Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fyrrverandi útvarpsstjóri gagnrýnir RÚV fyrir greiðslu miskabóta

Páll Magnús­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrr­ver­andi út­varps­stjóri, gagn­rýn­ir RÚV fyr­ir að greiða Guð­mundi Spar­tak­usi Óm­ars­syni miska­bæt­ur vegna frétta­flutn­ings. „Er RÚV að borga pen­inga til að þurfa ekki að biðj­ast af­sök­un­ar?“

Fyrrverandi útvarpsstjóri gagnrýnir RÚV fyrir greiðslu miskabóta
Gagnrýnir RÚV Fyrrverandi útvarpsstjóri RÚV segir prinsippið ekki flókið. „Ef fréttin er rétt þá stendurðu við hana - málaferli eða ekki. Ef hún er röng þá leiðréttirðu hana og biðst afsökunar.“ Mynd: Pressphotos

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi útvarpsstjóri, gagnrýnir fyrrverandi samstarfsfólk sitt á RÚV harðlega fyrir að greiða Guðmundi Spartakusi Ómarssyni 2,5 milljónir króna í miskabætur og málskostnað vegna málshöfðunar Guðmundar á hendur RÚV. Á móti kemur að RÚV mun ekki leiðrétta fréttaflutning sinn eða biðjast afsökunar á honum og ummælin ekki dæmd ómerkt. 

„Er RÚV að borga peninga til að þurfa ekki að biðjast afsökunar? Kaupa sig frá því að leiðrétta frétt?“ spyr Páll á Facebook-síðu sinni. Þá segir hann prinsippið ekki flókið. „Ef fréttin er rétt þá stendurðu við hana - málaferli eða ekki. Ef hún er röng þá leiðréttirðu hana og biðst afsökunar,“ skrifar Páll. 

Guðmundur Spartakus stefndi fjórum fréttamönnum RÚV fyrir meiðyrði vegna fréttaflutnings af fíkniefnasmygli í Brasilíu og Paragvæ. Ríkisútvarpinu ásamt fréttamönnunum Jóhanni Hlíðari Harðarsyni, Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra, Pálma Jónassyni og Hjálmari Friðrikssyni var stefnt vegna alls 28 ummæla sem féllu í útvarpsfréttum og á vef Ríkisútvarpsins í janúar og maí 2016. Krafðist Guðmundur alls tíu milljóna króna í miskabætur vegna fréttanna og að ummælin yrðu ómerkt. 

„Ef fréttin er rétt þá stendurðu við hana - málaferli eða ekki. Ef hún er röng þá leiðréttirðu hana og biðst afsökunar.“

Önnur fyrirtaka átti að vera í málinu á morgun, 27. september, en lögmaður Guðmundar Spartakusar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins í gær. Þar kom fram að Guðmundur og Ríkisútvarpið hafi komist að samkomulagi um málalok vegna málshöfðunar Guðmundar á hendur Ríkisútvarpinu og nánar tilgreindum fréttamönnum í desember 2016. „Samkomulagið felur í sér að Guðmundur fær greiddan málskostnað og miskabætur, en telst að öðru leyti trúnaðarmál,“ sagði í yfirlýsingu Vilhjálms. 

Þá greindi Vísir frá því í gær að upphæðin sem RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi væri samtals 2,5 milljónir króna. Margrét Magnúsdóttir, skrifstofustjóri RÚV, hafði áður sagt að upphæðin væri trúnaðarmál en eftir að Vísir skaut málinu til úrskurðarnefndar um upplýsingamál var fyrirspurninni svarað. 

Sigmundur Ernir sýknaður í sambærilegu máli

Guðmundur Spartakus stefndi sömuleiðis Sigmundi Erni Rúnarssyni vegna sambærilegra frétta sem birtust á Hringbraut á síðasta ári. Í báðum tilfellum, það er að segja í fréttum RÚV og Hringbrautar, var vitnað í paragvæska frétttamiðilinn ABC Color, sem var sá fyrsti til að birta fréttir sem tengdu Guðmund Spartakus við vafasöm viðskipti þar í landi. 

Hugsi yfir málalokum RÚVSigmundur Ernir Rúnarsson segist hugsi yfir þessum málalokum. „Sérstaklega fyrir hönd þeirra sem sitja svo í súpunni, blaðamanna og fréttamanna á minni miðlum sem hafa ekki bolmagn til þess að greiða út sama fjármagn og stærsti fjölmiðill landsins.“

Sigmundur Ernir var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavíkur í apríl síðastliðnum. Í dómsorði Héraðsdóms segir meðal annars: „Með umfjöllun sinni tók stefndi ekki sérstaka afstöðu til sannleiksgildis fréttanna. Með hliðsjón af því að hinar umdeildu staðhæfingar byggðu á frásögn annarra fjölmiðla, telur dómurinn, eins og atvikum er háttað í máli þessu, að ekki sé unnt að leggja þá skyldu á stefnda eða gagnrýna hann fyrir að grennslast ekki sérstaklega fyrir um sannleika hinna umdeildu staðhæfinga. Er ekki unnt að slá því föstu að stefndi hafi vitað að ummælin væru ósönn eða borin út opinberlega gegn betri vitund. Þegar alls þessa er gætt verður ekki talið að stefndi hafi með umfjöllun sinni vegið svo að æru stefnanda að það hafi farið út fyrir mörk leyfilegrar tjáningar [...]“

„Menn semja sig sjaldan frá málum þar sem þeir telja sig hafa rétt fyrir sér.“

„Ég er dálítið hugsi yfir þessari leið Ríkisútvarpsins,“ segir Sigmundur Ernir í samtali við Stundina. „Sérstaklega fyrir hönd þeirra sem sitja svo í súpunni, blaðamanna og fréttamanna á minni miðlum sem hafa ekki bolmagn til þess að greiða út sama fjármagn og stærsti fjölmiðill landsins sem fær marga milljarða úr ríkissjóði. Það situr svolítið í manni. Þessi mikli aðstöðumunur sem er á milli lítilla og frjálsra fjölmiðla og síðan Ríkisútvarpsins þegar kemur að því að semja sig frá hugsanlegum málalokum.“

Sigmundur segir þessi málalok vera ígildi viðurkenningar á sekt. „Menn semja sig sjaldan frá málum þar sem þeir telja sig hafa rétt fyrir sér,“ segir hann. 

Guðmundur Spartakus áfrýjaði í málinu gegn Sigmundi Erni og verður það tekið fyrir í Hæstarétti á næstu misserum. Að sögn Sigmundar hefur ekki verið reynt að gera viðlíka samninga við hann og í máli RÚV. 

Yfirheyrður vegna hvarfs Friðriks Kristjánssonar

Nafn Guðmundar Spartakusar kom fyrir í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar um hvarf Friðriks Kristjánssonar 1. desember síðastliðinn, en þar kemur fram að lögregluyfirvöld á Íslandi höfðu í rúm þrjú ár reynt að ná tali af Guðmundi vegna leitarinnar af Friðriki, en án árangurs. Það var ekki fyrr en í október á síðasta ári að lögreglan náði loksins tali af Guðmundi þegar hann birtist óvænt á landinu. „Samkvæmt heimildum Stundarinnar var Guðmundur handtekinn og færður til yfirheyrslu vegna hvarfs Friðriks en þetta var í fyrsta skipti sem lögreglan á Íslandi náði að ræða við Guðmund frá því Friðrik hvarf árið 2013. Ekki er vitað hvað Guðmundur sagði við lögreglu en honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu,“ segir meðal annars í umfjöllun Stundarinnar frá því í desember. Þess má geta að ekki fékkst samband við Guðmund vegna þeirrar umfjöllunar.

Guðmundur Spartakus stefndi hins vegar blaðamanni Stundarinnar, Atla Má Gylfasyni, vegna umfjöllunarinnar og ummæla sem hann lét falla í tengslum við málið. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Þórður Snær Júlíusson
5
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
9
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
8
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
9
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Þórður Snær Júlíusson
10
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
5
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár