Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stjórnarformaður stærsta hluthafa Arnarlax lýsir af hverju sjókvíaeldi við strendur landa er ekki framtíðin

Atle Ei­de stjórn­ar­formað­ur stærsta hags­mun­að­il­ans í ís­lensku lax­eldi, Salm­ar AS, lýs­ir því hvernig fram­tíð fisk­eld­is liggi ekki í sjókvía­eldi við strend­ur landa. Sam­tím­is vill Salm­ar AS stór­auka lax­eldi í sjókví­um við Ís­lands­strend­ur.

Stjórnarformaður stærsta hluthafa Arnarlax lýsir af hverju sjókvíaeldi við strendur landa er ekki framtíðin
Framtíðin í aflandseldinu Atle Eide, stjórnarformaður Salmar AS sem er stærsti hagsmunaðilinn í íslensku laxeldi, segir að framtíð laxeldis liggi úti á rúmsjó ekki uppi í harða landi líkt og sjókvíaeldið sem Salmar stundar á Íslandi í gegnum Arnarlax.

Stjórnarformaður stærsta hluthafa laxeldisfyrirtækisins Arnarlax, Atle Eide, segir að framtíð fiskeldis liggi ekki í sjókvíaveldi við strendur landa heldur í aflandseldi úti á rúmsjó. Atle Eide er stjórnarformaður Salmar AS, norska laxeldisrisans sem á meirihluta í Arnarlaxi, og lét hann þessi orð falla á sjávarútvegsráðstefnu í Bergen í Noregi í fyrradag samkvæmt því sem fram kemur á vefsíðunni Salmon Business.

Stjórnarformaðurinn lýsti því í erindi sínu hvernig Salmar AS leggur nú mikla fjármuni í að þróa tæknilausnir í fiskeldi sem byggja á aflandseldi, að koma risastórum sjávarmannvirkjum fyrir úti á rúmsjó þar sem laxeldið fer fram.  Með þessu verður í komið í veg fyrir helstu neikvæðu umhverfisáhrifin af sjókvíaveldi. 

Samtímis reynir Arnarlax að fá frekari leyfi til að stunda sjókvíaeldi við stendur Íslands, þrátt fyrir að stjórnendur fyrirtækisins telji að framtíð fiskeldis í sjó liggi úti á rúmsjó en ekki upp í harða landi í fjörðum eins og í Noregi og á Íslandi. Fjölþætt vandræði fylgja sjókvíum í fjörðum landa, meðal annars laxalús og slysasleppingar auk laxadauða.

Í kynningu á starfsemi Salmar AS á ráðstefnunni í Bergen er því lýst hvernig fyrirtækið vinni jöfnum höndum á báðum þessum sviðum í dag: Við sjókvíaveldi við strendur landa  annars vegar og svo hins vegar að aflandseldi í sjókvíum úti á rúmsjó hins vegar. 

Sjókvíaeldi á eldislaxi við strendur Íslands er því að hefjast nú af fullum krafti á sama tíma og þessi gerð fiskeldis er á undanhaldi í umræðum um framtíð fiskeldis í heiminum vegna þeirra umhverfisáhrifa sem sjókvíaveldið hefur. 

3 milljónir laxaSalmar AS vinnur nú að þróun tæknilausna í laxeldi eins og þessarar hérna, Mariculture, sem tekið getur 3 milljónir laxa úti á rúmsjó.

Fiskeldisiðnaðurinn gerbreyttur eftir tíu ár

Í erindi sínu í Bergen ræddi Atli Eide meðal annars  um að vaxtamöguleikarnir í fiskeldi væru miklir: „Einungis þrjú prósent af þeim mat sem við neytum í dag kemur úr sjónum. Möguleikarnir eru miklir. Við teljum að Atlantshafið sé eðlilegustu heimkynni Atlantshafslaxsins.“

Vaxtamöguleikarnir sem Atli nefnir liggja hins vegar ekki í auknu sjókvíaveldi við strendur hinna ýmsu landa eins og Noregs, Íslands og Skotlands. Möguleikarnir á auknu strandeldi í Noregi eru til að mynda afar takmarkaðir og eru stjórnvöld hætt að gefa út ný leyfi fyrir nýjum sjókvíum að langmestu leyti. Noregur framleiðir nú þegar meira en milljón tonn af eldislaxi á ári en laxeldisfyrirtækin norsku vilja fimmfalda þessa framleiðslu. 

„Við teljum að fiskeldisiðnaðurinn verði breyttur að verulegu leyti eftir tíu ár miðað við hvernig hann er í dag“

Þessi fimmföldun mun varla eiga sér stað með auknu strandeldi og alls ekki auknu strandeldi í Noregi þar sem norska strandlengjan er nú þegar mett af sjókvíum og Norðmenn hafa fyrir margt löngu áttað sig á neikvæðum afleiðingum sjókvíaeldisins. Síðustu nýju leyfi sem gefin voru út voru boðin upp á uppboði um sumarið 2018 og seld dýrum dómum.

Tilgangurinn að lágmarka umhverfisáhrif

„Möguleikarnir á sjálfbæru laxeldi eru takmarkalausir. En þessir möguleikar krefjast tæknibreytinga. Við teljum að fiskeldisiðnaðurinn verði breyttur að verulegu leyti eftir tíu ár miðað við hvernig hann er í dag,“ sagði Atli Eide í erindi sínu.

Hann vísaði sérstaklega til aflandskvíar sem til stendur að Salmar AS byggi utan fyrir strönd Skotlands í gegnum dótturfélag sitt Scottish Sea Farms. Salmar AS rekur nú þegar eina slíka kví, Ocean Farm 1, 5 kílómetrum fyrir utan ströndum Noregs.  Ástæðan fyrir notkun slíkra aflandskvía er að „lágmarka áhættuna á mengun, laxalús og slysasleppingum“ eins og segir á vefsíðunni Salmon Business. 

Aflandskvíin í Skotlandi mun bera heiti Ocean Farm 2 og verður hún tvöfalt stærri en Ocean Farm 1 í Noregi. „Við viljum fara frá því að smíða stórt yfir í að smíða stærra. […] Þessi verður að öllu leyti staðsettur úti á rúmsjó. Hann verður eins og olíuborpallur. Vonandi getum við byrjað að byggja hann nú í sumar. Við erum að fullklára hönnunina,“ segir Atle Eide. 

Umrædd eldiskví Salmar AS í Skotlandi mun taka um 3 milljónir laxa í einu. Þetta þýðir framleiðslugetu upp á um 18 þúsund tonn sé miðað við að meðaltalssláturstærð á tveggja ári laxi sé sex kíló. Til samanburðar þá voru flutt út 27 þúsund tonn af eldislaxi á Íslandi í fyrra. Tvær slíkar aflandssjókvíar myndu því getað framleitt landsframleiðslu Íslands á eldislaxi, miðað við framleiðsluna í fyrra, og umhverfisáhrifin af slíkri framleiðslu væri lítil í samanburði við sjókvíaeldið sem Salmar AS stundar á Íslandi í gegnum Arnarlax.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Það er eitthvað í samfélaginu sem ýtir undir kulnun
4
Viðtal

Það er eitt­hvað í sam­fé­lag­inu sem ýt­ir und­ir kuln­un

Streita er vax­andi vandi í nú­tíma­sam­fé­lagi og ekki óal­gengt að fólk fari í kuln­un. Dr. Ólaf­ur Þór Æv­ars­son er sjálf­stætt starf­andi geð­lækn­ir og stofn­andi Streitu­skól­ans sem er hluti af heild­stæðri vel­ferð­ar­þjón­ustu Heilsu­vernd­ar. Hann seg­ir að for­varn­ir og fræðsla séu mik­il­væg­ir þætt­ir til að fólk verði bet­ur með­vit­að um eig­in heilsu og geti tek­ið ábyrgð og sporn­að við streitu en hún get­ur haft víð­tæk áhrif á fólk bæði lík­am­lega og and­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
5
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“
Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
6
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár