Stefán Snævarr

Stefán Snævarr

Stefán Snævarr fæddist árið 1953 í Reykjavík. Hann er prófessor í heimspeki við Háskólann í Innlöndum í Noregi. Hann hefur stundað margháttuð ritstörf og skrifað bækur á ýmsum tungumálum. Síðustu bækur hans á íslensku eru Kredda í kreppu og Bókasafnið. Árið 2010 hlaut hann fyrstu verðlaun í ritgerðarsamkeppni Alþjóðasamtaka fagurfræðinga (The International Association of Aesthetics).
Bronsaldarhrunið og nútíminn

Stefán Snævarr

Bronsaldarhrunið og nútíminn

·

Spánsk-ameríski heimspekingurinn George Santayana sagði að ef menn lærðu ekki af fortíðinni væru þeir dæmdir til að endurtaka hana. Ýmsir sagnfræðingar segja að margt í nútímanum minni á síðbronsöld (1500-1150 fyrir vort tímatal). Hún hafi verið efnahagslegt blómaskeið en í lok hennar átti sér stað eitthvert mesta menningar- og samfélagshrun sem um getur. Hnattvæðing á síðbronsöld Nóta bene ekki alls...

Carlsen gegn Caruana

Stefán Snævarr

Carlsen gegn Caruana

·

Fyrir þremur áratugum voru fjórir íslenskir skákmenn í hópi hundrað bestu skákmanna heims. Svo kom eitthvað fyrir sem rústaði skákgetu Íslendinga. Ég held að tískugræðgi hafi átt mikinn þátt í því, sjúklegur ótti Íslendinga við að vera lummó og gamaldags, samanber gamaldags-er-vont-orðræðan sem ég ræddi nýskeð á þessum vettvangi. Upp úr 1990 virðist margt tískmennið hafa fengið þá flugu í...

Klukkan ellefu, þann ellefta ellefta 1918

Stefán Snævarr

Klukkan ellefu, þann ellefta ellefta 1918

·

Klukkan var tuttugu mínútur yfir fimm um morguninn þann ellefta nóvember árið 1918. Sólin hafði vart náð að skína á skotgrafirnar, á limlest líkin, á hina særðu, á eyðimörk einskismanns landsins. Matthias Erzberger, sendifulltrúi Þýskalands, hafði stigið inn í járnbrautarvagn, skammt frá franska þorpinu Compiègne. Þar mátti hann undirrita skilyrðislausa uppgjöf Þýskalands. Sama dag, klukkan ellefu fyrir hádegi skyldi öllum...

Orrustan við Kadesh og kosningarnar vestanhafs

Stefán Snævarr

Orrustan við Kadesh og kosningarnar vestanhafs

·

Árið 1274 fyrir okkar tímatal: Faraó Egypta, Ramesses II, heldur með fjórum herfylkjum norður í átt að borginni Kadesh í Sýrlandi. Hann taldi Hittítakonunginn Muwatalli II orðinn helst til uppvöðslusaman á þeim slóðum þar sem leppríki Egypta var að finna. Njósnurum Muwatallis tókst að blekkja Egypta, telja þeim trú um að Hittítaherinn væri ókominn til Kadesh. Fullviss um það...

Gamaldags-er-vont-orðræðan

Stefán Snævarr

Gamaldags-er-vont-orðræðan

·

Á Íslandi hefur skapast hefð fyrir því sem ég kalla „gamaldags-er-vont-orðræðuna“. Í slíkri orðræðu er gefið að það sem er gamaldags, gamalt og fortíðarlegt sé af hinu illa, nútíminn og framtíðin af hinu góða. Það er aldrei útskýrt hvers vegna hið gamla sé vont, hið nýja gott. Áður en Bjarni Ben og Katrín Jakobs gerðu sitt bandalag afgreiddi Bjarni skoðanir...

Dómarinn og sálfræðingurinn, böðull hans

Stefán Snævarr

Dómarinn og sálfræðingurinn, böðull hans

·

Þorsteinn heitinn Gylfason skrifaði á sínum tíma snaggaralega ádrepu um sálfræði. Hann spurði hvort sálfræði ætti sér einhvern tilverurétt. Og eftir að hafa gagnrýnt ýmsar þekktar sálfræðikenningar svaraði hann: Ég veit það ekki (Þorsteinn 2006: 23-56). Ekki ætla ég mér þá dul að svara spurningunni í stuttri færslu en hyggst ræða dálítið um mögulega veikleika sálfræðinnar. Einnig mun...

Hrunið og viðsnúningspiltarnir ("Fyrst á réttunni, svo á röngunni, tjú, tjú, trallala")

Stefán Snævarr

Hrunið og viðsnúningspiltarnir ("Fyrst á réttunni, svo á röngunni, tjú, tjú, trallala")

·

Áður fyrr á árunum höfðu bændur einatt snúningspilta. Eftir hrun urðu ónefndir snúningspiltar viðsnúningspiltar. Þeir sem áður höfðu vegsamað auðmenn og útrás sneru allt í einu við blaðinu. Einn vegsamaði bankana svo seint sem í desember 2007 en söðlaði svo um og stofnaði andkerfisflokk. Annar gekk feti framar og stofnaði tvo andkerfis flokka, hafandi áður verið tengdur útrásarmönnum og lofað...

Vistarbandstuðið og bæjarleysan

Stefán Snævarr

Vistarbandstuðið og bæjarleysan

·

Nú þekkist sú skoðun og þykir fín að vistarbandið hafi verið upphaf alls ills á ísaköldu landi. Sumir álitsgjafar japla stöðugt á þessu, nægir að nefna Guðmund Andra Thorsson sem staðhæfir án raka að fákeppni á Íslandi eigi sér rætur í vistarbandinu. Væri ekki ögn gáfulegra að rekja fákeppnina til einokunarverslunarinnar? Einokun er jú ekkert annað en fákeppni á sterum....

Lémagna Lehman bræður, fjármálakreppan og undirmálslánin

Stefán Snævarr

Lémagna Lehman bræður, fjármálakreppan og undirmálslánin

·

Um þessar mundir er áratugur liðin síðan Lehman bræður urðu lémagna og tóku heimshagkerfið með sér í fallinu. En auðvitað verður þessum leiðu bræðrum vart einum kennt um fjármálakreppuna, orsakir hennar voru sjálfsagt margar og margþættar. Vinsælt er að kenna undirmálslánunum amerísku um kreppuna og er þá undirskilið að ríkisafskipti ein eigi sök á henni. Þessi lán hafi verið sköpunarverk...

Svíþjóð og kosningarnar

Stefán Snævarr

Svíþjóð og kosningarnar

·

Ég bjó í Svíþjóð einn vetur fyrir tæpri hálfri öld. Eitt sinn var íslenskur læknir, sem lengi hafði búið með sænskum, í heimsókn hjá foreldrum mínum. Talið barst að umræðuhefð Svía. Læknirinn sagði „sænskir þátttakendur í umræðu eru eins og læmingjahjörð, allir hlaupa í sömu áttina“. Eins og ég hef sagt í fyrri færslum er hneigð til þrúgandi sáttamenningar í...

1968: Vor í Prag, innrás í ágúst

Stefán Snævarr

1968: Vor í Prag, innrás í ágúst

·

Í gær voru fimmtíu ár liðin frá því að herir Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra réðust inn í Tékkóslóvakíu og bundu með því enda á umbótatilraunir Alexanders Dubcek, aðalritara kommúnistaflokksins. Ég man vorið í Prag vel, man hrifningu mína af umbótastarfinu, man sjokkið þegar ég frétti um innrásina, man mig standa á mótmælafundi fyrir framan sovéska sendiráðið þá tæpra fimmtán ára....

Trója, þrælflækt saga

Stefán Snævarr

Trója, þrælflækt saga

·

Svo orti meginskáldið Ezra Pound í Canto IV: „Palace in smoky light, Troy but a heap of smouldering boundary stones,…“ Löngu áður en ég las kvæði Pounds las ég sígildra söguheftið um Ilíonskviður upp til agna, barnungur. Mörgum árum seinna las ég sjálfa Ilíonskviðu Hómers: „Kveð þú, gyðja, um hina fársfullu heiftarreiði Akkils Peleifssonar, þá er olli Akkea ótölulegum mannraunum,…“...

Trumptín, ræningjahöfðingi?

Stefán Snævarr

Trumptín, ræningjahöfðingi?

·

Glöggir lesendur hafa örugglega séð að „Trumptín“ er blanda af nöfnum Trumps og Pútíns en hnífurinn virðist ekki ganga á milli þeirra félaga. Trump sýndi Pútín fádæma undirlægjusemi á Helsinkifundinum og virðist ekki hafa gagnrýnt hann fyrir eitt né neitt, hvorki innlimun Krímskaga né mögulega aðild að Skripalmálinu. Trump þykist að vísu hafa gagnrýnt hann fyrir afskipti af ameriskum kosningum...

Skáldið frá Hamri

Stefán Snævarr

Skáldið frá Hamri

·

Friedrich Nietzche vildi stunda heimspeki með hamrinum, slá með honum á skurðgoðin, athuga hvort holur hljómur væri í þeim, mölva þau ef svo væri. Þannig skyldi endurmeta öll verðmæti. Orti Þorsteinn frá Hamri með hamrinum? Sé svo þá notaði hann hamarinn með varfærni, mölvaði fátt, þótt vissrar vinstriróttækni gæti í fyrstu bókum hans. Alltént heyrðist honum holur hljómur vera í...

Jordan Peterson og einstaklingshyggjan

Stefán Snævarr

Jordan Peterson og einstaklingshyggjan

·

Ekki hef ég orðið svo frægur að heyra Jordan Peterson fyrirlesa, ekki hef ég heldur lesið hina umdeildu bók hans. En hann mun hafa sagt í Hörpufyrirlestri að ástæðan fyrir fjöldamorðum og alræði sovéskra kommúnista og þýskra nasista hafi verið heildarhyggja þessara þjóða. Einstaklingshyggju-þjóðir fremji ekki slík voðaverk og mun hann hafa nefnt Kanadamenn, Norðmenn og Bandaríkjamenn sem dæmi....

Píp Trumps um viðskipahalla og fleira

Stefán Snævarr

Píp Trumps um viðskipahalla og fleira

·

Trump fer mikinn þessa dagana að vanda, úthúðar viðskiptaþjóðum Bandaríkjanna og setur stórtolla á innflutning frá þeim. Þjóðir eru ekki fyrirtæki Hann skilur ekki að þjóðir eru ekki fyrirtæki. Löngu fyrir forsetatíð hans skrifaði nóbelshagfræðingurinn Paul Krugman grein þar sem hann benti á að samkeppni þjóða er gagnólík samkeppni fyrirtækja. En viðskiptamenn haldi ranglega að þjóðir keppi um...