Þessi grein er rúmlega 4 mánaða gömul.

Platar Pútín Biden?

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti hef­ur viðr­að mögu­leika á að Rúss­ar ráð­ist inn í Úkraínu án af­ger­andi við­bragða frá Nató-ríkj­um, en síð­ar dreg­ið orð sín til baka. „Það eru ekki til nein­ar smá­vægi­leg­ar inn­rás­ir,“ seg­ir for­seti Úkraínu í andsvari. Stjórn­ar­and­stæð­ing­ur­inn Al­ex­ei Navalny seg­ir að Pútín sé að plata.

Platar Pútín Biden?
Forsetarnir Biden býst við innrás, Pútín neitar en safnar herliði og Zelensky áréttar að „smávægileg innrás“ sé ekki til. Mynd: Stundin / JIS

Þrátt fyrir að vestræn ríki hafi varað Rússa við innrás í Úkraínu og frekari innlimun á landsvæði ríkisins í Rússland, hefur Joe Biden Bandaríkjaforseti gefið til kynna að hann búist við að Vladimir Pútín Rússlandsforseti láti verða af innrás í landið og að verði sú innrás „smávægileg“ gætu Natóríki átt erfitt með að ná saman um aðgerðir. 

Fregnir herma að yfirvöld í Úkraínu séu felmtri slegin yfir yfirlýsingum Biden á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Hann sagðist búast við að Rússar gerðu innrás í Úkraínu og að það yrði þeim kostnaðarsamt, en setti þó fyrirvara á viðbrögð Natóríkja. „Það er eitt ef þetta verður smávægileg innrás og að við endum á að þurfa að rífast um hvað við gerum og hvað við gerum ekki,“ sagði hann. „En ef þeir gera það sem þeir eru færir um að gera með herliðið við landamærin verður það áfall fyrir Rússa ef þeir ráðast enn meira inn í Úkraínu,“ sagði hann.

„Þetta gefur Pútín grænt ljós á að fara inn í Úkraínu eftir eigin hentisemi,“ hefur CNN eftir Úkraínskum embættismanni, sem kveðst vera sleginn yfir ummælum Bidens, eins og úkraínska stjórnin.

Beðinn að árétta orð sín sagðist Biden draga línuna við að Pútin myndi láta „rússneskt herlið fara yfir landamærin og drepa úkraínska hermenn“. „En það veltur á því hvað hann gerir, hvort við munum fá algera samstöðu hjá Nató,“ bætti hann við. Í dag áréttaði hann svo aftur að allar innrásir yrðu metnar sem innrásir.

Þannig hafa Þjóðverjar neitað að veita Úkraínu vopn, en Bandaríkin og Bretland skuldbundið sig til þess. Macron Frakklandsforseti vill að Evrópuþjóðir haldi sínar eigin viðræður við Rússa, en þeir síðarnefndu hafa átt í viðræðum við Bandaríkjamenn í Genf í Sviss undanfarið.

Úkraínsk yfirvöld slegin yfir orðum Bidens

Á sama tíma og Biden lýsir því að Rússar hafi hernaðarlega yfirburði og gerir greinarmun á smávægilegri innrás (incursion) og fullri innrás (invasion), ásamt því að lýsa hiki og klofningi Natóríkja, hefur Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, reynt að róa landsmenn. „Allir landsmenn, sérstaklega eldri borgarar, þurfa að skilja þetta: Allir þurfa að anda djúpt. Slaka á. Ekki hlaupa eftir neyðarbirgðum eins og korni og eldspítum.“

Hann hvatti fjölmiðla til að ýta ekki undir óttann með stöðugri umfjöllun um yfirvofandi innrás, enda sé innrásin engin ný tíðindi. „Hvað er nýtt hérna? Er þetta ekki raunveruleiki okkar síðustu átta ár? Byrjaði ekki innrásin árið 2014?“

Þó er nýtt í stöðunni að Rússar hafa fjölgað í herliði sínu við landamæri Úkraínu og eru nú komnir með hermenn inn í Hvíta-Rússland, á þeim forsendum að halda heræfingar í febrúar, samhliða æfingum flotans á Miðjarðarhafi og á heimskautasvæðinu. Þá eru hafnar viðræður milli Rússa og Bandaríkjanna í Genf, sem snúast um kröfur Pútíns. 

Zelensky, sjónvarpsmaður og grínisti sem kjörinn var forseti 2019 eftir að hafa leikið forseta, reyndi í dag að svara orðum Bidens. 

Á fundi í gærForseti Úkraínu, Volodomyr Zelensky, hitti bandaríska utanríkisráðherrann, Antony Blinken, í úkraínsku höfuðborginni, Kyiv, í gær.
„Ég vil minna miklu veldin á að það eru ekki til neinar smávægilegar innrásir og litlar þjóðir.“
Volodomyr Zelensky
Forseti Úkraínu, 20. janúar 2022

„Ég vil minna miklu veldin á að það eru ekki til neinar smávægilegar innrásir og litlar þjóðir. Alveg eins og það er ekkert smávægilegt mannfall og lítil sorg við fráfall ástvina,“ sagði hann á Twitter.  „Ég segi þetta sem forseti mikils veldis,“ bætti hann við. Klukkutíma síðar tísti Zelensky um yfirvofandi viðræður hans við Andrzej Duda, forseta Póllands, um áskoranir í öryggismálum, og samstarf í samgöngu- og orkumálum.

Að sama skapi hefur forsætisráðherra Svíþjóðar boðið Zelensky í heimsókn og ítrekað fullan stuðning við fullveldi Úkraínu, ásamt því að skora á Rússa að minnka spennuna við landamærin. Áður hafði sænski forsætisráðherrann, Magdalena Anderson úr Jafnaðarmannaflokknum, vitnað í viðræður sínar við kanadíska forsætisráðherrann, Justin Trudeau, og síðar forsætisráðherra Litháens, Ingrida Simonyte, um öryggismál og mikilvægi þess að halda uppi öryggi í Evrópu.

Pútin miðar og setur fram kröfur

Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur krafist, með uppstilltu herliði við landamæri nágrannaríkisins Úkraínu, að Rússar fái að hindra aðild sjálfstæðra nágrannaríkja sinna að Nató.

Skiptar skoðanir eru um hvers vegna Pútín hótar nú innrás. Ein kenningin er sú að Joe Biden hafi sýnt afgerandi veikleika í klúðurslegu brotthvarfi Bandaríkjahers frá Afganistan fyrr í vetur. Biden hafi þannig gefið til kynna að hann vilji taka upp einangrunarstefnu og sé átakafælinn.

Pútín hefur áður sagt að hann telji fall Sovétríkjanna vera „mesta katastrófa alþjóðastjórnmála“ á 20. öld. Hann hefur þegar komist upp með að styðja uppreisn rússneskra aðskilnaðarsinna með vopnum, og að mati vestrænna aðila með herliði, ásamt því að innlima Krímskagann í Rússland 2014.

Hins vegar hafa rússnesk yfirvöld haldið því fram að þau hyggi ekki á innrás í Úkraínu og að vestræn ríki séu að hella olíu á eldinn með yfirlýsingum þess efnis.

Viðræður Bandaríkjanna og Rússa halda áfram í Genf á morgun þegar Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, hittir bandaríska utanríkisráðherrann Antony Blinken, sem í dag ræddi við breska, franska og þýska starfsbræður sína í Berlín, eftir að hafa hitt Zelensky í Kiyv í gær.

Biden og PútínHittust í Genf í júní síðastliðnum. Ræða nú um kröfur Pútíns um að vesturveldin láti af heræfingum nærri Rússlandi og stofni ekki til samstarfs við nágrannaríki Rússlands um öryggismál.

Pútín að narra Biden?

Deildar meiningar eru um hversu raunveruleg eða breytt ógnin af Rússum sé, eða hvort ógnin sé hreinlega Vesturlönd. „Það erum ekki við sem erum að ógna einhverjum,“ sagði Pútín fyrir jól. 

Ein kenning Bandaríkjamanna er sú að Rússar muni skipuleggja árás undir fölsku flaggi (false flag operation) til að framkalla atburðarás átaka, en þannig hófu til dæmis Þjóðverjar innrás í Pólland haustið 1939.

„Í stað þess að hunsa þessa vitleysu samþykkja Bandaríkin dagskrá Pútíns“
Alexei Navalny
Rússneskur stjórnarandstæðingur í viðtali við Time

Rússneski stjórnarandstæðingurinn, Alexei Navalny, sem var nærri dauða en lífi eftir að eitrað var fyrir honum árið 2020, segir að Biden láti plata sig til þess að taka þátt í viðræðum við Pútín. „Aftur og aftur falla vesturlönd í gildru Pútíns,“ segir Navalny í viðtali við Time. „Hann kemur fram með einhverjar sturlaðar, hlægilegar kröfur, eins og þessar nýjustu, um hvernig hann og Biden þurfa að setjast niður í reykfylltu herbergi og ákvarða örlög Evrópu, eins og við séum komin aftur til 1944. Í stað þess að hunsa þessa vitleysu samþykkja Bandaríkin dagskrá Pútíns og hlaupa til með að skipuleggja einhvers konar fundi. Rétt eins og hræddur skóladrengur sem stóri strákurinn er að hrella. Síðan lýsa þeir yfir: „Ef þið gerið eitthvað, þá leggjum við á harðar þvingunaraðgerðir.“ Það er nákvæmlega það sem Pútín þarf, því ef hann síðan ræðst ekki á Úkraínu, þá verða engar þvinganir. Það verður bara gulrót, en ekki kylfa.“ 

Navalny lét þessi orð falla í skriflegu viðtali við Time, þar sem hann situr í fangelsi í Rússlandi eftir endurkomu sína til Moskvu fyrir ári síðan.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Sigurður Þórarinsson skrifaði
  Kúba var sem sagt ekki ,,sjálfstætt ríki" er ,,Cuban missile crisis" var á allra vitorði??? En það sem hr. Jón Trausti veit eflaust fullvel... en tekur ekki fram í þessari umfjöllun sinni:

  https://fair. org/home/hawkish-pundits-downplay-threat-of-war-ukraines-nazi-ties/
  0
 • SIB
  Sigurður I Björnsson skrifaði
  Held að þetta geti verið rétt hjá Navalny enda er það líka svo að Bandaríkjamenn hafa svona sögulega séð átt afar erfitt með að lesa Rússa og oft á tíðum bara alls ekki skilið hvernig þeir hugsa.
  0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt á Stundinni

Oops, I did it again...Kommar gera sömu mistökin aftur og aftur (síðari hluti)
Blogg

Stefán Snævarr

Oops, I did it again...Komm­ar gera sömu mis­tök­in aft­ur og aft­ur (síð­ari hluti)

Í þess­um síð­ari hluta beini ég sjón­um mín­um að marxí­sk­um kenn­ing­um um heimsvalda­stefnu og mann­kyns­sögu. Þær verða gagn­rýnd­ar nokk­uð harka­lega, ekki síst í þeirri mynd sem Þór­ar­inn Hjart­ar­son dreg­ur upp af þeim. Hin illa Am­er­íka og „heimsvalda­stefn­an“. Þór­ar­inn held­ur því fram að meint áróð­urs­ma­skína Banda­ríkj­anna villi mönn­um sýn í Úkraínu­mál­inu. En hon­um dett­ur ekki í hug að sanna mál sitt,...
Oops, I did it again...Kommar gera sömu mistökin aftur og aftur (fyrri hluti)
Blogg

Stefán Snævarr

Oops, I did it again...Komm­ar gera sömu mis­tök­in aft­ur og aft­ur (fyrri hluti)

Frið­mey Spjóts (Brit­ney Spe­ars) söng sem frægt er orð­ið í orðastað stelp­unn­ar sem gerði sömu mis­tök­in aft­ur og aft­ur, lék sér að hjört­um pilta. Æði marg­ir vinstrisósí­al­ist­ar eru and­leg skyld­menni stelpu­gæs­ar­inn­ar. Þeir lágu flat­ir fyr­ir al­ræð­is­herr­um og fjölda­morð­ingj­um á borð við Stalín og Maó, hlust­uðu ekki á gagn­rýni en kok­g­leyptu áróðri al­ræð­is­ins. Í landi Kreml­ar­bónd­ans, Stalíns,  væri „líb­bleg­ur lit­ur í...
Með stríðið í blóðinu
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Leiðari

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Með stríð­ið í blóð­inu

Stríð er ekki bara sprengj­urn­ar sem falla, held­ur allt hitt sem býr áfram í lík­ama og sál þeirra sem lifa það af. Ótt­inn sem tek­ur sér ból­stað í huga fólks, skelf­ing­in og slæm­ar minn­ing­arn­ar.
Framtíð Úkraínu og staða Eystrasaltsríkjanna og Norðurlandanna í ESB og NATO
Hilmar Þór Hilmarsson
PistillÚkraínustríðið

Hilmar Þór Hilmarsson

Fram­tíð Úkraínu og staða Eystra­salts­ríkj­anna og Norð­ur­land­anna í ESB og NATO

Stríð í Úkraínu vek­ur spurn­ing­ar um stöðu lands­ins í Evr­ópu og stækk­un NATO. Fyr­ir stríð vildi Úkraína bæði í ESB og NATO, en hvor­ug stofn­un­in var til­bú­in að tíma­setja lík­lega að­ild. Nú er spurn­ing um hvað stjórn­völd í Úkraínu eru til­bú­in að semja. Of mikla eft­ir­gjöf við Rússa mætti ekki að­eins túlka sem ósig­ur Úkraínu held­ur líka ósig­ur Banda­ríkj­anna.
Enn er leynd yfir hluta kaupenda bréfa í Íslandsbanka
FréttirSalan á Íslandsbanka

Enn er leynd yf­ir hluta kaup­enda bréfa í Ís­lands­banka

Nöfn allra þeirra að­ila sem keyptu hluta­bréf í Ís­lands­banka í út­boði ís­lenska rík­is­ins á bréf­un­um í lok mars hafa ekki enn kom­ið fram. Í ein­hverj­um til­fell­um voru þeir að­il­ar sem seldu hluta­bréf­in í for­svari fyr­ir kaup­in en á bak við þau eru aðr­ir að­il­ar.
751. spurningaþraut: Fjármálastofnanir, stjórnmálaflokkar, sjúkdómur, fótboltamaður ...
Þrautir10 af öllu tagi

751. spurn­inga­þraut: Fjár­mála­stofn­an­ir, stjórn­mála­flokk­ar, sjúk­dóm­ur, fót­bolta­mað­ur ...

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir unga kon­an sem er til vinstri á mynd­inni? For­nafn dug­ar. * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hver er elsti banki lands­ins, stofn­að­ur 1885? 2.  Ár­ið 1980 gaf fyr­ir­tæk­ið Kred­it­kort út fyrsta kred­it­kort­ið á Ís­landi. Hvað nefnd­ist það kort? 3.  Ung­ur Norð­mað­ur er nú að ganga til liðs við karla­lið Manchester City í fót­bolta. Hvað heit­ir hann? 4.  Sami mað­ur­inn...
Vill að rússneski sendiherrann „andskotist héðan burtu“
Fréttir

Vill að rúss­neski sendi­herr­ann „and­skot­ist héð­an burtu“

Jers­ey, banda­rísk­ur her­mað­ur ný­kom­inn til Ís­lands frá Úkraínu, hyggst sitja fyr­ir ut­an rúss­neska sendi­ráð­ið þar til hann nær tali af sendi­herr­an­um eða lög­regl­an kem­ur og fjar­læg­ir hann. Hann hyggst snúa aft­ur til Úkraínu og berj­ast með heima­mönn­um gegn inn­rás­ar­hern­um.
Þetta er það sem Einar getur gert
Jón Trausti Reynisson
PistillBorgarstjórnarkosningar 2022

Jón Trausti Reynisson

Þetta er það sem Ein­ar get­ur gert

Skyn­sam­leg nið­ur­staða meiri­hluta­við­ræðna virð­ist liggja í aug­um uppi.
Pálminn úr höndum Framsóknar?
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2022

Pálm­inn úr hönd­um Fram­sókn­ar?

Eft­ir ákvörð­um Vinstri grænna um að sitja í minni­hluta á kom­andi kjör­tíma­bili og úti­lok­un Pírata á Sjálf­stæð­is­flokkn­um og Sósí­al­ista á sam­starfi við hann og Við­reisn, er lít­ið ann­að í stöð­unni en meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Pírata, Við­reisn­ar og Fram­sókn­ar.
Valmöguleikum Einars fækkaði í morgun
Fréttir

Val­mögu­leik­um Ein­ars fækk­aði í morg­un

Það sem eft­ir stend­ur af gamla meiri­hlut­an­um í Reykja­vík ætl­ar að fylgj­ast að í þeim við­ræð­um sem framund­an eru. Ein­ar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins, ætl­ar að hitta Dag B. Eggerts­son, odd­vita Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í dag. Svo virð­ist sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé úr leik í bili.
Einungis Íslandsbanki svarar hvort lánað hafi verið í einkavæðingu bankans
FréttirSalan á Íslandsbanka

Ein­ung­is Ís­lands­banki svar­ar hvort lán­að hafi ver­ið í einka­væð­ingu bank­ans

Eitt af því sem er til rann­sókn­ar hjá fjár­mála­eft­ir­liti Seðla­banka Ís­lands eru mögu­leg­ar lán­veit­ing­ar frá sölu­að­il­um hluta­bréf­anna í Ís­lands­banka til kaup­end­anna. Ein­ung­is einn af ís­lensku sölu­að­il­un­um fimm svar­ar því til að hann hafi mögu­lega veitt lán fyr­ir hluta­bréf­un­um. For­stjóri Banka­sýsl­unn­ar, Jón Gunn­ar Jóns­son, hef­ur sagt að í ein­hverj­um til­fell­um hafi ver­ið lán­að.
750. spurningaþraut: Hér eru 12 spurningar um Stalín og félaga
Þrautir10 af öllu tagi

750. spurn­inga­þraut: Hér eru 12 spurn­ing­ar um Stalín og fé­laga

Hér snú­ast all­ar spurn­ing­ar um Stalín eða eitt­hvað sem hon­um til­heyr­ir. Fyrri auka­spurn­ing: Í sjón­varps­seríu frá 1994 fór víð­fræg­ur bresk­ur leik­ari með hlut­verk Stalíns. Hann má sjá hér að of­an. Hver er leik­ar­inn? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Í hvaða landi, sem þá var hluti rúss­neska keis­ara­veld­is­ins, fædd­ist Stalín? 2.  Stalín var af óbreyttu al­þýðu­fólki. Fað­ir hans starf­aði við ... hvað? 3. ...