Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Tólf ára drengur lést af óútskýrðum orsökum

Aron Andri Hall Arn­ars­son lést í svefni eft­ir að hann kom heim í Grafar­holt­ið úr Flórída­ferð. Dánar­or­sök­in er rann­sök­uð af þýsk­um sér­fræð­ingi.

Tólf ára drengur lést af óútskýrðum orsökum
Aron Andri Hall Arnarsson Arons er sárt saknað, en hann fékk meðal annars verðlaun í Ingunnarskóla fyrir að koma vel fram við samnemendur sína.

Daginn eftir að hinn tólf ára gamli Aron Andri Hall Arnarsson kom heim úr mánaðarferðalagi til Flórída með fjölskyldunni fyrir tveimur vikum lést hann í svefni á óútskýrðan hátt.

Andlát hans var fjölskyldunni gríðarlegt áfall og hafa aðstandendur foreldra hans, Sigurrósar Gísladóttur og Arnars Más Hall Guðmundssonar, blásið til söfnunar til að styrkja þau vegna kostnaðarins sem fylgir útför, töpuðum vinnustundum og fleiri veraldlegum röskunum sem hljótast af ástvinamissi. 

Aron skilur eftir sig fjölda ástvina, þar á meðal tvær systur, þriggja og 18 ára.

Engan grunaði að Aron væri með undirliggjandi alvarlegt mein. Hann fékk þó flogakast fyrir um ári síðan, en ekki hefur verið sýnt fram á að það tengist skyndilegu andláti hans.

„Dánarorsökin verður trúlega titluð sem óútskýrð,“ segir Pétur Þór Hall Guðmundsson, föðurbróðir Arons, í samtali við Stundina. „Þetta var að öllum líkindum ekki vegna flogakasts. Þýskur sérfræðingur framkvæmdi krufninguna og tók sýni til ræktunar í Þýskalandi. Við fáum væntanlega niðurstöður í september. Ef það er þá hægt að finna eitthvað. Þetta er bara óútskýrt, hann varð bráðkvaddur, líkt og vöggudauði, eða þannig. Þetta er ekki algengt, var okkur sagt.“

Aron Andri með systur sinni
Aron Andri með systur sinni Hann skilur eftir sig þriggja ára og 18 ára systur.

Framúrskarandi nemandi og skólafélagi

Aron Andri var nemandi í Ingunnarskóla í Grafarholti og hlaut meðal annars hvatningarverðlaun skólans 2012-2013 fyrir samviskusemi, kurteisi, jákvæðni og fyrir að hafa verið framúrskarandi nemandi, hugmyndaríkur og listrænn. Áður hafði hann verið í leikskólanum Maríuborg frá 2006 til 2009. Hann bjó í Grafarholtinu alla sína tíð.

Aron hafði mikinn áhuga á hvers kyns hönnun og sköpun. Pétur Þór, föðurbróðir hans, segir að hann hafi haft ákveðna eiginleika verkfræðings. „Hann tók eftir öllu sem var öðruvísi en annað. Það sem fangaði augað hans.“ Þegar Aron kom í heimsókn til Péturs horfði hann gjarnan á fræðsluþáttinn How It’s Made, sem fjallar um hvernig þekktir manngerðir hlutir í umhverfi okkar eru hannaðir og framleiddir. Hann fann áhuganum meðal annars farveg í tölvuleiknum Minecraft, sem snýst um að safna hráefni og byggja úr því, og legókubbum, en hann átti mikið safn þeirra.

Haldin var minningarstund í Guðríðarkirkju í Grafarholti síðastliðinn miðvikudag þar sem skólafélagar, starfsmenn skólans, vinir og fleiri úr hverfinu minntust Arons Andra. 

Nýkominn úr draumaferð til Flórída

Fjölskyldan hafði safnað fyrir Flórídaferð sem varð loksins að veruleika í sumar. Þau dvöldu þar í mánuð og fóru í skemmtigarða og fleira. Aron undi sér vel. Á heimleiðinni sagði hann foreldrum sínum að hann væri þakklátur. Foreldrar hans rifjuðu upp þessi orð hans í minningargrein um hann sem þau birtu í Morgunblaðinu.
„Þú sagðir oft við okkur úti að þú værir „þakklátur“ og á heimleiðinni sagðir þú að þú værir þakklátur fyrir þessa ferð, það er dýrmætt að vita. Þú notaðir þetta orð „þakklátur“ oft og það er eitt af mörgu sem við munum reyna að læra af þér, þakklæti og vera góð við hvert annað!“

„Broskarlinn okkar“

Móðir og faðir Arons telja sig hafa lært margt af samverunni með honum og munu varðveita hana. Þau eru þakklát fyrir að hafa fengið mánuð með honum og fjölskyldunni allri áður en hann féll skyndilega frá. Þau lýsa honum í minningargreininni.

„Þú faðmaðir okkur mörgum sinnum á dag, faðmaðir okkur alltaf áður en þú fórst að sofa og passaðir upp á að eiga smá stund í faðmi okkar fyrir svefninn, lagðir höfuðið að bringu okkar og þér leið þá svo vel og brostir þínu fallega brosi til okkar, það var svo yndislegt og við búum við það það sem eftir er. Bros þitt var einstakt, enda kölluðum við þig oft „broskarlinn okkar“. Þú fékkst okkur til að brosa bæði þegar við vorum eitthvað súr og líka utan þess og þá léstu okkur bara brosa, komst með fallega andlitið þitt fyrir framan andlitin á okkur og settir upp þitt einstaka bros og hættir ekki fyrr en við brostum á móti, þvílíkur eiginleiki! Þú sagðir mörgum sinnum á dag „mér þykir vænt um þig“ og „mér þykir vænt um ykkur“ við okkur hin í fjölskyldunni, væntumþykja þín var og er ómetanleg og það er eitt af mörgu sem við viljum læra af þínu lífsskeiði hér á jörðinni. Þú kenndir okkur hvað ást er dýrmæt, hvað bros gerir mikla galdra og hvað einlægni og hreinskilni er mikilvæg. Við ætlum að taka þetta með okkur áfram lífsveginn og við vitum að þú fyrirgefur ef okkur tekst ekki nógu vel upp en við gerum okkar besta, þú hafðir mikil áhrif.“

Safnað fyrir fjölskylduna

Pétur og aðrir stórfjölskyldumeðlimir og aðstandendur hafa stofnað til söfnunar fyrir fjölskylduna til að reyna að lágmarka fjárhagsáhyggjur sem geta bæst við sorgina við ástvinamissi. Pétur setti eftirfarandi skilaboð á Facebook á dögunum:  

„Kæru ættingjar og vinir.
Síðastliðinn mánudag 10.08.2015 misstu þau Arnar og Sigurrós elsku Aron Andra son sinn. 

Aron Andri var 12 ára gamall og var þetta óvænt og mikið áfall.
Við erum öll slegin og okkur langar til að gera svo mikið til að hjálpa þeim. 
Við munum styrkja þau og okkur langar að biðja ykkur um að hjálpa okkur að létta undir með þeim með því að aðstoða við þann mikla kostnað sem fylgir andláti ástvinar eins og varðandi útför, vinnutap og fleira.
Minnum á að margt smátt gerir eitt stórt.
Ef þið sjáið ykkur fært um að hjálpa okkur að styrkja þau þá má leggja inn á reikning: 528-14-404005 kt. 190771-3859.
Arnar faðir Arons Andra er skráður fyrir reikningnum.
Með fyrirfram þökk,
Aðstandendur Arnars, Sigurrósar og fjölskyldu.“

Foreldrar Arons kvöddu hann í fyrrgreindri minningargrein með harm og von í hjarta: „Sjáumst seinna elsku besti Aron, við elskum þig endalaust og þú munt lifa áfram með okkur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
2
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
4
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
6
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
7
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár