Þessi færsla er rúmlega 3 mánaða gömul.

Björn Jón sem álitsgjafi

Ég hef mikið álit á álitsgjafanum Birni Jóni Bragasyni. Hann er góður penni, málefnalegur og rökfastur.

Ekki síst er hann bendir á agaleysi Íslendinga, á virðingarleysi fjölda  þeirra fyrir móðurmálinu og ágæti þess að kunna þýsku.

Honum mælist líka vel þegar hann segir að í Rushdiemálinu hafi alltof margir álitsgjafar þagað af ótta við að teljast órétthugsandi.

Og þegar hann ver rétt Tævana til sjálfstæðis í afburðavelskrifuðum pistli þar sem hann leggur út af forngrískum harmleikjum.

Ögn of langt til hægri

En hann er ögn of langt til hægri fyrir minn smekk. Hann vitnar t.d. fjálglega í Henry Kissinger án þess að nefna hans vafasömu hliðar, stuðning við valdarán í Síle og gífurlegt sprengjuregn yfir Indókína.

Einnig má teljast sérkennilegt að Björn Jón gagnrýni ekki þá staðhæfingu Kissingers að Nixon hafi verið stjórnvitringur. Eða benda „afrek“ hans í Watergatemálinu til þess? (Björn Jón viðurkennir reyndar að Kissinger skauti oft fram hjá göllum þeirra sem hann telur stjórnvitringa).

Hitt er annað að Kissinger er meira en kýrskýr og þekkir alþjóðamál mjög vel, því eru bjórar í málflutningi hans um slík  mál. Oft er gott sem gamlir kveða. 

Frjálshyggjan og miðjustefnan

Björn Jón var eitt sinn formaður frjálshyggjufélagsins en virðist hafa færst nærri miðjunni.  Í pistli um sósíalistaflokkinn ver hann pragmatiska miðjustefnu Angelu Merkel og sýnist fylgjandi skattlagninu til efla samneyslu af vissu tagi.

En um leið bendir hann á þá ósvinnu að íslenskir stjórnmálaflokkar nánast dæli skattfé í fjárhirslur sínar. Öllu þessu er ég innilega sammála, síður ýmsu öðru sem hann segir um ríki og efnahagslíf.

Hann talar t.d. eins og ríkið sé ávallt afleitur iðnatvinnurekandi. En nóbelshagfræðingurinn Joseph Stiglitz segir að best rekna iðnfyrirtækið á jarðarkringlunni sé suður-kóreskt ríkisfyrirtæki (Stiglitz 2002: 54). 

Hann tekur þó skýrt fram að þetta sé undantekning sem sanni  regluna.

Um leið leggur hann mikla áherslu á að háir verndartollar séu forsenda iðnvæðingar, vernda verði hin nýju iðnfyrirtæki. Þannig hafi Bandaríkin, Bretland og Suður-Kórea iðnvæðst bak við tollmúra (Stiglitz 2000).

Suður-Kórea naut líka mikillar þróunaraðstoðar frá Bandaríkjunum en Hannes Gissurarson hefur ranglega sagt að landið hafi ekki fengið túskilding með gati  frá Könum í slíka aðstoð (Lee 2017).

Ríkið ekki endilega dragbítur

Ég held að þetta sé rétt, þetta sýnir að ríkið er alls ekki endilega dragbítur á efnahags-framförum, undir vissum kringumstæðum er öflug ríkisþátttaka í efnahagslífinu forsenda hagvaxtar.

En Björn Jón virðist gefa sér að markaðurinn og einkaframtakið þurfi aldrei á ríkisaðstoð að halda til auka hagvöxtinn.

Frjálshyggjufrömuðurinn Carl I.  Hagen vildi fyrir fjörutíu árum láta einkavæða norskt olíusvæði, selja það á 10 milljarða norskra króna. En síðan sú tillaga var sett fram hefur svæðið malað Norðmönnum gull,  meira en 1050 milljörðum norska króna.

