Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Regína og börnin komin með dvalarleyfi: „Við erum svo hamingjusöm og þakklát“

Regína Os­ar­umaese og börn­in henn­ar þrjú, Daniel, Fel­ix og Precious eru kom­in með dval­ar­leyfi hér á landi. Eu­gene, fað­ir barn­anna sem vís­að var úr landi í sum­ar, hyggst sækja aft­ur um dval­ar­leyfi á grund­velli fjöl­skyldusam­ein­ing­ar.

Regína og börnin komin með dvalarleyfi: „Við erum svo hamingjusöm og þakklát“
Komin með dvalarleyfi Hér er Regina ásamt sonum sínum, Daniel og Felix. Mynd: No Borders Iceland / Jórunn Edda Helgadóttir

Regína Osarumaese frá Nígeríu og börnin hennar þrjú, Daniel, Felix og Precious hafa fengið dvalarleyfi hér á landi. Kærunefnd útlendingamála tilkynnti fjölskyldunni þetta á mánudag. Niðurstaðan er afar óvenjuleg því það er ekki Regína sjálf sem fær dvalarleyfið heldur Felix, sonur hennar, sem fæddist hér á landi á meðan meðferð málsins stóð yfir. Regína og hin börnin fá svokallað afleitt dvalarleyfi í kjölfarið. Föður barnanna, Eugene, var hins vegar vísað úr landi til Nígeríu í júní síðastliðnum en hann hyggst nú sækja aftur um dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 

„Ég vil fá að nota þetta tækifæri til þess að þakka öllum þeim sem hafa veitt okkur stuðning í gegnum árin,“ segir Regína í samtali við Stundina. „Við erum svo hamingjusöm og þakklát. Nú get ég loksins varpað öndinni léttar,“ segir hún.

Næsta skref sé að fá Eugene, föður barnanna, aftur til landsins en Regína segir það ekki hafa verið auðvelt verkefni að hugsa ein um börnin síðustu mánuði. 

Ekki fordæmisgefandi

Felix fékk dvalarleyfi á grundvelli annarar málsgreinar 74. greinar útlendingalaga en þar segir að heimilt sé að veita útlendingi sem sótt hefur um alþjóðlega vernd og ekki fengið niðurstöðu í máli sínu innan 18 mánaða eftir að hann sótti fyrst um alþjóðlega vernd dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. „Samkvæmt greininni er ófrávíkjanlegt skilyrði að viðkomandi hafi skilríki til þess að sanna á sér deili, en það hafði Regína ekki. En þar sem Felix fæddist hér á landi þá þótti sannað hver hann væri,“ segir Auður Tinna Aðalbjarnardóttir, lögmaður fjölskyldunnar, í samtali við Stundina. 

Hún segir ólíklegt að málið verði fordæmisgefandi fyrir fjölskyldur annarra barna sem einnig hafa fæðst hér á landi við meðferð mála. „Þetta lagaákvæði sem barnið fékk dvalarleyfi á grundvelli er mjög sértækt. Þeirra mál byrjaði áður en kærunefnd útlendingamála tók til starfa og eftir að það gerðist hefur málsmeðferðartíminn styst mjög mikið í þessum málum. Þetta var extra löng málsmeðferð og eins og þetta lagaákvæði er þá þarf átján mánuði á þessum tveimur stjórnsýslustigum til þess að þetta ákvæði gæti komið til skoðunar. Þannig þetta er mjög sérstök staða. Málsmeðferðartíminn hefur styst mjög mikið þannig það er ólíklegt að börn hælisleitenda sem fæðast á Íslandi falli þarna undir.“

Í umfjöllun Stundarinnar um stöðu barna sem koma hingað til lands í leit að alþjóðlegri vernd á síðasta ári kom meðal annars fram að Útlendingastofnun hefur ekki litið svo á að börn séu aðilar í málum sem varðar líf þeirra og framtíð. Einungis sé horft í stöðu foreldra þeirra. Börnin fylgja síðan foreldrunum í gegnum málsmeðferðina, það er ef ekki er um fylgdarlaus börn að ræða. Auður segir mjög jákvætt að sjá í úrskurði kærunefndarinnar að sérstaklega er fjallað um að Felix hafi við fæðingu öðlast stöðu aðila máls. „Þá er hann að fá sína eigin umfjöllun sem aðili, sem er mjög jákvætt með tilliti til réttinda barna,“ segir Auður Tinna. „Aftur á móti hefur verið fjallað um þær greinar úr barnasáttmálanum um að ekki megi vísa börnum úr landi sem hafa verið skráð hér frá upphafi og í greinargerð til kærunefndar byggðum við meðal annars á því að fjölskyldan ætti að fá dvalarleyfi á þeim grundvelli að tvö barnanna féllu þar undir. Kærunefndin fjallaði hins vegar ekkert um þá málsástæðu. 

Börn sem þekkja aðeins líf á Íslandi

Brottvísun Eugene mótmæltRegína fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu þegar brottvísun Eugene var mótmælt.

Stundin hefur fjallað ítarlega um fjölskylduna undanfarið ár. Regina og Eugene koma bæði frá Nígeríu og flúðu bæði landið vegna ofsókna. Regína hefur ekki komið til Nígeríu síðan hún var sex ára gömul en þá flúði hún til Líbíu ásamt systur sinni. Leiðir þeirra systra skildu hins vegar árið 2008 þegar Regina flúði til Ítalíu, en þar kynntist Eugene. Elsti sonur þeirra, Daniel, fæddist á Ítalíu en hann er nú fimm ára gamall. Hann var því einungis tæplega tveggja ára þegar fjölskyldan kom hingað til lands fyrir um þremur árum síðan. Yngri börnin tvö, Felix og Precious, fæddust hér á landi og þekkja ekkert annað en lífið á Íslandi.

Málið hefur vakið talsverða athygli hér á landi en efnt var til mótmæla við lögreglustöðina á Hverfisgötu þegar Eugene var vísað úr landi í sumar. Hann var kominn með tímabundið atvinnuleyfi og hafði unnið á veitingastaðnum Sægreifanum í Reykjavík í fimm daga þegar lögreglan handtók hann í þeim tilgangi að vísa honum úr landi. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
2
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Á vettvangi“ er vinsælasta hlaðvarp landsins
10
FréttirÁ vettvangi

„Á vett­vangi“ er vin­sæl­asta hlað­varp lands­ins

Fyrsti þátt­ur­inn í nýrri hlað­varps­þáttar­öð sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son hef­ur unn­ið í sam­starfi við Heim­ild­ina náði því að verða mest áhlustaða ís­lenska hlað­varp lands­ins í lið­inni viku. Í þátt­un­um fylg­ir Jó­hann­es kyn­ferð­is­brota­deild lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eft­ir í um tveggja mán­aða skeið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
6
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
10
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár