Þessi færsla er meira en 6 ára gömul.

Flokkskírteini framar ferilskrá

Árið er 2017 og flokksskírteini þitt er mikilvægara en ferilskrá þín.

Árið er 2017 og maður getur verið númer 30 í hæfnismati, en fyrrum samstarfsfélagi maka þíns af Lex (núverandi dómsmálaráðherra) færir þig upp í númer 15. 14 aðrir eru metnir hæfari.

En hvernig liði þér ef þú værir einn af þeim 15 hæfustu og nr. 30 fengi sætið þitt?

Þetta er í ríkisstjórnarsáttmála sem dómsmálaráðherra starfar eftir:

„Unnið verður að því að byggja upp traust á grunnstoðum samfélagsins, meðal annars Alþingi og dómstólum. Við lagasetningu þarf að gæta þess að fulltrúar ólíkra sjónarmiða hafi rúman tíma til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Viðmót og aðgengi að stjórnsýslu verður bætt, markviss skref stigin til þess að opna bókhald ríkisins og upplýsingaskylda opinberra aðila gagnvart almenningi efld. Ríkisstjórnin mun í öllum störfum sínum hafa í heiðri góða stjórnarhætti og gagnsæja stjórnsýslu.“

Annað í fréttum er það að fyrrum dómsmálaráðherra sjálfstæðisflokksins, Hanna Birna, var sett í stjórn jafnréttissjóðs.

Við skulum vona að það leki ekki einhverjar persónu-upplýsingar úr jafnréttissjóði blandaðar með rógi og dylgjum um einhvern sem leitar hjálpar til stofunnar. Hvaða stjórn ætli núverandi dómsmálaráðherra verði settur í á næsta kjörtímabili?

Og hvað kemur næst nú þegar pólitískt skipaðir dómarar setjast í næstefsta dómstig landsins? Því miður getur maður ekki sagt að maður muni treysta úrskurðum hans frekar en maður getur treyst heimildaskránni í ritgerðum Hannes Hólmsteins, fyrsta pólitískt skipaða lektors landsins.

Það virðist engin stofnun óhult. Ekkert svo heilagt að ekki megi ríkja vafi um það. En það er svo sem ekkert nýtt. Við vissum það nú fyrir að flokksskírteinið væri mikilvægara en ferilskráin, og þetta er bara enn ein staðfestingin á því.

Ég vantreysti dómsmálaráðherra, ég vantreysti þessari ríkisstjórn, þess vegna verð ég ánægður ef vantraustyfirlýsing verður tekin fyrir klukkan fimm í dag. Ég vil gjarnan vita hverjir treysta sér til að halda áfram þessu rugli.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni

Loka auglýsingu