Þetta sýnir að ríkið getur farið vel með almannafé. Auðvitað skortir ekki dæmi um að ríkið fari illa með almannafé eða ástundi lélegan atvinnurekstur en slíkt og þvílíkt fer eftir efnum og aðstæðum.

Dæmið um verndartollana sýnir að ríkið getur átt þátt í að auka almannafé en Björn Jón sýnist telja að það geri ekkert annað en að eyða því fé.

Hið sama gildir um bandaríska þróunaraðstoð við Suður-Kóreu og Tævan, einnig þann hógværa áætlunarbúskap sem þessi lönd stunduðu á iðnvæðingarskeiði sínu (þau höfðu vit á að losa sig við hann á réttu augnabliki).

Og hina  meira eða minna ríkisreknu olíubransann norska, hann hefur malaði almenningi gull, stóraukið almannafé (það er ekki rétt að sá bransi sé eingöngu rekinn á markaðsmáta, t.d. getur  ríkis-siðanefnd gripið inn í starfsemi hans).

Kenning frjálshyggjumanna um ríkið sem afætu er stofnskyld marxískum kenningum um að atvinnurekendur arðræni verkamenn.

Auðvitað eru dæmi um slíkt arðrán og ríkisafætubúskap. En skynsamlegt ríki og rétt skipulagður markaður eiga að geta komið í veg fyrir afætumennsku og arðrán.

Reyndar er ég ekki viss um að við Björn Jón séum verulega ósammála um þetta.

Lokaorð

Björn Jón er margs góðs maklegur en hann mætti íhuga samband ríkis og efnahagsins öllu betur. Alltént er hann einn allra besti álitsgjafi á Íslandi dagsins í dag.

Heimildir:

Stiglitz, Joseph  2000: "What I learned at the World Economic Crisis. The Insider View", The New Republic, 17. apríl, http://www.mindfully.org/WTO/Joseph-Stiglitz-IMF17apr00.htm. Sótt 1/3 2002.

Stiglitz, Joseph 2002: Globalization and its Discontents. Harmondsworth: Penguin Books.

Lee, Sung 2017: „From Aid to Trade: How US Aid to South Korea is a Model for Foreign Assistance“, US Global Leadership Coalition. https://www.usglc.org/blog/from-aid-to-trade-how-south-korea-is-a-model-for-u-s-foreign-assistance/ Sótt 8/9 2022. 

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
 • Andri Sigurðsson skrifaði
  „en skynsamlegt ríki og rétt skipulagður markaður eiga að geta komið í veg fyrir afætumennsku og arðrán.“

  Þetta er líklega það kratalegasta sem ég hef lesið lengi. Ekki einnusinni smáskerinu Íslandi hefur tekist á nokkurn einasta hátt að stilla kapítalismann „rétt“ til að koma í veg fyrir afætumennsku, hvað þá sjálft arðránið. Enda er arðrán grundvallaratriði innan kapítalismans. Án arðráns væri enginn hagnaður og engri milljarðamæringar eða Þorsteinn Már. Hvað eruð þið eiginelga að læra þarna í háskólanum í Noregi?
  0
  • SVS
   Stefán Valdemar Snævarr skrifaði
   Hlífðu mér við skætingi. Þú hlýtur að vera jákvæður í garð arðránskenningar Karls Marx en hún skal reifuð hér og gagnrýnd:
   Marx segir að vinnan og náttúrauðlindir skapi allan auð. Þegar til langs tíma er litið ráðist vöruverð af vinnumagninu sem þarf til að framleiða vöruna. Það þýðir að þótt framboð og eftirspurn virðist ráða vöruverði á tilteknu stuttu tímaskeiði þá er það vinnumagnið sem á endanum ákvarðar það (þessi kenning kallast „vinnugildiskenningin“).

   Varan vinnuafl sé engin undantekning, verð hennar ráðist af kostnaðnum við að fæða og klæða verkamenn. Þann kostnað greiði atvinnurekandinn sem laun en verkamaðurinn skapi meiri verðmæti en sem launum hans nemi.

   Því sé hann arðrændur, atvinnurekandinn hirðir gildisaukann (ágóðan af framleiðslunni og/eða þann hluta framleiðslunnar sem ekki fer í að endurframleiða vinnuaflið).

   Þýðir þetta að Marx hafi ekki skilið að ekki sé sama hvernig fjárfest sé? Vita ekki allir að ekki er nóg að verkamenn striti, atvinnurekendur verða að fjárfesta með skynsamlegum hætti?

   Skapar þá ekki skynsamleg fjárfesting auð? Marx gerði sér ljósa grein fyrir þessu en sagði að fjármagnið væri í raun frosin vinna, vinna sem fyrri kynslóðir verkamanna hafa unnið.

   En hvernig má reikna framlag vinnunar? Það vill Marx gera með því að ákvarða þjóðfélagslega nauðsynlegt vinnumagn, þ.e. þann fjölda vinnstunda sem þarf til að framleiða tiltekna vöru.

   Þjóðfélagslega nauðsynlegur vinnutími er sá vinnutími sem þarf til að framleiða tiltekna vöru vöru með bestu tækni á tilteknum tíma.
   Vandinn er sá að það er ekkert áhlaupaverk að sannreyna þessa kenningu.

   Hugtök á borð við „meðalhæfni“, „besta tækni“, „tiltekinn tími“ eru býsna teygjanleg. Eða hvenær byrjar og endar tiltekinn tími? Hvernig á að reikna meðalhæfni? Birtist meðalhæfni í meðaltalsframleiðni?

   Ef svo er, á þá að deila heildarframleiðni með samanlagðri framleiðni allra verkamanna? Eða ber kannski að nota aðra meðaltalsútreikninga, t.d. finna miðlínu (e. median) framleiðni?

   Ekki bætir úr skák að þekking er mikilvægasta framleiðsluaflið, menn bæta kjör sín með viti fremur en striti. Vægi þekkingar hefur aukist mjög í kapítalísku samfélagi.

   Skal staðhæfing nú rökstudd með dæmum: Heimspekingar og stærðfræðingar á borð við George Boole og Gottlob Frege lögðu grundvöllinn að stærðfræðilegri rökfræði. Löngu seinna varð þessi rökfræði nauðsynlegt tæki til gerðar tölvuforrita. Um hinn efnahagsleg kraft sem í tölvum býr þarf ekki að fjölyrða.

   GPS-tækin eru líka mjög hagkvæm en án afstæðiskenningar Einsteins hefðu þau aldrei komist á koppinn. Án eðlisfræðikenninga um öreindir væri ekki hægt að kljúfa öreindakjarna og því ekki byggja kjarnorkuver. Hversu varasöm sem slík ver kunni að vera þá er efnahagslegt mikilvægi þeirra augljóst.

   En hvernig á að mæla þann mögulega félagslega nauðsynlega vinnutíma sem þurfti til að skapa þessar kenningar? Eða til að uppgötva að þær hefðu tæknilegt og efnahagslegt gildi?

   Eða þann mögulega félagslega nauðsynlega vinnutíma sem þurfti til að finna upp ljósaperuna? Uppfinningin verður ekkert verri þótt ekki hafi tekið nema örstund að finna hana upp. Eða jafnvel heila æfi, vinnustundirnar skipta litlu máli.

   Kenningin um þjóðfélagslega nauðsynlegan vinnutíma er því illprófanleg og lítt sannfærandi.

   Kenning hans um gildisauka og arðrán er ekki algerlega óprófanleg. Af henni leiðir röklega kenning um aukna lífræna samsetningu auðmagnsins og hana má kannski prófa.

   Inntak þeirrar kenningar er að hlutfall fastaauðmagns aukist á kostnað breytilega auðmagnsins. Fastaauðmagn er það auðmagn sem bundið er í framleiðslutækjum og slíku, launakostnaður er breytilegt auðmagn.

   Þegar til langs tíma er litið aukist hlutur hins fyrrnefnda á kostnað hins síðarnefnda, launakostnaður verði hlutfallslega minni miðað við verðmæti sem bundinn eru í framleiðslutækjum og öðrum dauðum hlutum.

   Þegar til lengdar lætur leiði þetta til fallandi gróðahlutfalls en gróðahlutfall má reikna með því að deila summu fasta- og breyti-auðmagns í gildisaukann.

   Þetta þýðir að það verði æ erfiðara fyrir kapítalistana að græða því vinnan ein skapi arð, ekki fastaauðmagnið. Það leiði m.a. til aukinnar samþjöppunar auðmagns, smáfyrirtæki fari á hausinn unnvörpum vegna þess hve erfitt verður að græða fé.

   Til að bæta gráu ofan á svart verða æ dýpri efnahagskreppur, kreppur séu offramleiðslukreppur, vegna arðránsins verður stöðugt erfiðara að selja vörur því hinir arðrændu verkamenn hafi ekki ráð á að kaupa þær.

   Hinir fáu kapítalistar sem eftir eru hamist við að þrýsta laununum niður en slíkt hljóti að kalla á harkaleg viðbrögð verkamanna. Fyrr eða síðar geri verkamenn byltingu.

   En ekki verður séð að sagan staðfesti spásögn Marx, Thomas Piketty og fleiri fræðimenn segja að hlutfallið hafi haldist nokkuð jafnt síðan á dögum Marx.

   Hugsanlega hefur barátta verkalýðshreyfingarinnar átt hlut að því máli, hnignun bandarísku verkalýðshreyfingarinnar kann að vera ein meginorsök þess að raunlaun standa í stað þar vestra.

   En kenningin um hið fallandi gróðahlutfall byggir á vinnugildiskenningunni sem svífur algerlega í lausu lofti, er annað hvort röng eða óprófanleg.

   Sú staðreynd að lífskjör almennings hafa batnað verulega mikið í löndum kapítalismans mælir gegn arðránskenningunni. Lenín og fleiri marxistar töldu að arðrán á þriðja heiminum gerði þær lífskjarabætur mögulegar.

   Spánska ríkið rændi gulli og silfri frá íbúum Suður-Ameríku, samt (eða þess vegna) varð spænska ríkið fljótlega gjaldþrota. Landið fylltist af gulli og silfri, afleiðingin varð hrikaleg verðbólga og gjaldþrot. Spænska rányrkjan er gott dæmi um tilvik þar sem báðir aðilar tapa vegna tiltekinnar stefnu.

   Ekki eru allir leikir núll-summu-leikir þar sem annar „leikandinn“ vinnur, hinn tapar. Marxistar tala einatt eins og núll-summu-leikurinn sé eini leikurinn í markaðsborg.
   Ef nýlenduveldin hefðu með arðráni sínu komið í veg fyrir efnahagsframfarir í hinum þriðja heimi þá hefði mátt ætla að efnahagsframfarir hefðu orðið í þeim löndum þriðja heimsins sem ekki urðu nýlenduveldunum að bráð. En ekki verður séð að stórfelldar framfarir hafi átt sér stað á tímabilinu 1600-1950 í Tyrklandi, Tælandi, Íran, Japan, Kína og Eþíópíu. Ekkert þessara landa iðnvæddist á þessu tímaskeið og héldu þau þó sjálfsstæði sínu. Hér ber að slá varnagla, sum þessara landa urðu að beygja sig fyrir vestrænum þrýstingi, t.d. Kína eftir ópíumsstríðið. Lenín sagði að þessi ríki væru hálfnýlendur eða væru við það að verða það. En obbann af tímabilinu 1600-1950 voru Kína, Íran og Tyrkland ekki bara sjálfstæð ríki heldur mikil stórveldi.
   Það er ekki víst að nýlendustjórn sé hagkvæm þegar til langs tíma er litið, hagkvæm öðrum en fámennum hópi nýlendustjóra og þeim tengdum viðskiptamönnum. Reyndar er vel mögulegt að nýlendustefnan hafi aðallega þjónað hagsmunum generála og annarra atvinnuhermanna, ekki auðkýfinga. Vald og dýrð hersins hefur sjálfssagt aukist í sigursælum nýlendustríðum, atvinnuhermenn hafa líklega fengið nóg að sýsla við að stjórna nýlendunum (munið það sem áður segir um að ríkið sé ekki endilega útibú auðvaldsins, hermenn eru ríkisstarfsmenn). Ekki er víst að peningamenn hafi verið í fararbroddi. Á nítjándu öldinni voru frjálshyggjumenn margir hverjir andsnúnir nýlendustefnu, m.a. vegna þess að þeir töldu hana ekki ábátasama. Lenín segir að á velmektardögum frjálsrar samkeppni, 1840-1860, hafi borgaralegir stjórnmálamenn í Bretlandi verið andsnúnir nýlendustefnu en það hafi breyst þegar skeið einokunar og fjármálaauðvalds hafi hafist.
   Eitt er fyrir sig að það getur kostað talsvert fé að stjórna nýlendum Lenín nefnir að ýmsir álitsgjafar, þ.á.m. Karl Kautsky, hafi talið öflun nýlendna of áhættu- og kostnaðarsama, fullt eins mætti afla hráefna með því að kaupa þau á markaði. Lenín taldi að tímaskeiði markaðskipta væri lokið og þetta því vond tillaga.
   Annað að nýlenduveldi hafa hneigð til að mynda lokað hagkerfi með nýlendum sínum, báðum til skaða. Portúgalska nýlenduveldið var með þeim hætti. Portúgalir áttu nýlendur lengur en nokkur önnur Evrópuþjóð, samt (eða þess vegna) voru þeir fátækasta þjóð Vestur-Evrópu á síðasta hluta nýlenduskeiðsins. Spánverjar ríktu öldum saman með harðri hendi yfir rómönsku Ameríku, samt dróst Spánn efnahagslega á eftir Norður-Evrópu. Þýskaland og Bandaríkin, sem fáar og smáar nýlendur áttu, skutu stór-nýlenduveldunum Frakklandi og Bretlandi ref fyrir rass, urðu helstu iðnveldi heims um aldamótin 1900.
   Kannski mynduðu Frakkar og Bretar hálflokað hagkerfi með nýlendunum sem hafi valdið efnahagslegri stöðnun. Á móti kemur að Bandaríkjamenn og Þjóðverjar hálflokuðu sínum hagkerfum á þessum árum með tollmúrum. Og kannski fóru þeir fram úr Bretum og Frökkum þrátt fyrir en ekki vegna nýlenduleysis. Minnkandi hagstyrkur Breta og Frakka kann líka að hafa átt sér rætur annars staðar en í nýlenduhagkerfi. Ef arð
   Ekki er gefið að gróðafíkn hafi verið meginhreyfiafl nýlendustefnunnar þótt hún hafi vissulega komið allmikið við sögu. Hagsmunir hers og ríkisvalds kunna að hafa vegið mest, þörf ríkisins (les: ráðamanna) fyrir aukin völd og þörf leiðtoga hersins fyrir auknar fjárveitingar, báðir fengu hærri status vegna nýlendusigra.
   Sem sagt, arðránskenning marxismans er ekki ýkja sannfærandi, ég kannast ekki við aðra arðránskennngu nema kannski kenningu frjálshyggjunnar um að ríkið arðræni okkur. Hvorki ég þú erum fylgjandi henni.
   En það er kerfislæg hætta á arðráni í kapítalismanum, ekki síst vegna hættu á einokunarmyndun. Besta leiðin að verjast þessari hættu er öflug, en hógvær verkalýðshreyfing og stjórnmálaflokkar sem styðja hana og berjast gegn einokun, t..d. í sjávarútvegi.
   2
  • SVS
   Stefán Valdemar Snævarr skrifaði
   Ýmsu má bæta við: Ef kenningin um arðrán á þriðja heiminum væri sönn þá væru Suður-Kórea, Tævan og Singapúr ekki svona auðug í dag. Auður olíuríkjanna á Arabaskaganum byggir á vestrænni uppfinningu á bensínknúnum vélum, án hennar væri olían einskis virði. Erfitt er að halda því fram að þessi lönd séu arðrænd af vestrinu. Á móti kemur að ýmislegt bendir til að hráefni, unnin í þriðja heims ríkjum, lækki í verði miðað við iðnvarning, það kann að vera e.k. arðrán. En samband vesturs og þriðja heims er ekki bara núllsummuleikur, sumpart græða þriðjaheims ríkin á vestrinu (sbr olían og austurasíuríki) sum part tapa.
   0
  • SVS
   Stefán Valdemar Snævarr skrifaði
   Sýndu manndóm og svaraðu!
   0
  • SVS
   Stefán Valdemar Snævarr skrifaði
   Bæta má við að Marx skyldi að stjórnun fyrirtækis væri efnahagslega mikilvæg. Hann viðurkenndi að eigandi fyrirtækis, sem jafnframt væri framkvæmdartjóri, væri efnahagslega skapandi í krafti framkvæmdarstjórnar en arðræningi í kraft eignar sinnar. En er hægt að greina skarplega milli stjórnunar og því hvernig fjarfest er hvernig kapítalistinn nýtir fjármagn sitt? Það hlýtur að vera vandasamt. Niðurstaðan af þessum pælingum er að arðrán er EKKI hreyfiafl kapítalismans en í honum má finna kerfislæga hættu á því. Svaraðu þessu.
   0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Stundin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið á blogginu

Kristín I. Pálsdóttir
1
Blogg

Kristín I. Pálsdóttir

Rétt­læt­ið og reynsla kvenna af Varp­holti/Laugalandi

Rót­in hef­ur fylgst vel með hug­rakkri bar­áttu kvenna sem dvöldu í Varp­holti/Laugalandi og reynt að styðja þær eft­ir föng­um. Mánu­dag­inn 14. nóv­em­ber stóð­um við að um­ræðu­kvöld með þeim þar sem þær Gígja Skúla­dótt­ir og Ír­is Ósk Frið­riks­dótt­ir, sem báð­ar dvöldu á Varp­holti/Laugalandi, höfðu fram­sögu. Fund­ur­inn var tek­inn upp og er að­gengi­leg­ur hér.  Ég hélt þar er­indi sem ég hef...
Stefán Snævarr
2
Blogg

Stefán Snævarr

Kristrún F, frels­ara­formúl­an og sam­vinn­an

                                                                      "Don't follow lea­ders                                            ...
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
3
Blogg

Gunnar Hólmsteinn Ársælsson

Brú­in í Most­ar - öfg­ar og skaut­un

Hinn 9.nóv­em­ber er mjög sögu­leg­ur dag­ur, Berlín­ar­múr­inn féll þenn­an dag ár­ið 1989 og ár­ið 1799 tók Napó­león Bonapar­te völd­in í Frakklandi. Þar með hófst nýr kafli í sögu Evr­ópu. Ár­ið 1923 fram­kvæmdi svo ná­ung­inn Ad­olf Hitler sína Bjórkjall­ar­a­upp­reisn í Þýskalandi, en hún mis­heppn­að­ist. Ad­olf var dæmd­ur í fang­elsi en not­aði tím­ann þægi­lega til að skrifa Mein Kampf, Bar­átta mín. Krist­al­nótt­ina ár­ið 1938 bar einnig upp á þenn­an dag, en...

Nýtt á Stundinni

Er ríkasti maður Noregs 2022 og stærsti eigandi laxeldis á Íslandi
Fréttir

Er rík­asti mað­ur Nor­egs 2022 og stærsti eig­andi lax­eld­is á Ís­landi

Lax­eldiserf­ing­inn Gustav Magn­ar Witzøe, eig­andi Salm­ar, á rúm­lega 380 millj­arða ís­lenskra króna. Hann er efst­ur á lista yf­ir skatt­greið­end­ur í Nor­egi. Salm­ar er stærsti hags­muna­að­il­inn í lax­eldi á Ís­landi sem stærsti eig­andi Arn­ar­lax á Bíldu­dal.
Fullyrða að enginn frá Samherja hafi verið borinn sökum í Namibíu
Fréttir

Full­yrða að eng­inn frá Sam­herja hafi ver­ið bor­inn sök­um í Namib­íu

Full­yrt er í árs­reikn­ingi Sam­herja Hold­ing að eng­inn starfs­mað­ur tengd­ur fé­lag­inu hafi ver­ið bor­inn sök­um í rann­sókn­um namib­ískra yf­ir­valda á mútu­greiðsl­um þar í landi. Raun­in er að sak­sókn­ari hafi ít­rek­að yf­ir­lýs­ing­ar sín­ar um að vilja ákæra þrjá starfs­menn í sam­stæð­unni, sem fyr­ir­svars­menn namib­ískra dótt­ur­fé­laga út­gerð­ar­inn­ar og leit­að að­stoð­ar við að fá þá fram­selda.
Forstjóri Sjúkratrygginga segir upp vegna fjársveltis stofnunarinnar
Fréttir

For­stjóri Sjúkra­trygg­inga seg­ir upp vegna fjár­svelt­is stofn­un­ar­inn­ar

María Heim­is­dótt­ir hef­ur sagt upp sem for­stjóri Sjúkra­trygg­inga Ís­lands. Hún seg­ir sam­starfs­mönn­um í bréfi að hún vilji ekki vilja taka ábyrgð á van­fjár­magn­aðri stofn­un. Í um­sögn sem stofn­un­in sendi fjár­laga­nefnd seg­ir að fyr­ir­hug­að­ur nið­ur­skurð­ur muni leiða til stór­skerð­ing­ar á þjón­ustu við lands­menn.
Íran: Stórveldi í bráðum 3.000 ár
Flækjusagan

Ír­an: Stór­veldi í bráð­um 3.000 ár

Mik­il mót­mæli ganga nú yf­ir Ír­an og von­andi hef­ur hug­rökk al­þýð­an, ekki síst kon­ur, þrek til að fella hina blóði drifnu klerka­stjórn frá völd­um. Ír­an á sér langa og merki­lega sögu sem hér verð­ur rak­in og Kýrus hinn mikli hefði til dæm­is getað kennt nú­ver­andi vald­höf­um margt um góða stjórn­ar­hætti og um­burð­ar­lyndi.
Bara halda áfram!
MenningHús & Hillbilly

Bara halda áfram!

Hill­billy ræð­ir við Sig­trygg Berg Sig­mars­son lista­mann um það hvernig það að halda bara áfram skipti öllu máli. List­ina sem felst í því að elska mánu­daga og hraðskiss­urn­ar hans.
Rithöfundar eru auðlind – en hvað með ágóðann?
Menning

Rit­höf­und­ar eru auð­lind – en hvað með ágóð­ann?

