Auglýsingin hverfur eftir stutta stund...
Loka
Stefán Snævarr
Stefán Snævarr fæddist árið 1953 í Reykjavík. Hann er prófessor í heimspeki við Lillehammerháskóla í Noregi. Hann hefur stundað margháttuð ritstörf og skrifað bækur á ýmsum tungumálum. Síðustu bækur hans á íslensku eru Kredda í kreppu og Bókasafnið. Árið 2010 hlaut hann fyrstu verðlaun í ritgerðarsamkeppni Alþjóðasamtaka fagurfræðinga (The International Association of Aesthetics).

Hundrað ára meinsemd: Rússneska byltingin 2.0

Færsla mín um rússnesku byltinguna drukknaði í írafárinu út af lögbanninu, hér birtist hún á ný, ögn lagfærð: Í dag eru hundrað ár liðin frá hinni svonefndu rússnesku byltingu. Eiginlega var bylting bolsévíka valdarán fámennrar klíku. Það var í samræmi við flokkshugmyndir Leníns sem hann kynnti til sögunnar í kverinu Hvað ber að gera? Hann taldi verkalýðinn of mótaðan af...

Lúter í Wittenberg 31. október 1517

Í dag eru 500 ár liðin síðan Marteinn Lúter hóf meinta siðbót með því að negla skjal á dómkirkjuhurðina í Wittenberg. Reyndar er umdeilt hvort skjalið hafi verið kynnt með þessum dramatíska hætti. En víst er um að það var í 95 greinum, einnig að í því er kaþólska kirkjan gagnrúynd harðlega m.a. fyrir að leyfa aflátsölu. Menn gátu fengið...

Bókasafnið-ný bók

Í nóvember mun forlagið Skrudda gefa út eftir mig heimspekilega tilraunaskáldssögu sem bera mun heitið Bókasafnið og er hún myndskreytt af Þorgrími Kára Snævarr. En eins og menn verða fljótlega áskynja þá er mörkunum að kalla megi bókina skáldssögu, hún inniheldur texta af margvíslegu tagi, þ.á.m. ljóð og smáritgerðir ýmsar, m.a. um heimspekileg efni. Bók þes Að svo miklu leyti...

"Fljótur nú, Simmi minn..."

Einhverju sinni söng Megas: „Fljótur nú, Sámur minn, finndu einhver patentfrí úrræði“. Túlka má þessi orð sem háð um þá sannfæringu alltof margra Íslendinga á fyrstu eftirstríðsárunum að Sámur frændi myndi redda þeim ef harðbakka slægi. Alla vega skortir ekki patent-lausnara í íslenskri pólitík, karismatiska klíkuforingja sem bjóða upp á patentlausnir á efnahagsvanda og öðrum ósóma. Og almenningur froðufellir af...

Túristi = Síld?

Ég man síldarárin. Endalausar fréttir í fjölmiðlum um aflabrögð og aflakónga, trillur sem sigldu drekkhlaðnar til hafnar. Og síldarstúlkur sem sungu glaðar á planinu meðan þær slægðu silfurfiska. Við héldum að síldarævintýrið myndi vara að eilífu. En einn góðan veðurdag árið 1966 var ævintýrið úti, síldin hvarf og allt fór í kalda kol. Ég var tæplega þrettán ára þegar þetta...

Hundrað ára meinsemd (rússneska byltingin)

Innan tíðar verða hundrað ár liðin frá hinni svonefndu rússnesku byltingu. Eiginlega var "bylting" bolsévíka valdarán fámennrar klíku. Það var í samræmi við flokkshugmyndir Leníns sem hann kynnti til sögunnar í kverinu Hvað ber að gera? Hann taldi verkalýðinn of mótaðan af auðvaldsskipulaginu til að skilja hvað sér væri fyrir bestu. Verkamenn geti aldrei öðlast meira en fagfélagsvitund, bundist samtökum...

Skáldið og þingið

Á mínum æskudögum þóttu mér íslenskir vinstrimenn helsti bókmenntasinnaðir. Mér fannst þeir sjá heim stjórnmálanna einungis gegnum sjóngler fagurbókmennta, ekki síst bóka Laxness. Ég talaði hæðnislega um skáldbjálfa og litter-rata. Og sagði að hugmyndafræði þeirra mætti kalla „marxisma-laxnessisma“. En mikið vatn hefur til sjávar runnið síðan ég boðaði þessar skoðanir, nú er ég handviss um að skáldskapur geti gegn mikilvægu...

Gagnrýnin jafnaðarstefna!

Við þurfum gagnrýna jafnaðarstefnu. Hvernig skal hún arta sig? Kratinn krítiski er gagnrýninn jafnt á auðvald sem skrifræði, ójafnaðarmenn sem umhverfisspjallendur. Um leið er hann sjálfsgagnrýninn og leitast stöðugt við að bæta stefnu sína. Auk þess veit hann að öllu er takmörk sett, þar á meðal gagnrýni. Hryggjarstykkið í jafnaðarmennsku hans er sannfæringin um að ójöfnuður hafi víðast hvar...

Gamalt og vont? Er allt sem er gamaldags af hinu illa?

Brögð eru að því að íslenskir álitsgjafar afgreiði skoðanir sem þeir eru ósammála með þeim orðum að þær séu gamaldags. Til dæmis hefur Katrínu Jakobsdóttur verið legið á hálsi að hafa gamaldags og forneskjulegar skoðanir. En þetta er næsti bær við ad hominem-rök, í stað þess að rökstyðja í hverju gallarnir við málflutning Katrínar séu fólgnir er hann stimplaður fornlegur....

Hinsta heimspekiþingið (ritdómur)

Arild Pedersen (2013): The Last Conference. A Pragmatist Saga. Ósló:: Akademika Publishing. Einhvern tímann skrifaði Þórarinn Eldjárn smellna háðssögu sem ber heitið Síðasta rannsóknaræfingin. Rannsóknaræfing er eða var árlegt þing og veisla íslenskufræðinga. Koma margir þeirra við sögu hjá Þórarni og mátti kenna lifandi fyrirmyndir. Gert er heiftarlegt grín að mörgu í fari þeirra og ýmsu í hefðum fagsins. Norski...

"Oops, I did it again", geng óbundinn til kosninga

“Oops I did it again, gæti íslenski stjórnmálaforinginn raulað, geng enn einu sinni óbundinn til kosninga. Þetta þýðir að við kjósendur vitum varla hvað við erum að kjósa, alla vega þau okkar sem kjósum mið-vinstri. Erum við að kjósa vinstristjórn, mið-vinstri eða jafnvel mið-hægri-stjórn? Í raun og veru takmarka stjórnmálamenn kosningarétt okkar með því að gefa ekki upp fyrir kosningar...

Sigurður Pálsson (1948-2017)

Söngvari gleðinnar er þagnaður, Sigurður skáld Pálsson er látinn. Hann gekk ekki heill til skógar, hafði átt við alvarleg veikinda að stríða um nokkurt skeið. En einhvern veginn vonaði ég að hann mundi eiga nokkur góð ár eftir. Síðasta ljóðabók hans, Ljóð muna rödd, var ein af hans bestu og þá er mikið sagt því Sigurður var skáldjöfur. Fyrsta ljóðabók...

Gegn tískugræðgi

Bandaríska skáldið Ezra Pound fordæmdi okur ákaft í kvæðabálki sínum Cantos: „…with usura hath no man a painted paradise on his church wall“ (Canto XLV). Okur á sér rætur í græðgi en græðgin veldur fleiru illu og birtist í ýmsum myndum. Ein þeirra er tískugræðgi alltof margra Íslendinga, tískugræðgi sem líklega kom með Kanahernum. Púkófælni, óttinn við að vera...

Hjólar Trump í Kim?

Váleg tíðindi austur úr Asíu. Kim Jong-Un stundar kjarnorkuvopna-skak, Trump valdsorðaskak. Kannski vill engin stríð á Kóreuskaga. En margt bendir til þess að stórveldin evrópsku hafi ekki viljað stríð 1914. Samt fór sem fór, vopnaskak, stolt, og paranoja áttu mikinn þátt í því. Einnig má hugsa sér að hinn árásargjarni og ábyrgðarlausi Trump hreinlega hjóli í Norður-Kóreu til að leiða...

Popper og Kuhn: Lokaorð

Ég hef bloggað talsvert um kappana tvo, Kuhn og Popper, og er mál að linni. Ég hyggst gera stuttlega grein fyrir helstu veilunum í kenningum þeirra um vísindin en jafnframt benda á að álitsgjafar á íslandi gætu lært ýmislegt af báðum. Einnig hyggst ég kynna kenningu mína um dulda pólitíska þætti í kenningum beggja, þættir sem þeir voru tæpast meðvitaðir...

Staðreyndir og staðtölur

Ég hef dvalið víða um heim og fylgst með pólítískum rökræðum hér og hvar á hnettinum. En ég þekki ekkert land þar sem eins mikið er vitnað í staðtölur eins og á Fróni. Álitsgjafar sjóða talnasúpur og bera á borð fyrir almenning. Súpurnar reynast alltof oft vera naglasúpur, skynseminni verður bumbult af. Um staðtölunnar lúmska eðli Hættum nú metafórísku tali...

Þjóðinni sem seinkaði

Þýski hugsuðurinn Helmuth Plessner varð að flýja land þegar Hitler tók völdin. Í útlegðinni setti hann saman bók um vanþróun Þýskalands og kallaði „Die verspätete Nation“, „Þjóðinni sem seinkaði“. Þjóðverjar hafi nútímavæðst seinna en nágrannalönd þeirra. Þegar upplýsingaröld hófst og frjálslyndi jókst í Frakklandi og Bretlandi hafi Þýskaland verið að molna niður í smáríki þar sem furstar voru allsráðandi. Þjóðverjum...

Kuhn og samvinnuhæfnin

Undanfarið hef ég bloggað talsvert bæði um vísindaheimspekinginn Thomas Kuhn og samvinnuhæfni. Tengja má kenningar hans þeirri hæfni, ég mun rökstyðja að hann setji samvinnuhæfni í forsæti vísindanna. Kuhn enn og aftur Eins og segir í fyrri færslum telur Kuhn að hryggjarstykki vísinda sé venjuvísindi (e. normal science). Venjuvísindamenn tryðu blint (eða a.m.k. sjóndapurt) á vissar grundvallarforsendur, þeirra menning er...

Enn um samvinnuhæfni

Í þessari færslu hyggst ég ræða um ýmsar hliðar samvinnuhæfni, hefja mál mitt á að tala um verkalýðshreyfingu og samvinnuhæfni, víkja svo að tengslum hennar við þjóðernisstefnu. Verkalýðshreyfing og kjarasamningar Norski hagfræðingurinn Steinar Holden var fenginn af verkalýðshreyfingunni til að skrifa úttekt á íslenskum kjarasamningum. Hann segir að í Skandinavíu sé framleiðslugeirinn látinn semja fyrst og niðurstaðan gefur merki...

Samvinnuhæfni

Lesendur muna kannski að ég skrifaði færslu um gagnrýni Paul Krugmans á hugmyndina um samkeppnishæfi ríkja. Í þessari færslu hyggst ég velta því fyrir mér hvort vit sé í því að tala um samvinnuhæfni samfélaga. Ætla má að samvinnuhæfni sé lítil í löndum þar sem blóðugar borgarastyrjaldir geisa, mikil í landi eins og Noregi þar sem menn sammæltust um að...

Popper og Kuhn: Eldurinn og vatnið

Um þessar mundir eru 115 ár síðan heimspekingurinn Karl Popper fæddist og 95 ár síðan vísindaheimspekingurinn og –sagnfræðingurinn Thomas Kuhn var í heiminn borinn. Þeir leiddu saman hesta sína á frægri ráðstefnu í London árið 1965 og voru ósammála um eðli vísindanna. Fyrst mun ég ræða það helsta sem greinir kenningar þeirra að, svo mun ég vega að furðukenningu íslenskra...

Bestu myndir aldarinnar

Tíminn líður, tuttugastaogfyrsta öldin er að verða fullorðin. Og kominn tími til að velta fyrir sér bestu listaverkum aldarinnar. Forsendur matsins Ég hyggst ræða kvikmyndalist hér og kynna minn bestumyndalista. Um er að ræða leiknar kvikmyndir í fullri lengd, þannig að teiknimyndir, sjónvarpsþættir og heimildamyndir koma ekki við sögu. Ég beini sjónum mínum aðallega að „alvarlegum“, iistrænum myndum og met...

Erna Ýr um frelsi og jöfnuð

Ég ætlaði að svara Ernu Ýr fyrir löngu en gleymdi því. Hér kemur svar mitt: Erna Ýr Öldudóttir þeysir inn á ritvöllinn og fordæmir jafnaðarstefnu í greininni Helstefna jöfnuðar. Hún finnur jafnaðarstefnu það meðal annars til foráttu að jafnaðarmenn eigi erfitt með útskýra hvað átt sé við með jöfnuði. Erfitt sé að fá þá til að nefna „einhverjar mælanlegar,...

Chuck Norris í Hvíta húsinu

Margir lesenda kannast eflaust við hasamyndaleikarann Chuck Norris sem var Charles Bronson fátæka mannsins. Hann lék Walker, Texas Ranger um nokkurt skeið, var mest í því að berja á bófum með austurlenskum bardagabrögðum en notaði rólegu augnablikin til að koma stjórnmálaskoðunum sínum á framfæri. Í einum þættinum staðhæfði hann að Bandaríkin notuðu stórfé í aðstoð við önnur lönd, fé sem...

Raforkan og frjálshyggjan (annarlegir hagsmunir, heimskulegar hugsjónir)

Stundin birtir í dag napra úttekt á íslenskri auðlindastöðu: Ef við hefðum auðlindurentu að norskum sið yrðu orkufyrirtæki að borga sjö milljarð krónur á ári. Í stað þess eru skattar stöðugt lækkaðir á fyrirtæki sem að auki flytji arðinn úr landi með klækjum. Ekki virðist slík auðlindastefna ríða fyrirtækjum í norskum raforkuiðnaði á slig. Því má ætla að fyrirtæki starfandi...