Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Eru Rússar að vinna stríðið?

Kross­göt­ur eru fram und­an í inn­rás Rússa í Úkraínu. Stuðn­ing­ur fer þverr­andi á Vest­ur­lönd­um og hag­ur Rúss­lands vænkast. Mik­ið mann­fall og kostn­að­ur plag­ar þó of­hitn­andi hag­kerfi Rúss­lands.

Eru Rússar að vinna stríðið?
Eina vonin Volodomyr Zelensky Úkraínuforseti og samlandar hans þurfa að treysta á að Joe Biden Bandaríkjaforseti nái samkomulagi við Repúblikana um áframhaldandi fjár- og hernaðarstuðning við Úkraínu andspænis öflugri andstæðingi. Mynd: Mandel NGAN / AFP

Þegar sögubækurnar fjalla um okkar daga gæti verið að 2023 verði minnst sem ársins þegar Rússland byrjaði að vinna stríðið í Úkraínu. Því stríði er sannarlega ekki lokið enn og ýmislegt sem gæti gerst í náinni framtíð sem gæti gjörbreytt stöðunni. Þó má með sanni segja að gangur Úkraínu hafi verið afar hægur í ár í tilraunum hers landsins til að endurheimta landsvæði sín sem Rússland hefur sölsað undir sig síðan innrás þeirra hófst í febrúar 2022. 

„Skelfileg niðurstaða fyrir Úkraínu“

Jón Ormur Halldórsson, doktor í alþjóðastjórnmálum, sagði í pistli sínum fyrir Heimildina í júní á þessu ári að „frosið stríð“ af þessu tagi væri „skelfileg niðurstaða fyrir Úkraínu“. Hann segir í samtali við Heimildina nú að sú staða hafi ræst, „stórsókn Úkraínu til að ná aftur landsvæðum hafi mistekist“ og að ein af stóru fréttum ársins í Úkraínu sé að „stríðið snerist þeim að mörgu leyti í óhag“. Aðalhershöfðingi …

Kjósa
63
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Margrét Ásgeirsdóttir skrifaði
    Þessir karlar, sem eru að berjast, þurfa að setjast að samningaborði. Það er enginn að hugsa um framtíð venjulegs fólks. Lýsingarnar minna á skákskýringar og ráðafólk Evrópu flýgur á einkaþotum á fundi sem skila engum árangri þrátt fyrir að her lögreglumanna sé vopnaður til að vera til búnir að skjóta ímyndaða óvini. Pútín telur sig vera að endurheimta landsvæði í Rússlandi sem Krútsjef gaf heimalandi sínu, Úkraínu, þegar Sovétríkin reiknuðu með að verða eilíft ríkjasamband. Grúsíumaðurinn og guðfræðingurinn Stalín flutti fólk eins búfénað milli ríkja til að búa til Sovéska þjóð. Nú er fólk drepið vegna afleiðinga af gjörðum löngudauðra karla. Engum dettur í hug að miðla málum.
    1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það var fyrirséð í upphafi að það yrði óhagstætt fyrir Úkraníu að stríðið drægist á langinn. Það hefur nú staðið lengur en svartsýnustu menn þorðu að vona. Það mætti alls ekki dragast fram að kosningabaráttuni í USA sem það hefur nú gert. Kosningar eru líka framundan hjá ESB, líklegt að öfgvaöfl græði á stríðinu standi það enn.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvað gerist 2024?

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár