Undir sama himni

Undir sama himni

Baldur McQueen er eiginmaður, faðir og hundeigandi og býr ásamt fjölskyldu í Jórvíkurskíri, Englandi. Áhugasvið eru mörg, en helst ber þó að nefna stjórnmál, samfélagsfræði og ljósmyndun. Um þau svið - og sitthvað fleira - verður ritað hér.
Síðasta þorskastríðið

Undir sama himni

Síðasta þorskastríðið

·

Mér leiðast þau rök fyrir gagnsleysi Davíðs Oddssonar, að hann sé gamall. Ég hef þá kenningu að við ákveðinn aldur, fari fólk að feta sig eftir einum af tveim stígum. Annar þeirra liggur í átt að biturð, óþoli og þröngsýni – hinn færir fólki hamingju, þolinmæði og næstum ótakmarkaða víðsýni. Fyrir mína parta veit ég ekki vísara fólk og hollara...

Kjósendum að kenna

Undir sama himni

Kjósendum að kenna

·

Stöku sinnum eftir hrun - ef hugrekkið var mikið þann daginn - átti ég til að segja almenning samsekan í þeim óförum sem dundu yfir Ísland, síðla árs 2008. Slíkar kenningar voru yfirleitt kaffærðar í fúkyrðaflaumi, enda vel þekkt um víða veröld að almenningur getur aðeins verið gerandi ef góður árangur næst - en að öðrum kosti erum við fórnarlömb....

Neyðarlög á skattaskjól

Undir sama himni

Neyðarlög á skattaskjól

·

Forsætisráðherra er óviss um skattaskjól. Í fyrradag voru þau eðlilegt viðbragð ríkra, sem flýja vilja almúgakrónu - í dag einskonar óeðli sem best væri að banna - og hann myndi líklega banna - ef ekki væri fyrir jafnræðisreglu EES-samningsins. Ég er ekki sannfærður. Í ljósi þess fjölda fólks og fyrirtækja sem skjölin draga fram í dagsbirtuna (heimsmet?), að viðbættum...

Glottandi feðgar

Undir sama himni

Glottandi feðgar

·

Einhvern tíma í orrahríðinni sem á hefur gengið, varpaði snápur á Fréttablaðinu fram þeirri kenningu að fylgni væri milli fjármuna og hæfileika. Yfir þessu hneyksluðust margir, sem skiljanlegt er - enda tóm vitleysa. Þó - miðað við það sem við sjáum í kringum okkur - mætti færa kenninguna nokkuð nær veruleikanum, ef við aðskiljum ríkt fólk sem hefur unnið...

Ísland í tætlum

Undir sama himni

Ísland í tætlum

·

Sigmundur Davíð ætlar ekki að segja af sér - hefur ekki einu sinni íhugað það. Eftirleiðis verður auðveldara fyrir okkur sem búum utan landsteinanna að útskýra af hverju jákvæðar fréttir frá Íslandi eru í 99% tilfella tilbúningur, eða misskilningur (og stundum bæði). Sigmundur Davíð hefur fært okkur sjálfan tímann að gjöf - og fyrir það ber að þakka. Það...

Sjálfsalar flýja land

Undir sama himni

Sjálfsalar flýja land

·

Skítlegt eðli stjórnmálanna er áberandi í kjaradeilum, en þar virka ekki þau vopn sem pólitíkusar hafa mest dálæti á. Í kjaradeilum vantar erlenda skúrka sem herja á íslenskar hetjur - en án slíkrar sögu er erfitt að siga skrílnum frá því sem máli skiptir. Ekki einu sinni þeir verst upplýstu í samfélaginu myndu kaupa þá skýringu að Danir eða Bretar...

Vindur Egils

Undir sama himni

Vindur Egils

·

Egill Helgason hneykslast yfir atgangi fjölmiðla undanfarið, í kjölfar frétta um meinta aðkomu forsætisráðherra að fjármögnun DV. Ef marka má 2-3 örstutt blogg Egils um málið, virðist hann telja fjárkúgunina þann vinkil sem ræða má um - en ekkert annað. Athugasemdir Egils rifjuðu upp fyrir mér gagnrýni sem hann fékk á sig í febrúar 2008, eftir að hafa hleypt...

Lykt af peningum

Undir sama himni

Lykt af peningum

·

Fyrir örfáum árum boðuðu Íslendingar nýtt samfélag byggt á jafnrétti, virðingu, réttlæti, ábyrgð og heiðarleika. Svo fátt eitt sé nefnt. Þetta átti að verða göfugt samfélag, ekki gráðugt; setja átti þarfir fjöldans ofar löngunum hinna fáu. Samfélag hinna upplýstu, hvar ákvarðanir skyldu metnar út frá rökum - burtséð frá hvort hugmyndasmiðurinn klæddist Merino ull eða íslenskri. Í eitt augnablik áttuðu...