„Þetta reddast“, eða sumir redda sér alltaf, sama hvað þeir hafa gert. Endurteknar, óvæntar endurkomur mikilvægra manna í áhrifastöður, sem hafa farið á svig við lög eða ábyrgð, krefjast þess að við aðlögum viðmið okkar og gildi að þeim.
Stanford segir Kaupþing reyna „að innheimta hagnað af fjársvikum“
Fréttir ·
Enski fjárfestirinn Kevin Stanford, annar stofnenda tískuvöruverslunarinnar Karen Millen, hefur átt í 10 ára deilum við slitabú Kaupþings um skuldauppgjör sitt. Kaupþing hefur nú stefnt honum út af 12 milljarða láni til hlutabréfakaupa í bankanum í aðdraganda hrunsins 2008.
Eiginkona Sigurðar stýrir félagi í Lúxemborg sem á sveitasetrið í Borgarfirði
Fréttir ·
Þrátt fyrir að Sigurður Einarsson hafi orðið gjaldþrota og reynt að þræta fyrir eignarhald sitt á sveitasetrinu Veiðilæk í Borgarfirði þá stýrir kona hans félaginu sem á húsið. Félagið í Lúx hefur lánað 650 milljónir til Íslands.
Björn Ingi fékk kúlulán meðfram lundafléttu
Úttekt ·
Björn Ingi Hrafnsson var umsvifamikill í íslensku viðskiptalífi á meðan hann starfaði sem náinn samstarfsmaður Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, sem stjórnmálamaður í borginni og síðar blaðamaður hjá 365 miðlum. Það sem einkennir fjárhagslegar fyrirgreiðslur til Björns Inga á þessu tímabili er að alltaf eru aðilar tengdir Kaupþingi handan við hornið.
Aðilarnir að plottinu eru umsvifamiklir í íslensku viðskiptalífi í dag
Fréttir ·
Ólafur Ólafsson, Guðmundur Hjaltason og Hreiðar Már Sigurðsson neituðu allir að mæta í skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbankans. Þeir eru nú umsvifamiklir í viðskiptalífinu, meðal annars í fasteignaviðskiptum á höfuðborgarsvæðinu og hóteluppbyggingu.
Barnaníðingur nýtur góðs af breytingu laga um rafrænt eftirlit
Fréttir ·
Í apríl síðastliðnum var þeim Sigurði Einarssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni sleppt út af Kvíabryggju og á Vernd. Ástæða þess að þeir fengu frelsi fyrr en ella var lagabreyting, sem þingkona sagði sérstaklega smíðuð utan um þessa fanga. Einn af þeim sem nú njóta góðs af þessari lagabreytingu er barnaníðingurinn Sigurður Ingi Þórðarson.
Kaupþingsmenn brostu við komuna á Vernd: Fangar kæra Fangelsismálastofnun
Fréttir ·
Létt var yfir Kaupþingsmönnum þegar þeir komu á Vernd í gær. Afstaða, félag fanga, hefur kært Fangelsismálastofnun til innanríkisráðuneytisins, vegna túlkunar stofnunarinnar á nýjum lögum um fullnustu refsinga. Formaður Afstöðu segir málið snúast um mismunun fanga.
Óskað skýringa vegna ísbíltúrs Kaupþingsfanga úr fangelsinu
Fréttir ·
Ólafur Ólafsson og Sigurður Einarsson, sem dæmdir voru í fjögurra til fimm ára fangelsi fyrir alvarleg efnahagsbrot, fóru í sjoppu á Ólafsvík að kaupa sér ís með dýfu. Fangelsismálastjóri hefur óskað skýringa vegna málsins.
Kaupþingsmenn leystir úr haldi eftir lagabreytingar
Afhjúpun ·
Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson losna af Kvíabryggju í dag. Lagabreyting að upplagi allsherjarnefndar Alþingis tryggði föngunum aukið frelsi. Breytingin var smíðuð utan um þessa fanga, segir þingkona.
Aflandsfélag í Lúx á nú sveitasetrið sem Sigurður Einarsson byggði
Fréttir ·
Aflandsfélag í Lúxemborg skráður eigandi sveitaseturs Sigurðar Einarssonar í Borgarfirðinum. Viðskiptin með húsið fjármögnuð með krónum sem fluttar voru til Íslands frá Lúxemborg með afslætti í gegnum fjárfestingarleiðina. Prókúruhafi félagsins sem á sveitasetrið segist ekki vita hver á það.
Fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings: Bankamenn fórnarlömb skipulagðrar aðfarar
Fréttir ·
Jónas Sigurgeirsson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi Kaupþings, segir það hafa verið lágkúru af Ríkissjónvarpinu að spila upptöku af Sigurði Einarssyni í Áramótaskaupinu. Jónas vann náið með Sigurði og bar vitni í Al-Thani málinu.
Björn Ingi til varnar Jóni Ásgeiri og Kaupþingsmönnum: „Það er nóg komið af reiði í samfélaginu“
Fréttir ·
Útgefandi Vefpressunnar og DV telur of mikið fjallað um fangavist útrásarvíkinga í fjölmiðlum.