Stefán Snævarr

Málvörn nú, málbjörgunarsveit nú!

Íslenskan er í bráðri hættu, nú er ögurstund. Margt ógnar tilvist hennar, ein mesta ógnin stafar frá  Kísildal. Einokunarfyrirtækin þar ómaka sig ekki á að íslenskuvæða netþjóna og stýritæki, telja sig ekki græða nóg á því. Rétt eins og þau þéni ekki nóg á einokunaraðstöðu sinni. Önnur ógn er ferðamennskan og erlent vinnuafl (ég er alls ekki á móti slíku vinnuafli en tel að skylda eigi það til að læra a.m.k. eitthvert hrafl í íslensku, sjá nánar síðar í þessari færslu). Miðbærinn er orðinn  enskumælandi hverfi, vissi maður ekki betur héldi maður að það væri einhvers staðar vestanhafs.

En aðalógnin kemur innanfrá, frá ungmennum sem gjamma oft við hvert annað á ensku. Einhvers staðar las ég um unglingsgrey sem vildi „taka sig út úr íslenskunni“ og gerast enskugjammandi. Senda mætti greyinu flugmiða til Ameríku, aðra leiðina.

Eins og þetta sé ekki nóg virðast   ýmsir businesstossar  og tískuhyski vilja móðurmál vort feigt vegna þess að það er svo kúl að vera  enskumælandi. Sagt er að sumir útrásarmanna hafi viljað stúta íslenskunni, þeim fannst greinilega ekki nóg að koma landinu á hausinn.

Ekki er nóg með að einkafyrirtæki enskuvæðist, síðast þegar ég kaus í íslenska sendiráðinu í Ósló var boðið upp á blaðsnifsi með meintum upplýsingum um hvert ætti að senda atkvæðaseðla, þær voru  einvörðiungu á ensku. Blaðsnifsið bar  heitið „Where to send the ballots: A list of district commissoners‘ offices.“  Flengja ætti   þann sem ábyrgðina ber.

Hvað er til ráða?

Stofna verður málbjörgunarsveit. Sú sveit ætti að þrýsta á um íslenskuvæðingu tölvuheimsins,  beita ráðamenn þrýstingi svo íslenskukennsla verði efld, ekki síst íslenskukennsla fyrir innflytjendur og erlent verkafólk. Það mætti  jafnvel sett í lög að veitingarstaðir hafi matseðla ekki eingöngu á ensku heldur líka íslensku. Það mætti líka setja lög sem takmarka almenna enskumennsku í atvinnurekstri. Í því sambandi mætti setja í lög að erlendu starfsfólki, sem vinnur meira en sex mánuði á Íslandi,  sé skylt að læra íslensku.  Hið opinbera ætti að styrkja þá starfsemi.

Í ofanálag ber að athuga þann möguleika að hið opinbera styrkti gerð skemmtiþátta á íslensku, það er ekki sjálfsagt að hámenningin ein njóti opinberra styrkja. Dýrt er og erfitt að gera skemmtiefni á íslensku en það hefur jafnvel meira að segja fyrir björgun og eflingu málsins en hámenningin.

 Að svo miklu leyti sem ríkið hefur stjórn á Leifsstöð ætti það krefjast þess að flugstöðin verði íslenskuvædd, enskan ríkir nánast ein þar og vægi íslenskunnar hraðminnkar.  Ég myndi koma oftar til Íslands ef mér yrði ekki óglatt í hvert sinn sem ég kem til Leifsstöðvar. Málbjörgunarsveitin hefur þar verk að vinna.

Sniðgengi og annað slíkt

 Einnig ætti sveitin að  standa fyrir sniðgengi við íslenskufjandsamleg fyrirtæki. Það er ekkert sjálfsagðara en að neita að skipta við verslanir þar sem starfsfólkið talar ekki bofs í íslensku. Jafnframt ber að   verðlauna fyrirtæki sem halda íslenskuna í heiðri. Stofna mætti heima- og feisbókarsíður þar sem baráttufólk ræður ráðum sínum, birtir lista yfir fyrirtæki sem sniðganga megi og annan yfir þau sem verðlauna ber (auðvitað verður líka að benda á andíslenskutilburði opinberra stofnana, samanber sendiráðsdæmið).

Nefna má að Viðskipta(ó)ráð hefur löngum talað máli enskumennskunnar, ekki langar mig til að skipta við fyrirtæki sem því tengjast. Hvað þá við fyrirtæki í eigu Benedikts Jóhannessonar sem mælti með því að íslenskan yrði lögð niður í greinarkorni nokkru.

Bæta má við að Icelandair hefur ekki matseðla á íslensku, verði því ekki breytt  mun ég framvegis fljúga til Íslands með Norwegian eða SAS.

En áfram með smjörið, líka má gera  lista yfir stjórnmálamenn sem standa sig í stykkinu og þá sem þjást af enskusnobbi. Kjósa þá sem standa sig vel, strika hina út.

Æskilegt væri líka að málbjörgunarsveitin efldi íslensku í Wikipediu, þar getur að líta langan bálk á ensku um góðskáldið Sigurð Pálsson en bara fáein orð á íslensku. Slíkt og þvílíkt verður ekki þolað.

 Mikilvægt er líka að málhollt fólk efli íslenskukunnáttu ungra skyldmenna og tali máli íslenskunnar við þau. Hinir málhollu ættu einnig  að tala íslensku við útlendinga sem eru að læra málið.

Barátta borgar sig, ég var nýlega á hóteli Reykjavík og þótti nóg um enskumennskuna, var reyndar eini íslenski gesturinn. Ég sendi hótelinu línu og kvartaði yfir þessu, fékk elskulegt tilskrif á lýtalausri íslensku frá hótelstýrunni sem er lithásk. Hún sagðist hafa búið í ellefu ár á landinu og lagt sig fram um að læra málið. Ennfremur sagði hún að fyrirtækið Centerhotels kappkostaði við að efla íslenskukunnáttu erlendra starfsmanna. Sé þetta satt ber að umbuna fyrirtækinu, hrósa því opinberlega.  

Lokaorð

Engar harmtölur, takk, heldur hörkuna sex. Fram til orrustu gegn enskumennskunni, fram til orrustu gegn óvinum íslenskunnar!

Til hamingju með dag íslenskrar tungu, megi hann verða baráttudagur!

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
1

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
2

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu
3

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“
4

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ
5

Gjaldþrota verktakafyrirtæki vann meiðyrðamál gegn sérfræðingi ASÍ

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra
6

Áslaug Arna velur eftirmann Haraldar í embætti ríkislögreglustjóra

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
2

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
3

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
4

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
5

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda
6

Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda

Mest lesið í vikunni

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?
1

Illugi Jökulsson

Er ekki Áslaug Arna stórkostlegur dómsmálaráðherra?

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja
2

Guðni Th. benti á tvískinnunginn í Afríkuveiðum Samherja

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“
3

„Eins og að láta kalkún skrifa gagnrýni um þakkargjörðarhátíð“

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“
4

Vigdís kallar Dóru Björt „drullusokk“ og „skítadreifara“

Spillingarsögur Björns Levís birtar
5

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda
6

Vinnubrögð í andstöðu við barnaverndarlög í máli drengs með fjölþættan vanda

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Mest lesið í mánuðinum

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to  transfer 70 million dollars to a tax haven
1

An Icelandic fishing company bribed officials in Namibia and used Norway's largest bank to transfer 70 million dollars to a tax haven

Sómakennd Samherja
2

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson

Sómakennd Samherja

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur
3

Jón Trausti Reynisson

Hin stóra fréttin í Samherjamálinu er að birtast okkur

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“
4

„Ég ætla ekki að svara þér. Er það torskilið eða hvað?“

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól
5

Banki lokaði á Samherja vegna hættu á peningaþvætti: Flutti níu milljarða í skattaskjól

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld
6

Stundin í sérútgáfu á þriðjudagskvöld

Nýtt á Stundinni

Svona tryggði Áslaug Arna Haraldi 57 milljóna fallhlíf

Svona tryggði Áslaug Arna Haraldi 57 milljóna fallhlíf

Hvað ef VG hefði haft hugrekki?

Illugi Jökulsson

Hvað ef VG hefði haft hugrekki?

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Samherji keypti kvóta á hernumdu svæði í Marokkó í gegnum fyrirtæki þingmanna

Saklausasta fólk í heimi

Jón Trausti Reynisson

Saklausasta fólk í heimi

Spillingarsögur Björns Levís birtar

Spillingarsögur Björns Levís birtar

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Róberta Michelle Hall

„Ég vissi ekki að ég ætti mín mörk og réði þeim“

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Loftgæði í Reykjavík á gamlárskvöld verri en við skógarelda Kaliforníu

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Flokkur fólksins vill stöðva samþjöppun á kvóta

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Bein tengsl á milli svefnleysis og kvíða

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Guðmundur Hörður

Sjávarútvegsráðherra er vanhæfur

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Venjuleg barnafjölskylda fær engar barnabætur á Íslandi - ólíkt hinum Norðurlöndunum

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu

Mogginn líkir því að kalla sjálfstæðismenn spillta við hatursorðræðu