Mest lesið

„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“

Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar

Skýrslan um Laugaland frestast enn

Forsætisráðherra ræddi ekki mál Moshenskys

Skynsamleg niðurstaða meirihlutaviðræðna virðist liggja í augum uppi.
Aðeins tvær leiðir eru fyrir Framsóknarflokkinn til að mynda raunhæfan og lífvænlegan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Annar möguleikinn er að mynda hægri borgarstjórn, með áherslu á dreifingu byggðar og uppbyggingu einkabílasamgangna. Sá eins fulltrúa meirihluti yrði myndaður og leiddur af Einari Þorsteinssyni í Framsókn, Hildi Björnsdóttur í Sjálfstæðisflokknum, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur í Viðreisn og Kolbrúnu Baldursdóttur í Flokki fólksins.
Einn helsti gallinn við þessa leið er að Framsóknarflokkurinn og Einar og samflokksfólk hans yrði þannig að reynslulausum fylgifiskum Sjálfstæðisflokksins. Hann er líka að miklu leyti hugmyndafræðilega klofinn en að uppistöðu íhaldssamur, þótt Hildur Björnsdóttir hafi yfir sér andblæ frjálslyndra Vesturbæjarstjórnmála. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks eru meðal annars Marta Guðjónsdóttir, Kjartan Magnússon og Friðjón Friðjónsson með áratuga reynslu af vettvangi stjórnmála, auk Ragnhildar Öldu Maríu Vilhjálmsdóttur af yngri kynslóðinni. Hún bauð sig fram gegn Hildi, og mætti flokka undir hálfgerða frjálshyggju sem snýst um að afnema „forræðishyggju í húsnæðis-, samgöngu- og …
Athugasemdir (2)