Fréttir

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra: „Það tókst, loksins“

Ný ríkisstjórn hægri flokkanna Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar með miðjuflokknum Bjartri framtíð hefur verið kynnt.

„Við töluðum um kerfisbreytingar en engar kollsteypur,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, eftir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, kynnti hann til leiks á blaðamannafundi rétt í þessu. Á fundinum er ný ríkisstjórn kynnt, sem samanstendur af Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og Bjartri framtíð.

„Ég er líka mjög ánægður með það hvað flokkarnir eru samstíga í að vera ánægðir og eigna sér þessa stefnuyfirlýsingu,“ sagði Benedikt.

Hér má lesa stefnuyfirlýsinguna í heild sinni.

Á fundinum sagði Benedikt mikilvægt að „við temjum okkur gagnsæi“ og „opnari stjórnsýslu“.

„Það tókst. Loksins,“ sagði Bjarni Benediktsson, sem verður forsætisráðherra. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, lýstu einnig ánægju sinni með að hafa náð að mynda ríkisstjórn. „Ekki bara vegna þess að við þurfum auðvitað starfhæfa ríkisstjórn í landinu heldur líka vegna þess að hér er, eins og við sjáum í stefnuyfirlýsingunni, búið að vinna mjög vel í haginn fyrir farsæla frjálslynda og framsýna ríkisstjórn,“ sagði Óttarr. 

Meirihluti nýrrar ríkisstjórnar á Alþingi er aðeins einn þingmaður. „Við þurfum að reyna að vinna mál í meiri sátt,“ sagði Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sem taldi veikan meirihluta „ákveðinn styrkleika“.

Naumur meirihluti

„Fyrir liggur að ríkisstjórnin mun styðjast við nauman meirihluta á Alþingi,“ sagði Bjarni. „Í því í sjálfu sér felst viss áskorun en það er líka ákall um það að menn horfi oftar þvert yfir flokkslínur og leiti samstöðu þar sem það er hægt á Alþingi og það munum við gera. Mig langar sömuleiðis að segja, það má ekki gera lítið úr því hversu mikil áskorun það getur verið fyrir stjórnvöld þess tíma að taka við sterkri stöðu í efnahagsmálum. Það er ekki sjálfgefið að því sé hægt að viðhalda. En okkar áherslur í efnahgsmálum almennt munu miða að því að viðhalda þeim árangri og hugsa til langrar framtíðar eins og stöðugleikasjóðurinn sem fjallað er um í stjórnarsáttmálanum er til vitnis um.“

Benedikt sagði að til stæði að hlusta á ákall þjóðarinnar í heilbrigðismálum, í öldrunarmálum og velferðarmálum og að Ísland ætti að vera samkeppnishæft við nágrannalöndin hvað varðar laun og vaxtastefnu. Þá sagði hann að áhersla hefði verið lögð á á jafnréttismál og eitt fyrsta verk þessarar ríkisstjórnar yrði að koma á jafnlaunavottorði. Fyrir aldraða yrði sveigjanleg starfslok að meginreglu og dregið úr skerðingum vegna vinnu þeirra.  

Í stefnuyfirlýsingunni er hvorki talað um aðildarviðræður að ESB né uppboðsleið í sjávarútvegi, sem var eitt helsta stefnumál Viðreisnar fyrir kosningarnar. Benedikt svaraði fyrir það á fundinum. Við sögðum alltaf þegar við vorum að kynna okkar stefnu fyrirfram, við leggjum mikla áherslu á markaðstengingu, að við værum ekki með einhverja eina ákveðna leið heldur legðum við meiri áherslu á það að ná leið sem næði þessum markmiðum en væri sem víðtækust sátt um, bæði milli stjórnmálaflokkanna og við greinina sjálfa. 

Þá sagði Óttarr að honum væri hugleikið að hér yrði snúið ofan af mengandi stóriðjustefnu og að tekið á móti fleiri flóttamönnum. 

Vilja ástunda önnur vinnubrögð

Að lokum sagði Benedikt mikilvægt að ríkisstjórnin ástundaði ný vinnubrögð. Að við temjum okkur gagnsæi, opnari stjórnsýslu. Við opnum bókhald ríkisins meira heldur en verið hefur og líka að við temjum okkur samstarf við minnihlutann. Að þar sem mögulegt er þá reynum við strax á fyrstu stigum mála að hafa samstarf við minnihlutann þannig að hann geti komið athugasemdum að.

Þá sagði Ótarr Bjarta framtíð hafa talað fyrir breyttu verklagi, opnari vinnubrögðum, auknu gagnsæi, meira samráði og samvinnu. Við höfum sameinast um það í þessari stefnuyfirlýsingu að leggja mikla áherslu á þetta.

Skipting ráðuneyta

Sjálfstæðisflokkurinn fær sex ráðherra, Viðreisn þrjá og Björt framtíð tvo. Áður hefur fram komið að Sjálfstæðisflokkurinn mun tilnefna mann í embætti forseta Alþingis og fimm formenn af átta í nefndum Alþingis. 

Skipting ráðuneyta er eftirfarandi en ekki hefur verið ákveðið hverjir gegni ráðherrastöðum, fyrir utan að Bjarni verður forsætisráðherra. 

Sjálfstæðisflokkur:

Forsætisráðuneytið

Utanríkisráðuneytið

Innanríkisráðuneytið: Samskipta-, fjarskipta- og sveitarstjórnarmál.

Iðnaðarmál, ferðamál og nýsköpun

Menntamálaráðuneytið

Dómsmálaráðuneytið 

 

Viðreisn:

Fjármálaráðuneytið

Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið

Félagsmálaráðuneytið

 

Björt framtíð:

Heilbrigðismál

Umhverfismál

 

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Fréttir

Gagnrýnir „afsal á forystuhlutverki Sjálfstæðisflokksins til VG“ og segir að frjálsar umræður leyfist ekki í Valhöll

Viðtal

Frá fíkli til flóttamanns

Fréttir

Isavia þarf að afhenda Aðalheiði yfirstrikaðar upplýsingar: „Svo mér endist ævin til að reka þetta mál“

Fréttir

Gagnrýnir prófíl-mynd þingkonu sem kvartar undan áreitni

Fréttir

Þrjú hundruð stjórnmálakonur skora á stjórnvöld: „Hótað nauðgun vegna skoðana minna“

Fréttir

Óttast að trúfélagsapp safni persónuupplýsingum

Mest lesið í vikunni

Pistill

Davíð spilar með Geir og þjóðina

Aðsent

VG – in memoriam

Fréttir

Selur bílinn sinn til að borga ríkinu fyrir eigin brottflutning

Fréttir

Umtalaðasta símtalið birt: „Þetta eru 100 millj­arð­ar, spít­al­inn og Sunda­braut­in“

Fréttir

Gagnrýnir „afsal á forystuhlutverki Sjálfstæðisflokksins til VG“ og segir að frjálsar umræður leyfist ekki í Valhöll

Fréttir

Berjast fyrir betra LÍN