Stefán Snævarr fæddist árið 1953 í Reykjavík. Hann er prófessor í heimspeki við Háskólann í Innlöndum í Noregi. Hann hefur stundað margháttuð ritstörf og skrifað bækur á ýmsum tungumálum. Innan tíðar mun Brill forlagið gefa út heimspekirit hans The Poetic of Reason. Árið 2010 hlaut hann fyrstu verðlaun í ritgerðarsamkeppni The International Association of Aesthetics.
"Enskumennska" er nýyrði mitt um dýrkun á ensku eða barnalega sannfæringu um að enskuvæðing sé allra meina bót. Ég mun fyrst ræða græðgisrök henni tengd, svo víkja að fáránskröfum um að íslenskan eigi ávallt að víkja í umferð samfélagsins. Þá mun ég kynna tillögur til úrbóta. Græðgisrök og enskumennska Enskumennsku-mennin er vön að rökstyðja mál sitt með græðgisrökum, t.d....
AÐ VERA MÁLEFNALEGUR-Jóni Karli Stefánssyni svarað
Fyrir nokkru skrifaði ég færslu hér á Stundinni um notkun Björns Bjarnasonar á orðinu „spilling“. Hann hefði sagt að gagnrýni Samfylkingarinnar á Sjálfstæðisflokkinn væri spilling. En ég benti á að spilling merki ekki það sama og gagnrýni, ekki einu sinni ósanngjörn gagnrýni. Ég sagði að Björn talaði eins og Humpty Dumpty í Lísu í Undralandi en sá sagði „orð þýða...
Oops, I did it again...Kommar gera sömu mistökin aftur og aftur (síðari hluti)
Í þessum síðari hluta beini ég sjónum mínum að marxískum kenningum um heimsvaldastefnu og mannkynssögu. Þær verða gagnrýndar nokkuð harkalega, ekki síst í þeirri mynd sem Þórarinn Hjartarson dregur upp af þeim. Hin illa Ameríka og „heimsvaldastefnan“. Þórarinn heldur því fram að meint áróðursmaskína Bandaríkjanna villi mönnum sýn í Úkraínumálinu. En honum dettur ekki í hug að sanna mál sitt,...
Oops, I did it again...Kommar gera sömu mistökin aftur og aftur (fyrri hluti)
Friðmey Spjóts (Britney Spears) söng sem frægt er orðið í orðastað stelpunnar sem gerði sömu mistökin aftur og aftur, lék sér að hjörtum pilta. Æði margir vinstrisósíalistar eru andleg skyldmenni stelpugæsarinnar. Þeir lágu flatir fyrir alræðisherrum og fjöldamorðingjum á borð við Stalín og Maó, hlustuðu ekki á gagnrýni en kokgleyptu áróður alræðisins. Í landi Kremlarbóndans, Stalíns, væri „líbblegur litur í...
Innrásin í Írak og sú í Úkraínu
Það er ýmislegt sameiginlegt með þessum tveimur innrásum. Báðar voru réttlættar með fáránlegum lygum, sú í Írak með lyginni um að Saddam ætti gjöreyðingarvopn, sú í Úkraínu með þvættingnum um nasista í Kænugarði. Svo virðist sem innrásaraðilar trúi/hafi trúað eigin lygaþvælu. Einnig voru báðar innrásirnar einkar illa skipulagðar. Sú í Írak kannski ekki hernaðarlega illa skipulögð, gagnstætt þeirri í Úkraínu....
Þórarinn Hjartarson, marxisminn og Úkraínustríðið
Þórarinn Hjartarson svarar Jóni Trausta í málefnalegum en meingölluðum pistli. Vandinn er sá að Þórarinn setur fram æði margar glannalegar staðhæfingar án þess að geta heimilda eða leggja fram aðrar sannanir fyrir máli sínu. Ég mun fyrst ræða kenningar hans um geópólitík og Úkraínustríðið, þá um marxisma en boðskapur Þórarins er marxískrar ættar. Einnig ræði ég staðhæfingar um olíu...
Járntjaldið nýja
Enn á ný fellur járntjald milli austurs og vesturs. Enn á ný eru austanmenn megingerendur þótt vestanmenn séu ekki saklausir heldur. Pútín er helsti tjaldfellirinn, Xi Jinping á líka hlut að máli. En hvað um sekt vestanmanna? Fyrrum utanríkisráðherra Breta, Jack Straw viðurkennir að vesturlönd hafi ekki tekið nægilegt tillit til ótta Rússa við innikróun. Ég hef áður sagt að...
ER PÚTÍN FASISTI?
Það er ekki óalgengt að menn líti á fasisma og nasisma sem heildræn hugmyndakerfi, rétt eins og marx-lenínisminn var (og jafnvel enn þá er). En það er misskilningur, nasismi er reyndar nær því að hafa slíkt hugmyndakerfi en ítalski fasisminn. Þótt Pútín hafi tæpast heildrænt hugmyndakerfi er því ekki útilokað að flokka megi hann með fasistum. Skal reynt að ígrunda...
Úkraína og Þórarinn Hjartarson
Játað skal að ég var ögn ósanngjarn í garð Þórarins Hjartarsonar í nýlegri færslu. Ég sagði að hann hefði lofsungið Pútín með sama ákafa og ýmsir hægriöfgamenn en Þórarinn er langt til vinstri. Þórarinn og Pútín. Það er orðum aukið. Réttara er að hann ber blak af Pútín og reynir að gera Vesturlönd ábyrg fyrir innrásinni (sem hann reyndar...
NATÓ (II): Kalt stríð, heit hjörtu
Nú virðist flesta benda til þess að nýtt kalt stríð sé hafið milli Kremlverja og Vesturlanda. Kalt stríð sem hæglega gæti breyst í heitt stríð, þá má Guð hjálpa okkur öllum. Norskur fræðimaður segir að heimsástandið í dag minni fremur á ástandið 1914 en kalda stríðið. Í stríðinu kalda kljáðust tvö meginöfl, í dag séu a.m.k. þrír megingerendur í heimspólitíkinni,...
NATÓ (I): Rússland
Viðbrögð manna við innrás Rússa leiðir margt skrítið í ljós. Ekki síst að hægri og vinstri öfgamenn verja margir hverjir Rússa og skella skuldinni á Úkrainu og Vesturveldin. Hægripútínistar dá alvaldinn i Kreml, vinstrimennirnir hata NATÓ svo mjög að þeir verja nánast hvaða fjanda þess sem vera skal. Báðir trúa því að innrásin sé skiljanleg viðbrögð við stækkun Norður-Atlantshafs bandalagsins,...
Rússland og heimurinn árið 2025
Vorið 2022 tókst Rússum eftir mikla mæðu að leggja mestalla Úkraínu undir sig en skæruliðar gerðu þeim lífið leitt. Ódrengir Pútíns myrtu Zelenskí forseta og fleiri stjórnmálamenn. Svo tróð Pútín lepp sínum í forsetaembættið. Um leið lét hann innlima alla Úkraínu austan Dnjeprfljótsins í Rússland. Það gekk ekki þrautalaust því að skæruliðar héldu áfram að ráðast á rússneska hernámsliðið beggja...
Samsæriskenningar 2.0.
Eins og áður hefur komið fram eru heimspekikenningar Karls Poppers engan veginn gallalausar. En ýmislegt er vel athugað fræðum hans, ekki síst gagnrýni hans á samsæriskenningar. Sú gagnrýni á einkar vel við á vorum tímum þar sem allra handa samsærisvitleysa veður upp á Netinu. Popper um samsæriskenningar Popper segir að samsæriskenningasmiðir trúi því að mannkynssagan sé saga samsæra, Gyðingar...
KÆNSKA OG KÆNUGARÐUR. Pútín, Úkraína og Vestrið
Menn bíða með öndina í hálsinum þess sem verða vill austur í Kreml og Kænugarði. Ráðast Rússarnir inn í Úkraínu? Eða er liðsafnaðurinn kænskubragð Pútíns? Fyrrum KGB liði segir að Pútín hafi ekki innrás í hyggju, markmið hans sé að leiða athygli Rússa frá innanlandsvandanum sem sé all mikill. Hann óttist ekkert meira en að missa völdin því þá missi...
Sigmundur Ernir skáldar um Sjálfsstæðisflokkinn
Ritstjóri Fréttablaðsins, Sigmundur Ernir Rúnarsson, er eins og alþjóð veit skáld og sýnir skáldleg tilþrif í nýlegum leiðara. Í honum má finna lofgerðaróð um Sjálfsstæðisflokk fortíðarinnar og drög að sálmi um hinn ginnhelga frjálsa markað. Flokkurinn hafi á árum áður barist gegn ríkisafskiptum, fyrir einstaklingsfrelsi og frjálsum viðskiptum. En á síðari árum hafi hann snúist gegn hinni goðumlíku frjálshyggju,...
Eiríkur Bergmann um þjóðernispopúlisma
Ég tók mig til og keypti bók Eiríks Bergmanns Neo-Nationalism á amazon og las á kindlelestrarspjaldi. Er skemmst frá því að segja að bókin olli mér nokkrum vonbrigðum, hún er meira eins og teygð blaðagrein fremur en fræðirit. Í þessari færslu mun ég vísa í staðsetningu í rafbók, mitt „eintak“ hefur ekki blaðsíðutal. Meginefnið og helstu kostir. Meginviðfangsefnið er það...
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni með áskriftum og styrkjum frá febrúar 2015. Með því að kaupa áskrift styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.