Mest lesið

Alvöru menn
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju
2

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju

·
Hve lágt má leggjast?
3

Illugi Jökulsson

Hve lágt má leggjast?

·
Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur
4

Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur

·
Dauðans alvara
5

Heiða Björg Hilmisdóttir

Dauðans alvara

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram
6

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·
Brómans á Klaustri
7

Ásgeir H. Ingólfsson

Brómans á Klaustri

·

Birna Þórðardóttir

Það er spilling í farangrinum

Birna Þórðardóttir hefur sagt skilið við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð í annað sinn. „Verð að játa að mér hefði ekki komið til hugar - ekki einu sinni í verstu svartsýnisköstum - að sú staða gæti komið upp að Vinstri græn gengju til ríkisstjórnarsængur með Sjálfstæðisflokknum.“

Birna Þórðardóttir

Birna Þórðardóttir hefur sagt skilið við Vinstri hreyfinguna - grænt framboð í annað sinn. „Verð að játa að mér hefði ekki komið til hugar - ekki einu sinni í verstu svartsýnisköstum - að sú staða gæti komið upp að Vinstri græn gengju til ríkisstjórnarsængur með Sjálfstæðisflokknum.“

Vinstrihreyfingin grænt framboð var stofnuð snemma árs 1999. Ég tók þátt og þótti frábært. Eitthvað heiðarlegt - án einkahagsmuna. Skuggaflott grillveislu 2. maí sama ár - á Suðurgötunni - með Inga Rafni og Ægi og Stellu og Einari Ólafs og fleirum. Það var gaman.

Vann í og með Vinstrigrænum til 2007. Þá - í október - gengu fulltrúar Vinstrigrænna í borgarstjórn Reykjavíkur til fylgilags við Björn Inga Hrafnsson. Þann 11. október var ég á hlaupum í vinnu, sendi tölvupóst til forsvarsmanna Vinstri grænna og spurði orðrétt; „hvort verið sé að bjarga sukkmeistara Reykjavíkur, Birni Inga Hrafnssyni, um borð í nýtt fley!“ Að lokinni vinnuferð - þremur klukkutímum síðar - var nýr borgarstjórnarmeirihluti kominn á koppinn - með Binga sjálfan innanborðs!

Þá - fyrir rúmum tíu árum - sagði ég mig úr Vinstri grænum. Möguleiki okkar til að segja: Hingað og ekki lengra - var að engu gerður.

Ég gekk aftur í Vinstri græn - að lokinni ævintýrasukkstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar þegar flest fjármálakyns fauk til Búrtistans sukkaranna á meðan utanríkisráðherra fór mikinn til að litla, ljúfa Ísland gæti mögulega fengið sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

Oft hef ég svarað fólki sem andskotast hefur út í stjórn Samfylkingar og Vinstri grænna frá 2009-2013, að ekki vissi ég hvar við, sem hér búum, værum stödd í dag ef Jóhönnu og Steingrími hefði ekki tekist að vinna saman - þótt mistök hafi vissulega verið gerð.

Nú er aftur gengið yfir mína pólitísku siðferðisvitund. Sú er mín og einungis mín. Oft hef ég sagt, að í mínum huga er pólitík ekki flokksleg heldur meðvituð þátttaka okkar, mannanna í samfélagslegu lífi - í því að ákvarða og geta því sagt nei.

Og ég hlýt að segja NEI við því að ganga til samstarfs við - ekki einungis einstaklinga - heldur fulltrúa/eigendur/hluthafa - fyrirtækja og félaga sem flest sitt hafa og eiga með svindli og svínaríi, glæpsamlegu athæfi á svo marga vegu að mitt einfalda hugskot kann ekki að nefna.

Þann 13. nóvember síðastliðinn skrifaði ég þingmönnum og starfsmönnum Vinstri grænna:

„Verð að játa að mér hefði ekki komið til hugar - ekki einu sinni í verstu svartsýnisköstum - að sú staða gæti komið upp að Vinstri græn gengju til ríkisstjórnarsængur með Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokknum þar sem spilling, misbeiting á valdi, fjárplógsstarfsemi, glæpsamlegt athæfi, siðspilling, handpikkaður Landsréttur og opinber ritskoðun er í farteskinu - þannig að ég nefni örfá atriði af áratuga-„starfi” reynsluboltanna sem Vinstri græn eru nú að hjálpa upp á valdakoppinn - þannig að FLOKKURINN haldi öllu sínu og öllum möguleikum til áframhaldandi misnotkunar á öllum sviðum samfélagsins.“

Ekki gleyma Nató-herþotum Kanans sem fer fjölgaði hér á landi með degi hverjum, að því er upplýst hefur verið. Væntanlega verður trúr utanríkisráðherra.

Nú blasir staðreyndin við og ég hlýt að kveðja. Því í fullum trúnaði sagt - með orðum skáldsins - tekin traustataki og tileinkuð boðuðum samstarfsaðilum Vinstri grænna:

„væri þjóð yðar ekki fullspillt
gætum vér látið henni í té
ögn af spillingu
því vér trúum á spillingu
nærum og nærumst á spillingu.“ 

Góðar óskir til ykkar er eftir sitjið.

Bið ykkur að sýna mér og sjálfum ykkur þá virðingu að klappa ekki fyrir útgöngu minni.

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Alvöru menn
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju
2

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju

·
Hve lágt má leggjast?
3

Illugi Jökulsson

Hve lágt má leggjast?

·
Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur
4

Raddir Lífar og Gunnlaugs heyrast í nokkrar mínútur

·
Dauðans alvara
5

Heiða Björg Hilmisdóttir

Dauðans alvara

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram
6

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·

Mest deilt

Alvöru menn
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Furðar sig á því að tanngreiningar hafi farið fram innan HÍ án samnings
2

Furðar sig á því að tanngreiningar hafi farið fram innan HÍ án samnings

·
Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra
3

Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra

·
Bára afhendir siðanefnd Alþingis hljóðupptökurnar af Klaustri
4

Bára afhendir siðanefnd Alþingis hljóðupptökurnar af Klaustri

·
Hve lágt má leggjast?
5

Illugi Jökulsson

Hve lágt má leggjast?

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram
6

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·

Mest deilt

Alvöru menn
1

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Furðar sig á því að tanngreiningar hafi farið fram innan HÍ án samnings
2

Furðar sig á því að tanngreiningar hafi farið fram innan HÍ án samnings

·
Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra
3

Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra

·
Bára afhendir siðanefnd Alþingis hljóðupptökurnar af Klaustri
4

Bára afhendir siðanefnd Alþingis hljóðupptökurnar af Klaustri

·
Hve lágt má leggjast?
5

Illugi Jökulsson

Hve lágt má leggjast?

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram
6

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·

Mest lesið í vikunni

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
Alvöru menn
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Trans manni vísað úr Laugardalslaug fyrir að nota karlaklefa
3

Trans manni vísað úr Laugardalslaug fyrir að nota karlaklefa

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
4

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·
Trumpar á trúnó
5

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·
Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju
6

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju

·

Mest lesið í vikunni

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“
1

Uppljóstrarinn af Klaustri: „Ég er fötluð hinsegin kona og mér blöskraði“

·
Alvöru menn
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir

Alvöru menn

·
Trans manni vísað úr Laugardalslaug fyrir að nota karlaklefa
3

Trans manni vísað úr Laugardalslaug fyrir að nota karlaklefa

·
Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni
4

Uppljóstrarinn af Klaustri stígur fram í Stundinni

·
Trumpar á trúnó
5

Hallgrímur Helgason

Trumpar á trúnó

·
Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju
6

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Myndin af áralöngum kvikindisskap þjóðhetju

·

Nýtt á Stundinni

Starfsmenn Félagsvísindasviðs leggjast gegn tanngreiningum Háskóla Íslands

Starfsmenn Félagsvísindasviðs leggjast gegn tanngreiningum Háskóla Íslands

·
Formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar segir erfitt fyrir Ágúst að snúa aftur

Formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar segir erfitt fyrir Ágúst að snúa aftur

·
Ágúst Ólafur segist ekki hafa ætlað rengja frásögn Báru

Ágúst Ólafur segist ekki hafa ætlað rengja frásögn Báru

·
Samkomulag við Útlendingastofnun komi niður á sjálfstæði Háskóla Íslands

Samkomulag við Útlendingastofnun komi niður á sjálfstæði Háskóla Íslands

·
Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

Konan sem Ágúst Ólafur áreitti stígur fram

·
Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra

Framsóknarflokkurinn og VG höfnuðu veggjöldum - vinna nú að innleiðingu þeirra

·
Ágúst Ólafur tjáir sig ekki frekar um ósæmilega hegðun sína

Ágúst Ólafur tjáir sig ekki frekar um ósæmilega hegðun sína

·
71% umsókna um vernd synjað

71% umsókna um vernd synjað

·
Vilja hælisleitanda aftur til landsins til að bera vitni um líkamsárás gegn sér

Vilja hælisleitanda aftur til landsins til að bera vitni um líkamsárás gegn sér

·
Nýr stjórnarformaður Secret Solstice var í Panamaskjölunum

Nýr stjórnarformaður Secret Solstice var í Panamaskjölunum

·
Þegar Marvin skrapp á mótmæli

Þegar Marvin skrapp á mótmæli

·
Yfir helmingur telur mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá

Yfir helmingur telur mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá

·