Saga Chaplas Menka, svarts flóttamanns sem var skorinn fjórum sinnum af lögreglu í fangaklefa árið 2014, hefur að miklu leyti fallið í gleymsku. Blaðamaður rekur sögu hans og segir hvernig líf hans hrundi eftir áverkana, hvernig hann einangraðist og var á endanum rekinn úr landi.
Talið er að sjö til átta prósent fólks sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Nauðsynlegt er að greina ADHD á fyrstu árum grunnskóla og bjóða upp á viðeigandi meðferð, því ómeðhöndlað getur það haft neikvæð áhrif á einstaklinginn og fólkið í kringum hann. Ef barn með ADHD fær ekki aðstoð aukast líkur á að fram komi fylgiraskanir, sem geta orðið mun alvarlegri en ADHD-einkennin.
2
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
105241
Segir fólk ekki þora að verja Jón Baldvin opinberlega
Bryndís Schram segir fólk gleðjast yfir óförum annarra þegar rætt er um meinta kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks gæti varið hann en umfjöllunin sé „samþykkt með þögn heigulsháttarins“.
3
Fréttir
8102
Missti bróður sinn í sundi og vill úrbætur: „Hvað þarf mörg mannslíf til?“
Sigrún Sól Ólafsdóttir segir mikilvægt að þrýsta á um úrbætur á öryggismálum í sundlaugum. Þegar þau eru í lagi eigi banaslys ekki að verða. Þegar bróðir hennar drukknaði var því einnig haldið fram að um veikindi hefði verið að ræða, en krufning leiddi annað í ljós. Ekki nóg sé aðhafst til að fyrirbyggja slík slys.
4
Mynd dagsins
1167
Ekki græna glóru hvað báturinn heitir
Þetta tæplega hundrað ára gamla hús á Hofsósi vekur alltaf hjá manni margar spurningar. Eru eigendurnir ekki sammála um eitt eða neitt, eða eru þeir samstíga að svona eigi þessi bygging að líta út, falleg og umfram allt öðruvísi, eins og veðrið í Skagafirði í dag? Í Fljótunum var öskrandi bylur, á Hofsósi smá snjókoma, meðan Glóðafeykir var baðaður í stillu og sól í 14 stiga frosti. Í Vatnsskarðinu var norðan garri.
5
Viðtal
3124
Hamingjan ekki til sölu á netinu
Yrsa Sigurðardóttir er verkfræðingur og rithöfundur sem hefur sérhæft sig í glæpasögum en finnst fátt mikilvægara en hlátur, að finna það sem er skemmtilegt og fyndið.
Hérna er nú hlekkur á þrautina síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Hvað heitir loftskipið á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hvað heitir ný bók Einars Kárasonar um og með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni? 2. Hvað hét franska rannsóknarskipið undir stjórn Charcots leiðangursstjóra sem fórst út af Mýrunum árið 1936? 3. Lindsay Vonn settist í helgan stein árið 2019...
7
Fréttir
1336
Mistök ástæða vatnstjóns í HÍ
Veitur biðjast afsökunar á mistökum sem urðu til þess að vatn flæddi um Háskóla Íslands og milljónatjón varð.
Prentútgáfa Stundarinnar kemur næst út þann 29. janúar.
Mynd: Hörður Sveinsson / The Reykjavík Grapevine
Um þessar mundir á sér stað löngu tímabært uppgjör vegna kerfisbundins lögregluofbeldis gegn blökkumönnum vestanhafs. Borgarar flykkjast út á götur stórborga í Bandaríkjunum og mótmæla undir myllumerkinu #blacklivesmatter eftir að enn annar varnarlaus blökkumaður hefur verið drepinn af laganna þjónum. Í þetta sinn var það blökkumaðurinn George Floyd sem kvaðst ekki geta andað áður en lífið var murkað úr honum. Þessi saga er ekki ný af nálinni, en fyrir fjórum árum voru þetta hin hinstu orð blökkumannsins Eric Garners.
