Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
Stærstur hluti Covid-styrkja til fjölmiðla fer til þriggja sem töpuðu hundruðum milljóna í fyrra. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra vildi að smærri miðlar fengju meira. Andstaða var á Alþingi og ekki er vitað hvort fjölmiðlafrumvarp verður aftur lagt fram. Prófessor segir peningum ausið til hagsmunaaðila.
ÚttektFjölmiðlamál
Einkareknir fjölmiðlar flestir í tapi
Ársreikningar einkarekinna fjölmiðla sýna viðkvæmt rekstrarumhverfi. Auðmenn styðja við taprekstrur sumra þeirra. Menntamálaráðherra boðar frumvarp sem styrkir einkarekstur og dregur úr umsvifum RÚV á auglýsingamarkaði. Fréttablaðið hefur ekki skilað ársreikningi.
Fréttir
Blaðamaður Viðskiptablaðsins tekur þátt í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins
Andrés Magnússon, blaðamaður Viðskiptablaðsins, tekur sér ekki leyfi frá fjölmiðlastörfum á meðan hann tekur virkan þátt í kosningabaráttu Sjálfstæðisflokksins. Ritstjóri Viðskiptablaðsins gat ekki svarað því hvort það sé í samræmi við siðareglur fjölmiðilsins að blaðamenn starfi fyrir stjórnmálaflokka samhliða skrifum.
FréttirFjölmiðlamál
Gunnar Smári sakar Viðskiptablaðið um „tóma þvælu“
Fréttatíminn verður settur í þrot á næstu dögum samkvæmt ákvörðun hluthafa. Gunnar Smári Egilsson segir frétt um að hann eigi 40 milljóna króna kröfu í útgáfufélag Fréttatímans þvælu.
Fréttir
„Ég mun ekki láta þessa ferð hafa nein áhrif á það hvernig ég skrifa“
Þorbjörn Þórðarson segir vandvirka fjölmiðlamenn gera sér grein fyrir skyldum sínum, sem liggi annars vegar í því að miðla staðreyndum máls og hins vegar í almannahagsmunum. Stundin sendi fyrirspurn á fimm fjölmiðla og spurði þá út í verklag varðandi boðsferðir.
Fréttir
Flestir fjölmiðlar með fulltrúa í glæsilegri boðsferð WOW
Tugir fjölmiðlamanna fóru í boðsferð WOW-air til Washington um helgina. RÚV sendi ekki fulltrúa. Varað var við sambærilegum ferðum í Rannsóknarskýrslu Alþingis um efnahagshrunið. WOW er segir að kostnaðurinn hafi verið greiddur af flugvellinum.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.