Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Eflingarfólk vinnur meira en aðrir fyrir lægri laun

Tæp­ur helm­ing­ur fé­lags­manna Efl­ing­ar hafði mikl­ar áhyggj­ur af fjár­hags­legri stöðu sinni sam­kvæmt kjara­könn­un fé­lags­ins. Þá hafði tæp­lega þriðj­ung­ur þurft að sækja sér fjár­hags­lega að­stoð.

Efling hefur um margra ára skeið látið vinna könnun á meðal eigin félagsmanna þar sem kjör þeirra eru könnuð, sem og viðhorf þeirra. Nýjasta slík könnun, sem opinber er, var unnin árið 2018 og birt í nóvember það ár. Fjöldi þátttakenda var yfir 1.000 og þykir könnunin gefa góða vísbendingu um viðhorf og stöðu félagsmanna Eflingar.

Í könnuninni kom fram að Eflingarfólk vann almennt meira en annað fullvinnandi fólk árið 2018, miðað við tölur Hagstofunnar um vinnutíma allra á vinnumarkaði. Meðalfjöldi vinnustunda á viku hjá öllum var samkvæmt Hagstofunni 44,6 stundir en Eflingarfélagar unnu 46,5 stundir á viku að meðaltali. Yfir helmingur svarenda í könnun Eflingar fékk þá greiddar yfirvinnugreiðslur, 52,6 prósent, og 72 prósent svarenda fengu einhverjar greiðslur ofan á grunnlaun sín.

Langflestir undir miðgildi launa

Árið 2018 voru heildarlaun fullvinnandi launamanna í landinu að meðaltali 721 þúsund krónur á mánuði samkvæmt tölum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu