Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka
Stefán Snævarr
Stefán Snævarr fæddist árið 1953 í Reykjavík. Hann er prófessor í heimspeki við Lillehammerháskóla í Noregi. Hann hefur stundað margháttuð ritstörf og skrifað bækur á ýmsum tungumálum. Síðustu bækur hans á íslensku eru Kredda í kreppu og Bókasafnið. Árið 2010 hlaut hann fyrstu verðlaun í ritgerðarsamkeppni Alþjóðasamtaka fagurfræðinga (The International Association of Aesthetics).

Lyfin og læknarnir

Enn vitna ég í gamlan dægurlagatexta: „Á spítölum kvelur mig læknanna lið með lamstri og sprautum svo ég þoli ekki við“. Bandarískir læknar eru ekki alsaklausir af þeim dópdauðafaraldri sem nú gengur yfir Bandaríkin. Þeir ávísa alltof mikið af morfínlíkum verkjalyfjum (e. opoids) en 75% þeirra sem ánetjast heróní vestanhafs verða fyrst háðir slíkum lyfjum. Íslenskir læknar eru litlu skárri,...

Málbjörgunarsveit!

Íslenskan er í bráðri hættu. Margt ógnar tilvist hennar, mikil ógn stafar frá Kísildal. Einokunarfyrirtækin þar ómaka sig ekki á að íslenskuvæða netþjóna og stýritæki, telja sig ekki græða nóg á því. Rétt eins og þau þéni ekki nóg á einokunaraðstöðu sinni. Önnur ógn er ferðamennskan og erlent vinnuafl. En aðalógnin kemur innanfrá, frá ungmennum sem gjamma oft við hvert...

Bílóð þjóð

Í ákafa mínum við að andæfa ökuþóra-boðskap Eyþórs Arnalds og auðvalds-lista hans gerði ég of lítið úr bíladellu alltof margra Íslendinga. Ég talaði eins og ofurbílvæðingin sem hófst fyrir þremur áratugum hafi einvörðungu stafað af afnámi ofurtolla og lélegum almenningssamgöngum í Reykjavík og víða annars staðar. En mjög stór hluti almennings vildi einkabílinn og engar refjur. Ef svo hefði ekki...

Bjargið börnunum í Jemen og Sýrlandi

Í dag gerðist sá merki atburður að hópur manna gekk á fund forsætisráðherra og hvatti hana til að berjast fyrir friði í Jemen. Þjáningarnar af völdum stríðsins eru skelfilegar, hungurvofann ásækir meirihluta þjóðarinnar sem vel gæti soltið í hel, verði ekkert að gert. Verst bitnar þetta á saklausum börnum sem geta enga björg sér veitt. Ekki er ástandið betra...

Gomringer og "metoo"

Eugen Gomringer er háaldrað svissneskt skáld sem á sínum tíma var frumkvöðull hins svonefnda konkretisma í ljóðum. Einn af samherjum hans var fjöllistamaðurinn Diter Rot sem er Íslendingum að góðu kunnur. En hvað í ósköpunum er konkretismi? Konkretistar vildu tálga ljóð þannig að eftir stæðu nakin orð, án ljóðmynda, án skrauts. Nota sér eiginleika lyklaborðsins til að raða orðunum með...

Hinn ginnhelgi einkabíll

Þetta sungu menn í den: „Halló þarna bíllinn ekki bíður, æ blessuð flýtið ykkur, tíminn líður“. Á Íslandi bíður bíllinn ekki heldur treður sér alls staðar, veður upp á gangstéttir og ýtir almenningssamgöngum til hliðar. Ofurbílvæðing Íslands hófst fyrir um þremur áratugum, mér skilst að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hafi gert óformlegan samning við verkalýðshreyfinguna. Tollar yrðu snarlækkaðir af bílum gegn...

Þingmannaþvæla um ættarnöfn

Þórarinn Eldjárn segir á feisbók að nú sé lögð tillaga fram á þingi um að leyfa ættarnöfn. Rökstuðningurinn fyrir því sé þessi m.a. sá að á síðustu öld hafi einungis forréttindafólk fengið taka upp eða halda gömlum ættarnöfnum, nú sé kominn tími til að leyfa alþýðunni slíkt hið sama. Þórarinn bendir á að þetta sé tóm þvæla, í byrjun síðustu...

Að fyrirlíta veikleika

Norski heimspekingurinn Harald Ofstad hélt því fram að nasisminn hefði einkennst af fyrirlitningu á veikleika. Fyrirlitningu á þroskaheftum, geðveiku fólki og öllum sem voru öðruvísi en hinn þýski meðaljón. Fyrirlitningu á þeim sem eiga undir högg að sækja. Kannski geta menn ekki verið nasistar nema vera haldnir slíkri fyrirlitningu en vel gerlegt er að fyrirlíta minnimáttar án þess að vera...

Fiskeldi í Noregi

Mér skilst að norskt fiskeldisfyrirtæki hyggist hefja stórfellt fiskeldi í Eyjafirði. Í því sambandi ber Íslendingum að líta ögn á stöðu mála í norsku fiskeldi. Laxalús, ættuð frá eldisfiski, er sögð eyðileggja norsk rækjumið. Tvö norsk dagblöð, Morgenbladet og Dagbladet, hafa haldið því fram með réttu eða röngu að bullandi spilling sé í norska fiskeldinu. Embættismenn sitji beggja vegna borðsins,...

Hanna Birna II

Enn þverskallast Sigríður Andersen við að gera hið eina rétta, segja af sér. Verð ég að eyða tíma lesenda í að útskýra hvers vegna? Dómsmálaráðherra er einfaldlega ekki sætt í embætti verði embættisfærslur hans dæmdar ólöglegar af Hæstarétti. Einhver kann að segja að litlar líkur séu á að Sigríður víki enda standi Flokkurinn með henni og forsætisráðherra þori ekki að...

Andri á Alþingi

Ræðuskörungur er risinn á Alþingi Íslendinga! Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundurinn snjalli! Hann hélt sína jómfrúrræðu með kurt og pí um daginn og mæltist vel. Ég var sammála flestu sem hann sagði en hnaut um eitt: Hann segir að sjúklingar séu á göngum í íslenskum sjúkrahúsum rétt eins og í stríðshrjáðum löndum. Ekki er hinn vellauðugi velferðar-Noregur stríðshrjáður en þar hefur...

Jones gegn Moore, Young gegn Lynyrd Skynyrd.

Lesendur vita sjálfsagt flestir að í dag fara fram þingkosningar í Alabama þar sem eigast við hinn umdeildi Roy Moore og demókratinn Doug Jones. Moore er til hægri við Atla húnakonung og er sem kunnugt ásakaður fyrir kynferðislega áreitni, jafnvel pedofílu. Hann vill banna samkynhneigð og banna múslimum setu á þingi, allt náttúrulega í nafni frelsisins. Hinir heittrúuðu fylgismenn hans...

Ræða, haldin á aðventuhátíð íslenska safnaðarins í Noregi 3/12.

Guðsótti. Áður fyrr á árunum þótti sjálfsagt að óttast Guð sinn herra. Í dag þekkist nýr Guðsótti, ótti við ræða um Guð, hugsa um Guð. Þeir sem á annað borð nenna að ræða trúmál benda einatt á öll þau myrkraverk sem framin eru í nafni trúarbragða og spyrja „eru trúarbrögð ekki hreinlega af hinu illa?“ Því er til að svara...

Kynferðisleg áreitni og réttarríkið

Flestir siðmenntaðir menn fagna þeirra andófsbylgju gegn kynferðislegri áreitni sem rís nú víða um heim. Fólk stígur fram og segir sögur um frægðarmenn sem misnota vald sitt til að áreita konur, og jafnvel karla, með kynferðislegum hætti. Engin ástæða er til annars en að ætla að alltof algengt sé að valdamiklir karlmenn noti aðstöðu sína með þessum ógeðfellda hætti. Ég...

Hundrað ára meinsemd: Rússneska byltingin 2.0

Færsla mín um rússnesku byltinguna drukknaði í írafárinu út af lögbanninu, hér birtist hún á ný, ögn lagfærð: Í dag eru hundrað ár liðin frá hinni svonefndu rússnesku byltingu. Eiginlega var bylting bolsévíka valdarán fámennrar klíku. Það var í samræmi við flokkshugmyndir Leníns sem hann kynnti til sögunnar í kverinu Hvað ber að gera? Hann taldi verkalýðinn of mótaðan af...

Lúter í Wittenberg 31. október 1517

Í dag eru 500 ár liðin síðan Marteinn Lúter hóf meinta siðbót með því að negla skjal á dómkirkjuhurðina í Wittenberg. Reyndar er umdeilt hvort skjalið hafi verið kynnt með þessum dramatíska hætti. En víst er um að það var í 95 greinum, einnig að í því er kaþólska kirkjan gagnrúynd harðlega m.a. fyrir að leyfa aflátsölu. Menn gátu fengið...

Bókasafnið-ný bók

Í nóvember mun forlagið Skrudda gefa út eftir mig heimspekilega tilraunaskáldssögu sem bera mun heitið Bókasafnið og er hún myndskreytt af Þorgrími Kára Snævarr. En eins og menn verða fljótlega áskynja þá er mörkunum að kalla megi bókina skáldssögu, hún inniheldur texta af margvíslegu tagi, þ.á.m. ljóð og smáritgerðir ýmsar, m.a. um heimspekileg efni. Bók þes Að svo miklu leyti...

"Fljótur nú, Simmi minn..."

Einhverju sinni söng Megas: „Fljótur nú, Sámur minn, finndu einhver patentfrí úrræði“. Túlka má þessi orð sem háð um þá sannfæringu alltof margra Íslendinga á fyrstu eftirstríðsárunum að Sámur frændi myndi redda þeim ef harðbakka slægi. Alla vega skortir ekki patent-lausnara í íslenskri pólitík, karismatiska klíkuforingja sem bjóða upp á patentlausnir á efnahagsvanda og öðrum ósóma. Og almenningur froðufellir af...

Túristi = Síld?

Ég man síldarárin. Endalausar fréttir í fjölmiðlum um aflabrögð og aflakónga, trillur sem sigldu drekkhlaðnar til hafnar. Og síldarstúlkur sem sungu glaðar á planinu meðan þær slægðu silfurfiska. Við héldum að síldarævintýrið myndi vara að eilífu. En einn góðan veðurdag árið 1966 var ævintýrið úti, síldin hvarf og allt fór í kalda kol. Ég var tæplega þrettán ára þegar þetta...

Hundrað ára meinsemd (rússneska byltingin)

Innan tíðar verða hundrað ár liðin frá hinni svonefndu rússnesku byltingu. Eiginlega var "bylting" bolsévíka valdarán fámennrar klíku. Það var í samræmi við flokkshugmyndir Leníns sem hann kynnti til sögunnar í kverinu Hvað ber að gera? Hann taldi verkalýðinn of mótaðan af auðvaldsskipulaginu til að skilja hvað sér væri fyrir bestu. Verkamenn geti aldrei öðlast meira en fagfélagsvitund, bundist samtökum...

Skáldið og þingið

Á mínum æskudögum þóttu mér íslenskir vinstrimenn helsti bókmenntasinnaðir. Mér fannst þeir sjá heim stjórnmálanna einungis gegnum sjóngler fagurbókmennta, ekki síst bóka Laxness. Ég talaði hæðnislega um skáldbjálfa og litter-rata. Og sagði að hugmyndafræði þeirra mætti kalla „marxisma-laxnessisma“. En mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan ég boðaði þessar skoðanir, nú er ég handviss um að skáldskapur geti gegn mikilvægu...

Gagnrýnin jafnaðarstefna!

Við þurfum gagnrýna jafnaðarstefnu. Hvernig skal hún arta sig? Kratinn krítiski er gagnrýninn jafnt á auðvald sem skrifræði, ójafnaðarmenn sem umhverfisspjallendur. Um leið er hann sjálfsgagnrýninn og leitast stöðugt við að bæta stefnu sína. Auk þess veit hann að öllu er takmörk sett, þar á meðal gagnrýni. Hryggjarstykkið í jafnaðarmennsku hans er sannfæringin um að ójöfnuður hafi víðast hvar...

Gamalt og vont? Er allt sem er gamaldags af hinu illa?

Brögð eru að því að íslenskir álitsgjafar afgreiði skoðanir sem þeir eru ósammála með þeim orðum að þær séu gamaldags. Til dæmis hefur Katrínu Jakobsdóttur verið legið á hálsi að hafa gamaldags og forneskjulegar skoðanir. En þetta er næsti bær við ad hominem-rök, í stað þess að rökstyðja í hverju gallarnir við málflutning Katrínar séu fólgnir er hann stimplaður fornlegur....

Hinsta heimspekiþingið (ritdómur)

Arild Pedersen (2013): The Last Conference. A Pragmatist Saga. Ósló:: Akademika Publishing. Einhvern tímann skrifaði Þórarinn Eldjárn smellna háðssögu sem ber heitið Síðasta rannsóknaræfingin. Rannsóknaræfing er eða var árlegt þing og veisla íslenskufræðinga. Koma margir þeirra við sögu hjá Þórarni og mátti kenna lifandi fyrirmyndir. Gert er heiftarlegt grín að mörgu í fari þeirra og ýmsu í hefðum fagsins. Norski...

"Oops, I did it again", geng óbundinn til kosninga

“Oops I did it again, gæti íslenski stjórnmálaforinginn raulað, geng enn einu sinni óbundinn til kosninga. Þetta þýðir að við kjósendur vitum varla hvað við erum að kjósa, alla vega þau okkar sem kjósum mið-vinstri. Erum við að kjósa vinstristjórn, mið-vinstri eða jafnvel mið-hægri-stjórn? Í raun og veru takmarka stjórnmálamenn kosningarétt okkar með því að gefa ekki upp fyrir kosningar...