Ljóst að er lands­lag­ið í út­gáfu er sí­breyti­legt og jörð­in álíka óstöð­ug fyr­ir rit­höf­unda. Eitt er þó víst og það er gildi jóla­bóka­flóðs­ins, bæði fyr­ir höf­unda og út­gef­end­ur.
,,Hérna fæ ég frið“
Fólkið í borginni

,,Hérna fæ ég frið“

Omel Svavars sæk­ir í for­dóma­leys­ið og frið­inn á barn­um Mónakó við Lauga­veg.
Loftkastali kaupfélagsstjórans í Djúpinu
Rannsókn

Loft­kastali kaup­fé­lags­stjór­ans í Djúp­inu

Stein­steypta hús­ið í kast­al­astil sem stend­ur við veg­inn í Ísa­firði vek­ur bæði undr­un og hrifn­ingu margra ferða­langa sem keyra nið­ur í Djúp­ið. Hús­ið er ein­stakt í ís­lenskri sveit og á sér áhuga­verða sögu sem hverf­ist um Sig­urð Þórð­ar­son, stór­huga kaup­fé­lags­stjóra í fá­tæku byggð­ar­lagi á Vest­fjörð­um, sem reyndi að end­ur­skrifa sögu kast­al­ans og kaup­fé­lags­ins sem hann stýrði.
Hvenær byrjarðu að hugsa sjálfstætt?
Viðtal

Hvenær byrj­arðu að hugsa sjálf­stætt?

Natasha S. er al­in upp í Moskvu og mennt­að­ur blaða­mað­ur. Hún kom fyrst til Ís­lands fyr­ir tíu ár­um síð­an, dvaldi hér á landi um ára­bil og hélt því næst til Sví­þjóð­ar þar sem hún bjó um skeið. Hún rit­stýrði og átti verk í ljóða­safn­inu Póli­fón­ía af er­lend­um upp­runa, en ljóð­in voru eft­ir fjór­tán höf­unda af er­lend­um upp­runa, bú­setta á Ís­landi, og verk­ið þótti marka tíma­mót í ís­lensk­um bók­mennt­um. Þeg­ar stríð­ið braust út í Úkraínu byrj­aði Natasha að skrifa – á ís­lensku. Og hlaut bók­mennta­verðlun Tóm­as­ar Guð­munds­son­ar fyr­ir bók­ina Mál­taka á stríðs­tím­um.
Íslendingar eru ekki villimenn!
Menning

Ís­lend­ing­ar eru ekki villi­menn!

Jón Þorkels­son: Sýn­is­bók þess að Ís­land er ekki barbara­land held­ur land bók­mennta og menn­ing­ar Hér er kom­in — að mín­um dómi — ein skemmti­leg­asta bók­in í jóla­bóka­flóð­inu þó það verði kannski ekki endi­lega sleg­ist um hana í bóka­búð­un­um. Höf­und­ur er Jón Þorkels­son (1697-1759) sem var um tíma skóla­meist­ari í Skál­holti og síð­an sér­leg­ur að­stoð­ar­mað­ur danska bisk­ups­ins Ludvig Har­boe sem kom...
Lítil en samt stór bók eftir Nóbelsverðlaunahafa ársins
GagnrýniStaðurinn

Lít­il en samt stór bók eft­ir Nó­bels­verð­launa­hafa árs­ins

Nú má vona að Nó­bels­verð­laun­in verði til þess að fleiri framúrsk­ar­andi verk Annie Ernaux reki á fjör­ur ís­lenskra les­enda.
Fréttaritari í jólabókaflóðinu
Menning

Frétta­rit­ari í jóla­bóka­flóð­inu

Bóka­blað­ið fékk Kamillu Ein­ars­dótt­ur, rit­höf­und og bóka­vörð á Þjóð­ar­bók­hlöð­unni, til að ger­ast sér­leg­ur frétta­rit­ari í jóla­bóka­flóð­inu og fara á stúf­ana. Hún skrif­ar um hinar og þess­ar bæk­ur sem verða á vegi henn­ar og slúðr­ar um bókapartí og höf­unda.