Þessi grein er meira en ársgömul.

Þetta eru kröfur Eflingar og viðbrögð Reykjavíkurborgar

Samn­inga­nefnd Reykja­vík­ur­borg­ar svar­aði síð­asta til­boði Efl­ing­ar í kjara­deil­unni engu. Eng­ar til­lög­ur eru komn­ar fram hjá borg­inni um hvernig skuli brugð­ist við kröfu um hækk­un grunn­launa fyr­ir um 1.000 manns inn­an Efl­ing­ar.

Þetta eru kröfur Eflingar og viðbrögð Reykjavíkurborgar
Á fundi ríkissáttasemjara Samninganefnd Eflingar fékk engin svör við tilboði sínu til Reykjavíkurborgar á síðasta samningafundi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Samninganefnd Reykjavíkurborgar svaraði ekki tilboði Eflingar sem lagt var fram á samningafundi hjá Ríkissáttasemjara 26. febrúar síðastliðinn. Þar var kynnt leið til hækkunar grunnlauna félagsmanna Eflingar auk sérstakra leiðréttinga á kjörum kvennastétta. Samninganefnd Eflingar fékk engin viðbrögð við tilboðinu á fundinum og hefur enn ekki fengið slík svör. Stundin hefur undir höndum kröfur Eflingar og viðbrögð Reykjavíkurborgar við þeim.

Af hálfu samninganefndar Reykjavíkurborgar hafa bara verið lögð fram töluleg tilboð um hækkun grunnlauna starfsfólks með fimm mismunandi starfsheiti. Þau tilboð snerta ríflega 650 manns innan raða Eflingar. Eftir standa ríflega 1.000 manns, sem bera um 40 starfsheiti, sem samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur ekki lagt fram sérstök tilboð fyrir eða brugðist við kröfum Eflingar þeim til handa. Samninganefnd Eflingar veit því ekki hvað borgin hefur að, eða vill, bjóða og ekkert heyrist úr ranni samninganefndar borgarinnar. Ekki hefur verið boðaður nýr fundur í kjaradeilunni.

Efling býður samninga á grundvelli tillögu sem borgin kynnti

Tilboð Eflingar gekk út á að grunnlaun allra félagsmanna stéttarfélagsins yrðu hækkuð með fyrirmynd í dæmi sem borgin kynnti á heimasíðu sinni 20. febrúar síðastliðinn, um hækkun grunnlauna ófaglærðs starfsfólks í leikskóla um 110 þúsund krónur. Það dæmi var einnig lagt fram á samningafundi Eflingar og borgarinnar 19. febrúar, í plaggi sem heitir Kjarasamningar 2019/2020 – Viðbrögð Reykjavíkurborgar við tillögum Eflingar. Stundin hefur það plagg undir höndum og einnig önnur gögn sem deiluaðilar hafa lagt fram á síðustu vikum. Fram kemur í því plaggi að verið er að miða við starfsfólk sem gegnir starfsheitinu starfsmaður 2 á skóla- og frístundasviði. Reykjavíkurborg býður umræddum starfsmanni 110 þúsund króna hækkun á grunnlaunum sem skiptast þannig að 90 þúsund króna hækkun kemur til á grunnlaun að fordæmi Lífskjarasamninga, 9 þúsund króna hækkun næst fram með samræmingu bila milli launaflokka hjá borginni og 11 þúsund krónur kæmu til sem sérstök hækkun.

Efling bauð að grunnlaun félagsmamanna myndu hækka með sama hætti og umrætt dæmi gerir ráð fyrir. 90 þúsund króna hækkun grunnlauna fengju allir félagsmenn Eflingar að fyrirmynd Lífskjarasamningsins, en um það ríkir samkomulag milli samningsaðila. Hluti grunnlaunahækkunar myndi svo nást fram með því að launabil á milli launaflokka hjá borginni verði samræmd og jöfnuð. Sú aðgerð myndi skila launahækkunum til allra starfsheita, um nálægt því 7 þúsund krónur að meðaltali. Reykjavíkurborg hefur þegar boðið þessa aðgerð og Efling fellst á hana.

„Krafa borgarinnar var sú að við gæfum eftir þessar greiðslur en við höfum alfarið hafnað því“

Það sem út af stæði myndi nást fram með sérstökum hækkunum sem færu lækkandi eftir því sem hærra væri farið í launaflokka. Þannig myndu þeir sem lægst grunnlaunin hafa fá hæstu hækkunina, 11 þúsund krónur. Sú hækkun færi svo lækkandi um 500 krónur fyrir hvern launaflokk eftir launaflokk 228, en í honum er starfsfólk sem ber starfsheitið leiðbeinandi 1 á skóla- og frístundasviði. Þannig fengi starfsmaður sem ber starfsheitið félagsliði í heimaþjónustu, á velferðarsviði borgarinnar, til dæmis 6.500 króna grunnlaunahækkun og yfirmaður mötuneytis leikskóla á skóla- og frístundasviði fengi 2.000 króna hækkun grunnlauna. Við þessu tilboði Eflingar kom ekkert svar frá saminganefnd Reykjavíkurborgar, hvorki á fundinum síðastliðinn miðvikudag né eftir það.

Borgin samþykkir að viðbótargreiðslur haldist

Í viðbragði Reykjavíkurborgar við tillögum Eflingar sem lagt var fram 19. febrúar og áður hefur verið vísað til kom fram að borgin myndi tryggja að þeir starfsmenn sem hafi fengið sérstakar viðbótargreiðslur umfram grunnlaun myndu halda þeim, þó í breyttu formi yrði. Um er að ræða greiðslur fyrir fasta yfirvinnu til starfsmanna á leikskólum fyrir að matast með börnunum, fasta yfirvinnu starfsmanna á velferðarsviði vegna kaffitíma sem falla út og vegna hádegishlés sem telur til vinnutíma hjá ýmsu starfsfólki á skóla- og frístundasviði, velferðarsviði og umhverfis- og skipulagssviði. Um er að ræða mál sem hafði verið mikill ásteytingarsteinn í samningaviðræðunum fram til þessa að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. Í viðtali í Stundinni 21. febrúar síðastliðinn lýsti Sólveig Anna því að lengi vel hefðu átökin yfir samningsborðið að miklu leyti snúist um þetta. „Krafa borgarinnar var sú að við gæfum eftir þessar greiðslur en við höfum alfarið hafnað því.“

Efling vill leiðrétta kjör kvennastétta sérstaklega

Reykjavíkurborg hafði boðið að umrædd föst yfirvinna yrði að föstum greiðslum, upbbót sem yrði á bilinu 35 til 45 þúsund krónur fyrir starfsmenn leikskóla og á bilinu 46 til 55 fyrir starfsfólk í heimaþjónustu. Samninganefnd Eflingar lagði einnig fram tilboð vegna þessara greiðslna á samningafundinum 26. febrúar síðastliðinn. Það tilboð fól í sér að umræddar greiðslur yrðu auknar nokkuð sem markmið að því að leiðrétta kjör sögulega vanmetinna kvennastétta hjá Reykjavíkurborg. Tilboð Eflingar hljóðaði upp á að uppbætur til starfsmanna á leikskólum yrðu flöt upphæð, 47 þúsund krónur, 57 þúsund krónur til þeirra sem vinna við heimaþjónustu. Umræddar uppbætur teldust ekki til grunnlauna og hefðu þar með ekki áhrif á yfirvinnugreiðslur eða yrðu til breytinga á launaflokkum.

Þá fór Efling einnig fram á að lagt yrði á breytilegt jöfnunarálag, starfstengt, handa ákveðnum hópum og var áætlað að það næði til innan við 300 starfsmanna. Um væri að ræða upphæðir á bilinu 3 til 9 þúsund krónur á mánuði nema að greitt yrði 20 þúsund króna álag til þeirra sem sinntu ræstingu.

Engin svör við tilboði Eflingar

Reykjavíkurborg svaraði þessu tilboði Eflingar ekki heldur og einu viðbrögðin sem Efling fékk á umræddum fundi var að samninganefnd borgarinnar sendi spurningar um eitt og annað sem samningafólk Eflingar svaraði. Að því loknu barst Eflingu tveggja síðna skjal frá samninganefnd borgarinnar þar sem búið var að fastsetja upphæðir þær sem greiða ætti í stað fastrar yfirvinnu, svo sem rakið er hér að framan. Að öðru leyti fékk Efling engin svör við tilboðum sínum, hvorki jákvæð né neikvæð, og gekk samninganefndin við svo búið af fundi.

Því eru það ekki nema 12 þúsund krónur sem ber á milli samningsaðilanna í umræddu dæmi

Ekki hefur verið boðaður nýr samningafundur í deilunni. Vekur það athygli í ljósi þess að ýmsum kann að finnast að ekki beri mikið á milli samningsaðila, sé horft til dæmisins sem borgin setti fram um ófaglærðan starfsmann á leikskóla og Efling hefur gert að tillögu sinni að verði grundvöllur samninganna. Aðeins er meiningarmunur um upphæð uppbótar vegna neysluhlés starfsmanna. Borgin hefur boðið að sú greiðsla verði 35 þúsund krónur en Efling fer fram á að uppbótin verði 47 þúsund krónur. Því eru það ekki nema 12 þúsund krónur sem ber á milli samningsaðilanna í umræddu dæmi.

Um 1.000 manns standa enn algjörlega út af borðinu

Í skjali samninganefndar Reykjavíkurborgar kemur fram að borgin ætli sér að hækka laun lægst launaða hópsins með sértækum aðgerðum en jafnframt að ekki sé hægt að láta þær sértæku aðgerðir ganga yfir öll störf.

Enn sem komið er hafa ekki komið nein tilboð frá borginni til samninganefndar Eflingar um endanlega útfærslu á launahækkunum til handa ríflega 1.000 félagsmönnum stéttarfélagsins, svo sem nefnt er í upphafi fréttarinnar. Samkomulag er um grunnlaunahækkun allra félagsmanna Eflingar upp á 90 þúsund krónur að fyrirmynd Lífskjarasamningsins. Þá hefur borgin kynnt jöfnun á bilum milli launaflokka sem muni leiða til hækkunar grunnlauna, mismikið eftir starfsheitum, en þó verði tryggt að sú hækkun verði aldrei lægri en 6.500 krónur. Um þessi atriði ríkir sátt.

Hins vegar hefur Reykjavíkurborg aðeins kynnt haldföst tilboð um launahækkanir til handa fólki sem ber fimm starfsheiti. Í fyrsta lagi er þar um að ræða fólk sem ber starfsheitið starfsmaður 2 á leikskólum og er þar um að ræða tæplega 400 manns. Hækkun á grunnlaun þeirra yrði auk þess sem nefnt er hér að framan 11 þúsund krónur. Fólk sem ber starfsheitið leiðbeinandi 1 á leikskóla fengi hækkun sem næmi 5.600 krónum en þeir starfsmenn eru um 150 talsins. Auk þess fengi ófaglærður deildarstjóri á leikskóla, deildarstjóri C, 12 þúsund króna hækkun auk hækkunar í anda lífskjarasamninga en ekki liggur fyrir hversu mikill hluti þeirrar hækkunar kæmi til vegna jöfnunar á launabilum í launatöflu.

Þá fengi starfsfólk með starfsheitið verkamaður við bæjarframkvæmdir og garðyrku um 13 þúsund króna hækkun en um er að ræða 34 starfsmenn. Þá fengju tveir starfsmenn sem bera starfsheitið kaffiumsjónarmaður um 11 þúsund króna hækkun grunnlauna. Önnur tilboð um launahækkanir til þeirra félagsmanna Eflingar sem út af standa hefur borgin ekki lagt fram. Í því ljósi ber að skoða yfirlýsingu Eflingar, sem send var út eftir samningafundinn 26. febrúar, þar sem sagði: „Á fundinum fékkst ekkert svar við því hvert væri raunverulegt inntak tilboðs Reykjavíkurborgar frá því fyrir helgi, en mikið ósamræmi var milli þess sem kynnt var á samningafundi og þess sem borgin lýsti í fjölmiðlum.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jón Trausti Reynisson
1
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Bönn og sönn­un í menn­ing­ar­stríð­inu

Af­lýs­ing­ar­menn­ing­in vek­ur spurn­ing­ar um eft­ir­lits­sam­fé­lag, sann­leik­ann, frelsi, vald og ófull­kom­leika.
Þolendur kynferðisáreitis á Bessastöðum í leyfi eða hætt
2
Fréttir

Þo­lend­ur kyn­ferð­is­áreit­is á Bessa­stöð­um í leyfi eða hætt

Á Bessa­stöð­um búa þrjár fjöl­skyld­ur; for­seta Ís­lands og tveggja starfs­manna embætt­is­ins. Und­an­far­ið ár hef­ur sam­búð­in ver­ið erf­ið. Ann­ar þess­ara starfs­manna og eig­in­kona hans íhuga að kæra hinn starfs­mann­inn til lög­regl­unn­ar fyr­ir kyn­ferð­is­lega áreitni, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Stund­ar­inn­ar.
Viðurkenna að hafa haldið upplýsingum frá rannsakendum
3
Fréttir

Við­ur­kenna að hafa hald­ið upp­lýs­ing­um frá rann­sak­end­um

Eim­skip greiða 1,5 millj­arða í sátt vegna ólög­legs sam­ráðs við Sam­skip. Í sátt­inni, sem gerð er við Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið, við­ur­kenna stjórn­end­ur fé­lags­ins að gögn­um hafi ver­ið hald­ið frá rann­sak­end­um. Tvö ár eru síð­an stjórn­ar­formað­ur Eim­skips sagði rann­sókn­ina ólög­lega.
„Landspítali er vísvitandi að setja sjúklinga og starfsfólk í hættu“
4
ViðtalSpítalinn er sjúklingurinn

„Land­spít­ali er vís­vit­andi að setja sjúk­linga og starfs­fólk í hættu“

Eggert Eyj­ólfs­son, bráða­lækn­ir á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og fé­lags­mað­ur í Fé­lagi bráða­lækna, seg­ir spít­al­ann vís­vit­andi vera að setja sjúk­linga og starfs­fólk spít­al­ans í hættu eins og ástand­ið er þar núna. Í yf­ir­lýs­ingu sem Fé­lag bráða­lækna sendi frá sér vís­ar fé­lag­ið ábyrgð­inni á al­var­leg­um at­vik­um er varða sjúk­linga yf­ir á stjórn spít­al­ans, því að þeirra sögn geta lækn­ar ekki bor­ið ábyrgð á at­vik­um í ástandi sem slíku.
„Krónískar hamfarir“ á Landspítalanum
5
ÚttektSpítalinn er sjúklingurinn

„Krón­ísk­ar ham­far­ir“ á Land­spít­al­an­um

Starfs­menn Land­spít­al­ans lýsa því yf­ir að neyð­ar­ástand hafi mynd­ast á sum­um deild­um spít­al­ans vegna álags og mann­eklu. Starfs­menn bráða­mót­tök­unn­ar lýsa vinnu­að­stæð­um sem stríðs­ástandi og aðr­ir starfs­menn spít­al­ans og jafn­vel heilsu­gæsl­unn­ar lýsa því hvernig álag­ið fær­ir sig þang­að.
Illugi Jökulsson
6
Pistill

Illugi Jökulsson

Vér höf­um þol­að og þag­að

Ill­ugi Jök­uls­son glugg­aði í Hug­vekju til Ís­lend­inga eft­ir Jón Sig­urðs­son
Fordæma ritskoðunartilburði fordómafulls ráðherra í Færeyjum
7
Fréttir

For­dæma rit­skoð­un­ar­til­burði for­dóma­fulls ráð­herra í Fær­eyj­um

Evr­ópsk­ir, græn­lensk­ir og dansk­ir kvik­mynda­gerð­ar­menn for­dæma fram­göngu fær­eyska mennta­mála­ráð­herr­ans Jen­is­ar av Rana. Ráð­herr­ann aft­ur­kall­aði styrk sem þeg­ar var bú­ið að veita fær­eyskri kvik­mynd, að því er virð­ist vegna per­sónu­legra skoð­ana sinna á því að hún bryti gegn vel­sæmi.

Mest deilt

Kristján Hreinsson
1
Aðsent

Kristján Hreinsson

Blind­göt­ur og bönn­uð orð

Kristján Hreins­son skáld hef­ur áhyggj­ur af því sem hann nefn­ir „ný­femín­isma“ í að­sendri grein.
Jón Trausti Reynisson
2
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Bönn og sönn­un í menn­ing­ar­stríð­inu

Af­lýs­ing­ar­menn­ing­in vek­ur spurn­ing­ar um eft­ir­lits­sam­fé­lag, sann­leik­ann, frelsi, vald og ófull­kom­leika.
„Landspítali er vísvitandi að setja sjúklinga og starfsfólk í hættu“
3
ViðtalSpítalinn er sjúklingurinn

„Land­spít­ali er vís­vit­andi að setja sjúk­linga og starfs­fólk í hættu“

Eggert Eyj­ólfs­son, bráða­lækn­ir á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og fé­lags­mað­ur í Fé­lagi bráða­lækna, seg­ir spít­al­ann vís­vit­andi vera að setja sjúk­linga og starfs­fólk spít­al­ans í hættu eins og ástand­ið er þar núna. Í yf­ir­lýs­ingu sem Fé­lag bráða­lækna sendi frá sér vís­ar fé­lag­ið ábyrgð­inni á al­var­leg­um at­vik­um er varða sjúk­linga yf­ir á stjórn spít­al­ans, því að þeirra sögn geta lækn­ar ekki bor­ið ábyrgð á at­vik­um í ástandi sem slíku.
Viðurkenna að hafa haldið upplýsingum frá rannsakendum
4
Fréttir

Við­ur­kenna að hafa hald­ið upp­lýs­ing­um frá rann­sak­end­um

Eim­skip greiða 1,5 millj­arða í sátt vegna ólög­legs sam­ráðs við Sam­skip. Í sátt­inni, sem gerð er við Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið, við­ur­kenna stjórn­end­ur fé­lags­ins að gögn­um hafi ver­ið hald­ið frá rann­sak­end­um. Tvö ár eru síð­an stjórn­ar­formað­ur Eim­skips sagði rann­sókn­ina ólög­lega.
Hættir eftir „stöðugt áreiti og ofsóknir“
5
Fréttir

Hætt­ir eft­ir „stöð­ugt áreiti og of­sókn­ir“

Helga Björg Ragn­ars­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri skrif­stofu borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara, hef­ur ósk­að eft­ir til­færslu í starfi vegna árása Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur borg­ar­full­trúa í sinn garð. Helga Björg seg­ist með­al ann­ars hafa orð­ið fyr­ir hót­un­um um of­beldi.
Bandarísk stjórnvöld banna Esau og Shanghala að ferðast til landsins
6
FréttirSamherjaskjölin

Banda­rísk stjórn­völd banna Es­au og Shang­hala að ferð­ast til lands­ins

Ut­an­rík­is­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna hef­ur bann­að Bern­h­ard Es­au, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namib­íu, og Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu, að ferð­ast til lands­ins. Ástæð­an er þátt­taka þeirra í spill­ingu. Þeir sitja í varð­haldi vegna við­skipta sinna við Sam­herja.
„Krónískar hamfarir“ á Landspítalanum
7
ÚttektSpítalinn er sjúklingurinn

„Krón­ísk­ar ham­far­ir“ á Land­spít­al­an­um

Starfs­menn Land­spít­al­ans lýsa því yf­ir að neyð­ar­ástand hafi mynd­ast á sum­um deild­um spít­al­ans vegna álags og mann­eklu. Starfs­menn bráða­mót­tök­unn­ar lýsa vinnu­að­stæð­um sem stríðs­ástandi og aðr­ir starfs­menn spít­al­ans og jafn­vel heilsu­gæsl­unn­ar lýsa því hvernig álag­ið fær­ir sig þang­að.

Mest lesið í vikunni

Jón Trausti Reynisson
1
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Bönn og sönn­un í menn­ing­ar­stríð­inu

Af­lýs­ing­ar­menn­ing­in vek­ur spurn­ing­ar um eft­ir­lits­sam­fé­lag, sann­leik­ann, frelsi, vald og ófull­kom­leika.
Þolendur kynferðisáreitis á Bessastöðum í leyfi eða hætt
2
Fréttir

Þo­lend­ur kyn­ferð­is­áreit­is á Bessa­stöð­um í leyfi eða hætt

Á Bessa­stöð­um búa þrjár fjöl­skyld­ur; for­seta Ís­lands og tveggja starfs­manna embætt­is­ins. Und­an­far­ið ár hef­ur sam­búð­in ver­ið erf­ið. Ann­ar þess­ara starfs­manna og eig­in­kona hans íhuga að kæra hinn starfs­mann­inn til lög­regl­unn­ar fyr­ir kyn­ferð­is­lega áreitni, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Stund­ar­inn­ar.
Viðurkenna að hafa haldið upplýsingum frá rannsakendum
3
Fréttir

Við­ur­kenna að hafa hald­ið upp­lýs­ing­um frá rann­sak­end­um

Eim­skip greiða 1,5 millj­arða í sátt vegna ólög­legs sam­ráðs við Sam­skip. Í sátt­inni, sem gerð er við Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið, við­ur­kenna stjórn­end­ur fé­lags­ins að gögn­um hafi ver­ið hald­ið frá rann­sak­end­um. Tvö ár eru síð­an stjórn­ar­formað­ur Eim­skips sagði rann­sókn­ina ólög­lega.
Blóðugur trúður með sprautunál í skopmynd Morgunblaðsins: „Þá er komið að börnunum“
4
FréttirCovid-19

Blóð­ug­ur trúð­ur með sprautu­nál í skop­mynd Morg­un­blaðs­ins: „Þá er kom­ið að börn­un­um“

Skop­mynda­teikn­ari Morg­un­blaðs­ins ákvað að túlka bólu­setn­ingar­átak stjórn­valda. Nið­ur­stað­an var tor­ræð­ur tit­ill um „merk­ing­ar­leysu mann­legr­ar til­veru“ og teikn­ing af blóð­ug­um trúði með sprautu­nál sem seg­ir að kom­ið sé að börn­un­um.
Pólverjum á Íslandi fækkar
5
Fréttir

Pól­verj­um á Ís­landi fækk­ar

Lands­menn eru nú í fyrsta sinn orðn­ir fleiri en 370 þús­und. Er­lend­um rík­is­borg­ur­um fjölg­aði á síð­ustu sex mán­uð­um en fækk­un varð í fjöl­menn­ustu hóp­um þeirra. Þetta sýna nýj­ar töl­ur Þjóð­skrár.
Bandarísk stjórnvöld banna Esau og Shanghala að ferðast til landsins
6
FréttirSamherjaskjölin

Banda­rísk stjórn­völd banna Es­au og Shang­hala að ferð­ast til lands­ins

Ut­an­rík­is­ráðu­neyti Banda­ríkj­anna hef­ur bann­að Bern­h­ard Es­au, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namib­íu, og Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu, að ferð­ast til lands­ins. Ástæð­an er þátt­taka þeirra í spill­ingu. Þeir sitja í varð­haldi vegna við­skipta sinna við Sam­herja.
Lilja í leyfi
7
Fréttir

Lilja í leyfi

Lilja Dögg Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra er kom­in í tíma­bund­ið veik­inda­leyfi. Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son sam­göngu­ráð­herra er tek­inn við starfs­skyld­um henn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir
1
Pistill

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir

Op­ið bréf til góðu strákanna

Jæja strák­ar, nú verð­ur mögu­lega vond stemn­ing því ég ætla að ávarpa ykk­ur sem hóp, en það verð­ur ekki hjá því kom­ist. Mál­ið er nefni­lega að þótt bara sum­ir ykk­ar nauðgi, áreiti og berji, þá sést það ekki ut­an á ykk­ur hver er lík­leg­ur til þess.
„Skæruliðadeildin“ leitaði til Kristjáns Þórs og taldi hann sinn mann
2
Fréttir„Skæruliðar“ Samherja

„Skæru­liða­deild­in“ leit­aði til Kristjáns Þórs og taldi hann sinn mann

Páll Stein­gríms­son skip­stjóri hef­ur ver­ið í beinu sam­bandi við Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og leit­að hjá hon­um ráða. Arna McClure, lög­fræð­ing­ur á skrif­stofu Sam­herja, lýs­ir hon­um sem sam­herja fyr­ir­tæk­is­ins. Bæði til­heyra þau hinni svo­köll­uðu „skæru­liða­deild“ út­gerð­ar­inn­ar.
Namibíska lögreglan bað Interpol að hafa uppi á nýráðnum fjármálastjóra Orkusölunnar
3
FréttirSamherjaskjölin

Namib­íska lög­regl­an bað In­terpol að hafa uppi á ný­ráðn­um fjár­mála­stjóra Orku­söl­unn­ar

Elísa­bet Ýr Sveins­dótt­ir kom að milli­færsl­um Sam­herja­fé­laga á Kýp­ur inn á leyni­reikn­ing James Hatuikulipi, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­manns Fis­hcor, í Dúbaí. Til­kynnt var í dag um ráðn­ingu henn­ar í starf fjár­mála­stjóra Orku­söl­unn­ar, sem er að fullu í eigu ís­lenska rík­is­ins.
Jón Trausti Reynisson
4
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Bönn og sönn­un í menn­ing­ar­stríð­inu

Af­lýs­ing­ar­menn­ing­in vek­ur spurn­ing­ar um eft­ir­lits­sam­fé­lag, sann­leik­ann, frelsi, vald og ófull­kom­leika.
Þolendur kynferðisáreitis á Bessastöðum í leyfi eða hætt
5
Fréttir

Þo­lend­ur kyn­ferð­is­áreit­is á Bessa­stöð­um í leyfi eða hætt

Á Bessa­stöð­um búa þrjár fjöl­skyld­ur; for­seta Ís­lands og tveggja starfs­manna embætt­is­ins. Und­an­far­ið ár hef­ur sam­búð­in ver­ið erf­ið. Ann­ar þess­ara starfs­manna og eig­in­kona hans íhuga að kæra hinn starfs­mann­inn til lög­regl­unn­ar fyr­ir kyn­ferð­is­lega áreitni, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Stund­ar­inn­ar.
Hættir eftir „stöðugt áreiti og ofsóknir“
6
Fréttir

Hætt­ir eft­ir „stöð­ugt áreiti og of­sókn­ir“

Helga Björg Ragn­ars­dótt­ir, skrif­stofu­stjóri skrif­stofu borg­ar­stjóra og borg­ar­rit­ara, hef­ur ósk­að eft­ir til­færslu í starfi vegna árása Vig­dís­ar Hauks­dótt­ur borg­ar­full­trúa í sinn garð. Helga Björg seg­ist með­al ann­ars hafa orð­ið fyr­ir hót­un­um um of­beldi.
Kristján Hreinsson
7
Aðsent

Kristján Hreinsson

Blind­göt­ur og bönn­uð orð

Kristján Hreins­son skáld hef­ur áhyggj­ur af því sem hann nefn­ir „ný­femín­isma“ í að­sendri grein.

Nýtt á Stundinni

Um 47% blaðamanna á Íslandi segja að sér hafi verið ógnað
Fréttir

Um 47% blaða­manna á Ís­landi segja að sér hafi ver­ið ógn­að

Sjö pró­sent­um blaða­manna á Ís­landi hef­ur oft eða mjög oft ver­ið ógn­að eða hót­að. Þá hafa 12% blaða­manna ver­ið beitt­ir kyn­ferð­is­legri áreitni eða kyn­ferð­is­legu of­beldi, lang­stærst­ur hluti þeirra kon­ur.
Þau síðustu úr bólusetningarlottóinu fá skammt í vikunni
Fréttir

Þau síð­ustu úr bólu­setn­ing­ar­lottó­inu fá skammt í vik­unni

Nú er skipu­lögð fjölda­bólu­setn­ing á loka­metr­un­um en þeg­ar hafa rúm­lega 80 pró­sent þeirra sem til stend­ur að bólu­setja feng­ið að minnsta kosti einn skammt. Flest­ir eru full­bólu­sett­ir. Í vik­unni verða síð­ustu ár­gang­arn­ir úr bólu­setn­ing­ar­lottó­inu boð­að­ir í höll­ina.
421. spurningaþraut: Hér er nú margt í mörgu, eins og karlinn sagði
Þrautir10 af öllu tagi

421. spurn­inga­þraut: Hér er nú margt í mörgu, eins og karl­inn sagði

Hér neðst má sjá hlekki á næstu þraut á und­an, og þá næstu á eft­ir — þeg­ar hún kem­ur kom­in á sinn stað. * Auka­spurn­ing­ar: Sú fyrri felst í að þið átt­ið ykk­ur á hvað skag­inn á skjá­skot­inu hér að of­an heit­ir. * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Moussaka heit­ir rétt­ur einn. Hann er af­brigði af kjöt­kássu­rétti sem þekkt­ur er í mörg­um lönd­um,...
„Tilvera þín verður tilgangslaus“
Illugi Jökulsson
Flækjusagan

Illugi Jökulsson

„Til­vera þín verð­ur til­gangs­laus“

Er hægt að kenna kulda og of­beldi í upp­eldi um illsku þeirra Ad­olfs Hitler og Jós­efs Stalín? Sann­leik­ur­inn er reynd­ar sá að Winst­on Churchill naut ekki meiri ást­ar og hlýju á bernsku­ár­um en þeir.
Landlæknir ítrekaði við ráðherra að óásættanleg staða hefði ekki batnað
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

Land­lækn­ir ít­rek­aði við ráð­herra að óá­sætt­an­leg staða hefði ekki batn­að

Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigð­is­ráð­herra varð ekki við beiðni Stund­ar­inn­ar um að veita við­tal um þá þætti er snúa að hlut­verki og ábyrgð ráð­herra á al­var­legri stöðu sem rík­ir á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans. Þess í stað barst skrif­legt svar frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu við þeim spurn­ing­um sem beint var að ráð­herra.
„Ég get bara bent á vandamálið“
FréttirSpítalinn er sjúklingurinn

„Ég get bara bent á vanda­mál­ið“

Alma D. Möller land­lækn­ir seg­ir hlut­verk embætt­is­ins að benda á þau vanda­mál sem upp komi í heil­brigðis­kerf­inu. Það sé hins veg­ar ekki á henn­ar ábyrgð að gera úr­bæt­ur, það sé heil­brigð­is­stofn­ana og ráð­herra að bregð­ast við.
Landlæknir hefur ítrekað bent á að öryggi sjúklinga sé ógnað
ÚttektSpítalinn er sjúklingurinn

Land­lækn­ir hef­ur ít­rek­að bent á að ör­yggi sjúk­linga sé ógn­að

Þeg­ar ár­ið 2018 sendi Alma Möller land­lækn­ir Svandísi Svavars­dótt­ur heil­brigð­is­ráð­herra minn­is­blað vegna ófremd­ar­ástands á bráða­mót­töku Land­spít­ala. Í maí síð­ast­liðn­um lýsti land­lækn­ir því á ný að þjón­usta sem veitt væri á bráða­mót­töku upp­fyllti ekki fag­leg­ar kröf­ur.
410. spurningaþraut: Hér eru samtals 12 spurningar um ýmislegt það sem griskt er!
Þrautir10 af öllu tagi

410. spurn­inga­þraut: Hér eru sam­tals 12 spurn­ing­ar um ým­is­legt það sem gri­skt er!

At­hug­ið að hér neðst eru hlekk­ir á síð­ustu þraut, og svo þá næstu líka, þeg­ar hún birt­ist! En spurn­ing­arn­ar dags­ins snú­ast all­ar um Grikk­land á einn eða ann­an hátt. Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir stærsta eyj­an sem sjá má á mynd­inni hér að of­an? Hún til­heyr­ir Grikk­land, um það þarf ekki að fjöl­yrða. * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Í forn­öld var tog­streita mik­il...
Um sérhagsmuni og aðra hagsmuni
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Um sér­hags­muni og aðra hags­muni

Þann 19.júni braut­skráð­ist um 1% þjóð­ar­inn­ar með há­skóla­próf. Það vek­ur mann til um­hugs­un­ar, sér­stak­lega að því leyt­inu til að þá vakn­ar spurn­ing­in; hvar fær allt þett fólk vinnu? Ís­land tók stökk inn í nú­tím­ann fyr­ir um 70 ár­um síð­an, eða um og eft­ir síð­ari heims­styrj­öld (,,bless­að stríð­ið sem gerði syni okk­ar ríka“). Það var ein­skær ,,til­vilj­un.“ Hvað hefði gerst á...
„Reynum að tryggja öryggi sjúklinga en ábyrgðin er allra“
Spurt & svaraðSpítalinn er sjúklingurinn

„Reyn­um að tryggja ör­yggi sjúk­linga en ábyrgð­in er allra“

Guð­laug Rakel Guð­jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri með­ferð­ar­sviðs Land­spít­ala, seg­ir til­lög­ur komn­ar fram sem eiga að leysa vanda bráða­mót­tök­unn­ar og spít­al­ans en það kost­ar tíma og pen­inga að inn­leiða þær. Guð­laug seg­ir stjórn spít­al­ans hafa lausn­ir við vand­an­um en það taki sinn tíma að fram­kvæma þær.
Að skjálfa eins og hrísla
Þorvaldur Gylfason
Pistill

Þorvaldur Gylfason

Að skjálfa eins og hrísla

Lýð­ræði er eina stjórn­skip­an­in sem er boð­leg sið­uðu sam­fé­lagi.
„Krónískar hamfarir“ á Landspítalanum
ÚttektSpítalinn er sjúklingurinn

„Krón­ísk­ar ham­far­ir“ á Land­spít­al­an­um

Starfs­menn Land­spít­al­ans lýsa því yf­ir að neyð­ar­ástand hafi mynd­ast á sum­um deild­um spít­al­ans vegna álags og mann­eklu. Starfs­menn bráða­mót­tök­unn­ar lýsa vinnu­að­stæð­um sem stríðs­ástandi og aðr­ir starfs­menn spít­al­ans og jafn­vel heilsu­gæsl­unn­ar lýsa því hvernig álag­ið fær­ir sig þang­að.