„Ómanneskjulegt“ ferli að verða ríkisborgari eftir að hafa búið sextán ár á Íslandi
Afgreiðsla Útlendingastofnunar á umsókn Robyn Mitchell um ríkisborgararétt tók 20 mánuði. Stofnunin krafðist þess meðal annars að hún legði fram yfirlit yfir bankafærslur sínar, framvísaði flugmiðum og sendi samfélagsmiðlafærslur síðustu fimm ára til að færa sönnur á að hún hefði verið hér á landi. „Þessi stofnun er eins ómanneskjuleg og hægt er að hugsa sér,“ segir hún.
FréttirCovid-19
Segir Covid-smitin tengjast mistökum Íslendinga við að aðlaga innflytjendur
Fólkið sem reisti flestar byggingar á Íslandi síðasta áratuginn hefur ekki notið þess að vera fullgildur hluti af íslensku samfélagi, segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. „Það er sá hópur sem hefur átt erfitt með að halda þessar takmarkanir,“ segir hann um covid-smitin undanfarið.
Úttekt
Ísland er eftir á í aðlögun innflytjenda
Anna Wojtyńska, nýdoktor í mannfræði við Háskóla Íslands, er helsti sérfræðingur landsins þegar kemur að rannsóknum um pólska innflytjendur hér á landi. Að hennar mati hefur stefna og viðmót íslensks samfélags leitt til þess að hæfni innflytjenda nýtist ekki en þeir fá sjaldan tækifæri til að komast úr láglaunastörfum.
Úttekt
Íslenskunemi sér fram á brottvísun úr landi
Erlendir nemendur sem eiga upprunaland utan Evrópu þurfa að standast strangar kröfur frá Útlendingastofnun. Auk þess að standast fullt nám á hverju misseri þarf það líka að sýna fram á að það hafi trygga afkomu, þrátt fyrir að mega aðeins vinna 40 prósent starf.
Fréttir
Lögmaður Uhunoma segir Áslaugu Örnu ekki átta sig á eðli mannréttindabaráttu
Magnús Norðdahl, lögmaður Uhunoma Osayomore sem senda á úr landi þrátt fyrir sögu um mansal og kynferðisofbeldi, segir segir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur skorta vilja til að breyta kerfinu.
Viðtal
Vann í Jeopardy! og flutti til Íslands
Bandaríkjamaðurinn Ryan Fenster þakkar sigurgöngu sinni í spurningaþættinum Jeopardy! að hann hafi getað látið draum sinn um að læra miðaldasögu við Háskóla Íslands rætast. Á sama tíma glímdi hann við veikindi, en vonast nú til að vera áfram hérlendis að rannsaka víkingatímann næstu árin.
FréttirRéttindabrot á vinnumarkaði
Hóta málshöfðun vegna ummæla um Hótel Grímsborgir: „Ég læt Ólaf ekki ógna mér“
Ólafur Laufdal Jónsson, eigandi Hótel Grímsborga, krefst afsökunarbeiðni frá tveimur fyrrverandi starfsmönnum vegna ummæla í frétt Stundarinnar um upplifun sína í starfi og meint brot á kjarasamningum. Blaðamaður Stundarinnar er krafinn um 1,8 milljónir.
FréttirCovid-19
Útlendingar eru 40 prósent atvinnulausra
20 prósent atvinnuleysi er meðal erlendra ríkisborgara á Íslandi og fer vaxandi. Heildaratvinnuleysi á landinu var rúm 9 prósent í ágúst. Staðan verri meðal kvenna en karla. Lagt er til að hækka fjármagn til Þróunarsjóðs innflytjendamála verulega.
Fréttir
Fjölskyldan sett í Covid-19 skimun til að búa hana undir brottvísun
Lögregluyfirvöld hafa tilkynnt Khedr-fjölskyldunni að farið verði með hana í skimun vegna kórónuveirunnar í dag. Lögmaður fjölskyldunnar segir aðgerðirnar harðneskulegar en vonast til að afstaða Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra muni hafa áhrif til þess að ekki verði af brottvísun.
ÚttektRéttindabrot á vinnumarkaði
Fyrrverandi starfsfólk lýsir harðræði og rasísku viðhorfi á fimm stjörnu hóteli
Hótel Grímsborgir er annað af tveimur hótelum á landinu með vottun upp á fimm stjörnur. Fyrrverandi starfsfólk lýsir kjarasamningsbrotum og fjandsamlegri framkomu yfirmanna. Eigandi segir að ekki einn einasti starfsmaður hans sé óánægður.
Menning
Gera röddum innflytjenda hátt undir höfði
Listamennirnir Julius og Claire ákváðu að byggja tónlistar- og myndlistarverk á röddum innflytjenda í nýrri sýningu, Vestur í bláinn, sem fram fer á tíu stöðum á höfuðborgarsvæðinu og fjöldi listamanna tekur þátt í.
ViðtalRéttindabrot á vinnumarkaði
Hraktist úr grotnandi húsi á Suðurlandi
Ungt aðflutt par flúði óíbúðarhæft húsnæði sem vinnuveitandi þeirra á Suðurlandi leigði þeim. Þar var mikið um vatnsskemmdir og sorp var á víð og dreif um húsið og lóðina. Yfirmaðurinn sagði að aðrir útlendingar hefðu aldrei kvartað undan ástandi húsnæðisins.
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.