Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Lýsa skeytingarleysi íslenskrar lögreglu gagnvart jaðarsettum

Neyð­ar­lín­an send­ir lög­reglu en ekki heil­brigð­is­starfs­fólk til að að­stoða heim­il­is­lausa og fólk í ann­ar­legu ástandi, sam­kvæmt frá­sögn­um á sam­fé­lags­miðl­um. „Hann grát­bað mig að hringja ekki í lögg­una,“ seg­ir sjón­ar­vott­ur um slas­að­an heim­il­is­laus­an mann.

Lýsa skeytingarleysi íslenskrar lögreglu gagnvart jaðarsettum
Karó Söngkonan segir lögreglu ekkert hafa aðhafst í 15 mínútur á meðan hún hugaði að slösuðum manni.

Íslendingar lýstu neikvæðri upplifun sinni af samskiptum við lögregluna á samfélagsmiðlinum Twitter um helgina. Fólkið sem deildi sögum átti það sameiginlegt að hafa hringt eftir aðstoð vegna slasaðs, jaðarsetts fólks, en orðið vitni að skeytingarleysi lögreglu og vöntun á heilbrigðisþjónustu.

Söngkonan Karólína Jóhannsdóttir, einnig þekkt sem Karó, hóf umræðuna á Twitter á laugardag. Deildi hún vinsælum erlendum þræði þar sem hvítt fólk var spurt hvort það hafi nokkurn tímann þurft á lögregluaðstoð að halda og ef svo væri, þá fyrir hvað og hvernig það hefði gengið fyrir sig.

Mikil umræða hefur átt sér stað um hlutverk lögreglunnar í Bandaríkjunum eftir mótmæli undanfarinna vikna. Meirihluti borgarstjórnar Minneapolis hefur nú lagt fram tillögu þess efnis að leggja niður lögregluna í borginni og endurhugsa það hvernig verkefni hennar verða leyst af hendi. Mótmælin hafa átt sér stað í kjölfar þess að George Floyd, þeldökkur maður, lést eftir handtöku lögreglu í Minneapolisborg, eftir að lögreglumaður setti hné sitt og hvíldi þunga sinn á hálsi mannsins.

„Höfðu fylgst með mér reyna að hjálpa manninum í amk 15 mínútur án þess að aðhafast neitt“

„Einu sinni eftir djamm var heimilislaus maður með óráði sem hafði dottið og skollið með hausinn í stéttina,“ skrifar Karó. „Ég reyndi að hjálpa honum, lagði jakkann minn undir höfuðið hans og reyndi að koma honum í læsta hliðarlegu. Hann grátbað mig að hringja ekki í lögguna.

Hann var hysterískur og ég sagði honum að ég ætlaði að hringja í sjúkrabíl, ekki lögguna. Manneskjan hjá 112 neitaði að gefa mér samband við sjúkrabíl eftir að ég útskýrði stöðuna. Gaf mér beint samband við lögreglubíl. Þeir spurðu mig hvort þetta væri ég á horninu á Lækjargötu.

Ég sagði já. Þeir komu á nokkrum sekúndum. Höfðu fylgst með mér reyna að hjálpa manninum í amk 15 mínútur án þess að aðhafast neitt. Drógu hann grátandi upp í löggubíl, checkuðu ekkert á heilsunni hans eftir höfuðhöggið. Gat ekkert gert en að öskra á þá að fá sjúkrabíl.“

Fleiri deildu reynslusögum sínum í framhaldinu. Margrét Aðalheiður Önnu- og Þorgeirsdóttir segist hafa sömu upplifun af samskiptum við lögregluna. „Maður sem datt í jörðina og lá þar, þurfti augljóslega á heilbrigðisþjónustu að halda, ég (15 ára) hringi í 112 og þau senda LÖGREGLU þegar ég hafði beðið um sjúkrabíl. Hvers vegna á fólk sem er í viðkvæmri stöðu ekki rétt á aðhlynningu?“ skrifar hún. „Ég man ekki hvernig ég orðaði símtalið, ég hlýt að hafa sagt aðilann vera „útigangsmaður“ sem ég veit nú að á ekki að gera. En það er skýrt að lögreglan er ekki að hjálpa neinum með því að mæta á vettvang þegar fólk dettur og slasast, það veldur bara skaða.“

Veik kona gisti fangageymslur

Arnór Bjarki Svarfdal rifjaði einnig upp atvik eftir að Karó birti sína sögu. „Á svipaða sögu frá þessu vori. Rakst á konu liggjandi á götu nálægt Klambratúni í mjög mikilli angist. Dauðadrukkin, slösuð, grátandi, alein. Sagðist vilja komast á geðdeild eða kvennaathvarf. Ég bauðst til að hringja á 112 en hún bað mig að gera það ekki. Hrædd við lögguna,“ skrifar hann.

„Hún gisti fangageymslur þá nótt, ekki sjúkrarúm eða kvennaathvarf“

„Ég reyndi að leiða hana í átt að kvennaathvarfinu, en það gekk ekki,“ bætir hann við. „Ég neyddist til að hringja eftir sjúkrabíl í 112. Lögreglan kom, ekki sjúkrabíll. Konan vildi ekki fara með löggunni. Ekki skrítið, því löggan kom fram við hana eins og glæpamann, en ekki manneskju í neyð. Hún bað mig að koma með í löggubílinn því hún væri hrædd við lögguna. Ég bauðst til þess en mátti ekki koma með. Löggan tók hana tökum eins og hún væri ofbeldisfullur glæpamaður en ekki slösuð, geðsjúk kona. Hún gisti fangageymslur þá nótt, ekki sjúkrarúm eða kvennaathvarf.“

Elísabet Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur bætir því við í kjölfarið að jaðarsett fólk treysti sér oft ekki til að ræða framkomu lögreglunnar. „Eins ömurlegt og þetta er þá er ég samt þakklát fyrir það að fólk lendir í því að aðstoða jaðarsetta einstaklinga, hringja í sjúkrabíl en lögregla mætir og verða vitni að lögregluofbeldinu / framkomunni séu að stíga fram og vekja athygli á því,“ skrifar hún.

„Þessar sögur þurfa að heyrast. Jaðarsettir einstaklingar á Íslandi sem hafa lent í fordómum, virðingarleysi og ofbeldi frá lögreglu treysta sér oft ekki til að stíga fram með það. Við hin sem verðum vitni af því ættum að gera það og fylgja því eftir. Margir hafa „lært“ að hringja ekki á sjúkrabíl, því þá kemur lögreglan og jaðarsettir einstaklingar eiga oft mikil áföll að baki tengd lögreglunni og svona útköllum. Heilsa þessara einstaklinga skiptir alveg jafn miklu máli og annarra, þau eiga jafnan rétt á sjúkrabíl í neyð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

#BlackLivesMatter

Rísa upp gegn misrétti, ofbeldi og niðurlægingu
Erlent#BlackLivesMatter

Rísa upp gegn mis­rétti, of­beldi og nið­ur­læg­ingu

Mót­mæl­in vegna dauða Geor­ge Floyd hafa varp­að kast­ljósi á elsta og rót­grón­asta vanda­mál Banda­ríkj­anna. Að­gerða­sinn­ar og skipu­leggj­end­ur mót­mæla segja að kom­ið sé að löngu tíma­bæru upp­gjöri við þá kyn­þátta­hyggju sem gegn­sýr­ir allt dag­legt líf og póli­tík vest­an­hafs. Banda­ríska lög­regl­an er sögð órjúf­an­leg­ur hluti af kerfi sem hef­ur frá upp­hafi nið­ur­lægt blökku­fólk og beitt það skipu­lögðu póli­tísku of­beldi fyr­ir hönd hvíta meiri­hlut­ans.
Elliði varar við því að íslenska lögreglan gæti þurft að vígbúast
Fréttir#BlackLivesMatter

Elliði var­ar við því að ís­lenska lög­regl­an gæti þurft að víg­bú­ast

Um­mæli Ell­iða Vign­is­son­ar, bæj­ar­stjóra Ölfuss, um of­beldi al­mennra borg­ara gegn lög­regl­unni vöktu hörð við­brögð. Hann árétt­ar áhyggj­ur sín­ar af stöðu ís­lensku lög­regl­unn­ar og var­ar við því að hún gæti þurft að vopn­bú­ast enn frek­ar. Af­brota­fræð­ing­ur bend­ir á að ekk­ert styðji full­yrð­ing­ar Ell­iða um vax­andi nei­kvæðni í garð lög­reglu, sem þurfi að fara var­lega í vald­beit­ingu gagn­vart minni­hluta­hóp­um.

Mest lesið

Kaup Kviku á Ortus: Kjartan hagnaðist um nærri 200 milljónir sama ár
2
Fréttir

Kaup Kviku á Ort­us: Kjart­an hagn­að­ist um nærri 200 millj­ón­ir sama ár

Einn af þeim al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið Kvika keypti hluta­bréf í breska veð­lána­fyr­ir­tæk­inu Ort­us af ár­ið 2022 var fé­lag í eigu fjár­fest­is­ins Kjart­ans Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hann og Ár­mann Þor­valds­son, þá­ver­andi að­stoð­ar­for­stjóri Kviku og nú­ver­andi for­stjóri, eru við­skipta­fé­lag­ar og áttu með­al ann­ars báð­ir hluta­bréf í Ort­us á sama tíma.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
6
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Hand­bók um leið­ir til að þykj­ast sið­leg­ur ráð­herra

Á Ís­landi er við lýði reglu­verk sem á að koma í veg fyr­ir spill­ingu ráð­herra og auka traust á stjórn­sýslu. Ný­lega var gef­in út hand­bók með út­skýr­ing­um á regl­un­um með raun­hæf­um dæm­um. Raun­veru­leik­inn sýn­ir hins veg­ar að ráð­herr­ar láta þetta ekki hafa áhrif á hegð­un sína. Regl­urn­ar gilda bara þeg­ar það reyn­ir ekki á þær.
Ríkisstjórnin vill gefa kvótann í laxeldinu um aldur og ævi
9
FréttirLaxeldi

Rík­is­stjórn­in vill gefa kvót­ann í lax­eld­inu um ald­ur og ævi

Í frum­varpi mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi er kveð­ið á um að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­in í land­inu hafi „ótíma­bund­in“ rekstr­ar­leyfi til að stunda sjókvía­eldi í ís­lensk­um fjörð­um. Hing­að til hafa rekstr­ar­leyf­in ver­ið tíma­bund­in í 16 ár. Með þessu ákvæði munu stjórn­völd á Ís­landi ekki geta bann­að sjókvía­eldi án þess að baka sér skaða­bóta­skyldu gagn­vart lax­eld­is­fyr­ir­tækj­un­um.
Kostnaður við árshátíð fram úr skattfrelsi: „Ekki einhver trylltur glamúr“
10
Viðskipti

Kostn­að­ur við árs­há­tíð fram úr skatt­frelsi: „Ekki ein­hver tryllt­ur glamúr“

Kostn­að­ur á hvern starfs­mann við árs­há­tíð Lands­virkj­un­ar fór fram úr skatt­frjáls­um kostn­aði um 34 til 230 þús­und á mann, eft­ir því hvernig á það er lit­ið, og gæti starfs­fólk­ið því þurft að greiða skatt af þeim krón­um. Lands­virkj­un ætl­ar, að sögn upp­lýs­inga­full­trúa, að fara að lög­um og regl­um um skatt­skil en gef­ur ekki uppi hvernig upp­gjör­inu er hátt­að gagn­vart starfs­fólk­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
6
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
8
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“
Það er búið að einkavæða hafið og færa örfáum á silfurfati
9
Allt af létta

Það er bú­ið að einka­væða haf­ið og færa ör­fá­um á silf­urfati

Kjart­an Páll Sveins­son, formað­ur Strand­veiði­fé­lags­ins, elsk­ar haf­ið út af líf­inu, eins og hann orð­ar það, og vill ekki að það sé tek­ið af hon­um eða öðr­um Ís­lend­ing­um. Hann seg­ir haf­ið hafa ver­ið tek­ið af þjóð­inni, einka­vætt og fært ör­fá­um á silf­urfati. Hann vill að strand­veiði fái stærri hluta úr pott­in­um og pott­ur­inn fyr­ir aðra en kvótakónga stækki.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
10
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár