Landsréttarmálinu frá 19. desember 2017 er rakið og rökstutt hvaða lágmarksskilyrði rannsókn ráðherra hefði þurft að uppfylla til að standast lög. 

Fram kemur að áður en lögleiddar voru reglur um dómnefndir til að meta hæfni umsækjenda um dómaraembætti hvíldi samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga sú skylda á ráðherra dómsmála að sjá til þess að atriði sem máli skiptu við mat á hæfni umsækjenda væru nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin um veitingu dómaraembættis. 

„Með setningu 2. mgr. 5. gr. laga nr. 92/1989, síðar 4. gr. a. laga nr. 15/1998 og nú síðast bráðabirgðaákvæði IV við lög nr. 50/2016, sbr. og 12. gr. þeirra laga, var þessari rannsóknarskyldu létt af ráðherra og hún þess í stað lögð á herðar dómnefndar sem skipuð er með tilliti til þess að tryggt sé að hún hafi yfir að ráða sérþekkingu við mat á hæfni umsækjenda um dómaraembætti. Kemur rannsókn dómnefndar því að lögum í stað rannsóknar sem ráðherra hefði ella borið að framkvæma samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga,“ segir Hæstiréttur. 

Þetta er í takt við dómafordæmi Hæstaréttar í máli nr. 412/2010 frá 14. apríl 2011 sem talsvert hefur verið vísað til í umræðum um Landsréttarmálið. Sigríður Andersen hefur hins vegar þrætt fyrir að málið sé raunverulega fordæmisgefandi og meira að segja haldið þeirri afstöðu til streitu – sjá til dæmis viðtal á Bylgjunni 14. janúar 2018 – eftir að dómar Hæstaréttar í Landsréttarmálinu féllu þann 19. desember 2017. Þannig hafnar dómsmálaráðherra því beinlíns að dómur sem Hæstiréttur Íslands álítur fordæmisgefandi í ágreiningi um skipun dómara sé raunverulega fordæmisgefandi. 

Rannsókn ráðherra hefði þurft að byggja á sérfræðiþekkingu

Í niðurstöðu Hæstaréttar kemur fram að ef dómsmálaráðherra geri tillögu til Alþingis um að vikið verði frá áliti dómnefndar um veitingu dómaraembættis verði slík ákvörðun að vera reist á frekari rannsókn ráðherra þar sem „fyrir hendi sé sérþekking sambærileg þeirri sem dómnefnd býr yfir og að tekið sé tillit til fyrirmæla ráðherra í reglum nr. 620/2010 um þau atriði sem ráða skulu hæfnismati“. 

Þá segir Hæstiréttur að ráðherra hafi, í ljósi rannsóknarskyldu sinnar samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulaga, „að lágmarki [borið] að gera samanburð á hæfni annars vegar þeirra fjögurra umsækjenda sem dómnefnd hafði metið meðal 15 hæfustu en ráðherra gerði ekki tillögu um, og hins vegar þeirra fjögurra sem ráðherra gerði tillögu um í stað hinna fyrrnefndu“. 

Þá hafi ráðherra borið að gera sjálfstæða tillögu til Alþingis um sérhvern þeirra fjögurra sem hún lagði til en voru ekki í hópi þeirra 15 umsækjenda sem dómnefndin hafði metið hæfasta. Þar hefði beinlínis átt að fara fram „sérstök rannsókn sambærileg rannsókn dómnefndar á atriðum, sem vörðuðu veitingu umræddra fjögurra dómaraembætta við Landsrétt“. 

Segir dómnefndina ekki hafa borið
saman hæfni einstakra umsækjenda

Þessi niðurstaða Hæstaréttar er í fullkomnu samræmi við ábendingar sérfræðinga sem fram komu við meðferð málsins í dómsmálaráðuneytinu. Eins og Stundin greindi frá og fjallaði ítarlega um í gærmorgun ákvað ráðherra að fara ekki eftir þessum ábendingum

Í viðtalinu við Sigríði á RÚV í gærkvöldi var hún spurð hvers vegna hún hefði ekki gert það. „Ég fór nú alveg eftir ábendingunum. Ég lagði auðvitað sjálfstætt mat á umsækjendur og fór yfir öll gögn,“ svaraði hún og sagði jafnframt að ekki væri hægt að draga þá ályktun af tölvupóstum sem Stundin hafði birt að hún hefði ekki fylgt ráðleggingum starfsmanna.

Síðar í viðtalinu viðurkenndi Sigríður þó að hún hefði ekki fylgt ábendingum sérfræðinganna um setja þyrfti fram ítarlegan rökstuðning fyrir hrókeringum af lista dómnefndar. „Nei vegna þess að ég var því ósammála,“ sagði ráðherra. 

 „Nú, hæfnisnefndin sjálf gerir
það ekki í sínum störfum“

Athygli vekur að í viðtalinu við fréttastofu RÚV segir Sigríður að Hæstiréttur telji að ráðherra hefði átt að „bera betur saman einstaklingana“ og bætir við: „Nú, hæfnisnefndin sjálf gerir það ekki í sínum störfum.“ 

Raunin er hins vegar sú að „hæfnisnefndin sjálf“ skilaði ráðherra 117 blaðsíðna umsögn þann 19. maí 2017 þar sem fram kom ítarlegur samanburður á hæfni umsækjenda, röðun innan einstakra matsþátta og rökstutt álit á því hverjir teldust hæfastir til að hljóta embætti dómara í samræmi við reglur nr. 620/2010 um störf dómnefndarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
6
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
7
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu