Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Varar Íslendinga við

Eva Joly, Evr­ópu­þing­mað­ur og rann­sókn­ar­dóm­ari, seg­ist vilja hjálpa Ís­lend­ing­um að fá „eðli­lega“ hlut­deild í arði al­þjóð­legra stór­fyr­ir­tækja sem starfa á land­inu. Hún var­ar við stöð­ug­um hags­muna­árekstr­um fólks í stjórn­un­ar­stöð­um á Ís­landi og kall­ar samn­ing Ís­lend­inga við Alcoa samn­ing fyr­ir þró­un­ar­ríki.

Eftir viðtal við Evu í Kastljósinu í síðustu viku líkti Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forstjóri fjárfestingabankans Askar capital, skoðunum hennar við hugmyndafræði íslamíska ríkisins ISIS.

„Það segir margt um þann fyrrverandi þingmann, en ekkert um mig. Ég tala yfirvegað um rökrænt efni. Ég er að varpa ljósi á mikilvæg mál sem varða Ísland,“ segir Joly.

Í kjölfar þess að Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson, stjórnendur Kaupþings, voru dæmdir í fangelsi í síðustu viku er mikilvægast, að hennar mati, að embætti sérstaks saksóknara fái að njóta heiðurs fyrir góðan árangur.

„Það sem er mikilvægt núna er að embætti sérstaks saksóknara sé ekki svipt heiðrinum sem það á skilið. Það þarf að viðhalda því þar til öll málin sem það vinnur að ná að fara í gegnum allt kerfið.“

Fáir vildu taka að sér stöðu sérstaks saksóknara á sínum tíma. Aðeins tveir sóttu um. Nýlega var einn háværasti gagnrýnandi embættisins ráðinn útgefandi 365 og ritstjóri Fréttablaðsins, stærsta dagblaðs landsins, sem er í eigu eiginkonu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, eins af þeirra sem hafa verið grunaðir um efnahagsbrot í aðdraganda hrunsins.

„Við vitum að þau eru gift. Ég get bara beðið fólk um að rifja upp það sem ég sagði í sjónvarpinu árið 2009. Ég meina: Það að vera sérstakur saksóknari gerir mann berskjaldaðan fyrir miklu hatri frá valdamiklu fólki, sem berst á móti. Og leiðin til að gera það er að vega að stofnununum. Gagnsæi er mikilvægt og það er mikilvægt að það séu til sjálfstæðir fjölmiðlar sem muna feril Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og vita frá hvaða sjónarhóli hann talar. Í dag er mikilvægt að halda því á lofti að sérstakur saksóknari hefur unnið þrekvirki. Þetta fólk má segja það sem það vill, en það breytir ekki veruleikanum, er það?“

Tímabært að vera á verði

Eva Joly hefur sérstakar áhyggjur af hagsmunaárekstrum á Íslandi, ekki síst vegna smæðar samfélagsins. „Ég held að þetta sé alvarlegt vandamál fyrir Ísland. Sem betur fer höfum við bloggarana og ennþá einhverja sjálfstæða fjölmiðla. En ég held að það sé tímabært að segja að þið ættuð að vera á verði.“

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu