Fréttir

Kristján Þór og Þorsteinn Már „nánir vinir“ í skilningi stjórnsýslulaga

Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafa ekki viljað svara spurningum um eðli vináttu sinnar. Samkvæmt hæfisreglum stjórnsýslulaga getur „náin vinátta“ haft áhrif á hæfi ráðherra og annarra opinberra starfsmanna en í slíkri vináttu felst meðal annars að menn umgangist í frítíma sínum.

Er Kristján Þór vanhæfur? Samkvæmt túlkun á hæfisreglum stjórnsýslulaga teljast Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, vera nánir vinir og kann þetta að auka líkurnar á því að hann teljist vera vanhæfur til að taka ákvarðanir um mál sem snerta Samherja. Mynd: Pressphotos.biz/Geirix

Tengsl Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra og Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, eru það mikil að þeir flokkast sem „nánir vinir“ í skilningi stjórnsýslulaga. Þetta má lesa út úr stjórnsýslulögum og túlkunum fræðimanna á hæfisreglum þeirra.

Um tengsl sín við forsvarsmenn Samherja hefur Kristján Þór sagt að hann hafi:  „... þekkt suma af helstu forsvarsmönnum fyrirtækisins frá því að við vorum ungir menn“. Kristján Þór og Þorsteinn Már þekkjast hins vegar það vel að þeir hafa í gegnum árin sést á götum Reykjavíkur saman. Þessi vinatengsl skipta máli þegar hæfi Kristjáns Þórs í málum tengdum Samherja er metið.

Í stjórnsýslulögum er ekki kveðið á um það með beinum og skýrum hætti að ráðamaður sem er vinur málsaðila megi ekki koma að opinberri ákvarðanatöku sem tengist hagsmunum þessa vinar hans. Þar er fyrst og fremst talað um blóðtengsl og eða mægðir sem ástæður vanhæfis: „Starfsmaður eða nefndarmaður er vanhæfur til meðferðar máls. Ef ...

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Úttekt

„Ekki kominn tími til að ég brenni allar veraldlegar eigur mínar“

Fréttir

Skýrsla Hannesar rituð á ensku – „Ótækt“ segir formaður íslenskrar málnefndar

Pistill

VG framlengir tuttugustu öldina

Fréttir

Barnafjölskylda svipt framfærslufé vegna reglugerðar Sigríðar um útlendinga

Fréttir

Eigandinn í kosningaham á forsíðu Morgunblaðsins

Fréttir

Sinfóníuhljómsveitin neitar að opinbera styrktarsamning sinn við GAMMA

Mest lesið í vikunni

Fréttir

Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins vill ekki að „duglega fólkið“ haldi uppi sjúklingum sem keppast við að vera veikir

Viðtal

Þakklátur fyrir þessa lífsreynslu

Úttekt

Stjórn Íbúðalánasjóðs réði forstjórann óupplýst um vitnisburði um kynferðislega áreitni

Fréttir

Athafnamaður telur umfjöllun um ójöfnuð einkennast af öfund

Fréttir

Jón Páll sagði starfslok sín „hafa bara ekkert með þetta mál að gera“

Úttekt

„Ekki kominn tími til að ég brenni allar veraldlegar eigur mínar“