Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Blaðamaður Viðskiptablaðsins tekur þátt í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins

Andrés Magnús­son, blaða­mað­ur Við­skipta­blaðs­ins, tek­ur sér ekki leyfi frá fjöl­miðla­störf­um á með­an hann tek­ur virk­an þátt í kosn­inga­bar­áttu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Rit­stjóri Við­skipta­blaðs­ins gat ekki svar­að því hvort það sé í sam­ræmi við siða­regl­ur fjöl­mið­ils­ins að blaða­menn starfi fyr­ir stjórn­mála­flokka sam­hliða skrif­um.

Blaðamaður Viðskiptablaðsins tekur þátt í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins
Andrés Magnússon Var kynntur sem blaðamaður í umræðum í Silfrinu um síðustu helgi, en gat þess ekki að hann starfaði að kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins. Mynd: skjáskot/ruv

Andrés Magnússon blaðamaður er ekki í leyfi frá Viðskiptablaðinu á meðan hann starfar fyrir Sjálfstæðisflokkinn í aðdraganda kosninga. Samkvæmt heimildum Stundarinnar er Andrés, sem býr í Bretlandi, með aðsetur í Valhöll á meðan hann er staddur hér á landi þar sem hann er að hjálpa til við kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins. 

Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, svaraði því ekki hvort fjölmiðillinn væri með siðareglur um það hvort blaðamenn megi starfa fyrir stjórnmálaflokk á sama tíma og þeir starfa við fréttaflutning, en tók fram að Andrés væri fyrst og fremst að vinna grafískt efni fyrir blaðið, auk þess að skrifa pistla um fjölmiðla. Þá skrifi hann einstaka sinnum erlendar fréttir. „Þannig hann er ekki að skrifa um neitt sem viðkemur pólitík í blaðið,“ sagði Trausti í samtali við Stundina.

Þegar Stundin náði tali af Andrési síðdegis í gær sagðist hann ekki hafa tíma til að svara spurningum blaðamanns um málið, en bað um að fá sendar spurningar í tölvupósti. Hann svaraði ekki spurningum Stundarinnar, en þess í stað greinir hann sjálfur frá því í pistli í Viðskiptablaðinu í dag að hann sé félagi í Sjálfstæðisflokknum og taki aukin heldur þátt í kosningabaráttu hans.

Heimildir Stundarinnar herma að Andrés hafi einnig starfað að kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins í fyrra. Hann svaraði hins vegar ekki spurningum Stundarinnar þess efnis, né heldur hvort hann fái greitt fyrir störf sín fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Tók upp málflutning Bjarna í sjónvarpsþætti

Andrés var fenginn sem álitsgjafi í þáttinn Silfrið á RÚV síðastliðinn sunnudag. Þar var hann kynntur inn sem blaðamaður, en tengsl hans við Sjálfstæðisflokkinn og yfirstandandi störf fyrir kosningabaráttu flokksins voru ekki gerð áhorfendum kunn. Frétt Stundarinnar, Reykjavík media og breska blaðsins Guardian, um að Bjarni Benediktsson hefði fært umtalsverða fjármuni úr Sjóði 9 í aðra sjóði Glitnis daginn sem neyðarlögin voru sett, var meðal annars rædd í þættinum. 

„Hér er um að ræða gamla frétt, ég myndi segja jafnvel ekki frétt, vegna þess að henni er augljóslega kastað fram til þess að hafa áhrif á kosningarnar,“ sagði Andrés um fréttaflutninginn. Þá sagði hann tímasetninguna á fréttinni algerlega ljósa. „Af einhverjum ástæðum kjósa þeir að bíða með þessa frétt,“ sagði hann ennfremur. 

„Ef hann væri að skrifa fréttir um pólitík þá væri það auðvitað mjög óheppilegt.“

Þessi málflutningur er samhljóða viðbrögðum Bjarna Benediktssonar við fréttunum. Í viðtali við RÚV á föstudag sagðist hann vera viss um að umfjöllunin hafi verið birt á þessum tíma til að koma höggi á hann. „Blaðamaðurinn sem hringdi í mig frá Bretlandi hann beinlínis sagði mér að þeir hefðu haft þessi gögn, þessar upplýsingar, í margar vikur og að þeir hefðu beðið eftir réttu tímasetningunni,“ sagði Bjarni. 

Í þættinum tók Andrés þannig upp málflutning Bjarna í málinu. 

Aðspurður hvort það væri ekki óheppilegt fyrir fjölmiðilinn að maður sem sé kynntur til leiks sem blaðamaður Viðskiptablaðsins í umræðuþáttum um stjórnmál, en taki á sama tíma virkan þátt í starfi stjórnmálaflokks, segir Trausti: „Ef hann væri að skrifa fréttir um pólitík þá væri það auðvitað mjög óheppilegt. En hann er ekki að gera það, hann er ekki að taka viðtöl við pólitíkusa eða skrifa einhverjar pólitískar fréttir í aðdraganda kosninga.“

Þess má geta að Jon Henley, blaðamaður Guardian sem fékk gögnin upphaflega til sín, sendi í fyrradag frá sér yfirlýsingu þar sem hann bar til baka fullyrðingu forsætisráðherra. Í henni sagðist Henley hafa viljað birta fréttina í vikunni sem hefst mánudaginn 16. október, eða jafnvel í þeirri næstu, sem hefst 23. október. „En íslenskir starfsfélagar mínir sögðu þá að ef fréttin færi út svo stuttu fyrir kosningar væri hætta á að hún hefði óeðlileg áhrif á þær. Þeir vildu birta þetta eins fljótt og hægt er, í síðasta lagi í vikunni sem lauk 2. október. Það er því langur vegur frá því að birtingu hafi verið seinkað til síðasta föstudags - henni var þvert á móti flýtt um nokkrar vikur til að draga úr skaðanum,“ sagði breski blaðamaðurinn.

Sagði fjölmiðla skulda Bjarna afsökunarbeiðni

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Andrés tekur upp varnir fyrir Bjarna á opinberum vettvangi. Í pistlinum Æran, sem birtist á vef Viðskiptablaðsins 5. ágúst síðastliðinn, gagnrýnir hann fjölmiðla fyrir að hafa gengið á eftir svörum frá Bjarna í sumar varðandi mál Roberts Downey. Sagði Andrés bæði Ríkisútvarpið og Fréttablaðið skulda forsætisráðherra „mjög auðmjúka afsökunarbeiðni fyrir þessa atlögu að æru hans.“ 

Þann 2. ágúst hafði Bjarni greint frá því að hann hafi ekki gegnt embætti innanríkisráðherra þegar mál Roberts voru til lykta leidd í ráðuneytinu, en fram að því var talið að Bjarni hefði verið starfandi innanríkisráðherra þegar Robert fékk uppreist æru. Þann 16. júní sagði Bjarni sjálfur í viðtali við RÚV að hann hefði tekið við niðurstöðu í ráðuneytinu, sem hafi síðan fengið hefðbunda meðferð. Bjarni hefur ekki svarað fyrirspurnum frá Stundinni til lengri tíma og margar vikur liðu áður en hann tjáði sig um málið í sumar.  

„Þetta er einstaklega aumt allt, því þarna hefur Bjarni verið borinn óbeinum sökum, sem hann hefur hvergi fengið tækifæri til þess að bera af sér með beinum hætti; röngum sökum um staðreyndir, sem einstaklega auðvelt er að komast að og staðreyna. Einmitt það er hið sérstaka hlutverk fjölmiðla,“ skrifaði Andrés um málið.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
9
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
5
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár