Þessi færsla er meira en 8 ára gömul.

Að ljúga og segja ekki frá

Stór nafnorð eins og „lygi“ eða „lygari“ eru sjaldan notuð í pólitískri umræðu.

Það er gott. Stór orð eins og „fasisti“ eða „svikari“ og „landráðamaður“ fljúga stundum um, og ég hef pínu áhyggjur af því að ofnotkun þeirra í tilfellum þar sem þau eiga ekki við verði til þess að það dragi úr slagkrafti þeirra.

Og trúverðugleika í þau skipti sem þau eru viðeigandi. 

Stundum getur átt við að kalla mann lygara eða kalla það lygi þegar upplýsingum er haldið frá fólki.

T.d. ef einhver selur fimm ára gamla Toyotu án þess að segja frá alvarlegri vélarbilun, slitinni bremsu, eða álíka galla.

Eða þú selur einhverjum íbúð án þess að láta vita að það sé skaðlegur sveppavöxtur í veggjunum og leki í kjallaranum.

Að segja ekki frá er stundum lygi. Sérstaklega þegar stórar peningafjárhæðir eru í spilinu. 

Lygi er andskoti stórt orð. Það þarf að fara sparsamlega með orðin til svo þau verði ekki innihaldslaus. En væri sanngjarnt að segja að upplýsingum hafi verið leynt?  Vísvitandi haldið frá þjóðinni? Að menn fari frjálslega með staðreyndir?

Að sagan hafi ekki öll verið sögð?

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið á blogginu

Nýtt efni