Viðbrögðin á heimsvísu hafa ekki leynt sér. Mótmæli og samstöðufundir hafa sprottið upp víðs vegar, meðal annars hér á Íslandi. Á sama tíma og stuðningsraddir mannréttindabaráttu blökkumanna berast víða að þá er sömuleiðis ekki langt í afturhaldssamar efasemdaraddir. Frægasta dæmið um hið síðarnefnda er Facebook-færsla Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Ölfuss, þar sem hann kemur lögreglunni til varnar. „Um allan heim mótmælir fólk nú ofbeldi lögreglu í USA í garð almennings“, skrifaði Elliði. „Hér á Íslandi glímum við við ofbeldi almennings gagnvart lögreglu. #gerumbetur“
Elliði er með meira en tveggja áratuga reynslu sem eitt helsta andlit Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi. Tengsl Sjálfstæðisflokksins og lögreglu eru vel þekkt og hefur Elliði eytt miklu púðri í að verja hana gegn gagnrýni. Auk flokkstengsla á Elliði persónuleg tengsl við lögreglu, en bróðir hans, Svavar, er einmitt lögregluþjónn.
Skilaboðin eru einföld. Lögregluofbeldi á svörtu fólki gerist annars staðar en á Íslandi og vernda þarf lögregluna okkar. En þetta er bersýnilega rangt. Lögreglan á Íslandi hefur ekki aðeins beitt blökkumann ofbeldi, heldur skar hún svartan flóttamann með eggvopni er hann var fjötraður og í fangaklefa.
Skorinn í fangaklefa
Þann 10. september 2014 var 35 ára flóttamaður frá Líberíu að nafni Chaplas Menka stöðvaður af lögreglu við tínslu á flöskum og dósum í miðbæ Reykjavíkur. Útlendingastofnun hafði beðið lögreglu um að afhenda honum bréf þess efnis að dvalarleyfi hans væri útrunnið, en eftir afhendingu þess hafa einstaklingar almennt 5 til 30 daga til að yfirgefa land áður en kallað er eftir brottflutningi. Þrátt fyrir að vera með hæli á Ítalíu segir Chaplas að hann byggi við mun sterkara tengslanet hér á landi og dvaldi hér því eins lengi og hann gat.
Þurfti að komast undir læknishendurÁverkar sem Chaplas Menka hlaut af höndum lögreglu voru það alvarlegir að það þurfti að sækja hann í sjúkrabíl. Læknar saumuðu kálfvöðva hans aftur saman með þrettán sporum.
Mynd: Hörður Sveinsson / The Reykjavík Grapevine
Útlendingastofnun hefur gefið út að afhending slíkra bréfa sé aðeins formsatriði og alls ekki ástæða til handtöku. Engu að síður ákvað lögreglan að eigin frumkvæði að handtaka Chaplas eftir að honum hafði verið afhent umrætt bréf. Hann brást illa við og segir lögregluna ekki hafa sagt honum af hverju hann var handtekinn. Lögreglan segist hafa gert honum grein fyrir því að hún hafi leitað að honum frá júlí fyrir að dvelja ólöglega á landinu. Lögmaður Chaplas segist aldrei hafa verið formlega gefin ástæða fyrir handtöku, en það er mannréttindabrot.
Chaplas var fjötraður með plastbenslum. Bæði hann og lögreglan eru á sama máli að hann hafi tvívegis beðið um að fá að tala við lögmann, en þeirri ósk var ekki sinnt. Þess í stað hlaut hann fjögur stungusár á hægri fótlegg af eggvopni sem lögregluþjónn mundaði til að fjarlægja plastbenslin. Þrjú þeirra voru grunn, en eitt þeirra var það djúpt að kálfvöðvi hans rifnaði. Honum blæddi mikið og þurfti að komast undir hendur lækna þar sem hann fékk þrettán spor. Eftir það var hann aftur færður í fangageymslu þar sem hann beið alblóðugur á nærbuxum og bol í köldum klefa. Vinkona hans sem sótti hann staðfesti að hann hafi verið algjörlega niðurbrotinn eftir þetta atvik.
Lögregla játar sök
Var alblóðugur eftir stungusáriðVinir Chaplas segja að þegar þeir komu að honum morguninn eftir að vera stunginn af lögreglunni hafi hann verið alblóðugur. Buxurnar hans frá atvikinu voru þaktar blóði.
Mynd: Hörður Sveinsson / The Reykjavík Grapevine
Lögreglan hefur játað þessa atburðarás og segist axla fulla ábyrgð á þeim mistökum sem gerðust. Talað var um að þetta hefði verið stórfellt niðurbrot í samskiptum milli lögregluþjóna og Chaplas og að rangt tól hafi verið notað til að fjarlægja plastbensli. Minnisblað á að hafa verið sent á alla lögregluþjóna með leiðbeiningum um rétta leið til að fjarlægja plastbensli, en afleiðingarnar voru ekki aðrar. Enginn lögregluþjónn fékk áminningu og engum var vikið úr starfi. Lögreglan sagðist á sínum tíma vera að vinna með lögmanni Chaplas við að finna viðeigandi bætur fyrir það sem hún kallaði slys, en ekki hefur verið staðfest að Chaplas hafi fengið neinar bætur.
Kannski var ég fullfljótur að saka Elliða um sögulega endurskoðun. Það gæti vel verið að hann hafi hreinlega ekki vitað af þessari atburðarás þar sem það vakti ekki mikla athygli. Málið rataði í kvöldfréttir Stöðvar 2 þann 23. september þar sem sýnt var stutt viðtal við Chaplas og lögmann hans. Degi síðar flutti Vísir frétt með viðbrögðum lögreglu. Þar var haft eftir henni að stungusárið hafi verið „óhapp“, að hnífurinn „féll á fót mannsins“. Síðar í sömu frétt er sagt að hnífurinn hafi ekki dottið, heldir „rekist“ í Chaplas.
Ástæða þess að ég veit meira um málsatvik er af því ég hitti Chaplas, tók ítarlegt viðtal við hann og lögmann hans, og sóttist eftir frekari svörum frá lögreglu. Því veit ég að tvo mánuði eftir stunguárásina var Chaplas enn haltrandi og í miklum sársauka. Vinir sögðu að hann hefði einangrast, orðið hræddur við ókunnuga og ekki getað aflað sér fjár. Hann var algjörlega upp á aðra kominn til að komast sinna leiða, til að hitta lækni og lögmann.
Var fluttur úr landi með valdi
Þessi áður glaðlyndi maður var orðinn að vofu í kerfinu. Málið þaut framhjá almenningi, en Chaplas sagði að eftir útgáfu greinarinnar hafi fólk enn þá ekki trúað frásögn hans, að lögreglan hefði lemstrað hann í fangaklefa. Einu frekari fréttirnar sem voru fluttar af málinu hjá stóru fjölmiðlum landsins voru í janúar 2015 að kæra Chaplas á hendur lögreglunni væri til skoðunar hjá sérstökum saksóknara.
Reyndi að fá athygli valdamannaEftir að missa húsnæðið sitt og fjarlægjast vini reyndi Chaplas að ná athygli ráðamanna landsins og kom sér fyrir við inngang Alþingishússins. Hann var stuttu síðar handtekinn af lögreglu.
Mynd: Gabríel Benjamin
Mánuði síðar heyrði ég af Chaplas fyrir utan Alþingishúsið. Honum var kalt, hann átti engan pening og hafði misst húsnæðið sitt. Hann haltraði enn, og andlegu ástandi hans hafði farið hrakandi; hann hafði fjarlægst vini og rekið lögmann sinn. Sem örþrifaráð reyndi hann að hindra aðgang valdamanna að byggingunni í þeirri von að fá viðurkenningu og efnislega meðferð á máli sínu. Hann var hunsaður og á endanum handtekinn af lögreglu og vísað úr landi.
Ég sendi fyrirspurn á ríkissaksóknara sem staðfesti að kæra hans hefði verið felld niður í júlí 2015. Rannsókn hafði ekki leitt í ljós að um annað en gáleysisverk væri að ræða af hendi lögreglu, en áverkar Chaplas voru ekki taldir nógu alvarlegir til að kært væri fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi. Ríkissaksóknari gerði alvarlegar athugasemdir við hvernig staðið hefði verið að máli Chaplas, en málið endaði þar.
Ein helsta og háværasta krafa blökkumanna og annarra minnihlutahópa víðs vegar úr heiminum er að hlusta og trúa þeim sem segja frá ofbeldi og mismunun og styðja þá í réttindabaráttu sinni. Ef læra má eitthvað af sögu Chaplas Menka, þá er það að Íslendingar eiga töluvert í land í þeim efnum.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Mest lesið
1
ViðtalFangar og ADHD
58732
Ómeðhöndlað ADHD getur boðið hættunni heim
Talið er að sjö til átta prósent fólks sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Nauðsynlegt er að greina ADHD á fyrstu árum grunnskóla og bjóða upp á viðeigandi meðferð, því ómeðhöndlað getur það haft neikvæð áhrif á einstaklinginn og fólkið í kringum hann. Ef barn með ADHD fær ekki aðstoð aukast líkur á að fram komi fylgiraskanir, sem geta orðið mun alvarlegri en ADHD-einkennin.
2
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
105241
Segir fólk ekki þora að verja Jón Baldvin opinberlega
Bryndís Schram segir fólk gleðjast yfir óförum annarra þegar rætt er um meinta kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks gæti varið hann en umfjöllunin sé „samþykkt með þögn heigulsháttarins“.
3
Fréttir
8102
Missti bróður sinn í sundi og vill úrbætur: „Hvað þarf mörg mannslíf til?“
Sigrún Sól Ólafsdóttir segir mikilvægt að þrýsta á um úrbætur á öryggismálum í sundlaugum. Þegar þau eru í lagi eigi banaslys ekki að verða. Þegar bróðir hennar drukknaði var því einnig haldið fram að um veikindi hefði verið að ræða, en krufning leiddi annað í ljós. Ekki nóg sé aðhafst til að fyrirbyggja slík slys.
4
Mynd dagsins
1167
Ekki græna glóru hvað báturinn heitir
Þetta tæplega hundrað ára gamla hús á Hofsósi vekur alltaf hjá manni margar spurningar. Eru eigendurnir ekki sammála um eitt eða neitt, eða eru þeir samstíga að svona eigi þessi bygging að líta út, falleg og umfram allt öðruvísi, eins og veðrið í Skagafirði í dag? Í Fljótunum var öskrandi bylur, á Hofsósi smá snjókoma, meðan Glóðafeykir var baðaður í stillu og sól í 14 stiga frosti. Í Vatnsskarðinu var norðan garri.
5
Viðtal
3124
Hamingjan ekki til sölu á netinu
Yrsa Sigurðardóttir er verkfræðingur og rithöfundur sem hefur sérhæft sig í glæpasögum en finnst fátt mikilvægara en hlátur, að finna það sem er skemmtilegt og fyndið.
Hérna er nú hlekkur á þrautina síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Hvað heitir loftskipið á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hvað heitir ný bók Einars Kárasonar um og með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni? 2. Hvað hét franska rannsóknarskipið undir stjórn Charcots leiðangursstjóra sem fórst út af Mýrunum árið 1936? 3. Lindsay Vonn settist í helgan stein árið 2019...
7
Fréttir
1336
Mistök ástæða vatnstjóns í HÍ
Veitur biðjast afsökunar á mistökum sem urðu til þess að vatn flæddi um Háskóla Íslands og milljónatjón varð.
Mest deilt
1
ViðtalFangar og ADHD
58724
Ómeðhöndlað ADHD getur boðið hættunni heim
Talið er að sjö til átta prósent fólks sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Nauðsynlegt er að greina ADHD á fyrstu árum grunnskóla og bjóða upp á viðeigandi meðferð, því ómeðhöndlað getur það haft neikvæð áhrif á einstaklinginn og fólkið í kringum hann. Ef barn með ADHD fær ekki aðstoð aukast líkur á að fram komi fylgiraskanir, sem geta orðið mun alvarlegri en ADHD-einkennin.
2
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
105241
Segir fólk ekki þora að verja Jón Baldvin opinberlega
Bryndís Schram segir fólk gleðjast yfir óförum annarra þegar rætt er um meinta kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks gæti varið hann en umfjöllunin sé „samþykkt með þögn heigulsháttarins“.
3
Viðtal
3121
Hamingjan ekki til sölu á netinu
Yrsa Sigurðardóttir er verkfræðingur og rithöfundur sem hefur sérhæft sig í glæpasögum en finnst fátt mikilvægara en hlátur, að finna það sem er skemmtilegt og fyndið.
4
Fréttir
8102
Missti bróður sinn í sundi og vill úrbætur: „Hvað þarf mörg mannslíf til?“
Sigrún Sól Ólafsdóttir segir mikilvægt að þrýsta á um úrbætur á öryggismálum í sundlaugum. Þegar þau eru í lagi eigi banaslys ekki að verða. Þegar bróðir hennar drukknaði var því einnig haldið fram að um veikindi hefði verið að ræða, en krufning leiddi annað í ljós. Ekki nóg sé aðhafst til að fyrirbyggja slík slys.
5
Fréttir
268
Sautján vilja breyta auðlindaákvæði Katrínar í tillögu Stjórnlagaráðs
Þingmenn úr röðum Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins vilja að auðlindaákvæði stjórnarskrárinnar verði eins og það sem kom upp úr vinnu Stjórnlagaráðs.
6
Mynd dagsins
1167
Ekki græna glóru hvað báturinn heitir
Þetta tæplega hundrað ára gamla hús á Hofsósi vekur alltaf hjá manni margar spurningar. Eru eigendurnir ekki sammála um eitt eða neitt, eða eru þeir samstíga að svona eigi þessi bygging að líta út, falleg og umfram allt öðruvísi, eins og veðrið í Skagafirði í dag? Í Fljótunum var öskrandi bylur, á Hofsósi smá snjókoma, meðan Glóðafeykir var baðaður í stillu og sól í 14 stiga frosti. Í Vatnsskarðinu var norðan garri.
Hérna er nú hlekkur á þrautina síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Hvað heitir loftskipið á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hvað heitir ný bók Einars Kárasonar um og með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni? 2. Hvað hét franska rannsóknarskipið undir stjórn Charcots leiðangursstjóra sem fórst út af Mýrunum árið 1936? 3. Lindsay Vonn settist í helgan stein árið 2019...
Mest lesið í vikunni
1
Myndband
57270
Myndbönd sýna flóðið fossa í Háskóla Íslands
„Sem betur fer urðu engin slys á fólki,“ segir upplýsingafulltrúi Veitna. Yfir tvö þúsund tonn af vatni flæddu um háskólasvæðið eftir að lögn brast. Myndband sýnir vatnsflæðið.
2
ViðtalDauðans óvissa eykst
49545
Veturinn kom þennan dag
Á hálfu ári missti Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir móður sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlaðast upp í lífi hennar en þrátt fyrir það sagði læknir henni, þegar hún loks leitaði aðstoðar, að hún væri ekki að kljást við þunglyndi því hún hefði svo margt fyrir stafni. Nú þegar þrjú ár eru liðin síðan áföllin riðu yfir er hún enn með höfuðið fast í handbremsu, eins og hún lýsir því sjálf.
3
ViðtalFangar og ADHD
58724
Ómeðhöndlað ADHD getur boðið hættunni heim
Talið er að sjö til átta prósent fólks sé með taugaþroskaröskunina ADHD. Nauðsynlegt er að greina ADHD á fyrstu árum grunnskóla og bjóða upp á viðeigandi meðferð, því ómeðhöndlað getur það haft neikvæð áhrif á einstaklinginn og fólkið í kringum hann. Ef barn með ADHD fær ekki aðstoð aukast líkur á að fram komi fylgiraskanir, sem geta orðið mun alvarlegri en ADHD-einkennin.
4
ViðtalFangar og ADHD
42103
Fann frið í fangelsinu
Á sínum yngri árum var Völundur Þorbjörnsson óstýrilátur og sótti í spennu án þess að vita að hann væri með ADHD. Þörfin fyrir athygli ágerðist eftir móðurmissi, spennan stigmagnaðist og ákærur hrönnuðust inn. Í fangelsi fann hann loks frið og upplifði dvölina ekki sem frelsissviptingu heldur endurræsingu. Í kjölfarið upplifði hann ameríska drauminn í Kanada og styður nú við son í kynleiðréttingarferli.
5
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
105241
Segir fólk ekki þora að verja Jón Baldvin opinberlega
Bryndís Schram segir fólk gleðjast yfir óförum annarra þegar rætt er um meinta kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks gæti varið hann en umfjöllunin sé „samþykkt með þögn heigulsháttarins“.
6
Þrautir10 af öllu tagi
4679
270. spurningaþraut: Lögun landa og borgir tvær
Þraut, þessi síðan í gær. * Þessi þraut er öll um landafræði. Ég birti myndir af útlínum tíu landa sem þið eigið að þekkja. En aukaspurningarnar eru um borgir. Sú fyrri á við myndina hér að ofan. Í hvaða borg var þessi mynd tekin? En þá eru það aðalspurningarnar. 1. Hvaða land er hér fyrir neðan? ** 2. Hvaða...
7
Fréttir
64346
Ísland styður ekki bann við kjarnorkuvopnum
Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum verður fullgiltur á morgun. Ísland sniðgekk ráðstefnuna þar sem hann var saminn og skipar sér á bekk með kjarnorkuveldunum. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingkona VG, vill að Ísland hafi kjark til að standa á eigin fótum og samþykki sáttmálann.
Mest lesið í mánuðinum
1
Myndband
57270
Myndbönd sýna flóðið fossa í Háskóla Íslands
„Sem betur fer urðu engin slys á fólki,“ segir upplýsingafulltrúi Veitna. Yfir tvö þúsund tonn af vatni flæddu um háskólasvæðið eftir að lögn brast. Myndband sýnir vatnsflæðið.
2
FréttirSamherjaskjölin
169470
Sonur Þorsteins Más kemur fram sem talsmaður Samherja
Baldvin Þorsteinsson, sonur Þorsteins Más Baldvinssonar, kemur fram sem talsmaður fyrirtækisins í grein þar sem rætt er um markaðssetningu á íslenskum fiski. Fyrr á árinu, í kjölfar Namibíumáls Samherja, var sagt frá því að Þorsteinn Már hefði selt hlutabréf sín í Samherja til barna sinna.
3
Fréttir
7652.900
Þau fá listamannalaun 2021
2.150 mánuðum af listamannalaunum var úthlutað til samtals 453 listamanna í dag.
4
ViðtalDauðans óvissa eykst
51580
Lifir í nálægð við dauðann
Pétur Guðmann Guðmannsson réttarmeinafræðingur starfar í návígi við dauðann alla daga en í kjallara gamla Blóðbankans á Barónsstíg kryfur hann daglega lík eða tvö.
5
Fréttir
3071.313
Kvarta undan tapi og kaupa 150 milljóna króna aukaíbúð
Björn Leifsson, eigandi World Class, hefur hagnast verulega á rekstri líkamsræktarstöðvanna, en vildi að fjármálaráðherra bætti sér upp tap vegna lokana í Covid-faraldrinum. Um sama leyti keypti eiginkona hans og meðeigandi 150 milljóna króna aukaíbúð í Skuggahverfinu.
6
ViðtalDauðans óvissa eykst
49544
Veturinn kom þennan dag
Á hálfu ári missti Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir móður sína, ömmu og afa. Fleiri áföll héldu áfram að hlaðast upp í lífi hennar en þrátt fyrir það sagði læknir henni, þegar hún loks leitaði aðstoðar, að hún væri ekki að kljást við þunglyndi því hún hefði svo margt fyrir stafni. Nú þegar þrjú ár eru liðin síðan áföllin riðu yfir er hún enn með höfuðið fast í handbremsu, eins og hún lýsir því sjálf.
7
ViðtalDauðans óvissa eykst
9325
Dauðinn veitir manni þolinmæði
Karólína Helga Símonardóttir var enn í sorgarferli vegna föðurmissis þegar eiginmaður hennar varð bráðkvaddur á sama ári. Sorgin kenndi henni að taka lífinu með æðruleysi, enda ráði fólk örlögum sínum ekki sjálft.
Nýtt á Stundinni
Fréttir
268
Sautján vilja breyta auðlindaákvæði Katrínar í tillögu Stjórnlagaráðs
Þingmenn úr röðum Pírata, Samfylkingar og Flokks fólksins vilja að auðlindaákvæði stjórnarskrárinnar verði eins og það sem kom upp úr vinnu Stjórnlagaráðs.
Blogg
7
Símon Vestarr
Allt sem þú hélst að þú vissir um popúlisma
Ókei, ég ætla að taka þennan slag einu sinni enn. Ég verð. Hættum að nota orðið popúlisti sem samheiti yfir nýfasíska leiðtoga eða fylgismenn þeirra. Í alvöru. Hættum þessari vitleysu. Ég er að horfa á þig, Eiríkur Bergmann. Þessi hugmynd um að popúlismi feli alltaf í sér útlendingahatur, fjárhagslega einangrunarstefnu og leiðtogadýrkun er ekki aðeins tilbúningur heldur snýr hún benlínis...
Þrautir10 af öllu tagi
2654
276. spurningaþraut: Ragna Kjartansdóttir og Ragnar Kjartansson; þrjár skáldsögur Halldórs Laxness og fleira
Þraut síðan í gær! * Aukaspurningin fyrri: Hver er konan sem hér er með Bono, söngvara U2, fyrir tuttugu árum? Geta má þess að hún hefur fengist við stjórnmál um ævina. * Aðalspurningar: 1. Hvað er minnsta ríki í heimi? 2. Rómverjar lögðu á sínum tíma undir sig England en náðu aldrei Skotlandi, þótt nokkuð væru þeir að þvælast þar....
Mynd dagsins
153
Gísli, Eiríkur og Helgi
Á bæ þeim sem á Bakka heitir í Svarfaðardal, bjuggu þrír bræður sem voru orðlagðir fyrir heimsku og heimskupör. Þeir Bakkabræður hétu Gísli, Eiríkur og Helgi. Fyrir átta árum fengu þeir bræður kaffihús, safn og bar í hjarta Dalvíkur. Það verður nóg að gera hjá þeim bræðrum að moka frá innganginum, áður en opnar í hádeginu á föstudag. Kaffihús Bakkabræðra er bara opið um helgar nú í svartasta skammdeginu.
Fréttir
8102
Missti bróður sinn í sundi og vill úrbætur: „Hvað þarf mörg mannslíf til?“
Sigrún Sól Ólafsdóttir segir mikilvægt að þrýsta á um úrbætur á öryggismálum í sundlaugum. Þegar þau eru í lagi eigi banaslys ekki að verða. Þegar bróðir hennar drukknaði var því einnig haldið fram að um veikindi hefði verið að ræða, en krufning leiddi annað í ljós. Ekki nóg sé aðhafst til að fyrirbyggja slík slys.
Fréttir
1336
Mistök ástæða vatnstjóns í HÍ
Veitur biðjast afsökunar á mistökum sem urðu til þess að vatn flæddi um Háskóla Íslands og milljónatjón varð.
Þrautir10 af öllu tagi
3364
275. spurningaþraut: Súpernóva, sýruker, Stalíngrad og ástargyðja
Hæ. Hér er hlekkur á þrautina frá í gær. * Fyrri aukaspurning. Myndin hér að ofan — hvaða bygging er þetta? * Aðalspurningar: 1. Hver faldi sig í sýrukeri þegar Flugumýri brann 22. október árið 1253? 2. Hvaða borg í Rússlandi hét áður Leningrad? 3. En hvaða borg þar í landi hét áður Stalingrad? 4. Hvaða fyrirbæri er súpernóva? 5. ...
Mynd dagsins
1167
Ekki græna glóru hvað báturinn heitir
Þetta tæplega hundrað ára gamla hús á Hofsósi vekur alltaf hjá manni margar spurningar. Eru eigendurnir ekki sammála um eitt eða neitt, eða eru þeir samstíga að svona eigi þessi bygging að líta út, falleg og umfram allt öðruvísi, eins og veðrið í Skagafirði í dag? Í Fljótunum var öskrandi bylur, á Hofsósi smá snjókoma, meðan Glóðafeykir var baðaður í stillu og sól í 14 stiga frosti. Í Vatnsskarðinu var norðan garri.
FréttirMeToo sögur um Jón Baldvin
105241
Segir fólk ekki þora að verja Jón Baldvin opinberlega
Bryndís Schram segir fólk gleðjast yfir óförum annarra þegar rætt er um meinta kynferðislega áreitni Jóns Baldvins Hannibalssonar á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks gæti varið hann en umfjöllunin sé „samþykkt með þögn heigulsháttarins“.
Fréttir
1552
Mötuneyti Íslandsbanka fær umhverfisvottun
Kaffistofa Samhjálpar fær 65 þúsund máltíðir gefins frá mötuneytinu á ári hverju. Fyrirhugað er að selja allt að 35% hlut ríkisins í bankanum.
Hérna er nú hlekkur á þrautina síðan í gær. * Fyrri aukaspurning: Hvað heitir loftskipið á myndinni hér að ofan? * Aðalspurningar: 1. Hvað heitir ný bók Einars Kárasonar um og með Jóni Ásgeiri Jóhannessyni? 2. Hvað hét franska rannsóknarskipið undir stjórn Charcots leiðangursstjóra sem fórst út af Mýrunum árið 1936? 3. Lindsay Vonn settist í helgan stein árið 2019...
Viðtal
3124
Hamingjan ekki til sölu á netinu
Yrsa Sigurðardóttir er verkfræðingur og rithöfundur sem hefur sérhæft sig í glæpasögum en finnst fátt mikilvægara en hlátur, að finna það sem er skemmtilegt og fyndið.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.
Athugasemdir