Miði á bikarúrslitaleik karla í knattspyrnu er fimm hundruð krónum dýrari en miði á bikarúrslitaleik kvenna. Báðir leikir fara fram á Laugardalsvelli um helgina en miðaverð á bikarúrsleitaleiki er ákveðið af þeim félögum sem spila leikina. Breiðablik og ÍBV mætast í úrslitaleik kvenna í kvöld, föstudag, en í karladeild mætast ÍBV og Valur kl. 16 á morgun, laugardag.
Talsvert dýrara að fara á leik með karlalandsliðinu
KSÍ kynnti nýlega hærra verð á leiki hjá karlalandsliðinu í haust þegar undankeppni HM 2018 hefst. Vellinum er skipt í þrjú svæði. Í haust mun miði í svæði I á leikjum karlalandsliðsins kosta sjö þúsund krónur, í svæði II fimm þúsund krónur og í svæði III þrjú þúsund krónur.
Tveir heimaleikir verða hjá kvennalandsliðinu í undankeppni EM 2017 í september þegar liðið mætir Slóveníu og Skotlandi. Stelpurnar eru efstar í sínum riðli og því góðar líkur á að þær tryggi sér þátttökurétt á þeirra þriðja stórmóti í haust. Ekki er selt í númeruð sæti hjá kvennalandsliðinu og kostar
Skráðu þig inn til að lesa
Þú færð tvær fríar áskriftargreinar í mánuði. Þú hefur síðan val um að styrkja óháða blaðamennsku með áskrift á hagstæðu verði, frá aðeins
1.990 krónum á mánuði.
Athugasemdir