Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Fyrrverandi verkalýðsforingi sakaður um verkfallsbrot á Morgunblaðinu

Stefán Ein­ar Stef­áns­son, frétta­stjóri við­skipta á Morg­un­blað­inu og fyrr­ver­andi formað­ur VR, er í hópi þeirra blaða­manna sem eru tald­ir hafa fram­ið verk­falls­brot. Blaða­manna­fé­lag Ís­lands stefndi Ár­vakri fyr­ir Fé­lags­dóm vegna verk­falls­brota. Í dag birt­ust frétt­ir aft­ur á með­an verk­falli stóð.

Fyrrverandi verkalýðsforingi sakaður um verkfallsbrot á Morgunblaðinu
Stefán Einar Stefánsson Fréttastjórinn er fyrrverandi formaður VR.

Annað verkfall blaðamanna í Blaðamannafélagi Íslands hófst klukkan 10:00 í morgun og mun það standa til klukkan 18:00 í dag. Engu að síður hafa fjöldamargar fréttir birst á vef Morgunblaðsins, Mbl.is, eftir að verkfallið hófst, sem brýtur í bága við túlkun og viðmið Blaðamannfélagsins á framkvæmd verkfallsins. Fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu segir að formaður Blaðamannafélagsins stýri ekki hans vinnu og að fréttir sem hann hefur skrifað muni birtast á meðan að á verkfallinu stendur.

Fyrsta verkstöðvun Blaðamannfélagsins í kjaradeilum þess við Samtök atvinnulífsins fór fram síðastliðinn föstudag og stóð þá í fjóra tíma. Á þeim tíma birtist á þriðja tug frétta á mbl.is og túlkar Blaðamannafélagið það sem verkfallsbrot og hefur stefnt Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, fyrir Félagsdóm vegna verkfallsbrota.

Ber ábyrgð á birtingu frétta í verkfalli

Í dómkröfum Blaðamannafélagsins er þess krafist að viðurkennt verði að Árvakur hafi brotið lög um stéttarfélög og vinnudeilur með því að hafa falið níu manns að sinna störfum á mbl.is á meðan að á verkfallinu stóð. Meðal þeirra sem taldir eru upp í stefnunni eru Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskiptafrétta, sem höfundur fréttar með fyrirsögninni „Hægir á eignaaukningunni“, sem birtist klukkan 11:00, klukkutíma eftir að verkfall hófst.

Stefán Einar er siðfræðingur og fyrrverandi formaður VR stéttarfélags. Meðal annarra sem nefnir eru í stefnu Blaðamannafélagsins er Auðunn Georg Ólafsson, sem ráðinn var fréttastjóri Útvarps árið 2005. Hann tók til starfa 1. apríl 2005 en lét af störfum samdægurs, eftir að hafa orðið tvísaga í viðtali og eftir hörð mótmæli fréttamanna á Ríkisútvarpinu við ráðningu hans.  

„Ég skrifaði þessa frétt og þú getur bara flett upp á því sjálfur á mbl.is að hún birtist á þessum tíma,“ segir Stefán Einar í samtali við Stundina. Spurður hvort hann hafi birt hana á umræddum tíma segir Stefán Einar að hann beri jú ábyrgð á því að fréttin hafi birst á meðan að á vinnustöðvun stóð.

„Hjálmar Jónsson er bara enginn verkstjóri yfir mér eða öðru starfsfólki hér“

Morgunblaðið hefur sem fyrr segir birt fjölda frétta í dag síðan verkfall hófst klukkan 10:00. Spurður hvort hann hafi skrifað einhverjar þær frétta segist Stefán Einar ekki hafa yfirlit yfir það. „Ég geri ráð fyrir því að í dag muni birtast fréttir sem að ég hef skrifað, í gær og í morgun áður en verkstöðvun hófst.“

Hafnar verkfallsbrotum á Morgunblaðinu

Þegar Stefáni Einari er bent á að það sé túlkun Blaðamannafélagsins að ekki sé heimilt að tímastilla fréttir til birtingar á meðan að á verkstöðvun standi svarar hann: „Hjálmar Jónsson [formaður Blaðamannafélagsins] er bara enginn verkstjóri yfir mér eða öðru starfsfólki hér.“ Stefán segir að hann líti ekki svo á að hann sé með því að tímastilla fréttir til birtingar á meðan að á verkfallinu standi sé hann að gerast verkfallsbrjótur. „Mér dytti að sjálfsögðu aldrei í hug að brjóta verkfallslög, þó að Hjálmar Jónsson haldi öðru fram. Ég hef einfaldlega fylgt þeim viðmiðum sem að hafa verið gefin út af Samtökum atvinnulífsins um það hvernig að þessu skuli staðið, og er það byggt á dómafordæmum Félagsdóms. Þannig að það er alveg á hreinu af minni hálfu að öll þau skrif sem ég hef komið að á föstudaginn fyrir viku, og einnig í dag, séu vel innan þeirra marka og ég myndi ekki taka þátt í að gera eitthvað sem teldist verkfallsbrot.“

Spurður hvort hann viti til þess að verið sé að brjóta verkfallslög hjá Morgunblaðinu neitar Stefán Einar því og segir að ef svo væri þá kæmi það sér verulega á óvart. „Ég held að það sé alveg útilokað að mönnum dytti það í hug.“ Þegar bent er á meðal þeirra frétta sem birst hafa á vef Morgunblaðsins eftir að verkstöðvun hófst sé meðal annars frétt byggð á tilkynningu Síldarvinnslunnar, sem birt var eftir að verkfall blaðamanna hófst, og Stefán Einar spurður hvort það sé þá ekki verkfallsbrot bendir Stefán Einar á að bæði hafi ritstjórar heimild til að skrifa fréttir á meðan að á verkfallinu standi og eins séu starfandi blaðamenn á mbl.is sem ekki séu félagar í Blaðamannafélaginu. Hann gangi út frá því að einhver úr þeim hópi hafi skrifað umrædda frétt, sem ekki er merkt neinum ákveðnum blaðamanni. „Ég er búinn að segja þér að ég lít svo á að hér séu engin verkfallsbrot framin. Þessi frétt skrifar sig ekki sjálf.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fjölmiðlamál

Hundruð milljóna taprekstur fjölmiðla telst ekki til fjárhagserfiðleika
ÚttektFjölmiðlamál

Hundruð millj­óna ta­prekst­ur fjöl­miðla telst ekki til fjár­hagserf­ið­leika

Stærst­ur hluti Covid-styrkja til fjöl­miðla fer til þriggja sem töp­uðu hundruð­um millj­óna í fyrra. Lilja Al­freðs­dótt­ir mennta­mála­ráð­herra vildi að smærri miðl­ar fengju meira. And­staða var á Al­þingi og ekki er vit­að hvort fjöl­miðla­frum­varp verð­ur aft­ur lagt fram. Pró­fess­or seg­ir pen­ing­um aus­ið til hags­muna­að­ila.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
3
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu