Stefán Snævarr

Stefán Snævarr

Stefán Snævarr fæddist árið 1953 í Reykjavík. Hann er prófessor í heimspeki við Háskólann í Innlöndum í Noregi. Hann hefur stundað margháttuð ritstörf og skrifað bækur á ýmsum tungumálum. Síðustu bækur hans á íslensku eru Kredda í kreppu og Bókasafnið. Árið 2010 hlaut hann fyrstu verðlaun í ritgerðarsamkeppni Alþjóðasamtaka fagurfræðinga (The International Association of Aesthetics).
Lémagna Lehman bræður, fjármálakreppan og undirmálslánin

Stefán Snævarr

Lémagna Lehman bræður, fjármálakreppan og undirmálslánin

·

Um þessar mundir er áratugur liðin síðan Lehman bræður urðu lémagna og tóku heimshagkerfið með sér í fallinu. En auðvitað verður þessum leiðu bræðrum vart einum kennt um fjármálakreppuna, orsakir hennar voru sjálfsagt margar og margþættar. Vinsælt er að kenna undirmálslánunum amerísku um kreppuna og er þá undirskilið að ríkisafskipti ein eigi sök á henni. Þessi lán hafi verið sköpunarverk...

Svíþjóð og kosningarnar

Stefán Snævarr

Svíþjóð og kosningarnar

·

Ég bjó í Svíþjóð einn vetur fyrir tæpri hálfri öld. Eitt sinn var íslenskur læknir, sem lengi hafði búið með sænskum, í heimsókn hjá foreldrum mínum. Talið barst að umræðuhefð Svía. Læknirinn sagði „sænskir þátttakendur í umræðu eru eins og læmingjahjörð, allir hlaupa í sömu áttina“. Eins og ég hef sagt í fyrri færslum er hneigð til þrúgandi sáttamenningar í...

1968: Vor í Prag, innrás í ágúst

Stefán Snævarr

1968: Vor í Prag, innrás í ágúst

·

Í gær voru fimmtíu ár liðin frá því að herir Sovétríkjanna og fylgiríkja þeirra réðust inn í Tékkóslóvakíu og bundu með því enda á umbótatilraunir Alexanders Dubcek, aðalritara kommúnistaflokksins. Ég man vorið í Prag vel, man hrifningu mína af umbótastarfinu, man sjokkið þegar ég frétti um innrásina, man mig standa á mótmælafundi fyrir framan sovéska sendiráðið þá tæpra fimmtán ára....

Trója, þrælflækt saga

Stefán Snævarr

Trója, þrælflækt saga

·

Svo orti meginskáldið Ezra Pound í Canto IV: „Palace in smoky light, Troy but a heap of smouldering boundary stones,…“ Löngu áður en ég las kvæði Pounds las ég sígildra söguheftið um Ilíonskviður upp til agna, barnungur. Mörgum árum seinna las ég sjálfa Ilíonskviðu Hómers: „Kveð þú, gyðja, um hina fársfullu heiftarreiði Akkils Peleifssonar, þá er olli Akkea ótölulegum mannraunum,…“...

Trumptín, ræningjahöfðingi?

Stefán Snævarr

Trumptín, ræningjahöfðingi?

·

Glöggir lesendur hafa örugglega séð að „Trumptín“ er blanda af nöfnum Trumps og Pútíns en hnífurinn virðist ekki ganga á milli þeirra félaga. Trump sýndi Pútín fádæma undirlægjusemi á Helsinkifundinum og virðist ekki hafa gagnrýnt hann fyrir eitt né neitt, hvorki innlimun Krímskaga né mögulega aðild að Skripalmálinu. Trump þykist að vísu hafa gagnrýnt hann fyrir afskipti af ameriskum kosningum...

Skáldið frá Hamri

Stefán Snævarr

Skáldið frá Hamri

·

Friedrich Nietzche vildi stunda heimspeki með hamrinum, slá með honum á skurðgoðin, athuga hvort holur hljómur væri í þeim, mölva þau ef svo væri. Þannig skyldi endurmeta öll verðmæti. Orti Þorsteinn frá Hamri með hamrinum? Sé svo þá notaði hann hamarinn með varfærni, mölvaði fátt, þótt vissrar vinstriróttækni gæti í fyrstu bókum hans. Alltént heyrðist honum holur hljómur vera í...

Jordan Peterson og einstaklingshyggjan

Stefán Snævarr

Jordan Peterson og einstaklingshyggjan

·

Ekki hef ég orðið svo frægur að heyra Jordan Peterson fyrirlesa, ekki hef ég heldur lesið hina umdeildu bók hans. En hann mun hafa sagt í Hörpufyrirlestri að ástæðan fyrir fjöldamorðum og alræði sovéskra kommúnista og þýskra nasista hafi verið heildarhyggja þessara þjóða. Einstaklingshyggju-þjóðir fremji ekki slík voðaverk og mun hann hafa nefnt Kanadamenn, Norðmenn og Bandaríkjamenn sem dæmi....

Píp Trumps um viðskipahalla og fleira

Stefán Snævarr

Píp Trumps um viðskipahalla og fleira

·

Trump fer mikinn þessa dagana að vanda, úthúðar viðskiptaþjóðum Bandaríkjanna og setur stórtolla á innflutning frá þeim. Þjóðir eru ekki fyrirtæki Hann skilur ekki að þjóðir eru ekki fyrirtæki. Löngu fyrir forsetatíð hans skrifaði nóbelshagfræðingurinn Paul Krugman grein þar sem hann benti á að samkeppni þjóða er gagnólík samkeppni fyrirtækja. En viðskiptamenn haldi ranglega að þjóðir keppi um...

Bergman 100 ára

Stefán Snævarr

Bergman 100 ára

·

Desember 1968, aldimmt, alsnjóa og ískalt. Ég og skólabróðir minn biðum hrollkaldir eftir Hafnarfjarðarstrætó, of kalt til að tala saman að ráði. Loksins kom vagninn og skrölti með okkur áleiðis í Fjörðin. Hvert var erindi þessara fimmtán ára strákpjakka? Að fara í Bæjarbíó að sjá nýjustu mynd sænska kvikmyndaleikstjórans Ingmars Bergman, Stund úlfsins. Myrk og draumkennd, súrrealísk og Kafkakennd, ég...

Reykjavík = Svifryksvík?

Stefán Snævarr

Reykjavík = Svifryksvík?

·

Ég hef löngum kvartað yfir þeirri áráttu íslenskra álitsgjafa að einblína á Ísland, halda að hin og þessi alþjóðlegu vandamál séu séríslensk fyrirbæri. Í ljós kemur að svifryksmengun er ekki sérreykvískur vandi, í apríl var slík mengun svo mikil í Ósló að hún var í ellefu daga samfleytt yfir hættumörkum. Ástandið var litlu betra í ýmsum bæjum austanfjalls í...

Nussbaum um bókvit og aska

Stefán Snævarr

Nussbaum um bókvit og aska

·

Bandaríski heimspekingurinn Martha Nussbaum er einn fárra nútímaheimspekinga sem beinir máli sínu almennings, ekki bara starfssystkin sinna. Enda liggur henni mikið á hjarta, hún lætur sér ekki nægja að skilja heiminn heldur vill hún bæta hann. Hún hefur skrifað athyglisverðar bækur um siðferði og skáldsögur, að hennar hyggju geta skáldsögur haft mikla siðferðilega þýðingu. Góðar skáldssögur geta eflt skilning okkar...

Marx 200 ára (f. 5 maí 1818)

Stefán Snævarr

Marx 200 ára (f. 5 maí 1818)

·

Karl Heinrich Marx (1818-1883) var byltingarsinnaður hugsuður. Heimspekingarnir hafi hingað til aðeins reynt að skýra heiminn: „Það sem máli skiptir er að breyta honum“ (Marx (1968a): 328). Kenningar hans áttu ekki bara að lýsa heiminum, heldur líka vera tæki til að breyta honum með því að bylta samfélaginu. Virkni og vinna Maðurinn væri virkur í eðli sínu, í lífi sínu...

Maí 1968

Stefán Snævarr

Maí 1968

·

„the time is right for fighting in the street“ Rolling Stones: Street fighting man Í marsmánuði árið 1968 las ég skáldssögu John Steinbecks, Hundadagastjórn Pippíns konungs. Hún fjallaði um óeirðir í Frakklandi sem leiddu til þess að komið var aftur á konungsstjórn í landinu. Afkomandi hinnar eldfornu konungsættar Merovinga var krýndur konungur, sér til armæðu og leiðinda. En svo urðu...

Skapar einkageirinn allan auð?

Stefán Snævarr

Skapar einkageirinn allan auð?

·

Viðskiptaráð er harla yfirlýsingarglaður félagsskapur. Samkvæmt nýjustu yfirlýsingunni skapar einkaframtakið allan auð, ríkisvaldið engan. En þessi staðhæfing er sannarlega röng. Ég mun sýna fram á að svo sé og nota aðallega efnivið úr bók minni Kreddu í kreppu. Ríkið og tæknin Hið mjög svo auðskapandi Net var að miklu leyti uppfinning ríkisvaldsins, nánar tiltekið bandaríska hersins (Stiglitz 2002: 217-222...

Magnús Freyr og markaðurinn

Stefán Snævarr

Magnús Freyr og markaðurinn

·

Magnús Freyr Erlingsson skrifaði fyrir allnokkru forvitnilega ádrepu í Kjarnanum og ber hún heitið "Siðferðileg sjónarmið í fákeppnissamfélagi" (birt 25/2). Þar staðhæfir hann s að hvað eftir annað hafi íslensk fyrirtæki gerst brotleg við samkeppnislög, stundað fákeppni og látið neytandann borga brúsann. Lausn á vandanum sé aukin kennsla í viðskiptasiðferði og frjálsari samkeppni. Fákeppni Hann virðist telja að fákeppni eigi...

Lyfin og læknarnir

Stefán Snævarr

Lyfin og læknarnir

·

Enn vitna ég í gamlan dægurlagatexta: „Á spítölum kvelur mig læknanna lið með lamstri og sprautum svo ég þoli ekki við“. Bandarískir læknar eru ekki alsaklausir af þeim dópdauðafaraldri sem nú gengur yfir Bandaríkin. Þeir ávísa alltof mikið af morfínlíkum verkjalyfjum (e. opoids) en 75% þeirra sem ánetjast heróní vestanhafs verða fyrst háðir slíkum lyfjum. Íslenskir læknar eru litlu skárri,...