Starfsmaður atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins lét fresta birtingu nýrra laga um laxeldi með vísan til hagsmuna ótilgreindra laxeldisfyrirtækja. Starfsmaðurinn gerði þetta með símtali til Stjórnartíðinda, deildar innan dómsmálaráðuneytisins sem sér um birtingu nýrra laga frá Alþingi.
„Starfsmaðurinn átti sjálfur frumkvæði að því að setja umrædda beiðni fram í júlí 2019“
Samkvæmt svari atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins tók starfsmaðurinn hins vegar upp hjá sjálfum sér að skipta sér af birtingu laganna með þessum hætti. Í kjölfar þess að upp komst um málið var hann sendur í leyfi. „Starfsmaðurinn átti sjálfur frumkvæði að því að setja umrædda beiðni fram í júlí 2019 og fékk engin fyrirmæli um slíkt. Yfirstjórn ráðuneytisins fékk fyrst upplýsingar um samskipti starfsmannsins við Stjórnartíðindi að kvöldi 7. júlí 2020. Þá þegar hófst athugun á málinu og var starfsmaðurinn sendur í ótímabundið leyfi með bréfi dags. 14. júlí“, segir í svari ráðuneytisins.
Starfsmaðurinn, sem heitir Jóhann Guðmundsson, starfar ekki lengur í ...
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
1.990 krónum á mánuði.
Athugasemdir