Stefán Snævarr
Stefán Snævarr fæddist árið 1953 í Reykjavík. Hann er prófessor í heimspeki við Lillehammerháskóla í Noregi. Hann hefur stundað margháttuð ritstörf og skrifað bækur á ýmsum tungumálum. Síðustu bækur hans á íslensku eru Kredda í kreppu og Bókasafnið. Árið 2010 hlaut hann fyrstu verðlaun í ritgerðarsamkeppni Alþjóðasamtaka fagurfræðinga (The International Association of Aesthetics).

Píp Trumps um viðskipahalla og fleira

Trump fer mikinn þessa dagana að vanda, úthúðar viðskiptaþjóðum Bandaríkjanna og setur stórtolla á innflutning frá þeim. Þjóðir eru ekki fyrirtæki Hann skilur ekki að þjóðir eru ekki fyrirtæki. Löngu fyrir forsetatíð hans skrifaði nóbelshagfræðingurinn Paul Krugman grein þar sem hann benti á að samkeppni þjóða er gagnólík samkeppni fyrirtækja. En viðskiptamenn haldi ranglega að þjóðir keppi um...

Bergman 100 ára

Desember 1968, aldimmt, alsnjóa og ískalt. Ég og skólabróðir minn biðum hrollkaldir eftir Hafnarfjarðarstrætó, of kalt til að tala saman að ráði. Loksins kom vagninn og skrölti með okkur áleiðis í Fjörðin. Hvert var erindi þessara fimmtán ára strákpjakka? Að fara í Bæjarbíó að sjá nýjustu mynd sænska kvikmyndaleikstjórans Ingmars Bergman, Stund úlfsins. Myrk og draumkennd, súrrealísk og Kafkakennd, ég...

Reykjavík = Svifryksvík?

Ég hef löngum kvartað yfir þeirri áráttu íslenskra álitsgjafa að einblína á Ísland, halda að hin og þessi alþjóðlegu vandamál séu séríslensk fyrirbæri. Í ljós kemur að svifryksmengun er ekki sérreykvískur vandi, í apríl var slík mengun svo mikil í Ósló að hún var í ellefu daga samfleytt yfir hættumörkum. Ástandið var litlu betra í ýmsum bæjum austanfjalls í...

Nussbaum um bókvit og aska

Bandaríski heimspekingurinn Martha Nussbaum er einn fárra nútímaheimspekinga sem beinir máli sínu almennings, ekki bara starfssystkin sinna. Enda liggur henni mikið á hjarta, hún lætur sér ekki nægja að skilja heiminn heldur vill hún bæta hann. Hún hefur skrifað athyglisverðar bækur um siðferði og skáldsögur, að hennar hyggju geta skáldsögur haft mikla siðferðilega þýðingu. Góðar skáldssögur geta eflt skilning okkar...

Marx 200 ára (f. 5 maí 1818)

Karl Heinrich Marx (1818-1883) var byltingarsinnaður hugsuður. Heimspekingarnir hafi hingað til aðeins reynt að skýra heiminn: „Það sem máli skiptir er að breyta honum“ (Marx (1968a): 328). Kenningar hans áttu ekki bara að lýsa heiminum, heldur líka vera tæki til að breyta honum með því að bylta samfélaginu. Virkni og vinna Maðurinn væri virkur í eðli sínu, í lífi sínu...

Maí 1968

„the time is right for fighting in the street“ Rolling Stones: Street fighting man Í marsmánuði árið 1968 las ég skáldssögu John Steinbecks, Hundadagastjórn Pippíns konungs. Hún fjallaði um óeirðir í Frakklandi sem leiddu til þess að komið var aftur á konungsstjórn í landinu. Afkomandi hinnar eldfornu konungsættar Merovinga var krýndur konungur, sér til armæðu og leiðinda. En svo urðu...

Skapar einkageirinn allan auð?

Viðskiptaráð er harla yfirlýsingarglaður félagsskapur. Samkvæmt nýjustu yfirlýsingunni skapar einkaframtakið allan auð, ríkisvaldið engan. En þessi staðhæfing er sannarlega röng. Ég mun sýna fram á að svo sé og nota aðallega efnivið úr bók minni Kreddu í kreppu. Ríkið og tæknin Hið mjög svo auðskapandi Net var að miklu leyti uppfinning ríkisvaldsins, nánar tiltekið bandaríska hersins (Stiglitz 2002: 217-222...

Magnús Freyr og markaðurinn

Magnús Freyr Erlingsson skrifaði fyrir allnokkru forvitnilega ádrepu í Kjarnanum og ber hún heitið "Siðferðileg sjónarmið í fákeppnissamfélagi" (birt 25/2). Þar staðhæfir hann s að hvað eftir annað hafi íslensk fyrirtæki gerst brotleg við samkeppnislög, stundað fákeppni og látið neytandann borga brúsann. Lausn á vandanum sé aukin kennsla í viðskiptasiðferði og frjálsari samkeppni. Fákeppni Hann virðist telja að fákeppni eigi...

Lyfin og læknarnir

Enn vitna ég í gamlan dægurlagatexta: „Á spítölum kvelur mig læknanna lið með lamstri og sprautum svo ég þoli ekki við“. Bandarískir læknar eru ekki alsaklausir af þeim dópdauðafaraldri sem nú gengur yfir Bandaríkin. Þeir ávísa alltof mikið af morfínlíkum verkjalyfjum (e. opoids) en 75% þeirra sem ánetjast heróní vestanhafs verða fyrst háðir slíkum lyfjum. Íslenskir læknar eru litlu skárri,...

Málbjörgunarsveit!

Íslenskan er í bráðri hættu. Margt ógnar tilvist hennar, mikil ógn stafar frá Kísildal. Einokunarfyrirtækin þar ómaka sig ekki á að íslenskuvæða netþjóna og stýritæki, telja sig ekki græða nóg á því. Rétt eins og þau þéni ekki nóg á einokunaraðstöðu sinni. Önnur ógn er ferðamennskan og erlent vinnuafl. En aðalógnin kemur innanfrá, frá ungmennum sem gjamma oft við hvert...

Bílóð þjóð

Í ákafa mínum við að andæfa ökuþóra-boðskap Eyþórs Arnalds og auðvalds-lista hans gerði ég of lítið úr bíladellu alltof margra Íslendinga. Ég talaði eins og ofurbílvæðingin sem hófst fyrir þremur áratugum hafi einvörðungu stafað af afnámi ofurtolla og lélegum almenningssamgöngum í Reykjavík og víða annars staðar. En mjög stór hluti almennings vildi einkabílinn og engar refjur. Ef svo hefði ekki...

Bjargið börnunum í Jemen og Sýrlandi

Í dag gerðist sá merki atburður að hópur manna gekk á fund forsætisráðherra og hvatti hana til að berjast fyrir friði í Jemen. Þjáningarnar af völdum stríðsins eru skelfilegar, hungurvofann ásækir meirihluta þjóðarinnar sem vel gæti soltið í hel, verði ekkert að gert. Verst bitnar þetta á saklausum börnum sem geta enga björg sér veitt. Ekki er ástandið betra...

Gomringer og "metoo"

Eugen Gomringer er háaldrað svissneskt skáld sem á sínum tíma var frumkvöðull hins svonefnda konkretisma í ljóðum. Einn af samherjum hans var fjöllistamaðurinn Diter Rot sem er Íslendingum að góðu kunnur. En hvað í ósköpunum er konkretismi? Konkretistar vildu tálga ljóð þannig að eftir stæðu nakin orð, án ljóðmynda, án skrauts. Nota sér eiginleika lyklaborðsins til að raða orðunum með...

Hinn ginnhelgi einkabíll

Þetta sungu menn í den: „Halló þarna bíllinn ekki bíður, æ blessuð flýtið ykkur, tíminn líður“. Á Íslandi bíður bíllinn ekki heldur treður sér alls staðar, veður upp á gangstéttir og ýtir almenningssamgöngum til hliðar. Ofurbílvæðing Íslands hófst fyrir um þremur áratugum, mér skilst að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar hafi gert óformlegan samning við verkalýðshreyfinguna. Tollar yrðu snarlækkaðir af bílum gegn...

Þingmannaþvæla um ættarnöfn

Þórarinn Eldjárn segir á feisbók að nú sé lögð tillaga fram á þingi um að leyfa ættarnöfn. Rökstuðningurinn fyrir því sé þessi m.a. sá að á síðustu öld hafi einungis forréttindafólk fengið taka upp eða halda gömlum ættarnöfnum, nú sé kominn tími til að leyfa alþýðunni slíkt hið sama. Þórarinn bendir á að þetta sé tóm þvæla, í byrjun síðustu...

Að fyrirlíta veikleika

Norski heimspekingurinn Harald Ofstad hélt því fram að nasisminn hefði einkennst af fyrirlitningu á veikleika. Fyrirlitningu á þroskaheftum, geðveiku fólki og öllum sem voru öðruvísi en hinn þýski meðaljón. Fyrirlitningu á þeim sem eiga undir högg að sækja. Kannski geta menn ekki verið nasistar nema vera haldnir slíkri fyrirlitningu en vel gerlegt er að fyrirlíta minnimáttar án þess að vera...

Fiskeldi í Noregi

Mér skilst að norskt fiskeldisfyrirtæki hyggist hefja stórfellt fiskeldi í Eyjafirði. Í því sambandi ber Íslendingum að líta ögn á stöðu mála í norsku fiskeldi. Laxalús, ættuð frá eldisfiski, er sögð eyðileggja norsk rækjumið. Tvö norsk dagblöð, Morgenbladet og Dagbladet, hafa haldið því fram með réttu eða röngu að bullandi spilling sé í norska fiskeldinu. Embættismenn sitji beggja vegna borðsins,...

Hanna Birna II

Enn þverskallast Sigríður Andersen við að gera hið eina rétta, segja af sér. Verð ég að eyða tíma lesenda í að útskýra hvers vegna? Dómsmálaráðherra er einfaldlega ekki sætt í embætti verði embættisfærslur hans dæmdar ólöglegar af Hæstarétti. Einhver kann að segja að litlar líkur séu á að Sigríður víki enda standi Flokkurinn með henni og forsætisráðherra þori ekki að...

Andri á Alþingi

Ræðuskörungur er risinn á Alþingi Íslendinga! Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundurinn snjalli! Hann hélt sína jómfrúrræðu með kurt og pí um daginn og mæltist vel. Ég var sammála flestu sem hann sagði en hnaut um eitt: Hann segir að sjúklingar séu á göngum í íslenskum sjúkrahúsum rétt eins og í stríðshrjáðum löndum. Ekki er hinn vellauðugi velferðar-Noregur stríðshrjáður en þar hefur...

Jones gegn Moore, Young gegn Lynyrd Skynyrd.

Lesendur vita sjálfsagt flestir að í dag fara fram þingkosningar í Alabama þar sem eigast við hinn umdeildi Roy Moore og demókratinn Doug Jones. Moore er til hægri við Atla húnakonung og er sem kunnugt ásakaður fyrir kynferðislega áreitni, jafnvel pedofílu. Hann vill banna samkynhneigð og banna múslimum setu á þingi, allt náttúrulega í nafni frelsisins. Hinir heittrúuðu fylgismenn hans...

Ræða, haldin á aðventuhátíð íslenska safnaðarins í Noregi 3/12.

Guðsótti. Áður fyrr á árunum þótti sjálfsagt að óttast Guð sinn herra. Í dag þekkist nýr Guðsótti, ótti við ræða um Guð, hugsa um Guð. Þeir sem á annað borð nenna að ræða trúmál benda einatt á öll þau myrkraverk sem framin eru í nafni trúarbragða og spyrja „eru trúarbrögð ekki hreinlega af hinu illa?“ Því er til að svara...

Kynferðisleg áreitni og réttarríkið

Flestir siðmenntaðir menn fagna þeirra andófsbylgju gegn kynferðislegri áreitni sem rís nú víða um heim. Fólk stígur fram og segir sögur um frægðarmenn sem misnota vald sitt til að áreita konur, og jafnvel karla, með kynferðislegum hætti. Engin ástæða er til annars en að ætla að alltof algengt sé að valdamiklir karlmenn noti aðstöðu sína með þessum ógeðfellda hætti. Ég...

Hundrað ára meinsemd: Rússneska byltingin 2.0

Færsla mín um rússnesku byltinguna drukknaði í írafárinu út af lögbanninu, hér birtist hún á ný, ögn lagfærð: Í dag eru hundrað ár liðin frá hinni svonefndu rússnesku byltingu. Eiginlega var bylting bolsévíka valdarán fámennrar klíku. Það var í samræmi við flokkshugmyndir Leníns sem hann kynnti til sögunnar í kverinu Hvað ber að gera? Hann taldi verkalýðinn of mótaðan af...

Lúter í Wittenberg 31. október 1517

Í dag eru 500 ár liðin síðan Marteinn Lúter hóf meinta siðbót með því að negla skjal á dómkirkjuhurðina í Wittenberg. Reyndar er umdeilt hvort skjalið hafi verið kynnt með þessum dramatíska hætti. En víst er um að það var í 95 greinum, einnig að í því er kaþólska kirkjan gagnrúynd harðlega m.a. fyrir að leyfa aflátsölu. Menn gátu fengið...

Bókasafnið-ný bók

Í nóvember mun forlagið Skrudda gefa út eftir mig heimspekilega tilraunaskáldssögu sem bera mun heitið Bókasafnið og er hún myndskreytt af Þorgrími Kára Snævarr. En eins og menn verða fljótlega áskynja þá er mörkunum að kalla megi bókina skáldssögu, hún inniheldur texta af margvíslegu tagi, þ.á.m. ljóð og smáritgerðir ýmsar, m.a. um heimspekileg efni. Bók þes Að svo miklu leyti...