Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Sagði sjö sinnum það sama og var stöðvaður af þáttastjórnanda: „Þú verður að vera með fleiri línur, þetta gengur ekki“

Ásmund­ur Ein­ar Daða­son, þing­flokks­formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins, end­ur­tók sömu full­yrð­ing­una sex sinn­um í Viku­lok­un­um á Rás 1, en loks bað þátta­stjórn­andi hann um að hætta.

Sagði sjö sinnum það sama og var stöðvaður af þáttastjórnanda: „Þú verður að vera með fleiri línur, þetta gengur ekki“

Ásmundur Einar Daðason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sagði sömu setninguna alls 7 sinnum í umræðum um Wintris-málið svonefnda í Vikulokunum á Rás 1 í morgun. Að lokum stöðvaði þáttastjórnandi hann og sagði: „Þetta er í þriðja skiptið sem þú segir þetta. Þú verður að vera með fleiri línur, þetta gengur ekki.“

Aðeins smávægilegar orðalagsbreytingar mátti greina í máli þingflokksformannsins þegar hann endurtók sex sinnum þá fullyrðingu að það lægi ljóst fyrir að forsætisráðherrahjónin, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Sigurlaug Pálsdóttir, hefðu greitt skatta af eignum sínum á Bresku jómfrúareyjunum. Stundin tók saman ummæli Ásmundar:

1. „Það hafa verið greiddir fullir skattar af þessu.“

2. „Ég held að það liggi alveg ljóst fyrir að það liggi yfirlýsingar fyrir um að það hafi verið greiddir skattar.“

3. „En það sem að liggur alveg ljóst fyrir er að það hafa verið greiddir skattar af þessu.“

4. „Það liggur ljóst fyrir að það hafa verið greiddir skattar af þessum fjárhæðum.“

5. „Það liggur ljóst fyrir yfirlýsingar frá þeirra endurskoðunarfyrirtækjum að það hafa verið greiddir skattar af þessu og það er alveg skýrt.“

6. „Það liggur algjörlega ljóst fyrir að skattar hafa verið greiddir af þessu og það er stóra málið.“

7. „Það liggur algerlega skýrt fyrir af hálfu hans að hann hefur sagt það og hans endurskoðendur, hans endurskoðendur hafa sagt það alveg skýrt að það hafi verið greiddir skattar.“

Í þættinum sagði Ásmundur einnig eftirfarandi:

„Stóra málið í þessu er það að menn hafi greitt skatta og skyldur af þessu sem þarna um ræðir.“

„Stóra málið í öllu þessu hér er að skattar séu greiddir hér á landi og ég hygg að það hafi ekkert komið upp annað í málefnum forsætisráðherra en að það hafi verið gert.“

„Forsætisráðherra hefur hins vegar sagt að hann hafi greitt sína skatta á Íslandi og ég hef enga ástæðu til að rengja það að svo sé.“

„Stóra málið í þessu er, og það hefur komið hérna fram, er hvort að menn hafi verið að greiða skatta af eignum sem eru í félögum erlendis.“

Þegar stefndi í að Ásmundur endurtæki sig enn einu sinni gafst Einar Þorsteinsson, þáttastjórnandi Vikulokanna, upp. „Þú ert búinn að segja þetta þrisvar sinnum,“ sagði hann. „Þetta er í þriðja skiptið sem þú segir þetta. Þú verður að vera með fleiri línur, þetta gengur ekki.“

Eins og fram kemur hér að ofan hafði Ásmundur þó sagt línuna mun oftar en þrisvar sinnum. 

Ljóst er jafnframt að fullyrðing Ásmundar stenst ekki fyllilega skoðun. Eins og fram kom á fundi stjórnarandstöðunnar með skattrannsóknarstjóra í gær hafa skattayfirvöld engin úrræði til að sannreyna þær upplýsingar sem eigendur aflandsfélaga gefa íslenskum skattayfirvöldum. Þá hefur Kjarninn greint frá því að forsætisráðherrahjónin svari engu um hvort sérstöku CFC framtali vegna aflandsfélagsins Wintris hafi verið skilað. 

Skemmst er að minnast þess að fyrr á árinu var einn af forsetaframbjóðendum Repúblikana, Marco Rubio, staðinn að því að segja fjórum sinnum sömu setninguna í kappræðum. „Let's dispel with this fiction that Barack Obama doesn't know what he's doing. He knows exactly what he's doing,“ sagði Rubio aftur og aftur. Í kjölfarið var hann hafður að háði og spotti í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þótti atvikið draga fram með skemmtilegum hætti hve varasamt það er fyrir stjórnmálamenn að styðjast eingöngu við talpunkta (e. talking points) í kappræðum.


Uppfært kl. 22:40:

Vefmiðillinn Nútíminn hefur klippt saman og birt upptöku af endurtekningum Ásmundar Einars, sjá hér

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórnin

Kristján Þór og Þorsteinn Már „nánir  vinir“ í skilningi stjórnsýslulaga
FréttirRíkisstjórnin

Kristján Þór og Þor­steinn Már „nán­ir vin­ir“ í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga

Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra og Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hafa ekki vilj­að svara spurn­ing­um um eðli vináttu sinn­ar. Sam­kvæmt hæfis­regl­um stjórn­sýslu­laga get­ur „ná­in vinátta“ haft áhrif á hæfi ráð­herra og annarra op­in­berra starfs­manna en í slíkri vináttu felst með­al ann­ars að menn um­gang­ist í frí­tíma sín­um.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.
Er gagnrýnin á pólitíska hræsni Vinstri grænna innihaldslítil?
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillRíkisstjórnin

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Er gagn­rýn­in á póli­tíska hræsni Vinstri grænna inni­halds­lít­il?

Þeir sem stíga fram og tala fyr­ir hræsni­laus­um stjórn­mál­um eru blind­að­ir af tál­sýn um út­ópíska póli­tík sem ekki fyr­ir­finnst í raun­veru­leik­an­um. Þetta er einn af þráð­un­um í bók bresks fræði­manns um hræsni í stjórn­mál­um. Hér er ákvörð­un Vinstri grænna um mögu­legt stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn skoð­uð út frá þess­ari bók.

Mest lesið

Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
1
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Heidelberg reyndi að beita Hafró þrýstingi fyrir opinn íbúafund í Ölfusi
3
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Heidel­berg reyndi að beita Hafró þrýst­ingi fyr­ir op­inn íbúa­fund í Ölfusi

Lög­manns­stof­an Logos sendi tölvu­póst fyr­ir hönd Heidel­berg með beiðni um að starfs­mað­ur Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar tæki ekki þátt í opn­um íbúa­fundi í Ölfusi. Starfs­mað­ur­inn hafði unn­ið rann­sókn um áhrif námu­vinnslu fyr­ir­tæk­is­ins á fiski­mið og hrygn­ing­ar­svæði nytja­stofna úti fyr­ir strönd Ölfuss. Skylda Hafró að upp­lýsa al­menn­ing seg­ir for­stjór­inn.
Hafró gagnrýnir „fordæmalausa framkvæmd“ Heidelberg í Ölfusi
6
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Hafró gagn­rýn­ir „for­dæma­lausa fram­kvæmd“ Heidel­berg í Ölfusi

Haf­rann­sókn­ar­stofn­un hef­ur skrif­að gagn­rýna um­sögn um fyr­ir­hug­aða efnis­töku þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg í Ölfusi. Fyr­ir­tæk­ið ætl­ar að taka tæp 12 þús­und tonn af efni á dag, eða sem nem­ur 358 ful­lest­uð­um flutn­inga­bíl­um, af hafs­botni. Hafró tel­ur fram­kvæmd­ina geta haft slæm áhrif á fiski­stofna sem hrygna á svæð­inu og að efn­istak­an geti breytt strand­lengj­unni til fram­búð­ar.
Fékk milljónir frá Reykjavíkurborg þrátt fyrir rangfærslur í umsókn
10
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Fékk millj­ón­ir frá Reykja­vík­ur­borg þrátt fyr­ir rang­færsl­ur í um­sókn

Í um­sókn til Reykja­vík­ur­borg­ar um styrk sagði Arn­ar Gunn­ar Hjálm­týs­son, rekstr­ar­að­ili áfanga­heim­ila Betra lífs, að þau væru í sam­starfi við Berg­ið headspace og Pieta, sam­tök sem kann­ast ekki við að vera eða hafa ver­ið í sam­starfi við Betra líf. Ekk­ert virð­ist hafa ver­ið gert hjá borg­inni til að sann­reyna það sem stóð í um­sókn­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hvað finnst forsetaframbjóðendunum um stríðið á Gaza?
2
FréttirForsetakosningar 2024

Hvað finnst for­setafram­bjóð­end­un­um um stríð­ið á Gaza?

Fé­lag­ið Ís­land-Palestína sendi for­setafram­bjóð­end­un­um bréf þar sem þeir voru spurð­ir út í af­stöðu þeirra til fram­göngu Ísra­els­hers á Gaza-svæð­inu. Þá voru fram­bjóð­end­urn­ir einnig beðn­ir um að svara því hvernig þeir sæju fyr­ir sér frjálsa Palestínu og hvort þeir muni beita sér fyr­ir frjálsri Palestínu nái þau kjöri.
Missti göngugetuna níu ára og missir „himnaríki“ ellefu ára
3
FréttirFlóttamenn

Missti göngu­get­una níu ára og miss­ir „himna­ríki“ ell­efu ára

Þó að lækn­ar telji mik­il­vægt að hinn ell­efu ára gamli Yaz­an, sem er með ágeng­an vöðvarýrn­un­ar­sjúk­dóm, haldi áfram í lækn­is­með­ferð tel­ur Kær­u­nefnd út­lend­inga­mála ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að vísa hon­um til lands sem hann hef­ur sem stend­ur eng­in rétt­indi í. „Ég hef unn­ið við þetta í næst­um 8 ár og aldrei séð svona af­ger­andi lækn­is­vott­orð,“ seg­ir tals­mað­ur fjöl­skyld­unn­ar. Sex sam­tök og fjöl­marg­ir Ís­lend­ing­ar hafa mót­mælt fyr­ir­hug­aðri brott­vís­un.
Saga af áralangri vanrækslu og vonleysi: „Þetta heitir Betra líf sko“
4
RannsóknBrostnar vonir á Betra lífi

Saga af ára­langri van­rækslu og von­leysi: „Þetta heit­ir Betra líf sko“

Slökkvi­lið­ið hef­ur sent kæru til lög­reglu á hend­ur Arn­ari Gunn­ari Hjálm­týs­syni fyr­ir að hafa stefnt lífi og heilsu íbúa áfanga­heim­il­is­ins Betra líf í Vatna­görð­um í hættu eft­ir að eld­ur kvikn­aði þar í fe­brú­ar í fyrra. Áfanga­heim­il­ið flutti þá upp í Kópa­vog. Í styrk­umsókn til Reykja­vík­ur fór Arn­ar með rang­færsl­ur en fékk engu að síð­ur rúm­ar 24 millj­ón­ir fyr­ir rekst­ur­inn. Full­trúi fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins lýsti áhyggj­um af eit­ur­lyfja­sölu og vændi á einu áfanga­heim­il­inu.
Aníta var send heim með dóttur sína og „ekki einu sinni hálfum sólarhringi seinna er Winter farin“
6
Fréttir

Aníta var send heim með dótt­ur sína og „ekki einu sinni hálf­um sól­ar­hringi seinna er Win­ter far­in“

Aníta Björt Berkeley deil­ir frá­sögn sinni af með­ferð heil­brigðis­kerf­is­ins á veikri dótt­ur sinni, Win­ter. Win­ter dó í nóv­em­ber á síð­asta ári, tæp­lega sjö vikna göm­ul. Aníta seg­ist hafa þurft að berj­ast fyr­ir rann­sókn­um á dótt­ur sinni og að henni hafi ver­ið mætt með ásök­un­um af hálfu lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Dótt­ir henn­ar var út­skrif­uð af spít­al­an­um þrátt fyr­ir mót­bár­ur Anítu og tæp­lega hálf­um sól­ar­hring síð­ar lést hún.
Ráðherrum ítrekað bent á að gjöf Haraldar stæðist ekki skoðun
7
AfhjúpunDýr skyldi Haraldur allur

Ráð­herr­um ít­rek­að bent á að gjöf Har­ald­ar stæð­ist ekki skoð­un

Upp­lýs­ing­ar úr fjár­mála­ráðu­neyt­inu styðja ekki þá full­yrð­ingu Bjarna Bene­dikts­son­ar að ráðu­neyt­ið teldi rík­is­lög­reglu­stjóra hafa haft heim­ild til „út­færslu samn­inga“ sem sagð­ir eru gjafa­gjörn­ing­ar. Í ráðu­neyt­inu voru þvert á móti veru­leg­ar efa­semd­ir um að sam­komu­lag­ið stæð­ist. Ráðu­neyt­is­stjóri í dóms­mála­ráðu­neyt­inu og lög­reglu­stjór­ar töldu rétt að skoða hvort Har­ald­ur hefði brot­ið lög.
Íslenska útrásin í bresku elliheimilin
10
Úttekt

Ís­lenska út­rás­in í bresku elli­heim­il­in

Fjár­festa­hóp­ur sem Kvika setti sam­an hef­ur á síð­ustu ár­um ver­ið eig­andi breskra elli­heim­ila. For­svars­menn elli­heim­il­is­ins hafa kom­ið hing­að til lands til að mæla fyr­ir auk­inni einka­væð­ingu í vel­ferð­ar­þjón­ustu á Ís­landi. Kvika sjálf, og þar með ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir, er hlut­hafi í elli­heim­il­un­um sem skil­uðu arð­semi um­fram vænt­ing­ar á síð­asta ári.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
10
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár