Höfuðborgarsvæðið
Svæði
Nýtur trausts innan lögreglunnar þrátt fyrir nauðgunarkærur

Nýtur trausts innan lögreglunnar þrátt fyrir nauðgunarkærur

Aðalbergur Sveinsson, lögreglumaðurinn sem þrívegis hefur verið kærður fyrir nauðgun, sat í stjórn Lögreglufélags Reykjavíkur á árunum sem kærurnar voru lagðar fram.

Óásættanlegt að ferðaþjónusta fatlaðra skerðist vegna landsleiksins

Óásættanlegt að ferðaþjónusta fatlaðra skerðist vegna landsleiksins

Ísland mætir Nígeríu kl. 15 og lokar fjölda fyrirtækja og stofanana fyrr í dag sökum þessa. Akstursþjónusta fatlaðra mun raskast töluvert.

Hundurinn sem beit dreng í andlitið hafði áður ráðist á póstbera

Hundurinn sem beit dreng í andlitið hafði áður ráðist á póstbera

Póstberi segir að eigandi Alask­an Malamu­te hunds hafi sagt ósatt. Hann er með ör eftir árás hundsins, en tveimur mánuðum eftir árásina beit hundurinn fimm ára dreng í andlitið.

Ríkislögreglustjóri svarar: Ekki var talin ástæða til að víkja lögreglumanni sem var kærður fyrir barnaníð

Ríkislögreglustjóri svarar: Ekki var talin ástæða til að víkja lögreglumanni sem var kærður fyrir barnaníð

Ríkislögreglustjóri hefur sent út yfirlýsingu í kjölfar umfjöllunar um hvar ábyrgðin hafi legið er kom að ákvörðunartöku um brottvísan lögreglumanns frá störfum sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn barni. Honum var aldrei vikið frá störfum, hvorki um stundarsakir né að fullu, og hefur ríkislögreglustjóri bent á ríkissaksóknara, sem aftur hefur bent á ríkislögreglustjóra.

Hver bendir á annan vegna viðbragða við kynferðisbrotakærum á lögreglumann

Hver bendir á annan vegna viðbragða við kynferðisbrotakærum á lögreglumann

Lögreglumaður, sem kærður var fyrir að brjóta kynferðislega gegn ungri stúlku, var boðaður í útkall á heimili hennar fyrir skemmstu. Ríkislögreglustjóri segist hafa skort upplýsingar frá ríkissaksóknara, en ríkissaksóknaraembættið hafnar því.

VR auglýsir eftir blokk til kaups

VR auglýsir eftir blokk til kaups

Leigufélag VR vill kaupa fjölbýlishús á höfuðborgarsvæðinu til útleigu handa félagsmönnum

Miðbæjarrottur og úthverfamömmur

Miðbæjarrottur og úthverfamömmur

Íbúa í efri byggðum bílaborgarinnar dreymir um að geta lagt bílnum endanlega.

Samfélagslegar lausnir á sjúkum leigumarkaði

Samfélagslegar lausnir á sjúkum leigumarkaði

Lengi hefur verið talað um neyðarástand á leigumarkaði. Leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað töluvert umfram tekjur síðastliðin ár með þeim afleiðingum að æ fleiri flytja út fyrir borgina, úr landi eða enda hreinlega á götunni. Þá búa leigjendur á Íslandi við afar takmörkuð réttindi sé tekið mið af nágrannalöndunum. Lausnin gæti falist í því að auka vægi óhagnaðardrifinna leigufélaga sem rekin eru á samfélagslegum forsendum.

Svínaskrokkar tefja umferð á höfuðborgarsvæðinu

Svínaskrokkar tefja umferð á höfuðborgarsvæðinu

Sæbraut er lokuð vegna umferðaróhapps þar sem sendiferðabíll, fullur af svínaskrokkum, valt. Töluverðar umferðartafir hafa verið á höfuðborgarsvæðinu í morgun vegna óhappsins.

Borgarlínan

Borgarlínan

       

Mikill stuðningur meðal almennings við Borgarlínu

Mikill stuðningur meðal almennings við Borgarlínu

Ríflega 52 prósent Íslendinga eru hlynntir Borgarlínu, en aðeins fjórðungur andvígur. Íbúar í höfuðborginni styðja hana að meirihluta, en landsbyggðin er andvíg. Kjósendur Miðflokksins eru andsnúnir Borgarlínu, en Píratar eru líklegastir til að vera hlynntir henni. Sjálfstæðisflokkurinn er klofinn í málinu.

Vonast eftir jólakraftaverki

Vonast eftir jólakraftaverki

Einstæð þriggja barna móðir með fjögur gæludýr leitar að samastað fyrir fjölskyldu sína. Gæludýrin óvinsæl hjá leigusölum.