Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Ný tækifæri fyrir íslenska listamenn við virta stofnun í Berlín

Fimm ís­lensk­ir lista­menn munu fá stuðn­ing til dval­ar við mynd­list­ar­stofn­un­ina Künst­ler­haus Bet­hanien í Berlín vegna nýs sam­komu­lags. Anna Rún Tryggva­dótt­ir seg­ir dvöl sína við stofn­un­ina hafa opn­að dyr, en sam­hliða henni frum­sýn­ir hún heim­ild­ar­mynd um ung­barna­sund.

Ný tækifæri fyrir íslenska listamenn við virta stofnun í Berlín
Samkomulagið í höfn Anna Rún hefur dvalið við vinnustofu Künstlerhaus í ár og ber stofnuninni vel söguna.

Íslenskir myndlistarmenn munu geta iðkað list sína við Künstlerhaus Bethanien stofnunina í Berlín næstu fimm árin vegna nýs samkomulags sem fjármagnað er af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og einkaaðilum. Anna Rún Tryggvadóttir myndlistarmaður hefur verið við stofnunina undanfarið ár og segir samninginn vera einstakt tækifæri fyrir íslenska listamenn. Sýning hennar var opnuð í gær.

„Stofnunin er fimmtíu ára gömul og mjög rótgróin hér í borginni,“ segir Anna Rún. „Síðustu 25 ár hefur hún einbeitt sér að því að hýsa myndlistarmenn og stuðlað að tengslamyndun þeirra inn í Evrópu. Þetta er í fyrsta skiptið sem ríkið gerir samning um vinnustofustofnun af þessu tagi, þannig að þetta er mjög stórt skref fyrir íslenska listamenn og listasenu.“

Verkin taka breytingum á sýningu

Anna Rún hefur verið búsett í Berlín frá 2016, en sýnir reglulega í íslenskum listasöfnum og starfar við leikmynda- og búningagerð í leikhúsi, auk þess að hafa nýlega snúið sér að heimildarmyndagerð með myndinni KAF um frumkvöðlastarfsemi í ungbarnasundi. Í vinnu sinni hefur Anna Rún mikið unnið með efnislega ferla í náttúrunni og taka listaverk hennar gjarnan breytingum á meðan sýningar standa yfir.

Hún segir dvöl sína hjá Künstlerhaus hafa verið sér mjög gagnlega. „Þetta samkomulag er bæði menningarlega og fjárhagslega þýðingarmikið fyrir listamenn,“ segir hún. „Núna munu fimm íslenskir listamenn fá að dvelja hér á næstu fimm árum. Síðan ég kom inn hef ég hitt tugi fólks; sem eru blaðamenn, sýningastjórar, listfræðingar og fleira. Künstlerhaus getur boðað til sín fólk úr listheiminum í krafti stöðu sinnar og það er ótrúlega góð leið til að byggja upp tengslanet.“

Anna Rún segir ekki margar slíkar leiðir færar fyrir myndlistarmenn. „Sérstaklega þegar fólk kemur inn í nýja borg, þá er erfitt að kynna sig. Það getur verið mjög snúið og í borg eins og Berlín, sem er uppfull af listamönnum, getur maður ekki gengið upp að hverjum sem er til að fá fólk í vinnustofuheimsókn. Það er erfitt í faginu hvað maður þarf að vera með mikið á bak við sig til að fá áheyrn, en þannig er það alls staðar. Künstlerhaus Bethanien hefur mikla vigt í því samhengi.“

Vinnustofudvölin felur í sér vinnuaðstöðu fyrir myndlistarmanninn og stuðningsnet. Auk þess heldur stofnunin utan um sýningarhald, útgáfu og ýmsa viðburði fyrir listamennina sem þar dvelja. Á meðan vinnustofudvöl stendur heldur hver listamaður einkasýningu á vegum Künstlerhaus Bethanien.

Á sjötta hundrað í Berlín

Umsóknarferlið fer af stað á næstunni. „Það er mikill fengur að þessu samstarfi fyrir íslenskt myndlistarfólk og menningarlíf,“ var haft eftir Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, í tilkynningu Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. „Það hefur sýnt sig að vinnustaðadvöl af þessu tagi getur verið ómetanlegur stökkpallur og Künstlerhaus Bethanien er ein virtasta stofnun á þessu sviði í Evrópu og þótt víðar væri leitað.“

Talið er að á sjötta hundrað Íslendinga búi í Berlín og að um helmingur þeirra starfi við eða leggi stund á listir. „Ég held að Berlín sé án efa stærsta höfn íslenskra listamanna utan Íslands,“ segir Anna Rún. „Myndlistarmenn hafa komið hingað í gegnum nám, starfsnám eða skiptinám en svo eru margir sem einfaldlega kjósa að vera hérna.“

Sýning Önnu Rúnar í Künstlerhaus ber titilinn „An Ode -Poriferal Phases“ og var opnuð 16. janúar. „Sýningin er innsetning á skúlptúrum, sem verða eins konar karakterar í listrænu rannsóknarferli,“ segir hún. „Ég er að vinna með grjót, svampa og tæknibúnað, og eitt dautt tré sem fannst í skógi fyrir utan Berlín. Tréð var reyndar alls ekki dautt, heldur fyllti vinnustofuna mína af maurum, bjöllum og góðri lykt.“

Gerði heimildarmynd um ungbarnasund

Anna Rún hefur staðið í ströngu undanfarið, en heimildarmyndin KAF, eftir hana, Elínu Hansdóttur og Hönnu Björk Valsdóttur, var frumsýnd í Berlín á dögunum. „Hún var heimsfrumsýnd á Salem-hátíðinni í Massachusettes í vor og er búin að flakka á milli hátíða, en er komin núna í almenna sýningu í mörgum borgum Þýskalands. Ég hef ekki verið í kvikmyndagerð áður. Hanna Björk kemur úr þessum heimi, en við Elín erum myndlistarmenn og við fengum þessa hugmynd allar saman. Þegar maður býr á Íslandi, eins og ég gerði á þessum tíma, er ótrúlegt að maður getur daðrað við hugmyndina um að gera heimildarmynd, svo allt í einu er maður að gera heimildarmynd og fimm árum síðar búinn að gera heimildarmynd,“ segir hún og hlær.

Heimildarmyndin KAFAnna Rún tók sín fyrstu skref í kvikmyndagerð við myndina um ungbarnasund.

Myndin gefur innsýn í heim þroskaþjálfans Snorra Magnússonar sem hefur þróað kennsluaðferðir í ungbarnasundi frá upphafi tíunda áratugarins. Hún var tekin upp í Skálatúnslaug í Mosfellsbæ þar sem ungbörnin komast í sín fyrstu kynni við hina rammíslensku sundlaugamenningu.

„Kvikmyndaformið var mér mjög kunnugt þó ég hafi ekki unnið með það áður, sem myndlistarmaður er ég upptekin af því hvernig við skynjum og tengjumst sjálfum okkur og umhverfi okkar,“ segir Anna Rún. „Að verða foreldri er ein stærsta  lífsreynsla sem maður upplifir og okkur langaði að gera hluta af þeim upplifunum skil í heimildarmyndinni. Snorri er mjög merkilegur maður, nánast eins konar barnahvíslari, og rýmið sem hann býður nýbökuðum foreldrum og ungbörnum upp á er einstakt. En þetta tímabili í lífi foreldra og í lífi hverrar manneskju, að vera ungbarn, liggur líka til grundvallar í myndinni. Hvaða áhrif hafa þessi fyrstu tvö ár sem enginn man út lífið okkar? Ég held að þarna sé lagður grunnur að mörgu til framtíðar.“

„Hvaða áhrif hafa þessi fyrstu tvö ár sem enginn man út lífið okkar?“

Anna Rún segir myndina þannig hafa orðið til á mörkum myndlistar og heimildarmyndagerðar. „Hvernig við nálgumst viðfangsefnið og hvað við drögum fram sprettur fram úr því hvaða bakgrunn við höfum,“ segir hún. „Við hugsuðum til dæmis mikið um hvernig við gætum notað vatnið í sundlauginni inn í söguna, sem eins konar sögupersónu. Auðvitað hugsa allir kvikmyndagerðarmenn mikið um myndefnið, en þessar áherslur voru mér og okkur sérstaklega hugleiknar sem myndlistarmaður.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
2
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
„Það er svo ótrúlega helvíti erfitt að fara frá honum“
3
Viðtal

„Það er svo ótrú­lega hel­víti erfitt að fara frá hon­um“

Krist­inn Hrafns­son ræð­ir stöð­una á mál­um Ju­li­an Assange en um­ræð­an byrj­aði að breyt­ast eft­ir að Nils Melzer, þá­ver­andi skýrslu­gjafi Sam­ein­uðu þjóð­anna, gaf út á bók ár­ið 2022 og lagði áherslu á að eng­inn hef­ur axl­að ábyrgð á stríðs­glæp­um þeim sem Wiki­Leaks af­hjúp­aði á með­an Ju­li­an sæt­ir pynt­ing­um og yf­ir­völd fjög­urra landa hafa marg­brot­ið á hon­um. Bók­in hef­ur haft áhrif, jafn­vel á Joe Biden og Olaf Sholz.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
4
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
10
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
7
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
9
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
4
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár