Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka

Fréttir

Eru arðgreiðslurnar réttlætanlegar? Tveir læknar hafa tekið sér nærri 200 milljóna arð frá hruni

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur boðað róttækar breytingar á rekstrarformi heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ætlar að banna arðgreiðslur út úr heilsugæslustöðvunum. Talsverðar arðgreiðslur hafa verið út úr þeim tveimur einkareknu heilsugæslustöðvum, Salastöðinni og Lágmúlastöðinni sem reknar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu. Nokkur einkarekin heilbrigðisfyrirtæki hafa greitt út háan arð á liðnum árum. Af hverju á að taka heilsugæslustöðvarnar sérstaklega fyrir og banna eigendunum að taka út arð?

Bann sett á arðgreiðslur heilsugæslustöðva Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur sagt að arðgreiðslubann verði sett á einkareknar heilsugæslustöðvar nú þegar fjölga á slíkum fyrirtækjum. Fyrir á markaðnum á Íslandi eru heilbrigðisfyrirtæki eins og Art Medica og Íslensk myndgreining sem hafa greitt út myndarlegan arð til hluthafa á liðnum árum. Mynd: Pressphotos.biz - (GeiriX)

Arðgreiðslur út úr einu einkareknu heilsugæslustöðvunum á höfuðborgarsvæðinu nema annars vegar nærri 200 milljónum króna frá hruninu 2008 og hins vegar rúmlega 120 milljónum króna frá árinu 2002 og fram til ársins 2011. Þetta kemur fram í ársreikningum heilsugæslustöðvanna tveggja, annars vegar stöðinni í Salahverfi og hins vegar stöðinni í Lágmúla. Arðgreiðslurnar út úr móðurfélagi heilsugæslustöðvarinnar í Salahverfi, Salus ehf., námu rúmlega 194 milljónum króna frá árinu 2008 til ársins 2014 á meðan arðgreiðslurnar út úr móðurfélagi heilsugæslustöðvarinnar í Lágmúla, Heimilislæknastöðinni ehf., námu ríflega 122 milljónum króna frá árinu 2002 til ársins 2011. Fyrir utan þessar tvær einkareknu heilsugæslustöðvar eru starfandi 12 sjálfstæðir heimilislæknar sem eru á samningi við Sjúkatryggingar Íslands.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú færð 4 greinar fríar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins 1.290 krónum á mánuði. Leiðbeiningar má nálgast á stundin.is/leidbeiningar.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið í dag

Pistill

Ótti og öfgar á landsfundi: Í bönkernum með Bjarna Ben

Fréttir

„Gleðifrétt“ í baráttunni gegn MS-sjúkdómnum

Pistill

Annað sjónarhorn á landsfund Sjálfstæðisflokksins

Pistill

Drög að skurðaðgerð: Austur-evrópsk framtíðarsýn Sjálfstæðisflokksins

Fréttir

Stórfelldur laxadauði hjá Arnarlaxi vegna sjávarkulda

Fréttir

Sigríður þrengdi að réttindum hælisleitenda sama dag og hún fékk stuðning frá þingmönnum Vinstri grænna

Mest lesið í vikunni

Pistill

Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018

Fréttir

Starfsmaður rekinn af Gló á þeim forsendum að hann sé ekki vegan

Pistill

Ótti og öfgar á landsfundi: Í bönkernum með Bjarna Ben

Viðtal

Fékk viðurkenningu í gegnum kynlífsleiki eftir eineltið

Fréttir

„Gleðifrétt“ í baráttunni gegn MS-sjúkdómnum

Pistill

Annað sjónarhorn á landsfund Sjálfstæðisflokksins