Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 2 árum.

Barnafjölskyldur á lágmarkslaunum tæknilega gjaldþrota

Þrátt fyr­ir að barna­fólk á lág­marks­laun­um bæti við sig að með­al­tali ein­um klukku­tíma á dag í auka­vinnu dug­ar það ekki til svo rekst­ur heim­ila þeirra verði já­kvæð­ur. Til þess eru lægstu laun of lág, af þeim er tek­inn of hár tekju­skatt­ur og upp­hæð­ir í bót­kerf­um eru of lág­ar.

Barnafjölskyldur á lágmarkslaunum tæknilega gjaldþrota
Ekki hægt að lifa af lágmarkslaunum Barnafjölskyldur á lágmarkslaunum á leigumarkaði ná ekki endum saman, samkvæmt kjaragreiningu Eflingar. Stefán Ólafsson er ábyrgðarmaður greiningarinnar.

Einstætt foreldri á lágmarkslaunum er tæknilega gjaldþrota, þar eð kostnaður við framfærslu er um 83 þúsund krónum hærri en tekjur þess og bætur. Hið sama á við um fólk í sambúð með tvö börn; halli rekstrar slíkrar fjölskyldu er tæpar 90 þúsund krónur mánaðarlega. Jafnvel þó fólk á lágmarkslaunum bæti við sig mikilli aukavinnu, 21,5 tímum á mánuði, dugar það ekki til svo heimilsreksturinn nái jafnvægi.

Þetta kemur fram í nýrri útgágu Kjarafrétta Eflingar. Þar kemur fram svart á hvítu að heimili láglauna barnafjölskylda nái ekki endum saman, jafnvel þó þau bæti við sig umtalsverðri aukavinnu. „Lægstu laun eru of lág, af þeim er tekinn alltof hár tekjuskattur og barna- og húsnæðisbætur eru of lágar,“ segir í greiningunni sem Stefán Ólafsson félagsfræðiprófessor er ábyrgðarmaður fyrir.

Tugi þúsunda vantar uppá

Tekið er dæmi af einstæðu foreldri með eitt barn undir sjö ára aldri á sínu framfæri. Fjölskyldan býr í 60 fermetra leiguhúsnæði og hefur aðeins lágmarkslaun, barna- og húsaleigubætur sér til framfærslu. Lægstu laun frá og með 1. janúar síðastliðnum eru 368 þúsund krónur. Þegar lífeyrissjóðsgreiðslur og tekjuskattur hafa verið dregin frá eru útborguð laun 296.089. Barnabætur og húsaleigubætur nema samtals 89.681 krónu og hefur fjölskyldan því 385.770 krónur til framfærslu. Raunar er ekki tekið tillit til þess í þessum útreikningum að einstætt foreldri ætti að fá í það minnsta einfalt meðlag greitt, 38.540 krónur.

Hins vegar er framfærslukostnaður einstæðs foreldris 303.771 króna án húsnæðiskosntaðar, samkvæmt uppreiknuðu framfærsluviðmiði stjórnvalda. Húsnæðiskostnaður er talinn vera 165 þúsund krónur miðað við meðalleigu á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt gögnum Þjóðskrár. Því er kostnaður við rekstur heimilisins 468.788 krónur. Mismunur á tekjum og gjöldum nemur því rúmum 83 þúsund krónum á hverjum mánuði. Sé reiknað með að hið einstæða foreldri fái greitt einfalt meðlag lækkar þessi mismunur niður í 44.478 krónur á mánuði.

Einhver skyldi ætla að með því að bæta við sig töluverðri aukavinnu, alls fimm tímum á viku (21,5 klst. á mánuði), gæti einstætt foreldri klofið útgjaldahliðina. Það er þó ekki svo. Þrátt fyrir að tekjur hækki með því upp í 450 þúsund krónur, hækka tekjuskattur einnig, um 30 þúsund krónur. Þannig tekur tekjuskattskerfið yfir þriðjung af auknum tekjum. Lífeyrissjóðsgreiðslur hækka einnig. Með aukavinnunni fer halli á rekstri heimilisins niður í 33.054 krónur. Fái einstætt foreldri greidd meðlag með barni sínu verður rekstur heimilisins hins vegar jákvæður um tæpar 5.500 krónur.

Afkoma einstæðra foreldra á lágmarkslaunumÞrátt fyrir aukavinnu er langt því frá að einstæðir foreldrar nái endum saman.

Aukavinna lækkar húsaleigubætur

Dæmi sambúðarfólks með tvö börn gengur enn síður upp. Þrátt fyrir að tekjur þess séu tvöfalt hærri en einstæðs foreldris þá hækkar annar framfærslukostnaður einnig, ekki síst húnæðiskostnaðurinn sem telst vera 234 þúsund krónur fyrir ívið stærri leiguíbúð, 85 fermetra stóra. Útborguð laun fjölskyldunnar eru rúmar 570 þúsund krónur. Barnabætur er um 11 þúsund krónum hærri en einstæða foreldrisins en húsnæðisbæturnar aðeins lítið eitt hærri, um 3.500 krónum hærri. Heildar ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar nema því 674.485 krónum á mánuði.

„Háir skattar á lágar tekjur grafa óeðlilega mikið undan afkomumöguleikum þeirra verst settu“

Ekki er mjög raunhæft að báðir foreldrar bæti við sig aukavinnu upp á fimm klukkustundir á mánuði. Hafi þeir tök á því engu að síður hækka tekjur þeirra upp í 900 þúsund krónur á mánuði. Iðgjald í lífeyrissjóð hækkar og tekjuskattur hækkar einnig svo eftir til framfærslu standa 668 þúsund krónur í útborguð laun. Barnabætur haldast óbreyttar en húsaleigubætur lækka hins vegar töluvert vegna hærri tekna, um 18 þúsund krónur, og verða 28.528 þúsund krónur. Í heild hefur því fjölskyldan hækkað framfærslu sína um 79.651 krónu, með því að vinna samtals 43 aukavinnutíma á mánuði. Það dugir þó ekki til að kljúfa útgjöld fjölskyldunnar, eftir sem áður er heimilisbókhaldið í mínus, um 9.700 krónur á hverjum mánuði.

Afkoma barnafjölskyldna Þrátt fyrir verulega aukavinnu dugar það ekki til svo rekstur heimilisins komist í plús.

Í umfjölluninni er hnykkt á því að því sem næst ómögulegt megi teljast að báðir foreldrar tveggja ungra barna geti bætt við sig svo mikilli aukavinnu. Því er líklegra að annað foreldrið myndi taka á sig meirihluta aukavinnunnar, sem væri veruleg.

Möguleikar barnafjölskyldna á lágmarkslaunum til að ná endum saman felast því í mjög mikilli aukavinnu og því að sætta sig við lakari húsnæðiskost en almennt tíðkast. „Háir skattar á lágar tekjur grafa óeðlilega mikið undan afkomumöguleikum þeirra verst settu og naumt skammtaðar barnabætur og húsnæðisbætur ná ekki að brúa það bil sem þarf.“

Bent er á það í greiningunni að á tímabilinu frá 1988 til 1995 hafi lágmarkslaun á vinnumarkaði verið skattfrjáls í tekjuskattskerfinu. Nú eru hins vegar teknar um 57.000 krónur á mánuði af þeim. „Þannig hefur hækkun tekjuskatts af lágmarkslaunum unnið gegn því að fólk sem er á þeim kjörum geti náð endum saman. Á sama tíma var skattbyrði tekjuhæstu hópanna með mestu fjármagnstekjurnar stórlega lækkuð. Framhald fyrri skattastefnu hefði skilað mun réttlátari útkomu í dag.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Konráð Eyjólfsson skrifaði
    Skattlagning lágmarkstekna er óforsvaranleg með öllu og hreinlega til skammar. Hún og skering lífeyristekna er það sem ég vona að ylji Sjálfstæðismönnum í gröfinni
    0
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Eg vona að það komi fleiri Sólveigar inn í baráttuna.
    1
  • Óskar Guðmundsson skrifaði
    Þarf ekki að fara að ræða við sveitarfélögin?
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Halla Tómasdóttir
10
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
8
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
10
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár