Stefán Snævarr

Stefán Snævarr

Stefán Snævarr fæddist árið 1953 í Reykjavík. Hann er prófessor í heimspeki við Háskólann í Innlöndum í Noregi. Hann hefur stundað margháttuð ritstörf og skrifað bækur á ýmsum tungumálum. Síðustu bækur hans á íslensku eru Kredda í kreppu og Bókasafnið. Árið 2010 hlaut hann fyrstu verðlaun í ritgerðarsamkeppni Alþjóðasamtaka fagurfræðinga (The International Association of Aesthetics).
Lærisveinn reynslunnar. 500 ára ártíð Leonardós da Vincis

Stefán Snævarr

Lærisveinn reynslunnar. 500 ára ártíð Leonardós da Vincis

·

Þann 2 maí síðastliðinn voru liðin fimm hundruð ár fá láti Leondardós da Vincis, snillingsins mikla. Hann var í heiminn borinn í litlum ítölskum bæ, laungetinn sonur pótintáta nokkurs. Þar eð hann var ekki skilgetinn fékk hann fremur litla menntun, lærði t.d. aldrei latínu til hlítar en hún var mál allra mennta. Það var lán í óláni, vegna þessa varð...

Fjárorðræða

Stefán Snævarr

Fjárorðræða

·

Íslendingar ræða líklega meira um efnahagsmál en aðrar  þær  þjóðir sem ég þekki. Vissulega er það skiljanlegt í ljósi þess hve sveiflugjarnt íslenskt efnahagslíf er. En öllu má ofgera, þessi umræða vill hverfast í það sem ég "fjárorðræðu", orðræðu þar sem fjárhagsleg rök eru einu viðurkenndu rökin. Eðli orðræðunnar og hættan af henni. Hættan við slíka orðræðu er að...

100 ár frá fæðingu stórskáldsins Stefáns Harðar

Stefán Snævarr

100 ár frá fæðingu stórskáldsins Stefáns Harðar

·

Í dag, þann 31 mars 2019, eru liðinn hundrað ár frá fæðingu eins mesta skálds Íslands á síðustu öld, Stefáns Harðar Grímssonar. Eins og mörg íslensk skáld fyrri tíma var hann alinn upp við kröpp kjör. Hann varð ungur munaðarlaus, hlaut litla menntun og sá sér farborða með sjómennsku. Fyrsta ljóðabók hans kom út árið 1946, Glugginn snýr norður. Heitið...

Þegar verðið verður sverð

Stefán Snævarr

Þegar verðið verður sverð

·

„Ég er ekki kominn til að boða yður frið heldur sverð“ sagði Jesús frá Nasaret. Annar frelsari, Hannes Gissurarson, vill boða verð, ekki sverð. Hann segir frjálshyggjuna friðarspeki, speki verðsins, ekki sverðsins. Vel mælt enda Hannes pennafær, hvað sem segja má um boðskap hans. Þversögn markaðsfrelsis Satt best að segja er þessi boðskapur ekki ýkja góður, Hannesi yfirsést að verð...

Frjálshyggja og frjálslyndisstefna

Stefán Snævarr

Frjálshyggja og frjálslyndisstefna

·

Íslenskum frjálshyggjumönnum tókst með dæmafáum dugnaði að eyða orðinu „frjálslyndisstefna“ og setja í þess stað orðið „frjálshyggju“. Þeim tókst að telja fólki   trú um að það að vera frjálslyndur þýddi að maður væri frjálshyggjumaður. En meðal annarra þjóða er venjulega greint skarplega milli frjálslyndisstefnu (e.liberalism) og frjálshyggju (e. libertarianism eða classic liberalism, no. markedsliberalisme). Um er að ræða tvö afbrigði...

Var Popper frjálshyggjumaður?

Stefán Snævarr

Var Popper frjálshyggjumaður?

·

Vera Illugadóttir er einkar góður útvarpsmaður, eins og hún á ættir til að rekja. Nýlega hlustaði ég á ágætan pistil hennar um hinn umdeilda auðjöfur George Soros. Eins og vera ber nefnir hún að Soros hafi verið nemandi heimspekingsins Karls Popper. Hún nefnir stuttlega bók Poppers The Open Society and its Enemies og segir að þar hafi Popper boðað trú...

Kenning um viðurkenningu

Stefán Snævarr

Kenning um viðurkenningu

·

  „Show some respect, I want you to show some respect.“ Aretha Franklin   Þýski heimspekingurinn G.W.F. Hegel er sennilega fyrsti hugsuðurinn sem skildi mikilvægi viðurkenningar fyrir mannfólkið. Sá sem ekki nýtur lágmarksviðurkenningar annarra er vart fullkomin mannvera, bara mannskepna. Hann setur kenninguna um viðurkenninguna m.a. fram í líki sögu um þróunarferli mannkynsins. Í árdaga hittast tveir menn og taka...

Þúfan og hlassið, brjóstgjöfin og framleiðnin

Stefán Snævarr

Þúfan og hlassið, brjóstgjöfin og framleiðnin

·

Alltof algengt er að menn leiti skýringa á sögulegum og félagslegum ferlum í meintum  lögmálum og öðru því  sem algildi á að hafa. Of lítið er gert af því að huga að mögulegum mætti tilviljana og smáatriða, menn gleyma að þúfan litla getur velt hlassinu þiunga. Og að fiðrildið smáa getur valdið ofviðri með því einu að blaka vængjunum á tilteknu...

Stóra ættarnafnamálið o.fl.

Stefán Snævarr

Stóra ættarnafnamálið o.fl.

·

Á feisbók kennir margra grasa. Ein jurtin er ritdeila þeirra Hannesar Gissurarsonar og Árna Snævarr, sá síðarnefndi er reyndar mér náskyldur. Árni gagnrýnir Hannes fyrir múslimafóbíu og að sverta verkalýðshreyfinguna, auk þess að lofa hinn varhugaverða Bolsanaro, Brasilíuforseta. Sá hefur komið með fjandsamlegar yfirlýsingar um homma og konur, auk þess að dásama herforingjastjórnina sem lengi réði Brasilíu. Með því...

Popper og nasisisminn

Stefán Snævarr

Popper og nasisisminn

·

Ég fór fremur lofsamlegum orðum um heimspekinginn Karl Popper í bloggi nýskeð. Nú er kominn tími til að gagnrýna kappann. Hann hélt því fram að þýski heimspekingurinn G.W.F. Hegel hefði verið andlegur faðir jafnt marxisma sem nasisma. Marx sjálfur hefði reyndar verið skynsemis- og frelsissinni en hegelskur arfur hafi eitrað marxismann og gert hann að alræðisspeki. Sá arfur væri trúin...

Frjálshyggja, fasismi, nasismi, kommúnismi

Stefán Snævarr

Frjálshyggja, fasismi, nasismi, kommúnismi

·

Lesendur kannast sjálfsagt við samanburðarmálfræði. Tala mætti um samanburðar-stjórnmálafræði, þ.e. þau fræði sem bera saman stjórnmálastefnur og flokka með ýmsum hætti. Slík samanburðarfræði er nú ofarlega á baugi í umræðunni (?) íslensku. Andri Sigurðsson og Jóhann Páll Jóhannsson vilja flokka frjálshyggju með fasisma en Hannes Gissurarson dregur nasisma og fasisma í dilk með kommúnisma. Flokkanir. Gallinn við slíkar...

Nafnarnir Popper og Marx

Stefán Snævarr

Nafnarnir Popper og Marx

·

Nafnarnir Karl Raimund Popper og Karl Heinrich Marx virðast eins og eldur og vatn. Samt tel ég að eitt og annað í hugsun þeirra beggja eigi erindi við okkur í dag. Hvað má læra af Popper? Heimspekingurinn Popper var enginn unnandi marxismans. Marx hefði vissulega verið frjálshuga og merkur fræðimaður en sáð óafvitandi frjóanga alræðisins, hins lokaða samfélag. Hið lokaða...

Bronsaldarhrunið og nútíminn

Stefán Snævarr

Bronsaldarhrunið og nútíminn

·

Spánsk-ameríski heimspekingurinn George Santayana sagði að ef menn lærðu ekki af fortíðinni væru þeir dæmdir til að endurtaka hana. Ýmsir sagnfræðingar segja að margt í nútímanum minni á síðbronsöld (1500-1150 fyrir vort tímatal). Hún hafi verið efnahagslegt blómaskeið en í lok hennar átti sér stað eitthvert mesta menningar- og samfélagshrun sem um getur. Hnattvæðing á síðbronsöld Nóta bene ekki alls...

Carlsen gegn Caruana

Stefán Snævarr

Carlsen gegn Caruana

·

Fyrir þremur áratugum voru fjórir íslenskir skákmenn í hópi hundrað bestu skákmanna heims. Svo kom eitthvað fyrir sem rústaði skákgetu Íslendinga. Ég held að tískugræðgi hafi  átt mikinn þátt í því, sjúklegur ótti Íslendinga við að vera lummó og gamaldags, samanber gamaldags-er-vont-orðræðan sem ég ræddi nýskeð á þessum vettvangi. Upp úr 1990 virðist margt tískmennið hafa fengið þá flugu í...

Klukkan ellefu, þann ellefta ellefta 1918

Stefán Snævarr

Klukkan ellefu, þann ellefta ellefta 1918

·

Klukkan var tuttugu mínútur yfir fimm um morguninn þann ellefta nóvember árið 1918. Sólin hafði vart náð að skína á skotgrafirnar, á limlest líkin, á hina særðu, á eyðimörk einskismanns landsins. Matthias Erzberger, sendifulltrúi Þýskalands, hafði stigið inn í járnbrautarvagn, skammt frá franska þorpinu Compiègne. Þar mátti hann undirrita skilyrðislausa uppgjöf Þýskalands. Sama dag, klukkan ellefu fyrir hádegi skyldi öllum...

Orrustan við Kadesh og kosningarnar vestanhafs

Stefán Snævarr

Orrustan við Kadesh og kosningarnar vestanhafs

·

Árið  1274 fyrir okkar tímatal: Faraó Egypta, Ramesses II, heldur með fjórum herfylkjum norður í átt að borginni Kadesh í Sýrlandi. Hann taldi Hittítakonunginn Muwatalli II orðinn helst til uppvöðslusaman á þeim slóðum þar sem leppríki Egypta var að finna. Njósnurum Muwatallis tókst að blekkja Egypta, telja þeim trú um að Hittítaherinn væri ókominn til Kadesh. Fullviss um það...