Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

2023: Ár nýrra ógna og möguleika

Ímynd­un­ar­afl mann­kyns víkk­aði út á ár­inu 2023 eft­ir því sem ný tækni opn­aði nýja mögu­leika og ný­ir at­burð­ir sömu­leið­is sýndu verstu hlið­ar fólks. Gervi­greind skák­aði mann­fólki í sköp­un og stuðn­ing­ur við ein­ræð­istil­burði óx.

2023: Ár nýrra ógna og möguleika
Óvelkomin? Fólk á flótta hefur áhrif á stjórnmálin í Bandaríkjunum og Evrópu. Andstaða við þau ýtir undir upprisu öfgasinnaðra hægrimanna, sem margir hverjir hafa aðra sýn á fjölræði og frelsi en hefur verið ráðandi í meginstraumsstjórnmálum. Repúblikanar vilja stöðva stuðning við Úkraínu nema þeir fái í gegn hert innflytjendalög og viðbúnað til að hindra komu fólks úr suðri. Hér sést flóttafólk á bökkum Rio Grande sem aðskilur Bandaríkin og Mexíkó. Mynd: AFP

Árinu 2023 er senn að ljúka og þegar litið er yfir alþjóðasviðið eru vopnuð átök, efnahagserfiðleikar og náttúruhamfarir meðal því helsta sem stendur upp úr að ári liðnu. Miklar framfarir í tæknilegri getu gervigreindar og árangur í aðgerðum gegn loftslagsmálum eru einnig meðal helstu staksteina ársins, sem og gangur lýðræðisafla víðs vegar um heiminn, bæði upp og niður. 

Gereyðing á Gasa

Stríðsátök voru sannarlega einkennandi fyrir árið en Ísrael varð fyrir blóðugri árás Hamas í byrjun október og fór í kjölfarið í heiftarlega sprengjuherferð og innrás á Gasaströndina sem búið hefur til hamfaraástand í mannfalli almennra borgara, eyðileggingu og hruni innviða sem enn sér ekki fyrir endann á. Átökin eru þó aðeins þau nýjustu í langri röð stríða og ófriðar, sem teygja sig allt að 75 ár aftur í tímann, þegar Ísraelsríki var stofnað, og enn lengra aftur þegar horft er til reglulegra átaka milli annarra aðila á svæðinu. Hin …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hvað gerist 2024?

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár