Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Íslenskunemi sér fram á brottvísun úr landi

Er­lend­ir nem­end­ur sem eiga upp­runa­land ut­an Evr­ópu þurfa að stand­ast strang­ar kröf­ur frá Út­lend­inga­stofn­un. Auk þess að stand­ast fullt nám á hverju miss­eri þarf það líka að sýna fram á að það hafi trygga af­komu, þrátt fyr­ir að mega að­eins vinna 40 pró­sent starf.

Íslenskunemi sér fram á brottvísun úr landi
Stendur frammi fyrir brottvísun Kelsey Paige Hopkins hefur stundað nám við Háskóla Íslands í sex ár en stendur nú frammi fyrir því að verða vísað úr landi. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Sex ára dvöl mín hefur verið linnulaus þrekraun út af þessum málum,“ segir bandarískur nemi í íslensku, sem hefur stundað nám við Háskóla Íslands og unnið við fræðslustörf, en stendur frammi fyrir því að vera vísað úr landi.

Hún segir að þeir útlendingar utan Evrópu sem leggi á sig að stunda nám hér þurfi að eiga við miskunnarlaust kerfi sem „hefur það hlutverk að halda útlendingum úti“.

Námsmenn og verkafólk utan Evrópu sem leggur land undir fót þarf á hverju ári að sýna fram á að það hafi trygga afkomu þegar það endurnýjar dvalarleyfi sitt. Framfærsluviðmið Útlendingastofnunar hefur verið tengt við fjárhagsaðstoð Reykjavíkurborgar, en hún er 27.000 krónum hærri en námslán LÍN. Til að mæta þessu viðmiði hafa erlendir námsmenn aðeins leyfi til að vinna 40 prósent starf með námi. Algengt er að námsmenn þurfi að beita klækjabrögðum til að standast þessi viðmið. 

Framfærsluviðmið hærri en tekjumöguleikar

Fyrir flesta nemendur …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu