Óánægju gætir hjá foreldrum barna sem æfa knattspyrnu hjá FH með að Eggert Gunnþór Jónsson skuli vera einn af þjálfarum yngri flokka félagsins í ljósi þess að lögregla hefur haft kæru á hendur honum vegna nauðgunar til rannsóknar.
FréttirKSÍ-málið
KSÍ gerði kröfu um sátt í máli Kolbeins svo hann yrði valinn í HM-hópinn
Almar Þór Möller, lögmaður Kolbeins Sigþórssonar, staðfestir í samtali við Stundina að það að klára kæru brotaþola með sátt var skilyrði fyrir því að Kolbeinn kæmi til álita að spila á heimsmeistaramótinu í Rússlandi 2018. Þetta skilyrði kom frá KSÍ.
FréttirKSÍ-málið
Sex leikmenn karlalandsliðsins sakaðir um kynferðis- og ofbeldisbrot
Aðgerðahópurinn Öfgar sendi stjórn KSÍ upplýsingar um sex landsliðsmenn sem sagðir eru hafa beitt kynferðisofbeldi og ofbeldi. Hluti leikmannanna hefur ekki verið nafngreindur áður í tengslum við slík brot.
FréttirKSÍ-málið
Lögmaður tengdur KSÍ og Kolbeini birti gögn um brotaþola
Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur, segir að birting rannsóknargagna geti varðað við brot á hegningarlögum og íhugar að kæra Sigurður G Guðjónsson til lögreglu vegna þess. Rík ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að rannsóknargögn í sakamálum séu notuð í annarlegum tilgangi á opinberum vettvangi og ástæðu til að hafa áhyggjur af því að lögmaður sem hefur ekki aðkomu að málinu sé fenginn til að fronta birtingu slíkra gagna.
Fréttir
Kolbeinn sendir frá sér yfirlýsingu: Játar ekki ofbeldi en greiddi samt bætur
Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson segist í yfirlýsingu skilja að Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hafi verið „rænd sinni sátt“ með afneitun formanns Knattspyrnusambands Íslands. Hann svarar þó ekki öllum spurningum sem vaknað hafa.
Fréttir
KSÍ auglýsir eftir sjálfboðaliða sem tengilið við fatlaða stuðningsmenn
Knattspyrnusamband Íslands auglýsti í gær eftir tengilið þeirra við fatlaða stuðningsmenn landsliða. Staðan á að vera sjálfboðastarf þrátt fyrir að það krefjist sérþekkingar.
Fréttir
Skiptar skoðanir um myndband KSÍ: „Þetta er hámark heimskunnar“
Margir lýstu því að myndbandið hefði kallað fram gæsahúð af hrifningu. Prófessor við Listaháskólann, Goddur, segir aftur á móti að myndbandið sé verulega ógeðfellt og uppfullt af þjóðrembu.
Fréttir
Nýtt myndband KSÍ: „Einn hugur, eitt hjarta sem slær fyrir Ísland“
KSÍ kynnir nýtt merki sambandsins með myndbandi um landvættina, „hinar fullkomnu táknmyndir fyrir landslið Íslands“.
Fréttir
Dýrara á bikarúrslitaleik karla en kvenna
Talsvert dýrara er að horfa á karla spila fótbolta en konur á Íslandi, hvort sem um er að ræða bikarúrslitaleik félagsliða eða A-landslið Íslands. Þá er enn 143 prósenta munur á launum dómara eftir því hvort þeir dæma í efstu deild karla eða í efstu deild kvenna.
Fréttir
Fótbolti og fegurð í Frakklandi
Þúsundir Íslendinga munu halda til Frakklands að fylgjast með landsliðinu taka þátt í baráttunni um Evrópumeistaratitilinn. Um átta prósent Íslendinga sóttu um miða á leikina, eða nærri 27 þúsund manns, en fyrir hvern leik hefur Ísland möguleika á um 7–15 þúsund miða. En hvað getur maður dundað sér við á meðan maður bíður eftir leiknum?
Fréttir
Kínverjar opna íslenska vefsíðu með falsaðar landsliðstreyjur
Vefsíðan Fotboltatreyjur.com auglýsir nú grimmt á Facebook en þar er á ferðinni kínverskt fyrirtæki sem nýtir sér þýðingar frá Google. „Deila þessari færslu og eins fanpage okkar, munt þú hafa tækifæri til að fá ókeypis gjöf.“ Framkvæmdastjóri Errea á Íslandi segir engan alvöru stuðningsmann mæta í kínverskri eftirlíkingu á EM2016.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.