Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Nauðgari Tobbu beið dóms: „Jón Steinar hnoðar þá saman í eitt af sínum frægu sératkvæðum“

Tobba Marínós­dótt­ir seg­ir það dómgreind­ar­brest hjá Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur dóms­mála­ráð­herra að semja við Jón Stein­ar Gunn­laugs­son, sem aflétti far­banni manns sem flúði land þrem­ur dög­um áð­ur en nauðg­un­ar­dóm­ur féll.

Nauðgari Tobbu beið dóms: „Jón Steinar hnoðar þá saman í eitt af sínum frægu sératkvæðum“
Tobba Marinósdóttir Jón Steinar Gunnlaugsson var ekki meðal dómara í máli hennar, en kom einungis að því að rjúfa farbann gerandans.

Tobba Marínósdóttir, ritstjóri DV, segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómara, hafa valdið því að maður sem var dæmdur fyrir að nauðga henni slapp úr landi og þurfti ekki að sitja inni fyrir brot sitt. Gagnrýnir hún að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafi samið við Jón Steinar um aðstoð við vinnu við úrbætur í réttarkerfinu.

Tobba skrifar um málið í grein á Vísi og tekur dómgreind Jóns Steinars og Áslaugar Örnu til umfjöllunar. „Í máttlausum tilraunum sínum til að klóra í bakkann hefur Áslaug Arna gefið það út að ráðningarsamningur Jóns snúist ekki beint um kynferðisbrotamál – þvert á móti sé lögð áhersla á efnahagsbrotamál,“ skrifar Tobba. „Það kemur ekki fram í samningi dómsmálaráðuneytisins við Jón Steinar, né kannast Jón sjálfur við það. Í viðtali á Bylgjunni í gær sagðist Jón Steinar ekkert kannast við það að hann ætti að huga að efnahagsbrotum frekar en öðrum málaflokkum.

„Ég get ekki annað séð en að Jóni Steinari hafi verið falið þetta starf í stórkostlegri meðvirkni með einhverju afar undarlegu afli“

Með því að velja svo umdeildan mann til starfa fer öll athygli á manninn ekki málefnið og verða tillögur hans aldrei annað en harðlega gagnrýndar. Ég get ekki annað séð en að Jóni Steinari hafi verið falið þetta starf í stórkostlegri meðvirkni með einhverju afar undarlegu afli. Nú er rétti tíminn til að staldra við og læra af mistökunum.“

Nauðgarinn fór úr landi og aftur til starfa í hernum

Í greininni fer Tobba yfir mál sitt fyrir dómstólum þegar maður var dæmdur fyrir brot gegn henni. „Fyrir rúmum 11 árum varð ég fyrir kynferðisofbeldi,“ skrifar Tobba. „Gerandinn var Bandaríkjamaður og hefði átt að fara úr landi innan við sólarhring eftir að hann var handtekinn. Ég safnaði saman öllum mínum andlega styrk og með hjálp míns góða fólks stóð ég með sjálfri mér og kærði manninn. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald og svo síðar, þegar honum var sleppt úr því, í farbann.“

Enginn framsalssamningur er í gildi á milli Íslands og Bandaríkjanna og segir Tobba að ljóst hafi verið að hann mundi aldrei sitja af sér dóminn ef því yrði aflétt. Þremur dögum fyrir dómsuppkvaðningu var farbannið kært og það fellt úr gildi.

„Jón Steinar Gunnlaugsson, þáverandi hæstaréttardómari, fær málið á borð til sín en aðrir dómarar voru Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson,“ skrifar hún. „Tekið skal fram að Jón Steinar hafði enga aðra aðkomu að málinu og var ekki dómari í aðalmeðferð málsins sem átti að ljúka þremur dögum síðar. Jón Steinar hnoðar þá saman í eitt af sínum frægu sératkvæðum þar sem hann segir að ekki sjái hann að rökstuddur grunur sé fyrir hendi að sakborningur hafi gerst sekur um þá háttsemi sem um ræðir.“

Jón Steinar og Ólafur Börkur felldu farbannið úr gildi í óþökk viðars. Skipan þeirra tveggja við Hæstarétt var umdeild á sínum tíma þar sem báðir voru metnir síður hæfir en aðrir umsækjendur og höfðu sterk tengsl við ráðherra Sjálfstæðisflokksins. Skilaði Ólafur Börkur séráliti við skipan Jóns Steinars gegn átta hæstaréttardómurum sem töldu aðra umsækjendur hæfari og sagði Ólafur Börkur að Jón Steinar væri „afburðamaður“.

Segir Jón Steinar ítrekað hafa sýnt dómgreindarbrest

„Ofbeldismaðurinn er þarna orðinn þreyttur á því að hanga á einu dýrasta hóteli landsins og í líkamsræktarstöð á víxl og er fljótur að láta sig hverfa, enda aðeins þrír dagar í að aðalmeðferð ljúki og átta dagar í dómsuppkvaðningu. Átta dögum seinna er hann sakfelldur – en er þá á bak og burt og engin von um að fá hann framseldan,“ skrifar Tobba.

„Því gat þessi dæmdi kynferðisafbrotamaður haldið aftur til starfa sinna í bandaríska hernum. Áfram gakk.“

Tobba segist ekki vekja athygli á máli sínu í biturð eða reiði heldur til að benda á að kerfið hafi virkað framan af „alveg þangað til að Jón ákvað að kippa því úr sambandi með því að bjóða manninum út bakdyrameginn korteri fyrir dómsuppkvaðningu.“

Gerandinn áfrýjaði málinu í kjölfarið. „Málið endaði þó á þann veg að dómurinn var fjórfaldaður og hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. Sem hann hefur aldrei þurft að afplána,“ skrifar Tobba.

„Þetta er ekki fyrsta né síðasta dæmið um vinnubrögð Jóns Steinars“

„Þetta er ekki fyrsta né síðasta dæmið um vinnubrögð Jóns Steinars og af hverju hann er ekki undir neinum kringumstæðum maðurinn sem ætti að kalla til til þess að lagfæra réttarkerfið. Hann hefur ítrekað sýnt dómgreindarbrest sem er engum sæmandi, hvorki lögfræðingi né fyrrum hæstaréttardómara.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mér hefur ekki verið nauðgað“
1
Fréttir

„Mér hef­ur ekki ver­ið nauðg­að“

„... þó að fjór­ar rík­is­stjórn­ir hafi geng­ið úr skugga um að flokka, bæla nið­ur og jafn­vel þurrka út eig­in­lega öll mest af­ger­andi sönn­un­ar­gögn­in tókst þeim ekki að halda lok­inu á sam­ráði og mis­ferli sínu,“ skrif­ar pró­fess­or Nils Melzer sem rann­sak­aði mál Ju­li­an Assange sem sér­stak­ur skýrslu­gjafi fyr­ir Sam­ein­uðu þjóð­irn­ar. Skýrsl­an kom út sem bók.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Halla Tómasdóttir
9
Aðsent

Halla Tómasdóttir

Með mennsk­una að leið­ar­ljósi

„Ég hvet ís­lensk fyr­ir­tæki til að velta fyr­ir sér hvernig þau geti lagst á ár­ar um að gefa fólki til­gang og tæki­færi, þeim og sam­fé­lag­inu til góðs,“ skrif­ar Halla Tóm­as­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi. Hún skrif­ar stutt­lega um sögu Hamdi Ulukaya sem er tyrk­nesk­ur smali sem flúði til Banda­ríkj­anna til að læra ensku. Hann stofn­aði stór fyr­ir­tæk­ið Chobani sem er í dag stærsti fram­leið­andi grísks jóg­úrts í Banda­ríkj­un­um og hvernig hann. Þar ræð­ur hann helst inn inn­flytj­end­ur og flótta­fólk til vinnu.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
10
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
6
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
8
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
9
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
9
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu