Stefán Snævarr fæddist árið 1953 í Reykjavík. Hann er prófessor í heimspeki við Háskólann í Innlöndum í Noregi. Hann hefur stundað margháttuð ritstörf og skrifað bækur á ýmsum tungumálum. Síðasta bók hans á íslensku er Augu stara á hjarta. Árið 2010 hlaut hann fyrstu verðlaun í ritgerðarsamkeppni Alþjóðasamtaka fagurfræðinga (The International Association of Aesthetics).
Þinghúsbruninn 1933 = Árásin á bandaríska þinghúsið 2021
Nasistarnir létu kveikja í Ríkisþingshúsinu þýska og notuðu brunann sem afsökun fyrir herlögum. Adolf Trump er ábyrgur fyrir árás stormsveita sinna á Þinghúsið bandaríska þinghúsið og kann að nota hana sem afsökun fyrir setningu herlaga. Lögreglan gerir einkennilega lítið til að stöðva skrílinn. Hvað veldur? Mun valdaránið takast? Nú þykist Trump ætla að virða úrslit kosninganna en hann lýgur stanslaust,...
Á jóladag barst mér sú sorgarfregn að fornvinur minn, meginskáldið Birgir Svan Símonarson væri dáinn. Hann var eins og ljóðin sín: Hjartahlýr, viðkvæmur, rómantískur, fyndinn, hæðinn, gagnrýninn, þrjóskur og skapmikill. Honum samdi ekki við Bókmenntabáknið og Báknverjar hefndu sín. Þeir beittu sínu beittasta vopni gegn honum: Þögninni. Þeim tókst næstum að þagga ljóðrödd hans í hel, hann er ekki...
Opið bréf til Hannesar Hólmsteins
Sæll Hannes og takk fyrir enn eina ritdeiluna! Í svari þínu hefurðu leikinn með því að gera mér upp skoðanir, segir mig vera andsnúinn kapítalisma. Það er ég alls ekki, kapítalisminn hefur bæði kosti og galla, sé rétt á málum haldið vega kostirnir meir en gallarnir. En ég hef jafn litla trú á draumórum um frjálsa markaðsskipan og á...
Orð Hannesar
Hannes Gissurarson geysist fram á ritvöllinn og svarar pistli Einars Más, Orð Hayeks. Hann segir að orð Hayeks standist, gagnstætt því sem Einar Már segir. Því til sannindamerkis nefnir Hannes að Hayek hafi tekið undir þá kenningu kennara síns, Ludwig von Mises, að altækt áætlunarkerfi muni ekki geta virkað þegar til lengdar lætur Með því að taka markaðinn úr...
Ég, veiran Kóróna
Sælt veri fólkið! Þið kannist víst við mig, ég er hin ógurlega veira Kóróna sem drepið hefur allnokkurn slatta manna og jafnvel átt þátt í að fella stjórnmálagoð af stalli. Veiran sem sett hefur heiminn á hvolf. Þið vitið sjálfsagt hvernig ég lít út, ég er hnöttótt, alsett öngum, með þeim angra ég menn. Ég nota angana til að ná...
Donald Lúkasjenkó
Alvaldur Hvíta-Rússlands, Lúkasjenkó, situr sem fastast í forsetahöllinni þrátt fyrir endalaus mótmæli, þótt flest bendi til að kosningaúrslitin hafi verið fölsuð. Eftir vel flestum sólarmerkjum að dæma hefur Donald Trump tapað forsetakosningunum. En hann þráast við, kemur með órökstuddar yfirlýsingar um kosningasvindl. Hann mun hafa úrslitin að engu, hann mun eggja stormsveitir sínar til átaka. Götur verða roðnar blóði. Vonandi...
Lýðræði eða þekkingarræði?
Þegar ég var á gelgjuskeiðinu las ég og félagar mínir bók um mannshugann sem AB gaf út. Þar var mikið rætt um greindarmælingar og þótti okkur þær merkar. Einn félagi minn setti fram þá tillögu að atkvæðisréttur yrði tengdur greindarvísitölu, sá sem hefði greindarvísitöluna 100 fengi eitt atkvæði, sá sem hefði 140 fengi 1,4 atkvæði og svo framvegis. Þessi tillaga...
Um frægasta sjúkling jarðarkringlunnar
Hver skyldi það vera? Hver annar en valdamesti maður heimsins, Donald J. Trump, sýktur af þeirri veiru sem hann hefur sagt hættulitla! Freistandi væri að gera grín að kappanum, rifja upp ummæli hans um faraldurinn. Eða hneykslast á illa dulinni stuðningsyfirlýsingu hans við rasísk ofbeldissamtök Stoltra stráka. Eða fjargviðrast yfir dónaskap hans í kappræðunum við Biden. Í stað þess...
Hegel og alræðið
Ólafur Björnsson, hagfræðiprófessor og þingmaður, var góður hagfræðingur og heiðursmaður sem barðist gegn haftastefnu. Minn fyrsta fróðleik um hagfræði fékk ég er ég gluggaði í lexíkon hans um þau fræði. En hann missteig sig illa er hann setti saman bók sem nefndist Frjálshyggja og alræðishyggja. Hún kom út árið 1978 og var liður í nýrri stórsókn frjálshyggju en lítið...
Hegel 250 ára
Heimspekingurinn Georg Wilhelm Friedrich Hegel (1770-1831) var í heiminn borinn á þessum degi fyrir tvö hundruð og fimmtíu árum. Hann er einn frægasti og umdeildasti heimspekingur allra tíma, aðdáendurnir töldu hann mesta speking sögunnar, andstæðingarnir svindlara og frelsisfjanda. Ein af ástæðunum var sú að hann skrifaði einatt með all torræðum hætti. Aðdáendurnir töldu það merki um dýpt hans, andstæðingarnir að...
Hitler og Stalín: Hvor drap fleiri? Hvor kúgaði meir?
Um daginn fór ég í kvikmyndahús og sá myndina Mr. Jones í leikstjórn hinnar pólsku Agnieszku Holland. Hún byggir á raunverulegum atburðum, því þegar breski blaðamaðurinn Mr. Jones uppgötvaði hungursneyðina miklu í Úkraínu í byrjun fjórða áratugarins. Milljónir manna sultu í hel, „þökk“ sé Sólinni miklu, Jósef Stalín, sem lét taka afurðir af bændum til að fjármagna meinta iðnvæðingu. Bændurnir...
DÓMARINN OG ÞUMALLINN. Svar við svari Jóns Steinars.
Ég vil þakka Jóni Steinari Gunnlaugssyni fyrir kurteislegt og málefnalegt svar við færslu minni um lagasýn hans („Margra kosta völ?“). Hann veltir því fyrir sér hvort hugmyndir mínar um lög séu að einhverju leyti innblásnar af föður mínum en svo er ekki. Við ræddum þessi mál aldrei svo ég muni. Upplýst dómgreind. Lagasýn mín er mestan part ættuð úr...
ÞRÆLAHALD, IÐNVÆÐING, EINKAFRAMTAK
Karl Marx talaði um frumstæða upphleðslu auðmagns sem forsendu iðnvæðingar á Vesturlöndum. Kalla megi hana „erfðasynd kapítalismans“, sagði Marx hæðnislega. Brottrekstur bænda af almenningi í Bretlandi og víðar um lönd hafi verið ein af forsendum þessarar auðmagnsupphleðslu. Vestræn nýlenduveldi hafi farið ránshendi um nýlendur og notað ránsfengin til fjárfestinga (Marx (1972): 790-858 (24 og 25 kafli). Var þrælahald forsenda iðnvæðingar? Sumir...
„Young Man’s Blues“ 2.0
Lagið „Young Man‘s Blues“ var samið og fyrst sungið af djassmanninum Mose Allison. Frægast hefur það orðið í flutningi The Who. Í textanum segir að á árum áður hafi ungi maðurinn verið aðalkarlinn, nú á dögum eigi gamla fólkið alla peningana. Ungmennin eigi ekkert „Oh well a young man ain‘t got nothing in the world these days…“ Lagið á einkarvel...
"Svo einfalt er það"...ekki. Karl Th og Jón Steinar
Karl Th. Birgisson skrifar skemmtilegan pistil um Jón Steinar Gunnlaugsson og nýtt greinasafn hans. Hann víkur líka að bók Jóns Steinars frá 1987, Deilt á dómarana, og segir að gagnrýni hans á Hæstarétt í þeirri bók hafi verið vel rökstudd. Jón Steinar ræðir sex dómsmál í Deilt á dómarana og kemst að þeirri niðurstöðu að Hæstiréttur hafi verið of...
Vísindin, stjórnmálin, Þorvaldur
Það kann að vera rétt að Lars Calmfors hafi ekki haft umboð til að veita Þorvaldi Gylfasyni stöðu ritstjóra hins margumtalaða tímarits. Eigi að síður er borðleggjandi að fjármálaráðherra og undirtylla hans sögðu beinum orðum að hann fengi ekki stöðuna vegna þess að skoðanir hans samrýmdust ekki viðhorfi þeirra. Af ummælum þessara manna („rökstyðjenda“) verður ekki annað ráðið en að...
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.