Þessi grein er meira en 3 ára gömul.

Velja listasenu Berlínar fram yfir lífsgæðakapphlaupið

Í Berlín rík­ir minni neyslu­hyggja en á Ís­landi, segja ung­ir ís­lensk­ir lista­menn sem hafa flutt til „hjart­ans í evr­ópsku list­a­lífi“. Lægra verð­lag, af­slapp­aðri lífs­máti og sterk tengsl við samlanda sína hafa auð­veld­að þeim að búa í höf­uð­borg Þýska­lands en halda sam­bandi við ís­lenskt menn­ing­ar­líf.

Velja listasenu Berlínar fram yfir lífsgæðakapphlaupið
Neukölln hverfið Hverfin Kreuzberg og Neukölln í suðurhluta Berlínar eru vinsælir valkostir fyrir aðflutta.

Ungir listamenn frá Íslandi kjósa í síauknum mæli að flytja til Berlínar. Lágur framfærslukostnaður, frjálslynd viðhorf og öflugt menningarlíf er meðal þess sem dregur ungt fólk að borginni. Höfuðborg Þýskalands hefur þannig getið sér gott orð á alþjóðavísu sem miðstöð fyrir tónlistarmenn, myndlistarmenn, dansara, rithöfunda, kvikmyndagerðarmenn og aðra sem vilja færa sig um set til þess að vinna að eigin sköpun.

Samkvæmt samanburðarvefsíðunni Numbeo.com þarf manneskja um 480 þúsund krónur í tekjur á mánuði í Berlín til þess að búa við sömu lífskjör og 720 þúsund króna launþegi getur búist við á Íslandi. Verðlag er um þriðjungi lægra í Berlín og kaupmáttur um 13% hærri. Máltíð á veitingastað kostar að minnsta kosti tvöfalt meira á Íslandi en í Berlín og oftast enn meira. Listamenn sem sækja tekjur sínar að hluta til Íslands eru því vel í stakk búnir til að komast af.

Þrátt fyrir ört hækkandi fasteignaverð er enn töluvert ódýrara að koma þaki yfir höfuðið í Berlín en í Reykjavík. Leiguverð er almennt 36% lægra og enn meira sparast með notkun almenningssamgangna þar sem fátt ungt fólk kýs að nota einkabíl. Berlín er aðeins þrisvar sinnum stærri að flatarmáli en Reykjavík en næstum 30 sinnum fjölmennari og því mikið hægt að sækja af þjónustu í nærumhverfið.

Ísland hefur á undanförnum áratugum orðið þekkt á alþjóðavísu fyrir útflutning á list, sér í lagi tónlist. En listamennirnir sjálfir kjósa margir að búa annars staðar, sumir hluta af árinu og aðrir til lengri tíma. Stundin ræddi við fjóra unga íslenska listamenn sem flutt hafa til borgarinnar á undanförnum árum. Öll haldast þau mest við í hverfunum Kreuzberg og Neukölln, sem ásamt öðrum svæðum utan miðborgarinnar hafa verið vinsæl meðal aðfluttra.

Meiri tími í að njóta

Sigurlaug Gísladóttir

„Fjárhagslega er hálfómögulegt að búa á Íslandi ef maður ætlar að stunda listir og lifa af,“ segir Sigurlaug Gísladóttir tónlistarmaður, sem gefur út undir nafninu Mr. Silla. Hún flutti til Berlínar fyrir þremur árum en var góðkunnug borginni fyrir. Hún er nýbúin að leggja lokahönd á nýja plötu sem ber titilinn Hands on Hands og vinnur nú að myndböndum fyrir hana auk undirbúnings vegna næstu plötu.

„Þetta er skemmtileg borg og ódýr,“ segir Sigurlaug. „Maður getur lifað á minni pening hérna, sem er ágætt, en það er líka gott að þurfa ekki að kaupa myglað grænmeti sem kostar handlegg. Maður borðar dálítið betri mat hérna.“

„Maður þarf ekki alltaf að vera að hugsa um leiguna.“

Andrea Björk Andrésdóttir, hönnuður, leikstjóri og grínisti, tekur í sama streng. „Það hvað það er ódýrt gerir manni kleift að taka að sér verkefni sem borga minna og þróa listina sína á annan hátt,“ segir hún. „Maður þarf ekki alltaf að vera að hugsa um leiguna. Ég eyði minni pening en á móti meiri tíma í að rækta áhugamálin mín og stunda fjölbreyttari listsköpun. Ég næ að slaka á, er minna stressuð og hef meiri tíma í að njóta.“

Mótmælagöngur og gagnmótmælagöngur

Verðlagið er þó langt frá því það eina sem laðar fólk að borginni. Halldór Armand Ásgeirsson rithöfundur segir að honum hafi þótt borgin spennandi frá því hann kom fyrst sem unglingur. „Mér fannst þetta svo rómantísk borg og mikil saga í loftinu,“ segir hann. „Maður fann fyrir þunga sögunnar í andrúmsloftinu og var spenntur fyrir henni út af því upphaflega. Það er inspírerandi að vera hérna. Það er mikið af listalífi hérna og spennandi hugsunum og öðruvísi lífsstíl og pælingum. Þetta er skjól fyrir alls konar jaðarmennsku og öðruvísi hugsun.“

Halldór Armand Ásgeirsson

Halldór lýsir borginni sem suðupotti fyrir listir sem sogi listamenn að. „Þetta er hjartað í evrópsku listalífi eins og er, ef slíkur staður er til,“ segir hann. „Maður kemst ekki hjá því að verða fyrir áhrifum hér því það eru svo sterkar pælingar í borginni. Það eru límmiðar úti um allt með skilaboðum, allir með svo harða pólitíska afstöðu, mótmælagöngur úti um allt og gagnmótmælagöngur. Það getur ekki annað en smitast inn í það sem maður er að gera.“

Halldór skrifar bækur sínar og greinar á íslensku og viðurkennir að það sé skrítið að tilheyra tveimur veruleikum á þennan hátt. „Maður stígur aldrei að fullu skrefið að tilheyra því samfélagi sem maður býr í,“ segir hann. „Það var einhver þýskur stjórnmálamaður, nýfasisti, sem gerði það að umtalsefni að þetta væri ógnin í dag. Enskumælandi glóbalistar sem vinna einhvern veginn hvergi en samt alls staðar. Afætur á þeim samfélögum og menningarheimum sem þeir eru í og gera ekkert til að aðlagast þeim. Ég hef ekki samúð með hans málstað en skil að mörgu leyti að fólk velti svona löguðu fyrir sér.“

Vinnur tónlist í gegnum netið

Daði Freyr Pétursson tónlistarmaður flutti upphaflega til borgarinnar árið 2014 til þess að læra í tónlistarskólanum dBs. Hann segir að þátttaka hans í Söngvakeppni sjónvarpsins árið 2017 hafi opnað margar dyr fyrir honum og gert honum kleift að vinna sem tónlistarmaður. Hann hafi þó kosið að vera áfram í Berlín og vinna að tónlist sinni þaðan.

„Ég fíla mjög vel hvað samgöngurnar eru góðar, maður getur ferðast út um allt án þess að þurfa að keyra,“ segir hann. „Ég kann aðeins betur við veðrið hérna en á Íslandi. Mér finnst mjög gott að geta farið á veitingastað án þess að taka yfirdrátt.“

Daði Freyr Pétursson

Daði nefnir einnig úrvalið af tónleikum í borginni og þann möguleika að sjá fjölda hljómsveita koma fram sem hann hafi aldrei heyrt áður í. Hann segist tala langmest íslensku í Berlín, þar sem hann umgangist svo mikið af Íslendingum, sem langflestir sinni listsköpun. Hann vinnur nú að plötu með íslenskum listamönnum og fer það samstarf að mestu fram í gegnum netið.

„Það væri miklu auðveldara ef maður væri heima,“ segir Daði Freyr. „Það munar alveg um það að geta ekki farið að hitta þau og taka upp. En svo er líka svo margir íslenskir listamenn hérna. Og ég fer til Íslands næstum einu sinni í mánuði. Öll mín laun koma frá Íslandi, þótt ég sé með stúdíó hérna og að vinna með krökkum hérna þá er ég að vinna fyrir íslenskan markað að mestu leyti.“

Tengjast í gegnum Íslendingasamfélagið

Andrea Björk segir sína hönnun og listsköpun einnig fara mikið fram í gegnum netið og hún geti auðveldlega fylgst með því sem er í gangi á Íslandi. Hún hefur unnið við hönnun fyrir fyrirtæki og gerð tónlistarmyndbanda fyrir íslenskar hljómsveitir. Þá tekur hún einnig virkan þátt í enskumælandi grínsenunni í borginni og sýnir spuna og uppistand á sviðum víðs vegar um borg.

Andrea Björk Andrésdóttir

„Mér líður ekki eins og ég sé að missa af miklu,“ segir hún. „Það er mikið í gangi og margir möguleikar og tækifæri að sýna og prófa nýja hluti. Og ég hefði ekki tengst mörgum íslenskum listamönnum ef ekki væri fyrir Íslendingasamfélagið hérna, að við búum öll í þessari borg. Einhvern veginn er ég nær þessu fólki hér í stærri borg en ef við værum öll í Reykjavík.“

Halldór vinnur nú að nýrri skáldsögu og segist njóta bæði tenginga sinna við íslenskt menningarlíf sem og það sem hann hefur kynnst í Berlín. „Mér fannst nákvæmlega þetta samfélag íslenskra listamanna hérna vera spennandi. Ég þekkti svolítið af fólki sem bjó hérna sem virkaði sem segull á mig. Mig langaði að kynnast því betur, umgangast og læra af,“ segir hann.

„Á öld snjallsímans er það að flytja til Berlínar svolítið eins og að flytja til Hveragerðis,“ bætir hann við. „Maður er alltaf með íslenskan veruleika beint í æð í gegnum símann og sér myndir af vinum sínum úti að borða eða í sjósundi á Íslandi. Ég er sjálfur í sterkum tengslum við og reyni að fylgjast vel með íslensku menningarlífi. En ég held að það sé ekkert mál að hverfa í þessari borg og skera á stafrænar tengingar við Ísland.“

Íslensk keppni um að hafa mikið að gera

„Ég upplifi mjög afslappaða orku í Berlín,“ segir Andrea Björk. „Það er ekki jafn mikið lífsgæðakapphlaup hérna. Stemning sem er tilvalin til að vinna að list og skapa.“

Daði Freyr lýsir sömu upplifun. „Það er svolítil neysluhyggja á Íslandi,“ segir hann. „Mér finnst rosa margt fólk vera í keppni um að hafa mikið að gera. Það elskar að segja „það er brjálað að gera hjá mér“. Það þykir mjög flott ef þú ert alltaf að. Mér finnst fólk hérna fá að vera nákvæmlega eins og því sýnist.“

Halldór segist sömuleiðis innblásinn af þeirri naumhyggju sem einkennir lífsstíl margra Berlínarbúa. „Það er kannski alhæfing og breiðar strokur, en mér finnst fólk leggja mikið upp úr náungakærleik og því að gefa öðru fólki tíma. Maður vissulega tilheyrir sápukúlu listamanna að einhverju leyti, en mér finnst fólk hérna yfir höfuð ekki heltekið af veraldlegum gæðum eða því að safna auði. Margir hérna sýna það í verki að þeim finnist göfugt að lifa lágstemmdu og einföldu lífi, sem felst í miklu minni neyslu. Og það hefur smitast inn í mitt líf, að minnsta kosti vona ég það.“

Félagsleg vandamál sýnileg

„Maður áttar sig á því hvað þetta er mikil eyja,“ segir Sigurlaug, aðspurð um það hvort hún líti Ísland í öðru ljósi að utan. „Heimurinn er lítill ef maður er alltaf á Íslandi. Sérstaklega ef maður ætlar að vera í listsköpun, þá þarf maður að upplifa stærri heimssýn. Maður er dálítið að pæla í sjálfum sér og nágrannanum á Íslandi.“

„Það er mikil eymd hérna líka og fátækt, atvinnuleysi og lág laun.“

Halldór segir lærdóminn ganga í báðar áttir. „Maður er vanur því að Berlín sé dásömuð, það sé allt svo frábært og ódýrt og frjálslegt,“ segir hann. „Það er allt rétt, en það er mikil eymd hérna líka og fátækt, atvinnuleysi og lág laun. Þess vegna er Berlín alls ekki fyrirheitna landið, eins og stundum er látið, þótt vissulega sé þetta mikill öndvegisreitur að mörgu leyti. Félagsleg vandamál eru áþreifanleg og sýnileg á götunum. Maður finnur fyrir því þegar maður fer til Íslands að þar er engan veginn ekki sama eymd, ekki sama fátæktin og umkomuleysið á götum úti, þó auðvitað sé fátækt á Íslandi. Ísland er yfir höfuð góður staður til að vera á, þótt þar séu vitaskuld ýmis vandamál.

Á hinn bóginn þá finnur maður fyrir því að Ísland er svolítið eins og annar hnöttur. Eyja sem er ekki tengd við annað land og kemst upp með að lifa svolítið í sínum eigin heimi. Í naflaskoðun í fjölmiðlum á atvikum sem hafa ekki áhrif út fyrir landsteinana. Og sömuleiðis er mjög sláandi og í raun einstakt hvað það er lítil áhersla á erlendar fréttir á Íslandi. Sjálfstæður fréttaflutningur og fréttaöflun af erlendum vettvangi er eiginlega ekki til.“

Frelsi til að vera enginn

Öll segja þau að það gangi ágætlega að viðhalda tengslunum við íslensku listasenuna. Sigurlaug lýsir því til dæmis að þó að gott sé að búa miðsvæðis í Evrópu til þess að halda tónleika víðs vegar um álfuna þá sé auðvelt að skjótast til Íslands.

„Mér finnst ég vera mjög heppin að geta gert bæði, það er svona „best of both worlds“. Flugin eru ekki það dýr. Það er alltaf gaman að koma heim og spila á Airwaves og í fyrra tók ég þátt í Listahátíð í Reykjavík. Maður tekur einmitt eftir því að borgin tæmist yfir jólin. Það eru svo margir aðfluttir og fólk fer heim til sín, bæði Þjóðverjar annars staðar frá og fólk frá öðrum löndum,“ segir hún.

Miðborg Berlínar

Andrea Björk nefnir að tækifærin til að vinna við listsköpun og hönnun séu takmörkuð og lítið fjölbreytt á Íslandi. Hún hafi nú búið í Berlín í tvö ár og þrátt fyrir að geta ekki myndað tengsl jafn auðveldlega í gegnum kunningsskap, þá líki henni betur við að hverfa inn í fjöldann. „Berlín er stærri borg, maður er meira „nobody“ og hefur meira frelsi til að gera það sem maður vill,“ segir hún. „Það er enginn að fylgjast með manni. Að búa í stórborg gefur manni frelsi að vera enginn.“

Munaður í vatninu

Daði Freyr segist fara nógu oft til Íslands til að losna við mestu heimþrána. „Við vorum heima allan desember og það var alveg nóg,“ segir hann. „Fjölskyldan mín og fjölskylda Árnýjar, konunnar minnar, búa báðar úti í sveit, þannig að ég er ekki bara að fara til Reykjavíkur heldur fæ að sjá víðáttuna og fegurðina.“

Halldór segist ekki fara oft til Íslands, en hann sakni að sjálfsögðu vina og fjölskyldu og þeirra lífsgæða sem fólgin séu í náttúrunni, sem jafnvel megi upplifa innan höfuðborgarsvæðisins. „Berlín getur verið helvíti drungaleg og kaldranaleg, sérstaklega á veturna,“ segir hann.

„Ég fer beint af flugvellinum í sund.“

„Það er brjálaður munaður í vatninu heima, sem maður saknar mjög mikið,“ segir Sigurlaug. „Bæði drykkjarvatnið og að geta alltaf farið í sund. Maður er eiginlega með spa aðgang allan ársins hring sem maður áttar sig ekki á hvað eru mikil lífsgæði fólgin í. Ég fer beint af flugvellinum í sund.“

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
1
Fréttir

„Mynd af mér á bik­iníi skað­ar eng­an“

Með því að birta mynd­ir af lík­ama sín­um hef­ur Lilja Gísla­dótt­ir kall­að yf­ir sig at­huga­semd­ir fólks um að hún sé að „ýta und­ir að aðr­ir vilji vera feit­ir.“ Hún seg­ir óskilj­an­legt að fólk hafi svo mikl­ar skoð­an­ir á holdafari henn­ar, og annarra, því það hafi eng­in áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
2
Fréttir

Bjarni und­ir í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar

Sú end­ur­skoð­un­ar­áætl­un sem lagt var af stað með í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar á sölu rík­is­ins á hlut­um í Ís­lands­banka snýr fyrst og fremst að Banka­sýslu rík­is­ins. Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir að fjár­mála­ráð­herra og ráðu­neyti hans séu líka und­ir og að áætl­un­in taki breyt­ing­um eft­ir því sem rann­sókn­inni vindi fram.
Djarfar fullyrðingar eftir hálftíma vettvangsferð plastsendinefndar
3
FréttirPlastið fundið

Djarf­ar full­yrð­ing­ar eft­ir hálf­tíma vett­vangs­ferð plast­sendi­nefnd­ar

Úr­vinnslu­sjóð­ur ætl­ar ekk­ert að að­haf­ast vegna ís­lenska plasts­ins sem fannst í vöru­húsi í Sví­þjóð. Sendi­nefnd sem fór á stað­inn og komst að þeirri nið­ur­stöðu að þar væri ein­ung­is lít­ið magn af ís­lensku plasti virð­ist hafa byggt þá nið­ur­stöðu sína á hæpn­um for­send­um. Full­yrð­ing­ar í skýrslu nefnd­ar­inn­ar stand­ast ekki skoð­un.
Stjarnfræðilegur kostnaður Úkraínustríðsins
4
FréttirÚkraínustríðið

Stjarn­fræði­leg­ur kostn­að­ur Úkraínu­stríðs­ins

Mörg hundruð falla í inn­rás Rússa í Úkraínu á degi hverj­um, mann­tjón­ið eykst sí­fellt og ólýs­an­leg­ar hörm­ung­ar þar víða dag­legt brauð. Þess ut­an eru efna­hags­leg­ar ham­far­ir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raun­ar hafn­ar áð­ur en inn­rás­in hófst. Út­lit­ið var svart fyr­ir en nú er stór hluti lands­ins ein rjúk­andi rúst og vegna land­lægr­ar spill­ing­ar mun reyn­ast erfitt að fá fjár­hags­að­stoð er­lend­is frá til upp­bygg­ing­ar að stríðs­lok­um.
Reykvísk skrifstofukona umlukin svartadauða
5
Viðtal

Reyk­vísk skrif­stofu­kona um­lukin svarta­dauða

Auð­ur Har­alds rit­höf­und­ur seg­ir að Guð sé al­gjör­lega að­gerð­ar­laus og þess vegna sé tit­ill bók­ar henn­ar sem var að koma út: Hvað er Drott­inn að drolla? Sag­an fjall­ar um reyk­víska skrif­stofu­konu í nú­tím­an­um sem fer í tíma­ferða­lag alla leið aft­ur til árs­ins 1346 og lend­ir inni í miðj­um svarta­dauða.
„Það er búið að borga fyrir þetta“
6
FréttirPlastið fundið

„Það er bú­ið að borga fyr­ir þetta“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son um­hverf­is­ráð­herra seg­ir að það eigi að end­ur­vinna ís­lenska plast­ið sem fannst í vöru­húsi í Sví­þjóð, enda sé bú­ið að borga fyr­ir það.
Skýrslan um Laugaland frestast enn
7
FréttirLaugaland/Varpholt

Skýrsl­an um Lauga­land frest­ast enn

Til stóð að kynna ráð­herr­um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á því hvort börn hefðu ver­ið beitt of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi á morg­un, 29. júní. Ekki verð­ur af því og enn er alls óvíst hvenær skýrsl­an verð­ur gef­in út.

Mest deilt

Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
1
Fréttir

Son­ur­inn varð sterk­ari eft­ir að hann kom út sem trans

Sigga Ey og syst­urn­ar héldu uppi mál­stað trans ein­stak­linga í Eurovisi­on. Son­ur henn­ar glímdi við mikla van­líð­an þeg­ar hann var að kom­ast á kyn­þroska­ald­ur. Þeg­ar hann kom út sem trans rétti hann bet­ur úr sér og varð frjáls.
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
2
Fréttir

„Ég mun aldrei fyr­ir­gefa þeim“

Krist­ín Sól­ey Krist­ins­dótt­ir seg­ist aldrei muni fyr­ir­gefa sam­fé­lag­inu í Garði fyr­ir að hafa brugð­ist dótt­ur henn­ar og út­hróp­að sem lyg­ara eft­ir að hún greindi frá því þeg­ar hún var tólf ára að mað­ur í bæn­um hefði beitt hana kyn­ferð­isof­beldi, fyrst þeg­ar hún var átta ár göm­ul. Mað­ur­inn sem var á sex­tugs­aldri á þess­um tíma var dæmd­ur í átján mán­aða fang­elsi fyr­ir að hafa ít­rek­að beitt Lilju, dótt­ur Krist­ín­ar Sól­eyj­ar, of­beldi.
Konur í Bandaríkjunum hafa verið sviptar réttinum til þungunarrofs
3
Fréttir

Kon­ur í Banda­ríkj­un­um hafa ver­ið svipt­ar rétt­in­um til þung­un­ar­rofs

Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna snéri við fyrri nið­ur­stöðu sem tryggðu rétt kvenna til að láta rjúfa með­göngu. Rétt­ur­inn var tryggð­ur fyr­ir fimm­tíu ár­um síð­an í máli Roe gegn Wade en nú hef­ur dóm­stóll­inn ákveð­ið að stjórn­ar­skrá lands­ins tryggi ekki sjálfs­ákvörð­un­ar­rétt kvenna. Fóst­ur­eyð­ing­ar urðu sjálf­krafa bann­að­ar í fjölda fylkja við upp­kvaðn­ingu dóms­ins.
Jón Trausti Reynisson
4
Leiðari

Jón Trausti Reynisson

Meist­ar­ar mála­miðl­ana

Hvers vegna skil­ur fólk ekki fórn­ir Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur?
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
5
Fréttir

„Mynd af mér á bik­iníi skað­ar eng­an“

Með því að birta mynd­ir af lík­ama sín­um hef­ur Lilja Gísla­dótt­ir kall­að yf­ir sig at­huga­semd­ir fólks um að hún sé að „ýta und­ir að aðr­ir vilji vera feit­ir.“ Hún seg­ir óskilj­an­legt að fólk hafi svo mikl­ar skoð­an­ir á holdafari henn­ar, og annarra, því það hafi eng­in áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
Hvað kom fyrir Kidda?
6
Rannsókn

Hvað kom fyr­ir Kidda?

Hálfri öld eft­ir að til­kynnt var um bíl­slys í Óshlíð á milli Bol­ung­ar­vík­ur og Ísa­fjarð­ar er lög­regl­an loks að rann­saka hvað átti sér stað. Lík Krist­ins Hauks Jó­hann­es­son­ar, sem lést í slys­inu, var graf­ið upp og bein hans rann­sök­uð. Son­ur og hálf­bróð­ir Krist­ins urðu til þess yf­ir­völd skoða loks­ins, marg­saga vitni og mynd­ir af vett­vangi sem urðu til þess að mál­ið var tek­ið upp að nýju.
Fundu týndar dagbækur Bíbíar: „Hún fékk aldrei séns“
7
Menning

Fundu týnd­ar dag­bæk­ur Bíbí­ar: „Hún fékk aldrei séns“

Sagn­fræð­ing­arn­ir Sól­veig Ólafs­dótt­ir og Sig­urð­ur Gylfi Magnús­son og pró­fess­or­inn Guð­rún Val­gerð­ur Stef­áns­dótt­ir fundu nýj­ar heim­ild­ir eft­ir Bjargeyju Kristjáns­dótt­ur, eða Bíbí, þeg­ar þau voru að kynna nýja bók henn­ar í Skaga­firði. Saga Bjargeyj­ar er átak­an­leg en henni var kom­ið fyr­ir á öldrun­ar­heim­ili á Blönduósi þeg­ar hún var á fer­tugs­aldri en hún var með efna­skipta­sjúk­dóm sem lít­il þekk­ing var á ár­ið 1927 þeg­ar hún fædd­ist.

Mest lesið í vikunni

„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
1
Fréttir

„Ég mun aldrei fyr­ir­gefa þeim“

Krist­ín Sól­ey Krist­ins­dótt­ir seg­ist aldrei muni fyr­ir­gefa sam­fé­lag­inu í Garði fyr­ir að hafa brugð­ist dótt­ur henn­ar og út­hróp­að sem lyg­ara eft­ir að hún greindi frá því þeg­ar hún var tólf ára að mað­ur í bæn­um hefði beitt hana kyn­ferð­isof­beldi, fyrst þeg­ar hún var átta ár göm­ul. Mað­ur­inn sem var á sex­tugs­aldri á þess­um tíma var dæmd­ur í átján mán­aða fang­elsi fyr­ir að hafa ít­rek­að beitt Lilju, dótt­ur Krist­ín­ar Sól­eyj­ar, of­beldi.
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
2
Fréttir

Son­ur­inn varð sterk­ari eft­ir að hann kom út sem trans

Sigga Ey og syst­urn­ar héldu uppi mál­stað trans ein­stak­linga í Eurovisi­on. Son­ur henn­ar glímdi við mikla van­líð­an þeg­ar hann var að kom­ast á kyn­þroska­ald­ur. Þeg­ar hann kom út sem trans rétti hann bet­ur úr sér og varð frjáls.
„Það bara hrundi allt“
3
Eigin Konur#93

„Það bara hrundi allt“

Krist­ín Sól­ey Krist­ins­dótt­ir, mamma Lilju Bjark­lind sem sagði sögu sína í Eig­in kon­um fyr­ir nokkr­um vik­um, stíg­ur nú fram í þætt­in­um og tal­ar um of­beld­ið sem dótt­ir henn­ar varð fyr­ir og af­leið­ing­ar þess. Hún seg­ir að allt hafi hrun­ið þeg­ar Lilja, þá tólf ára, sagði henni frá því að mað­ur sem stóð til að myndi flytja inn til fjöl­skyld­unn­ar, hefði beitt hana kyn­ferð­is­legu of­beldi. Krist­ín Sól­ey seg­ir mik­il­vægt að öll fjöl­skyld­an fái við­un­andi að­stoð eft­ir svona áföll því fjöl­skyld­ur skemm­ist þeg­ar börn eru beitt of­beldi. Hún seg­ir að sam­fé­lag­ið hafi brugð­ist Lilju og allri fjöl­skyld­unni.
Illugi Jökulsson
4
Pistill

Illugi Jökulsson

Þeg­ar full­orð­ið fólk ger­ir sig að fífli

Rétt eins og flokk­ur­inn hef­ur þeg­ar sann­að að hann er ekki leng­ur vinstri­hreyf­ing með þjónk­un sinni við efna­hags­stefnu Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þá er nú morg­un­ljóst að hann er ekki held­ur grænt fram­boð, skrif­ar Ill­ugi Jök­uls­son um Vinstri græn.
„Ég lifði tvöföldu lífi þar sem ég þóttist vera harður gaur“
5
Fréttir

„Ég lifði tvö­földu lífi þar sem ég þótt­ist vera harð­ur gaur“

Ant­on­ía Arna lýs­ir létt­in­um við að koma út sem trans og þung­bærri bið eft­ir kyn­leið­rétt­andi að­gerð. Hún hef­ur beð­ið í hátt í á þriðja ár. Bið­in tær­ir upp trans fólk og get­ur vald­ið al­var­leg­um and­leg­um veik­ind­um. Dæmi eru um að trans fólk þurfi að leggj­ast inn á sjúkra­hús sök­um þung­lyndi vegna þess.
Um Íslensku óperuna
6
Aðsent

Bjarni Thor Kristinsson

Um Ís­lensku óper­una

„Stað­reynd­ir þessa máls eru þær að stjórn óper­unn­ar og óperu­stjóri hafa feng­ið flesta ís­lenska söngv­ara upp á móti sér, þau hafa gerst sek um að brjóta kjara­samn­inga og þau hafa bara ekki ver­ið að setja upp óper­ur und­an­far­ið,“ skrif­ar Bjarni Thor Krist­ins­son, óperu­söngv­ari, í pistli um mál­efni Ís­lensku óper­unn­ar.
„Mynd af mér á bikiníi skaðar engan“
7
Fréttir

„Mynd af mér á bik­iníi skað­ar eng­an“

Með því að birta mynd­ir af lík­ama sín­um hef­ur Lilja Gísla­dótt­ir kall­að yf­ir sig at­huga­semd­ir fólks um að hún sé að „ýta und­ir að aðr­ir vilji vera feit­ir.“ Hún seg­ir óskilj­an­legt að fólk hafi svo mikl­ar skoð­an­ir á holdafari henn­ar, og annarra, því það hafi eng­in áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.

Mest lesið í mánuðinum

Hvað kom fyrir Kidda?
1
Rannsókn

Hvað kom fyr­ir Kidda?

Hálfri öld eft­ir að til­kynnt var um bíl­slys í Óshlíð á milli Bol­ung­ar­vík­ur og Ísa­fjarð­ar er lög­regl­an loks að rann­saka hvað átti sér stað. Lík Krist­ins Hauks Jó­hann­es­son­ar, sem lést í slys­inu, var graf­ið upp og bein hans rann­sök­uð. Son­ur og hálf­bróð­ir Krist­ins urðu til þess yf­ir­völd skoða loks­ins, marg­saga vitni og mynd­ir af vett­vangi sem urðu til þess að mál­ið var tek­ið upp að nýju.
„Ég mun aldrei fyrirgefa þeim“
2
Fréttir

„Ég mun aldrei fyr­ir­gefa þeim“

Krist­ín Sól­ey Krist­ins­dótt­ir seg­ist aldrei muni fyr­ir­gefa sam­fé­lag­inu í Garði fyr­ir að hafa brugð­ist dótt­ur henn­ar og út­hróp­að sem lyg­ara eft­ir að hún greindi frá því þeg­ar hún var tólf ára að mað­ur í bæn­um hefði beitt hana kyn­ferð­isof­beldi, fyrst þeg­ar hún var átta ár göm­ul. Mað­ur­inn sem var á sex­tugs­aldri á þess­um tíma var dæmd­ur í átján mán­aða fang­elsi fyr­ir að hafa ít­rek­að beitt Lilju, dótt­ur Krist­ín­ar Sól­eyj­ar, of­beldi.
Varar fólk við dimmum íbúðum í nýjum hverfum
3
Úttekt

Var­ar fólk við dimm­um íbúð­um í nýj­um hverf­um

Ekk­ert há­mark er á þétt­ingu byggð­ar nærri Borg­ar­línu. Ásta Loga­dótt­ir, einn helsti sér­fræð­ing­ur í ljósvist á Ís­landi, reyn­ir að fá sól­ar­ljós og dags­birtu bundna inn í bygg­ing­ar­reglu­gerð­ina. Hún seg­ir það hafa ver­ið sett í hend­urn­ar á al­menn­ingi að gæta þess að kaupa ekki fast­eign­ir án heilsu­sam­legs magns af dags­birtu.
Íslenski fréttaritarinn í boðsferð með Rússum: „Ísland ekki á góðri leið“
4
ViðtalÚkraínustríðið

Ís­lenski frétta­rit­ar­inn í boðs­ferð með Rúss­um: „Ís­land ekki á góðri leið“

Hauk­ur Hauks­son hef­ur ver­ið frétta­rit­ari í Moskvu í þrjá ára­tugi og hef­ur nú far­ið í þrjár boðs­ferð­ir með rúss­neska hern­um í Aust­ur-Úkraínu. Hauk­ur tel­ur fjölda­morð Rússa í Bucha „hlægi­legt dæmi“ um „setup“, en trú­ir því ekki að rúss­neski her­inn blekki hann.
Sonurinn varð sterkari eftir að hann kom út sem trans
5
Fréttir

Son­ur­inn varð sterk­ari eft­ir að hann kom út sem trans

Sigga Ey og syst­urn­ar héldu uppi mál­stað trans ein­stak­linga í Eurovisi­on. Son­ur henn­ar glímdi við mikla van­líð­an þeg­ar hann var að kom­ast á kyn­þroska­ald­ur. Þeg­ar hann kom út sem trans rétti hann bet­ur úr sér og varð frjáls.
Toppar ákæru- og lögregluvalds í Namibíu á Íslandi vegna Samherjamáls
6
FréttirSamherjaskjölin

Topp­ar ákæru- og lög­reglu­valds í Namib­íu á Ís­landi vegna Sam­herja­máls

Rík­is­sak­sókn­ari Namib­íu og yf­ir­mað­ur namib­ísku spill­ing­ar­lög­regl­unn­ar, hafa ver­ið á Ís­landi frá því fyr­ir helgi og fund­að með hér­lend­um rann­sak­end­um Sam­herja­máls­ins. Fyr­ir viku síð­an fund­uðu rann­sak­end­ur beggja landa sam­eig­in­lega í Haag í Hollandi og skipt­ust á upp­lýs­ing­um. Yf­ir­menn namib­ísku rann­sókn­ar­inn­ar hafa ver­ið í sendi­nefnd vara­for­set­ans namib­íska, sem fund­að hef­ur um framsals­mál Sam­herja­manna við ís­lenska ráð­herra.
Fundu týndar dagbækur Bíbíar: „Hún fékk aldrei séns“
7
Menning

Fundu týnd­ar dag­bæk­ur Bíbí­ar: „Hún fékk aldrei séns“

Sagn­fræð­ing­arn­ir Sól­veig Ólafs­dótt­ir og Sig­urð­ur Gylfi Magnús­son og pró­fess­or­inn Guð­rún Val­gerð­ur Stef­áns­dótt­ir fundu nýj­ar heim­ild­ir eft­ir Bjargeyju Kristjáns­dótt­ur, eða Bíbí, þeg­ar þau voru að kynna nýja bók henn­ar í Skaga­firði. Saga Bjargeyj­ar er átak­an­leg en henni var kom­ið fyr­ir á öldrun­ar­heim­ili á Blönduósi þeg­ar hún var á fer­tugs­aldri en hún var með efna­skipta­sjúk­dóm sem lít­il þekk­ing var á ár­ið 1927 þeg­ar hún fædd­ist.

Nýtt á Stundinni

Skýrslan um Laugaland frestast enn
FréttirLaugaland/Varpholt

Skýrsl­an um Lauga­land frest­ast enn

Til stóð að kynna ráð­herr­um nið­ur­stöð­ur rann­sókn­ar á því hvort börn hefðu ver­ið beitt of­beldi á með­ferð­ar­heim­il­inu Laugalandi á morg­un, 29. júní. Ekki verð­ur af því og enn er alls óvíst hvenær skýrsl­an verð­ur gef­in út.
Fréttir

„Mynd af mér á bik­iníi skað­ar eng­an“

Með því að birta mynd­ir af lík­ama sín­um hef­ur Lilja Gísla­dótt­ir kall­að yf­ir sig at­huga­semd­ir fólks um að hún sé að „ýta und­ir að aðr­ir vilji vera feit­ir.“ Hún seg­ir óskilj­an­legt að fólk hafi svo mikl­ar skoð­an­ir á holdafari henn­ar, og annarra, því það hafi eng­in áhrif á aðra hvort hún sé mjó eða feit.
793. spurningaþraut: Nú er eins gott að þið þekkið heiðhvolfið
ÞrautirSpurningaþrautin

793. spurn­inga­þraut: Nú er eins gott að þið þekk­ið heið­hvolf­ið

Fyrri auka­spurn­ing: Hver er á mynd­inni hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Í hvaða skáld­sögu Hall­dórs Lax­ness má lesa um per­són­una Ástu Sóllilju? 2.  Hvað heit­ir am­er­íska teikni­myndaserí­an Pe­anuts á ís­lensku? 3.  Í hve mik­illi hæð yf­ir yf­ir­borði Jarð­ar byrj­ar heið­hvolf­ið (á ensku stratosph­ere)? 4.  Hvað hét eig­in­mað­ur Elísa­bet­ar Eng­lands­drottn­ing­ar hinn­ar seinni? 5.  Hver gaf út hljóm­plöt­una Vespert­ine fyr­ir 21 ári?...
Bjarni undir í rannsókn Ríkisendurskoðunar
Fréttir

Bjarni und­ir í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar

Sú end­ur­skoð­un­ar­áætl­un sem lagt var af stað með í rann­sókn Rík­is­end­ur­skoð­un­ar á sölu rík­is­ins á hlut­um í Ís­lands­banka snýr fyrst og fremst að Banka­sýslu rík­is­ins. Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir að fjár­mála­ráð­herra og ráðu­neyti hans séu líka und­ir og að áætl­un­in taki breyt­ing­um eft­ir því sem rann­sókn­inni vindi fram.
Jordan Peterson í femínísku ljósi - Unnur Gísladóttir
Karlmennskan#96

Jor­d­an Peter­son í femín­ísku ljósi - Unn­ur Gísla­dótt­ir

„Það er erfitt fyr­ir mig að kjarna gagn­rýni á Jor­d­an Peter­son því hún er marglaga en ef ég ætti að gera það þá er það van­hæfni hans til að setja sig í spor jað­ar­settra hópa eða kvenna.“ seg­ir Unn­ur Gísla­dótt­ir mann­fræð­ing­ur og fram­halds­skóla­kenn­ari. Unn­ur hef­ur les­ið all­ar bæk­ur Jor­d­an Peter­son og lík­lega inn­byrt meira magn af efni eft­ir hann held­ur en marg­ur að­dá­and­inn. Unn­ur er hins veg­ar lít­ill að­dá­andi og fær­ir okk­ur gagn­rýni sína þar sem hún varp­ar femín­ísku ljósi á mál­flutn­ing Jor­d­an Peter­son. Fyr­ir þau sem ekki kann­ast við mann­inn þá er hann af­ar um­deild­ur pró­fess­or í sál­fræði sem virð­ist ná sér­stak­lega vel til karl­manna og er vin­sæll fyr­ir­les­ari um heim all­an og kom m.a. fram í Há­skóla­bíó um liðna helgi. Um­sjón: Þor­steinn V. Ein­ars­son Tónlist: Mr. Silla - Nar­uto (án söngs) Þátt­ur­inn er í boði bak­hjarla Karl­mennsk­unn­ar, Dom­in­os, Veg­an­búð­ar­inn­ar og The Bo­dy Shop.
„Það er búið að borga fyrir þetta“
FréttirPlastið fundið

„Það er bú­ið að borga fyr­ir þetta“

Guð­laug­ur Þór Þórð­ar­son um­hverf­is­ráð­herra seg­ir að það eigi að end­ur­vinna ís­lenska plast­ið sem fannst í vöru­húsi í Sví­þjóð, enda sé bú­ið að borga fyr­ir það.
792. spurningaþraut: Stígvél hér og stígvél þar
ÞrautirSpurningaþrautin

792. spurn­inga­þraut: Stíg­vél hér og stíg­vél þar

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað er að ger­ast á þess­ari mynd hér að of­an? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvaða fyrr­ver­andi þing­mað­ur tók við sem rit­stjóri Frétta­blaðs­ins í fyrra? 2.  William Henry Gates III fædd­ist í Banda­ríkj­un­um 1952. Fað­ir hans var vel met­inn lög­fræð­ing­ur og móð­ir hans kenn­ari og kaup­sýslu­kona. Bæði létu heil­mik­ið að sér kveða í bar­áttu fyr­ir skárra sam­fé­lagi. En hvað af­rek­aði...
Stjarnfræðilegur kostnaður Úkraínustríðsins
FréttirÚkraínustríðið

Stjarn­fræði­leg­ur kostn­að­ur Úkraínu­stríðs­ins

Mörg hundruð falla í inn­rás Rússa í Úkraínu á degi hverj­um, mann­tjón­ið eykst sí­fellt og ólýs­an­leg­ar hörm­ung­ar þar víða dag­legt brauð. Þess ut­an eru efna­hags­leg­ar ham­far­ir að eiga sér stað í Úkraínu en þær voru raun­ar hafn­ar áð­ur en inn­rás­in hófst. Út­lit­ið var svart fyr­ir en nú er stór hluti lands­ins ein rjúk­andi rúst og vegna land­lægr­ar spill­ing­ar mun reyn­ast erfitt að fá fjár­hags­að­stoð er­lend­is frá til upp­bygg­ing­ar að stríðs­lok­um.
Reykvísk skrifstofukona umlukin svartadauða
Viðtal

Reyk­vísk skrif­stofu­kona um­lukin svarta­dauða

Auð­ur Har­alds rit­höf­und­ur seg­ir að Guð sé al­gjör­lega að­gerð­ar­laus og þess vegna sé tit­ill bók­ar henn­ar sem var að koma út: Hvað er Drott­inn að drolla? Sag­an fjall­ar um reyk­víska skrif­stofu­konu í nú­tím­an­um sem fer í tíma­ferða­lag alla leið aft­ur til árs­ins 1346 og lend­ir inni í miðj­um svarta­dauða.
Djarfar fullyrðingar eftir hálftíma vettvangsferð plastsendinefndar
FréttirPlastið fundið

Djarf­ar full­yrð­ing­ar eft­ir hálf­tíma vett­vangs­ferð plast­sendi­nefnd­ar

Úr­vinnslu­sjóð­ur ætl­ar ekk­ert að að­haf­ast vegna ís­lenska plasts­ins sem fannst í vöru­húsi í Sví­þjóð. Sendi­nefnd sem fór á stað­inn og komst að þeirri nið­ur­stöðu að þar væri ein­ung­is lít­ið magn af ís­lensku plasti virð­ist hafa byggt þá nið­ur­stöðu sína á hæpn­um for­send­um. Full­yrð­ing­ar í skýrslu nefnd­ar­inn­ar stand­ast ekki skoð­un.
791. spurningaþraut: Picasso málaði portrett af ... hvaða konu?
ÞrautirSpurningaþrautin

791. spurn­inga­þraut: Picasso mál­aði portrett af ... hvaða konu?

Fyrri auka­spurn­ing: Hvað heit­ir þetta fjall? * Að­al­spurn­ing­ar: 1.  Hvaða vin­sæla hljóm­sveit sendi frá sér plöt­una Their Satanic Maj­esties Requ­est ár­ið 1967? 2.  Hver var þá að­al gít­ar­leik­ari hljóm­sveit­ar­inn­ar?   3.  Dönsk yf­ir­völd og sér í lagi for­sæt­is­ráð­herr­ann hafa nú feng­ið skömm í hatt­inn hjá op­in­berri rann­sókn­ar­nefnd í Dan­mörku vegna fram­göngu sinn­ar í máli sem sner­ist um ákveðna dýra­teg­und. Hvaða dýr voru...
Myndi örugglega aldrei fara neitt ef hún vissi allt
MenningHús & Hillbilly

Myndi ör­ugg­lega aldrei fara neitt ef hún vissi allt

Covid-far­ald­ur­inn birt­ist ljós­lif­andi á nýj­asta lista­verki lista­kon­unn­ar Eirún­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, Raun­tím­ar­efl­in­um, sem var saumað­ur með­an á far­aldr­in­um stóð. Ref­ill­inn tók mið af stöðu far­ald­urs­ins á hverj­um tíma og var loka­út­kom­an því ekki fyr­ir­fram ákveð­in.