Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Rísa upp gegn misrétti, ofbeldi og niðurlægingu

Mót­mæl­in vegna dauða Geor­ge Floyd hafa varp­að kast­ljósi á elsta og rót­grón­asta vanda­mál Banda­ríkj­anna. Að­gerða­sinn­ar og skipu­leggj­end­ur mót­mæla segja að kom­ið sé að löngu tíma­bæru upp­gjöri við þá kyn­þátta­hyggju sem gegn­sýr­ir allt dag­legt líf og póli­tík vest­an­hafs. Banda­ríska lög­regl­an er sögð órjúf­an­leg­ur hluti af kerfi sem hef­ur frá upp­hafi nið­ur­lægt blökku­fólk og beitt það skipu­lögðu póli­tísku of­beldi fyr­ir hönd hvíta meiri­hlut­ans.

Blökkumenn eru 13% bandarísku þjóðarinnar, langflestir afkomendur þræla sem voru fluttir í járnum frá Afríku á öldum áður. Réttindabarátta þeirra, eða tilvistarbarátta í mörgum tilvikum, hefur staðið í mörg hundruð ár og þrátt fyrir að í dag eigi allir að vera jafnir fyrir lögum eru þeir enn fimm sinnum líklegri til að vera dæmdir í fangelsi en hvítir samborgarar þeirra. Í könnunum segjast þrír af hverjum fimm þeldökkum karlmönnum hafa orðið fyrir ofsóknum lögreglu með því að vera stöðvaðir að tilefnislausu.

Segjum að þú búir á stigagangi í fjölbýlishúsi þar sem alls tíu eiga heima. Ef sex íbúar á stigaganginum hafa persónulega verið ofsóttir af lögreglunni er rétt hægt að ímynda sér að það grípi um sig óöryggi og vantraust á yfirvöld í húsinu. Yfirfærðu það nú á 40 milljónir manna sem hafa verið beittir kerfisbundnu misrétti í 400 ár og þú ferð að sjá hversu stórt vandamálið er.

Táragasi …
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

#BlackLivesMatter

Elliði varar við því að íslenska lögreglan gæti þurft að vígbúast
Fréttir#BlackLivesMatter

Elliði var­ar við því að ís­lenska lög­regl­an gæti þurft að víg­bú­ast

Um­mæli Ell­iða Vign­is­son­ar, bæj­ar­stjóra Ölfuss, um of­beldi al­mennra borg­ara gegn lög­regl­unni vöktu hörð við­brögð. Hann árétt­ar áhyggj­ur sín­ar af stöðu ís­lensku lög­regl­unn­ar og var­ar við því að hún gæti þurft að vopn­bú­ast enn frek­ar. Af­brota­fræð­ing­ur bend­ir á að ekk­ert styðji full­yrð­ing­ar Ell­iða um vax­andi nei­kvæðni í garð lög­reglu, sem þurfi að fara var­lega í vald­beit­ingu gagn­vart minni­hluta­hóp­um.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu