Pistill

Það er spilling í farangrinum

Birna Þórðardóttir hefur sagt skilið við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð í annað sinn. „Verð að játa að mér hefði ekki komið til hugar - ekki einu sinni í verstu svartsýnisköstum - að sú staða gæti komið upp að Vinstri græn gengju til ríkisstjórnarsængur með Sjálfstæðisflokknum.“

Vinstrihreyfingin grænt framboð var stofnuð snemma árs 1999. Ég tók þátt og þótti frábært. Eitthvað heiðarlegt - án einkahagsmuna. Skuggaflott grillveislu 2. maí sama ár - á Suðurgötunni - með Inga Rafni og Ægi og Stellu og Einari Ólafs og fleirum. Það var gaman.

Vann í og með Vinstrigrænum til 2007. Þá - í október - gengu fulltrúar Vinstrigrænna í borgarstjórn Reykjavíkur til fylgilags við Björn Inga Hrafnsson. Þann 11. október var ég á hlaupum í vinnu, sendi tölvupóst til forsvarsmanna Vinstri grænna og spurði orðrétt; „hvort verið sé að bjarga sukkmeistara Reykjavíkur, Birni Inga Hrafnssyni, um borð í nýtt fley!“ Að lokinni vinnuferð - þremur klukkutímum síðar - var nýr borgarstjórnarmeirihluti kominn á koppinn - með Binga sjálfan innanborðs!

Þá - fyrir rúmum tíu árum - sagði ég mig úr Vinstri grænum. Möguleiki okkar til að segja: Hingað og ekki lengra - var að engu gerður.

Ég gekk aftur í Vinstri græn - að lokinni ævintýrasukkstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar þegar flest fjármálakyns fauk til Búrtistans sukkaranna á meðan utanríkisráðherra fór mikinn til að litla, ljúfa Ísland gæti mögulega fengið sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Oft hef ég svarað fólki sem andskotast hefur út í stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna frá 2009-2013, að ekki vissi ég hvar við, sem hér búum, værum stödd í dag ef Jóhönnu og Steingrími hefði ekki tekist að vinna saman - þótt mistök hafi vissulega verið gerð.

Nú er aftur gengið yfir mína pólitísku siðferðisvitund. Sú er mín og einungis mín. Oft hef ég sagt, að í mínum huga er pólitík ekki flokksleg heldur meðvituð þátttaka okkar, mannanna í samfélagslegu lífi - í því að ákvarða og geta því sagt nei.

Og ég hlýt að segja NEI við því að ganga til samstarfs við - ekki einungis einstaklinga - heldur fulltrúa/eigendur/hluthafa - fyrirtækja og félaga sem flest sitt hafa og eiga með svindli og svínaríi, glæpsamlegu athæfi á svo marga vegu að mitt einfalda hugskot kann ekki að nefna.

Þann 13. nóvember síðastliðinn skrifaði ég þingmönnum og starfsmönnum Vinstri grænna:

„Verð að játa að mér hefði ekki komið til hugar - ekki einu sinni í verstu svartsýnisköstum - að sú staða gæti komið upp að Vinstri græn gengju til ríkisstjórnarsængur með Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokknum þar sem spilling, misbeiting á valdi, fjárplógsstarfsemi, glæpsamlegt athæfi, siðspilling, handpikkaður Landsréttur og opinber ritskoðun er í farteskinu - þannig að ég nefni örfá atriði af áratuga-„starfi” reynsluboltanna sem Vinstri græn eru nú að hjálpa upp á valdakoppinn - þannig að FLOKKURINN haldi öllu sínu og öllum möguleikum til áframhaldandi misnotkunar á öllum sviðum samfélagsins.“

Ekki gleyma Nató-herþotum Kanans sem fer fjölgaði hér á landi með degi hverjum, að því er upplýst hefur verið. Væntanlega verður trúr utanríkisráðherra.

Nú blasir staðreyndin við og ég hlýt að kveðja. Því í fullum trúnaði sagt - með orðum skáldsins - tekin traustataki og tileinkuð boðuðum samstarfsaðilum Vinstri grænna:

„væri þjóð yðar ekki fullspillt
gætum vér látið henni í té
ögn af spillingu
því vér trúum á spillingu
nærum og nærumst á spillingu.“ 

Góðar óskir til ykkar er eftir sitjið.

Bið ykkur að sýna mér og sjálfum ykkur þá virðingu að klappa ekki fyrir útgöngu minni.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Nýtur trausts innan lögreglunnar þrátt fyrir nauðgunarkærur

Fréttir

Hent út af heimili sínu eftir að hún steig fram

Ríka Ísland

Ríka Ísland

Leiðari

Hvers virði eru völdin?

Greining

Miðflokkurinn er stærsta popúlíska hreyfing Íslands

Fréttir

Greiðsluþakið hækkað þrátt fyrir loforð um lækkun

Mest lesið í vikunni

Úttekt

Laun íslenskra bæjarstjóra hærri en í erlendum stórborgum

Fréttir

Nýtur trausts innan lögreglunnar þrátt fyrir nauðgunarkærur

Fréttir

Hent út af heimili sínu eftir að hún steig fram

Fréttir

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra

Fréttir

Bróðir Hauks handtekinn fyrir að flagga tyrkneska fánanum á Stjórnarráðshúsinu

Fréttir

Vildi ekki verða „húsþræll“ í vinstri- og miðjusamstarfi en myndaði atkvæðablokk með Sjálfstæðisflokknum