Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Guðni Th. afhjúpaður í frídreifðu eintaki Morgunblaðsins

Morg­un­blað­inu er frídreift inn á heim­ili lands­manna í dag með frétt um að Guðni Th. Jó­hann­es­son hafi sagt ósatt í sjón­varp­s­kapp­ræð­um með Dav­íð Odds­syni, rit­stjóra blaðs­ins og mót­fram­bjóð­anda hans.

Guðni Th. afhjúpaður í frídreifðu eintaki Morgunblaðsins

Fjallað er um gömul ummæli Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings í Morgunblaðinu í dag, sem frídreift er á heimili landsmanna. Í frétt á fyrstu opnu blaðsins og í nafnlausa skoðanadálknum Staksteinum er greint frá því að Guðni hafi notað orðalagið „fávís lýðurinn“ í fyrirlestri um Þorskastríðin árið 2013 í Háskólanum á Bifröst í Borgarfirði og afneitað síðan orðunum í sjónvarpskappræðum með Davíð Oddssyni, ritstjóra blaðsins og nú forsetaframbjóðanda.

„Rangar“ sameiginlegar minningar

Ummæli Guðna sem um ræðir snúa að því að goðsagnir myndist meðal þjóða um afrek þeirra, knúnar áfram af þjóðernishyggju, sem ekki séu endilega réttmætar eða spegli raunverulega atburðarás. 

„... Jess, Íslandi allt og spurningin vaknar: Er fávís lýðurinn aftur að pródúsera „rangar“ sameiginlegar minningar? Og kemur enn til kasta okkar sagnfræðinganna því því er ekki að leyna í okkar hópi eru þeir til, og kannski er ég þar framarlega þó ég segi sjálfur frá, sem hafa lýst efasemdum um þessa sýn en vissulega aðrir tekið í sama streng.“

Orðin eru hluti af fyrirlestri Guðna fyrir nemendur á Bifröst. Mbl.is birti í gær upptöku af ummælunum.

Í sjónvarpskappræðum í sjónvarpsþættinum Eyjunni á Stöð 2, sem stýrt er af Birni Inga Hrafnssyni, eiganda Vefpressunnar, sótti Davíð harkalega að Guðna, meðal annars vegna Icesave-málsins. Guðni kannaðist ekki við að hafa talað um „fávísan lýð“ þegar hann var spurður út í það í þættinum og neitaði því endurtekið.

Langt seilst, segir Guðni

Sama frétt og er birt í frídreifðu eintaki Morgunblaðsins var hins vegar sögð í hádeginu í gær á Vísi.is. Þar útskýrir Guðni málið með þeim hætti að hann meini ekki með eiginlegum hætti að fólk sé fávíst: „Ég var að tala um það að stundum hættir fræðimönnum til að kvarta undan því að fólk taki ekki undir með þeim og notaði þessa lýsingu en það er svo fjarri mér, eins og ég held að allir sanngjarnir menn hljóti að sjá, að ég hafi þar með verið að segja Íslendinga fávísan lýð. Ég hef líka talað um fræðimenn í fílabeinsturni. Þetta eru bara myndlíkingar og langt seilst að bera það upp á mig að mér þyki Íslendingar vera fávís lýður. Ég bara skil ekki svona háttalag,“ segir Guðni. 

Hann sagði að sjá þyrfti fyrirlesturinn í samhengi til að skilja orðin á réttan hátt.

„Allir sanngjarnir menn hljóta að sjá að ég var ekki að væna Íslendinga um að vera fávísir heldur var ég að tala um það að það getur verið erfitt fyrir þá sem eru í fræðarannsóknum að kynna sínar niðurstöður fyrir almenningi þannig að fólki líki. Það er alltaf smá bil þarna á milli en ég trúi ekki að fólk taki svona orðalagi bókstaflega. Ég hvet fólk til að hlusta á þennan fyrirlestur og lesa allt sem ég hef skrifað og þá sér fólk að það er ekki fótur fyrir því að mér finnist Íslendingar vera fávís lýður. Mér finnst ansi magnað að þetta sé orðið aðalatriði.“

Frétt Morgunblaðsins
Frétt Morgunblaðsins Í fréttinni er einnig rætt um hvort Guðni hafi látið efni hverfa af vefsíðu sinni.

Í sumarleyfi frá ritstjórn

Ekki er aðeins fjallað um orð Guðna í frétt á fyrstu opnu, heldur einnig í nafnlausa skoðanadálknum Staksteinum. Þá er hann gagnrýndur í nafnlausum leiðara blaðsins.

Frétt blaðsins um orð Guðna 2013 var birt á mbl.is í morgun, en hún var síðan fjarlægð.

Davíð Oddsson er í sumarleyfi frá starfi sínu sem ritstjóri Morgunblaðsins í baráttu sinni fyrir forsetakosningarnar en hyggst snúa strax aftur, verði hann ekki kjörinn forseti 25. júní næstkomandi.

Náin tengsl eru milli framboðs Davíðs og útgáfufélags Morgunblaðsins. Í kosningateymi eru blaðamaður Morgunblaðsins, Laufey Rún Ketilsdóttir, og stjórnarmaður í útgáfufélaginu Árvakri, Friðbjörn Orri Ketilsson. Laufey safnaði meðal annars undirskriftum fyrir framboð Davíðs á ritstjórnarskrifstofum blaðsins.

Aðrir áhrifamenn tengjast framboði Davíðs. Ari Edwald, fyrrverandi forstjóri 365 miðla, og athafna- og sjálfstæðismaðurinn Eyþór Arnalds, sitja báðir í stjórn félags sem heldur utan um framboð Davíðs. Þá er Erla Gunnlaugsdóttir, fjölmiðlafulltrúi framboðsins, dóttir fulltrúa eins helsta eiganda Árvakurs, Gunnlaugs Sævars Gunnlaugssonar, stjórnarformanns Ísfélags Vestmannaeyja.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2016

Saga af tveimur forsetum: Helgi fokking Björns. Og hnykkurinn
Karl Th. Birgisson
Skoðun

Karl Th. Birgisson

Saga af tveim­ur for­set­um: Helgi fokk­ing Björns. Og hnykk­ur­inn

Guðni Th. Jó­hann­es­son hef­ur flutt um 35 ræð­ur og er­indi frá því hann varð for­seti. Hann hef­ur not­að þau í að kveða nið­ur þjóð­rembu og forð­að­ist með­al ann­ars upp­hafn­ingu þjóð­kirkj­unn­ar. Hann sker sig frá Ólafi Ragn­ari Gríms­syni, sem í kosn­inga­bar­áttu sinni 1996 hafði sem ein­kenn­islag „Sjá dag­ar koma“ eft­ir Dav­íð Stef­áns­son, þar sem alda­löng­um þraut­um Ís­lend­inga er lýst.

Mest lesið

Domino's-þjóðin Íslendingar
2
Skýring

Dom­ino's-þjóð­in Ís­lend­ing­ar

Guð­fað­ir og stofn­andi Dom­ino´s á Ís­landi, Birg­ir Bielt­vedt, hef­ur enn og aft­ur selt hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu og er út­gerð­ar­kon­an Guð­björg Matth­ías­dótt­ir nú orð­inn stærsti hlut­haf­inn. Birg­ir er rauði þráð­ur­inn í æv­in­týra­legri sögu pitsu­fyr­ir­tæk­is­ins á Ís­landi sem hef­ur kom­ið sér í ein­staka mark­aðs­stöðu á skyndi­bita­mark­að­in­um á Ís­landi.
„Ótrúlega falleg framtíðarsýn“ að hlaupa með pabba sínum á níræðisaldri
6
ViðtalHlaupablaðið 2024

„Ótrú­lega fal­leg fram­tíð­ar­sýn“ að hlaupa með pabba sín­um á ní­ræðis­aldri

Rann­veig Haf­berg hélt að hún gæti aldrei byrj­að að hlaupa. Hún létt­ist um 38 kíló á einu og hálfu ári með breyttu mataræði og hleyp­ur vænt­an­lega sitt tí­unda of­ur­m­ara­þon á Lauga­veg­in­um í sum­ar. Ey­steinn Haf­berg, fað­ir henn­ar, byrj­aði að hlaupa um sjö­tugt eft­ir hjarta­áfall. Hann er orð­inn fræg fyr­ir­mynd í ís­lenska hlaupa­heim­in­um. Móð­ir henn­ar er líka byrj­uð að hlaupa. Og barna­börn­in.
Eigi að læra íslensku áður en fjölskyldan kemur
9
FréttirFlóttamenn

Eigi að læra ís­lensku áð­ur en fjöl­skyld­an kem­ur

Meiri­hluti alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar tel­ur efni til að víkka að­eins skil­yrði til fjöl­skyldusam­ein­ing­ar í um­deildu út­lend­inga­frum­varpi. Skil­yrði til und­an­þágu eru þó frem­ur ströng: Flótta­mað­ur­inn sem sæk­ir um fjöl­skyldusam­ein­ingu gæti feng­ið und­an­þágu ef hann hef­ur á einu ári lært ís­lensku, ver­ið virk­ur á vinnu­mark­aði í átta mán­uði, hef­ur til­tækt íbúð­ar­hús­næði fyr­ir fjöl­skyld­una og get­ur fram­fleytt sér.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
2
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Samsæriskenningar um forsetaframbjóðendur
5
FréttirForsetakosningar 2024

Sam­særis­kenn­ing­ar um for­setafram­bjóð­end­ur

Sam­særis­kenn­ing­ar um fram­bjóð­end­ur til for­seta Ís­lands hafa lát­ið á sér kræla, sér­stak­lega hvað varð­ar tengsl við Al­þjóða­efna­hags­ráð­ið og meint­ar fyr­ir­ætlan­ir þess um heims­yf­ir­ráð. Stjórn­mála­sál­fræð­ing­ur seg­ir kenn­ing­arn­ar ekki eiga við rök að styðj­ast þótt vissu­lega sitji valda­mik­ið fólk í ráð­inu.
Skuldir á hvern íbúa í Garðabæ og Hafnarfirði nálgast tvær milljónir króna
8
Greining

Skuld­ir á hvern íbúa í Garða­bæ og Hafnar­firði nálg­ast tvær millj­ón­ir króna

Mik­ið er skegg­rætt um fjár­hags­stöðu sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þeg­ar horft er á skulda­stöðu þess hluta rekst­urs þeirra sem er fjár­magn­að­ur með skatt­tekj­um er stað­an skást í Kópa­vogi og Reykja­vík en versn­ar hrað­ast í Garða­bæ og á Seltjarn­ar­nesi, þar sem veltu­fé frá rekstri var nei­kvætt í fyrra. Hafn­ar­fjörð­ur er eina sveit­ar­fé­lag­ið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu sem var með veltu­fjár­hlut­fall, sem seg­ir til um getu sveit­ar­fé­lags til að borga skuld­ir sín­ar, um­fram það sem æski­legt er. Heim­ild­in rýndi í árs­reikn­inga sveit­ar­fé­lag­anna.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
2
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Fékk ekki að segja bless við eiginmann sinn
5
Fréttir

Fékk ekki að segja bless við eig­in­mann sinn

Sara Sig­ur­björg Guð­munds­dótt­ir, eig­in­kona Precious Fel­ix Tani­mola sem var send­ur úr landi til Níg­er­íu í nótt, seg­ist ekki hafa feng­ið að kveðja hann: „Sím­inn var tek­inn af hon­um og ég fékk ekki að segja bless.“ Precious flúði til Ís­lands frá Úkraínu vegna stríðs­ins. Hon­um hafði ári áð­ur ver­ið boð­ið að spila þar fót­bolta með úkraínsku fé­lagsliði.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu