Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Póli­tísk­ar ráðn­ing­ar, hót­an­ir og mútu­greiðsl­ur koma fyr­ir í þeim nafn­lausu frá­sögn­um sem Björn Leví Gunn­ars­son fékk send­ar þeg­ar hann ósk­aði eft­ir sög­um af spill­ingu. Stund­in birt­ir sög­urn­ar.

Spillingarsögur Björns Levís birtar
Búsáhaldabyltingin Í mótmælunum í kjölfar efnahagshrun var gerð krafa um að spilling taki enda. Mynd: OddurBen

Ræða þarf spillingu opinskátt svo fólk geti áttað sig á hvort það sjálft hafi lent í spillingu eða geti komið í veg fyrir hana í framtíðinni. Þetta er mat Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem tekið hefur á móti nafnlausum frásögnum af spillingu á netinu. Rætt var um málið á fundi hjá flokknum í Iðnó í dag og sumar af sögunum lesnar upp.

„Það er oft sagt að hérna á Íslandi sé engin spilling,“ sagði Björn Leví í ræðu sinni á fundinum. „Að minnsta kosti ekki spilling eins og í öðrum löndum. Ýmis mál á undanförnum árum hafa hins vegar sýnt okkur hversu rangt það er. Bankahrunið var afurð spillingar, þar sem innherjaviðskipti, sýndarviðskipti og kerfislæg blekking var notuð. Í kjölfar hrunsins kom í ljós þétt net aflandsfélaga sem teygði anga sína inn í ríkisstjórn og reif hana í sundur. Forsætisráðherra sem fékk umboð til þess að berjast við vondu kröfuhafana var opinberaður sem kröfuhafi og fjármálaráðherra sem sagði ósatt um aflandsfélagaviðskipti sín faldi skýrslu um skattaskjólseignir Íslendinga fram yfir alþingiskosningar 2016. Landsréttarmálið og afskipti dómsmálaráðherra af skipun dómara. Klaustursmálið og uppljóstrun um pólitísk hrossakaup með sendiherrastöður og nú síðast grái listi FATF um peningaþvætti og Samherjamálið með arðrán á auðlindum Afríkuríkis í gegnum mútur.“

Björn Leví GunnarssonÞingmaðurinn óskaði eftir nafnlausum sögum um spillingu.

Björn Leví sagði að það þyrfti einbeittan vilja til þess að sjá ekki spillinguna sem ríki á Íslandi. Þrátt fyrir það gerðist ekki neitt. „Ég held að ástæðan sé að við þekkjum ekki daglega spillingu nægilega vel. Lausnin við því, datt mér í hug, var að fræðast og fræða fólk um það hvernig dagleg spilling á Íslandi virkar. Ef fólk segir, það er engin spilling á Íslandi þá spyr ég fólk, þekkir þú einhver dæmi um spillingu? Ef svo, sendu mér endilega spillingarsöguna þína. Hugmyndin var af svipuðu meiði og MeToo, að sýna dæmi um spillingu og sýna hversu víðtæk hún í raun og veru er. Með því að safna saman og deila dæmum um spillingu þá getur verið að það verði til þess að fólk átti sig á því hvort það hafi lent í spillingu eða geti jafnvel komið í veg fyrir spillingu í framtíðinni.“

„Hugmyndin var af svipuðu meiði og MeToo, að sýna dæmi um spillingu og sýna hversu víðtæk hún í raun og veru er“

Markmiðið með átakinu var að safna saman nafnlausum sögum, að sögn Björns Levís, en ekki að bregðast við einstökum sögum með neinum hætti. „Við getum ekki látið viðeigandi yfirvöld vita um möguleg lögbrot og í þeim tilvikum sem um mögulegt lögbrot gæti verið að ræða þá hverjum við fólk einfaldlega til þess að reyna að koma því til viðeigandi yfirvalda,“ sagði hann. „Einnig þarf að taka fram að spilling er ekki alltaf lögbrot. Kunnuglega stefið þar er „löglegt en siðlaust“, tæknilegir lagaútúrsnúningar og himinhá laun vegna ábyrgðar sem er svo aldrei öxluð.“

Á fundinum hélt einnig erindi Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sem ræddi spillingu í alþjóðlegu samhengi. Einnig tóku til máls Hallgrímur Helgason rithöfundur og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, sem bæði komu sérstaklega inn á Samherjaskjölin í sinni umfjöllun.

Stundin birtir hér nokkrar af þeim sögum sem bárust Birni Leví nafnlaust. Sögurnar hafa ekki verið sannreyndar. 

1„Áhöfn á skipi stundaði brottkast og vissi af því að heimavigtunarleyfi var notað til að svindla á ísprósentu. Áhöfninni var hótað um að skipið yrði selt og að allir myndu missa vinnuna ef eitthvað yrði gert vegna þessa, þrátt fyrir að þetta hefði þau áhrif að sjómenn væru hlunnfarnir um laun.“

2„Ég setti út á að opinber starfsmaður hafði skrifað vín sem gos á reikning fyrir mat í ferðalagi. Stjórnmálamenn úr ákveðnum flokki í bæjarstjórn töldu mig vera til vandræða og komu því í veg fyrir að ég færi erlendis í ferð á vegum bæjarfélagsins.“

3„Fyrir um það bil 20 árum síðan sagði mér maður í tilteknum stjórnmálaflokki frá lista sem hann fékk yfir fasteignir sem væru á leið í nauðungarsölu og hefði tiltekinn hópur manna „forkaupsrétt“ á þeim eignum langt undir markaðsvirði áður en þær færu í uppboðsferli. Þegar ég sá listann sagði hann: „Þú mátt ekki segja nokkrum einasta manni frá þessu“. Eftir hrun voru eignirnar seldar aftur út úr íbúðalánasjóði í hendurnar á einhverjum flokksgæðingum.“

4 „Vann um tíma hjá opinberri stofnun þar sem forstjórinn réð menn tengda tilteknum stjórnmálaflokki í góðar stöður. Ráðgjafar voru fengnir til málamynda til að fegra ráðningarnar en allir vissu hverjir yrðu ráðnir. Þessi stofnun keypti ráðgjafa sem voru nær undantekningalaust tengdir sama stjórnmálaflokki, miklu var eytt í ráðgjafana en lítið kom út úr því. Menn sem kvörtuðu áttu erfitt uppdráttar í starfi og það var grafið undan þeim og þeir nutu ekki  trausts. Forstjórinn safnaði hliðhollu fólki í kringum sig og aðrir áttu lítinn sjens. Menn voru reknir eða þeim bolað úr starfi á sorglegan hátt. Duglega og klára fólkið náðu ekki árangri og fengu síður stöðu- og launahækkanir heldur frekar þeir sem voru til í að horfa fram hjá spillingunni og taka þátt.“

5 „Ég varð vitni af þjófnaði af lager fyrirtækisins og tilkynnti það til yfirmanna. Einn þjófanna var rekinn en hinn var of vel tengdur við flokk og íþróttaliðið á svæðinu. Ég var síðar hrakinn úr starfi.“

6 „Ég hef verið tekin á teppið hjá yfirmanni fyrirtækis sem ég vann hjá vegna skrifa minna á Facebook og í bloggi og ég hef tvisvar fengið aðvörun í tölvupósti um að það sé fylgst með mér af ákveðnu fólki með völd.“

7„Fyrir allmörgum árum skipaði forstjóri stærsta vinnuveitandans í sveitarfélaginu öllu erlendu vinnuafli að kjósa tiltekinn stjórnmálaflokk í sveitastjórnarkosningum að öðrum kosta myndi það missa vinnuna. Þessi hópur var þá stór hluti íbúa þorpsins.“

8 „Einu sinni var mér boðin launahækkun fyrir að skrá mig í lífsskoðunarfélag yfirmannsins til þess að hann gæti hirt sóknargjöldin. Seinna frétti ég að einhverjir samstarfsmenn mínir höfðu þáð sambærilegt boð.“

9 „Erlendur verkamaður hjá útgerðarfélagi í litlu bæjarfélagi ætlaði að bjóða sig fram á lista nýlegs stjórnmálaflokks í bæjarstjórnakosningunum. En var hótað að ef hann byði sig fram þá yrði honum sagt upp. Hann hætti við að bjóða sig fram.“

10 „Sjálfstæður atvinnurekandi hrökklaðist úr bransanum vegna þess að hann fékk fá verkefni. Nokkrum árum síðar, í veislu á vegum stjórnmálaflokks fékk hann að heyra að hann hefði nú fengið fleiri verkefni ef það hefði verið vitað að hann væri í réttum flokki.“

11 „Ég tilkynnti grun um spillingu innan opinbera kerfisins. Eftir það var ég lækkaður í starfshlutfalli.“

12 „Ég seldi einu sinni notaðan bíl, fljótt og vel. Þegar seljandi bílsins mætti í uppgjör og ég rétti honum reikning þá sagði hann að það þyrfti engan reikning. Ég sagði auðvitað að ég gæfi alltaf út reikninga, undantekningalaust. Reikningurinn var síðan dreginn frá söluverði eins og venjulega en viðskiptavinur yfirgaf mjög ósáttur því ég var ekki til í nótulaus viðskipti.“

13 „Í ungliðastarfi mínu barðist ég fyrir breytingum í sjávarútvegskerfinu. Fljótlega var ég kallaður á fund hjá stóru fyrirtæki á þeim vettvangi þar sem mér var sagt að ef ég hætti ekki þá þyrfti ég að finna mér aðra vinnu.“

14 „Ég var deildarstjóri í opinberu fyrirtæki. Mér var ítrekað boðið í utanlandsferðir og að prófa ýmsar vörur mögulegra viðskiptaaðila. Þegar ég neitaði þá fékk yfirmaður minn sömu tilboð. Markmiðið var að stjórna því við hvaða aðila við versluðum. Hef heyrt svipaðar sögur frá öðrum með ákvörðunarvald í vörukaupum.“

15 „Á vinnustað með blönduðum hóp íslenskra og erlendra starfsmanna er bara í boði matur í verkefnum ef það er Íslendingur í hópnum.“

16 „Starfsfólki á stórum vinnustað sem ég vann á var smalað saman og sagt að það fengi eina klukkustund aukalega borgaða fyrir að kjósa ákveðinn einstakling fram yfir annan einstakling í stærsta flokki landsins. Sá kjörni er á þingi í dag. Forstjóri fyrirtækisins og sá kjörni hafa lengi verið góðir vinir.“

17 „Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar um spillingu, meðal annars í þáttum eins og Kompási og Kveik þá er lítið brugðist við. Að bregðast ekki við ábendingum um spillingu er spilling.“

18 „Ég kærði aðila sem var mér hættulegur en sagði engum frá því. Fékk fljótlega símtal um kæruna frá aðila sem hefði ekki átt að vita af kærunni. Sá sagðist hafa frétt af kærunni í gegnum fjölskyldutengsl inn í lögregluna. Ég skrifaði formlega kvörtun en var beðinn um að draga kvörtunina til baka því annars ætti ég hættu á kæru vegna meiðyrðis. Kæran fór hvergi í ferli og ekkert var gert.“

19 „Fjöldi opinberra starfsmanna fóru á dýra ráðstefnu erlendis þrátt fyrir að tilefni til þátttöku væri ekki augljóst. Eftir á var talað um ferðina eins og um frí hefði verið að ræða.“

20 „Ég varð fyrir kynbundnu ofbeldi og var frásögn mín studd af vitni. Þegar ég átti að skrifa undir skýrslu með vitnisburði þá sá ég að einungis var brot af frásögninni skráð í skýrsluna. Mér var tjáð að það væri vegna þess að gerandinn væri hátt settur í þjóðfélaginu og kæran myndi aldrei komast neitt hvort sem er.“

21 „Fimm sóttu um stöðu vegna æskulýðsmála. Fjórir voru með tengda menntun en ekki sá sem var ráðinn. Pólitísk tengsl réðu niðurstöðunni.“

22 „Ég borgaði fulltrúa eftirlitsstofnunar 50 þúsund kr. á ári til þess að fá að reka fyrirtækið mitt í friði.“

23 „Vinna hjá stórútgerð og kvartað yfir endalausum fækkunum á mannskap um borð, og að þurfa að vinna 18-20 tíma á sólahring, svarið var ef þér líkar þetta ekki getur þú bara unnið einhver staðar annars staðar.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
6
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
10
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu