Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Grundartangi: Paradís þungaiðnaðarins

Í starfs­leyf­um Norð­ur­áls kem­ur skýrt fram að fyr­ir­tæk­ið sér sjálft um vökt­un og rann­sókn­ir á um­hverf­isáhrif­um sín­um, og legg­ur til hvernig sú vinna fer fram. Af­leið­ing þess, að hags­muna­að­il­ar vakti sig sjálf­ir, virð­ist vera að stór hluti þeirra áhrifa sem ál­ver­ið hef­ur á um­hverfi sitt, koma aldrei fram í skýrsl­um þeirra. Norð­ur­ál sýn­ir svo einnig mik­inn metn­að í því að gera sem minnst úr þeim áhrif­um, sem þó sjást. Ekki er að undra, þeg­ar svo gríð­ar­leg­ir hags­mun­ir fel­ast í því að allt líti sem best út á papp­ír­um. En rétt er þó, eins og þau benda sjálf á, að far­ið er eft­ir lög­um í einu og öllu. En við hvern er þá að sak­ast? Ligg­ur ábyrgð­in hjá iðju­ver­un­um sjálf­um? Hjá Um­hverf­is- og Skipu­lags­stofn­un? Er reglu­verk­ið ekki nógu stíft? Og hvers vegna fær nátt­úr­an aldrei að njóta vaf­ans í stað iðn­að­ar­ins?

Í norðanverðum Hvalfirði, inn í miðju landbúnaðarsvæði, stendur iðnaðarsvæðið á Grundartanga. Á svæðinu, sem áður var eitt gjöfulasta landbúnaðarsvæði landsins, var árið 1979, eftir mikinn barning, reist járnblendiverksmiðja. 1998 var svo álverið á Grundartanga gangsett, með 60.000 tonna ársframleiðslu að leiðarljósi. Álverið hefur svo verið stækkað fimm sinnum síðan þá, og framleiðir nú 300.000 tonn árlega. Stendur nú til að stækka aftur, upp í 360.000 tonn, og úrskurðaði Skipulagsstofnun að ekki þyrfti að fara fram nýtt umhverfismat. Ástæðan fyrir því er sögð vera sú að þrátt fyrir aukna framleiðslu muni mengun samt ekki aukast.

Mengandi þungaiðnaður tældur til landsins

Iðnaðarráðuneytið og Landsvirkjun, gáfu út frægan bækling árið 1995, sem ber heitið „LOWEST ENERGY PRICES!!“ Þar er biðlað til fyrirtækja í þungaiðnaði að hefja starfsemi á Íslandi. Hér sé ódýrasta, hraustasta og duglegasta vinnuafl í heimi. Hreinasta loftið og vatnið, sem og ofboðslegt magn af rafmagni á útsöluverði. Einnig er sérstaklega tekið fram að afstaða til umhverfismála sé mjög afslöppuð. Að hér sé t.d. mjög lítið af hinu svokallaða „red tape“, sem er hugtak notað til að lýsa reglugerðum og lögum sem m.a. geta tafið gangsetningu á mengandi iðnaði. Þremur árum eftir útgáfu bæklingsins var álverið á Grundartanga gangsett, með 900 milljóna stofnkostnaði sem kom frá Bandaríska fyrirtækinu CVC.

Söluræða á ensku, umhverfisvörn á íslensku

Á íslensku heimasíðu Faxaflóahafna, eiganda svæðisins á Grundartanga, má á forsíðunni nálgast umhverfisstefnu fyrirtækisins. Þar er farið fögrum orðum um hugsjónir þess, að fara eftir öllum lögum og reglugerðum, draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum, efla umhverfisvitund, og síðast en ekki síst 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár