Mest lesið

„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“

Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar

Skýrslan um Laugaland frestast enn

Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys

Sagnfræðingarnir Sólveig Ólafsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon og prófessorinn Guðrún Valgerður Stefánsdóttir fundu nýjar heimildir eftir Bjargeyju Kristjánsdóttur, eða Bíbí, þegar þau voru að kynna nýja bók hennar í Skagafirði. Saga Bjargeyjar er átakanleg en henni var komið fyrir á öldrunarheimili á Blönduósi þegar hún var á fertugsaldri en hún var með efnaskiptasjúkdóm sem lítil þekking var á árið 1927 þegar hún fæddist.
Sagnfræðingarnir Sólveig Ólafsdóttir og Sigurður Gylfi Magnússon og prófessorinn Guðrún Valgerður Sigurðardóttir fundu áður óþekktar heimildir um Bjargeyju Kristjánsdóttur, eða Bíbí eins og hún var kölluð, í kössum með dánarbúi hennar þegar voru stödd í Skagafirði í lok apríl síðastliðnum til að kynna nýja bók eftir hana sem var að koma út. Um er að ræða dagbækur og 100 síðna texta í bundnu máli. Bíbí var fædd árið 1927 og dó árið 1999.
Sólveig Ólafsdóttir segir um þetta: „Við förum norður á Hofsós í leiðangur á slóðir Bíbíar, heimsækjum ættingja hennar sem leyfir okkur að skoða dánarbúið hennar. Það var í kössum í húsi á Hofsósi sem heitir Brekka. Þarna inni voru kassar með dótinu hennar settir inn þegar hún dó árið 1999 og hafði ekki verið hreyft síðan.“
Háskólaútgáfan gaf fyrr á árinu út sjálfsævisögu Bíbíar, konu sem fæddist með efnaskiptasjúkdóm – vanvirkan skjaldkirtil …
Athugasemdir (1)